Morgunblaðið - 27.08.1975, Side 10

Morgunblaðið - 27.08.1975, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGUST 1975 ÞESSA dagana stendur yfir í Reykjavfk fundur samstarfs- nefndar fþróttasambandanna á Norðurlöndum. Fundinn sitja 5 og 6 fulltrúar frá hverju landi þ.á m. formenn fiestra sambandanna og stjórnarmenn auk fram- kvæmdastjóranna. Fundir sem þessi cru haidnir annað hvert ár, sfðast hér í Reykjavík árið 1965. Fundurinn, sem haldinn er á Hótel Loftleiðum, hófst á þriðju- dagsmorgun kl. 10 með setningar- ræðu Gfsla Halldórssonar forseta ÍSÍ, en hann var jafnframt kosinn forseti fundarins og Sveinn Björnsson varaforseti Ritarar voru kjörnir Bragi Kristjánsson og Sigurgeir Guðmannsson. Fyrsta verkefni fundarins var að fjalla um umsókn Færeyinga að samstarfsnefndinni. Hafði Kurt Möller, form- danska íþróttasambandsins framsögu í því máli og mælti hann eindregið með aðild Færeyinga. Var það samþykkt í einu hljóði og sitja nú Færeyingar fund samstarfsnefnd- arinnar í fyrsta sinn. Liggjas Joensen form. Iþróttasambands Færeyja þakkaði f.h. Færeyinga góða afgreiðslu og vinsemd hinna landanna. Mörg þýðingarmikil mál, sem varða íþróttastarfsemina á Norðurlöndum liggja fyrir fundinum og verður greint frá þeim nánar á blaðamannafundi i Iok fundarins. LIÐ VALS: Sigurður Haraldsson 3, Grímur Sæmundsen 2, Berg- sveinn Alfonsson 2, Dýri Guðmundsson 2, Vilhjálmur Kjartans- son 3, Hörður Hilmarsson 3, Magnús Bergs 3, Ingi Björn Alberts- son 2, Guðmundur Þorbjörnsson 2, Albert Guðmundsson 2, Atli Eðvaldsson 2. LIÐ ÍA: Hörður Helgason 1, Benedikt Valtýsson 3, Björn Lárus- son 1, Jón Gunnlaugsson 2, Jóhannes Guðjónsson 3, Jón Alfreðs- són 3, Árni Sveinsson 2, Haraldur Sturlaugsson 2, Matthías Hallgrímsson 2, Teitur Þórðarson 1, Karl Þórðarson 2, Hörður Jóhannesson (varam.) 1, Guðjón Þórðarson (varam.) 1. DÖMARI: Þorvarður Björnsson 2. Fram kærir ekki MORGUNBLAÐINU barst f gær fréttatilkynning frá Knattspyrnu- félaginu Fram, þar sem segir að Framarar hyggist ekki kæra Skagame:.n vegna Harðar Helga- sonar. Var mál þetta tekið fyrir á fundi aðaistjórnar siðdegis I gær, en áður hafði stjórn Knattspyrnu- deildar fjallað um málið. Fer fréttatilkynningin hér á eftir: „Að undanförnu hafa átt sér stað umræður í fjölmiðlum um hugsanlega kæru af hálfu Knatt- spyrnufélagsins Fram vegna ólög- mæts leikmanns f liði tA Samkvæmt fundargerðarbók- um KSl mun einn leikmanna lA, Hörður Helgason, hafa sótt um og fengið samþykkt félagaskipti yfir I Fram á sfðasta ári. Þau félaga- skipti voru aldrei afturkölluð formlega, eins og þó mun vera ætlazt til, eigi leikmaður að öðlast Framkvæmd- um við Laug- ardalsvöll frestað fram yfir leik ÍA Á FUNDI borgarráðs I gær var ákveðið að fresta framkvæmd- um við Laugardalsvöllinn þar til að loknum leik lA og Kýp urliðsins Nikosia Omonia f Evrópukeppni meistaraliða. Hafði fþróttaráð lagt til að framkvæmdir við lagfæringar á Laugardalsvellinum hæfust um miðjan september, en til- Iaga Alberts Guðmundssonar og Alfreðs Þorsteinssonar um frestun á framkvæmdunum var samþykkt á fundi borgar- ráðs f gær. Ef byrjað hefði verið á hin- um bráðnauðsynlegu viðgerð- um við völlinn um miðjan september eins og ráð hafði verið fyrir gert hefði það þýtt að Skagamenn hefði orðið að flytja leik sinn til Keflavfkur eða Akureyrar þar sem á þeim stöðum eru einu löglegu vell- irnir fyrir Evrópuleiki. Einnig hefði verið hægt fyrir Skaga- menn að gera völl sinn á Akra- nesi löglegan en það hefði þýtt mikinn kostnað, auk þess sem hætt er við að fáir áhorfendur hefðu komið á leikinn þar. Þriðji möguleikinn f málinu hefði verið að spila leikinn er- lendis, en sú þrautalending hefði verið til vansa fyrir fs- lenzka fþróttahreyfingu. hlutgengi með fyrra félagi á nýj- an leik. Samkvæmt upplýsingum fyrrv. formanns knattspyrnudeildar Fram mun Hörður Helgason hafa óskað eftir þvf við hann, að fé lagaskiptin yrðu afturkölluð Þeim boðum mun hafa verið kom- ið áleiðis til KSÍ, en hins vegar mun málið aldrei hafa hlotið formlega afgreiðslu á stjórnar- fundi KSl. Að þessu leyti svipar málinu mjög til máls Elmars Geirssonar, sem upp kom á sfðasta keppnis- tfmahili, en þá fékk Fram á sig kæru vegna svipaðra formgalla. Fram taldi þá, að slfk kæra væri byggð á veikum grunni, en það sjónarmið átti litlu fylgi að fagna, og var Fram dæmt til að leika upp einn leik f 1. deild. Þrátt fyrir slfka niðurstöðu fyrir einu ári, er skoðun stjórnar Fram óbreytt á þvf, að kærur, sem tilkomnar eru vegna formgalla, jafnvel þótt þær stæðust lagalega, séu byggðar á afar hæpnum for- sendum. Af þeim sökum mun Fram ekki kæra leikinn við IA. Hins vegar þótti rétt að skoða þetta mál niður f kjölinn með tilliti til Elmarsmálsins á sfðasta ári. F.h. Knattspyrnufélagsins Fram Alfreð Þorsteinsson, form.“ SIGURÐUR HARALDSSON — kastar sér á eftir knettinum, en ef eitthvað hefði brugðið út af er Vilhjálmur Kjartansson (4) nærstaddur. Jón Gunnlaugsson stormar að, en Dýri Guðmundsson er hinn rólegasti. 16 manna hópur liefur enn ekki verið valinn Knattspyrnusamband Islands boðaði f gær til blaðamanna- fundar þar sem hópur sá sem fer f landsliðsferðina til Belg- fu, Frakklands og Sovétrfkj- anna f byrjun næsta mánaðar var endanlega tilkynntur. Er hópurinn enn sá sami og greint var frá f Morgunblaðinu f sfð- ustu viku og 16 leikmanna hóp- ur sem leikur f Frakklandi, Belgfu og Sovétrfkjunum verð- ur ekki tilkynntur fyrr en rétt fyrirleik. Knattspyrnusambandið hef- ur nú greitt tryggingu þá sem Standard Liege vildi fá fyrir Asgeir Sigurvinsson, 40 millj- ónir, og nam iðgjaldið 80 þús- undum króna. Ásgeir verður með f leikjunum gegn Frökk- um og Belgum og sömuleiðis Guðgeir Leifsson, en KSl vinn- ur enn að þvf að fá Jóhannes Eðvaldsson f leikinn gegn Belg- um. Sama dag og á að leika þann leik á Jóhannes að leika með Celtic og vill félagið ekki missa hann. Útsölumark Vilhjálms gaf l.deildinni nýtt líf ÞAÐ var sárt fyrir Skagamenn að tapa leiknum gegn Val á Laugar- dalsvellinum f fyrrakvöld. Ekki þannig að liðið hafi leikið þá snilldarknattspyrnu að liðið verð- skuldaði sigurinn þess vegna. Nei alls ekki. Hins vegar var mark það sem Valsmenn skoruðu og var eina mark leiksins slfk hörmung að annað eins hefur ekki sézt í 1. deildinni í háa herr- ans tfð. Vilhjálmur Kjartansson tók aukaspyrnu við miðlfnu vallarins og sendi knöttinn inn f vítateig Skagamanna. Án þess að nokkur kæmi við knöttinn barst hann að markinu, fór einu sinni f jörðina og sfðan undir hendur Harðar Helgasonar markvarðar ÍA. Hefur Hörður sennilega mis- reiknað hreyfingar knattarins, enda ekki gott að sjá fyrir hvaða Texti: Ágúst I. Jónsson. Myndir: Ragnar Axelsson. stefnu knötturinn tæki á hálu grasinu — þar sem gras var — eða í drullunni á vellinum. Mark Vilhjálms var eina mark leiksins og það er langt í frá að verið sé að ásaka Vilhjálm eða félaga hans í Valsliðinu fyrir að skora svona ódýrt mark. Það hefði hins vegar verið skemmtilegra að þessi tvö af þremur beztu liðum íslenzkrar knattspyrnu hefðu nýtt gullin marktækifæri sín í leikn- um og skorað, þvi þrátt fyrir allt þá var leikur lA og Vals ekki svo vitlaus. Kálgarðurinn í Laugar- dalnum tók að sjálfsögðu sinn toll af knattspyrnumönnunum og þeir Þátttakendur á fundi samstarfsnefndar fþróttasambandanna á Norðurlöndum. Samstarfsnefnd norrænu íþróttasambandanna þingar í Reykjavík: Færeyingar meðal þátttakenda leikmenn, sem beztir eru á góðum völlum í góðu veðri — t.d. Karl Þórðarson — máttu sín litils við þessar aðstæður. Valsmönnum tókst ágæta vel samleikurinn í þessum leik og baráttan var mikil í leikmönnum liðsins. Skagaliðinu gekk ekki vel að ná sínum skemmtilega samleik, eigi að síð- ur voru þeir ógnandi í leiknum og áttu sízt minna í þessari mikil- vægu viðureign. Eru nú IA og Fram jöfn f efsta sæti 1. deildarinnar með 17 stig og eiga bæði liðin eftir að leika einn leik. Fram leikyr gegn Val í Laugardalnum um næstu helgi, en Skagamenn fá Keflvíkinga í heimsókn. Hafa Valsmenn lýst því yfir að þeir ætli að vinna bæði toppliðin og margt er ólíklegra en að liðinu takist það. I kvöld mæt- ast Valur og Akranes aftur, að þessu sinni í bikarkeppninni og fer leikurinn fram á Akranesi. Svo aftur sé vikið að leiknum í fyrrakvöld þá skoruðu Skaga- menn einnig eitt mark í leiknum. Jón Alfreðsson hafði gefið háa sendingu inn i vítateig Vals- manna. Þar stukku þeir upp sam- an Sigurður Haraldsson og Teitur Þórðarson, hvorugur náði til knattarins, sem kom niður fyrir aftan þá og skoppaði að marklín- unni. Matthías Hallgrímsson og einir þrfr Valsmenn ætluðu sér allir að ná boltanum. Varð þarna á marklínunni mikil barátta, sem endaði með þvf að leikmennirnir lágu allir á jörðinni með flækta saman fætur, en það eina sem sást greinilega var að Matthías með boltann fyrir framan sig lá inni í miðju marki Valsmanna. Hefði þarna átt að dæma mark þvf knötturinn var langt fyrir innan, en f staðinn var dæmd auka- spyrna á Skagamenn fyrir brot á Sigurði markverði. Má vera að það hafi verið réttur dómur þó svo að Skagameqn hafi ekki viljað viðurkenna eftir leikinn að um brot hafi verið að ræða. Ástæðulaust er að telja upp þau mörgu tækifæri, sem leikmenn liðanna áttu til að skora mark. Guðmundur Þorbjörnsson, Albert Guðmundsson og Ingi Björn Al- bertsson hefðu getað skorað fyrir Val, en þeir Árni Sveinsson, Har- aldur Sturlaugsson, Hörður Jóhannesson og Jón Gunnlaugs- son áttu allir hörkuskot að Vals- markinu. Vilhjálmur Kjartansson, Dýri Guðmundsson, Magnús Bergs og Hörður Hilmarsson voru fremstir í flokki Valsara að þessu sinni, en yfirleitt áttu leikmenn liðsins mjög þokkalegan leik og börðust allir grimmilega. Það veitti held- ur ekki af því þar sem Skaga- menn sóttu grimmt af örvæntingu síðustu mínúturnar. Jón Alfreðs- son og Jóhannes Guðjónsson stóðu sig hvað bezt Skagamanna, Matthías var drýgstur f framlín- unni og Benedikt var góður með- an hans naut við, en hann varð að yfirgefa völlinn vegna meiðsla, sem þó reyndust ekki alvarleg. Annars bar lítið á flestum lands- liðsmanna ÍA í þessum leik. I STUTTU MÁLI: Islandsmótið 1. deild Laugardalsvöllur 25. ágúst Valur — lA 1:0 Mark Vals: Vilhjálmur Kjartans- son á 22. mfnútu Áminning: Benedikt Valtýsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.