Morgunblaðið - 27.08.1975, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGUST 1975
17
Flutt í flýti frá
Leningrad til Lon-
don vegna sjúkdóms
+ Þessi litla stúlka er rúss-
nesk og er hér á myndinni
ásamt móður sinni Galinu
Chudnovskaya. Litla stúlkan
heitir Irina Chudnovskaya
og er nlu mánaða gömul. Ir-
ina var með alvarlegan
hjartasjúkdóm og þurfti að
flytja hana I ofboði frá Len-
ingrad til hjartasérfræðinga
á Bromton-sjúkrahúsinu I
London, þar sem gerð var á
henni aðgerð sem sýnilega
hefur borið tilætlaðan
árangur. Irina litla og móðir
hennar, sem einnig kom
með frá Leningrad, eru sýni-
lega búnar að endurheimta
gleði sfna og brostu óspart
fyrir Ijósmyndara brezka
blaðsins „The Daily
Telegraph“.
Presley
lagður
inn á ný
+ Rokksöngvarinn vfðfrægi
ELVIS PRESLEY hefur nú ver-
ið lagður inn á sjúkrahús —
rétt einu sinni. ELVIS liggur á
Memphis-sjúkrahúsinu f LAS
VEGAS — reyndar segir lækn-
ir hans, Elias Ghanem, að
einungis sé um það að ræða að
söngvarinn sé þreyttur og þurfi
á afslöppun að halda. Þessu
trúa þó ekki allir; þær raddir
hafa heyrzt að hér sé um eitt-
hvað alvarlegra en þreytu að
ræða, sérstaklega þegar haft er
í huga að þetta er í fimmta
skiptið síðan árið 1973 sem
söngvarinn fer í „afslöppun“.
Nytsamur þumall
+ Það er ekki úr vegi að benda
putta-vegfarendum á þessa
meistaralcgu uppfinningu sem
stúlkan hér á myndinni notar.
Hún hefur það bara rólegt
þangað til einhver félagslyndur
vegfarandi sem getur boðið far
f farskjóta sfnum stöðvar og
býður henni uppf.
— Minning
Jón
Framhald af bls. 22
hann var forstjóri J.B. Pétursson.
Sá tími var lærdómsríkur, og fyr-
ir hann og ótal margar samveru-
stundir á lífsleiðinni vil ég þakka.
Burtför Bjarna ber skjótt að, en
við getum huggað okkur við það,
að hann hefur skilað sínum mann-
vænlegu börnum góðu vegarnesti,
sem ástæða er til að þakka fyrir.
Innilegar samúðarkveðjur flyt
ég systur minni og börnunum,
Helgu tengdadóttur og Rósu
sonardóttur. Missir þeirra er
mikill og sárt er Bjarna saknað af
öllum þeim, sem mátu mannkosti
hans svo sem vert var. Tengda-
fólkið þakkar Bjarna að leiks-
lokum fyrir margar ánægjulegar
samverustundir. Blessuð veri.
minning hans.
Gottfreð Arnason.
Far þú f friði,
friðurGuðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Þessi orð virðast harla fátækleg
þegar svo mikið er að þakka.
Jón Bjarni Kristinsson, eða
Bjarni eins og hann var alltaf
kallaður, var slikur maður, að
erfitt er að skrifa um hann án
þess að það sýnist vera mikið ýkt
og oflofað. Þeir sem þekktu
Bjarna vita þó að það aru ekki
ýkjur að hann var sérstakur
maður, maður sem alltaf var að
framkvæma eitthvað stórkostlegt
og unni sér aldrei hvíldar. Það
þarf ekki að fara mörgum orðum
um hversu hörkuduglegur þessi
maður var, hann reisti sér veg-
legan minnisvarða sem talar sinu
máli þar sem fyrirtæki hans,
Glerborg h.f. i Hafnarfirði
stendur. Allar athafnir hans bera
þess einnig glögg merki hve ein-
stakt snyrtimenni hann var.
Okkur, sem nutum þess heiðurs
og þeirrar ánægju að fá að starfa
með Bjarna, mun reynast erfitt að
gleyma þeim dapurlega degi, 19.
ágúst, þegar fánar voru dregnir í
hálfa stöng við fyrirtæki hans, er
við mættum til vinnu. Fánar sem
hann hafði nýverið látið útbúa og
hann hafði deginum áður dregið
að húni fyrsta sinni til að fagna
komu erlendra gesta. Hve fljótt
skipast ekki veður f lofti.
Við reynum að hugga okkur við
góðar minningar um allar þær
ánægjustundir, sem við áttum
með Bjarna. Hann var góður hús-
bóndi, svo kraftmikill að hann
hreif mann með sér, og svo gott
var að starfa fyrir hann að maður
taldi það ekki eftir sér að vinna
svolitið lengur, ef mikið var að
gera.
Hann var ekki mikið fyrir að
skjalla fólk eða hrósa því, en
maður fann það vel, að hann
kunni að meta það sem vel var
gert, enda sýndi hann það í verki.
Gott dæmi um það er, að hann lét
sér ekki nægja að stofna starfs-
mannafélag, heldur afhenti um
leið félaginu stóran sal til íþrótta-
iðkana og til skemmtanahalds. Á
öllum skemmtunum og öðrum
mótum var hann eins og einn af
okkur hinum. Þá lét hann sig ekki
muna um að smíða, mála eða
hengja upp myndir. Slfkur
persónuleiki var hann, að allt sem
hann gerði jók virðinug starfs-
fóiksins fyrir honum. Hann sagði
eitt sinn: Ég get ekki beðið neinn
að gera það, sem ég get ekki gert
sjálfur. Þetta Iýsir honum vel,
enda ríkir svo góður starfsandi,
sem hann hefur skapað, í fyrir-
tækinu, að annað eins hlýtur að
vera vandfundið.
Það er stórt skarð höggvið i
þennan góða hóp, sem nýlega var
að hlaupa í skarðið í saklausum
barnaleik i Þórsmörk nú í sumar.
Þetta skarð verður aldrei fyllt.
Það er óumflýjanlegur sann-
leikur þó sár sé. Ef Bjarni mætti
mæla nú mundi hann eflaust
segja: Þetta átti að fara svona.
Það var hans trú og sannfæring.
Með því hugarfari kveðjum við
Bjarna hinztu kveðju og biðjum
algóðan Guð að geyma hann. Megi
Guð styrkja Ernu og börnin i
þeirra miklu sorg.
Starfsfólk Glerborgar.
Föstudaginn 15. ágúst fékk ág í
heimsókn hér á skrifstofuna til
mín vin minn Jón Bjarna
Kristinsson, sem I sjálfu sér er
ekki í frásögu færandi, þvi að
undanfarin 3 ár liðu ekki margir
vinnudagar svo að við hittumst
ekki, eða i það minnsta töluðum
ekki saman i síma. Þessi heim-
sókn hans þótti mér strax dálítið
sérstæð, þvi að hann gaf sér tíma
til að fá sér kaffibolla með mér,
og eins og að venju höfðum við
margt um að spjalla viðskiptalegs
eðlis, og í þetta skipti frá hans
hendi töluvertpersónulegt. Hann
var óvenju skrafhreifinn þennan
dag og dvaldi hjá mér í um tvo
tíma, maður sem varla gaf sér
tíma venjulega til þess að ljúka
við einn kaffibolla. Framtiðar
fyrirætlanir voru ræddar, hús
voru byggð, já og fleiri hús voru
byggð þennan stutta tíma. Hann
var óvenjulega hress og reifur og
lék á als oddi sem endranær en þó
óvanalega rólyndur. Okkar fundi
lauk með því að ákveðið vað að
hittast næst þriðjudaginn 19.
ágúst. — Samstundis og ég kom á
skrifstofu mína þann dag, var
Anton sonur hans i símanum, að
tilkynna mér lát hans þá um
morguninn. Vart hefur mér bor-
izt meiri harmafregn, og erfitt
reyndist mér að trúa því að
trúnaðarvinur minn nú siðustu ár
skyldi svo skyndilega vera burt
kallaður. Maður á bezta aldri og
maður sem fjöldi manns byggði
sitt traust og lífsafkomu á. Maður
sem alla sína ævi Iét aldrei verk
úr hendi falla og vægast sagt
þekkti ekki orðið hvíld, sérstak-
lega ef að hann þurfti að aðstoða
vini sína og félaga. Það var
hreint og beint ástríða hans að
byggja og láta afrakstur vinnu
sinnar sjást, ekki af fésýslu
ástæðum, miklu meira af með-
fæddum metnaði og virðingu
fyrir vinnunni.
Nú hefur þessi vinur minn öðl-
ast hvild, og þó að aldur hans væri
ekki hár, hefur hann skilað af-
köstum þennan stutta tíma langt
umfram meðalmann á langri ævi.
Margir eiga þessum sérstaka af-
bragðsmanni mikið að þakka, svo
margt gott lagði hann til, og auð-
fundinn mun ekki strax hans
jafningi sem sameinar jafn vel
dygðugt mannlíf, atorku, afköst
og velvilja og hann gerði ásamt
hinni sérstöku gleði, sem vakti
traust og hlýju hjá hverjum sem
kynntist.
Jón Bjarni fæddist vestast á
Vesturgötunni hér í Reykjavik
þann 11. febrúar 1922 sonur
þeirra sérstöku sæmdarhjóna
Guðrúnar Ottadóttur og Kristins
blikksmiðs Péturssonar. Strax að
námi loknu hóf hann starf við
fyrirtæki föður síns og föður-
bróður J. Bjarna Pétursson-
ar, en hann bar nafn hans.
Þetta reyndist fljót-
lega of þröngt starfssvið slik-
um athafnamanni. Árið 1960
stofnsetti hann ásamt össuri
Aðalsteinssyni fyrirtækið Bygg-
ingarvörur h.f. og nokkrum árum
síðar Heildverzlunina Verkfæri
og járnvörur, h.f., sem sonur hans
Anton, hefur rekið undanfarandi
ár. Þetta var ekki nóg, fleiri verk-
efni þurfti. 1968 stofnar hann
ásamt fleirum Ispan h.f., sem
framleiðir einangrunargler, og
svo síðast árið 1972, eftir slit við
fyrri félaga, stofnar hann ásamt
fleirum sams konar verksmiðju,
Glerborg h.f., I Hafnarfirði, sem
hann rak til dauðadags með sér-
stökum stórhug og bjartsýni. Hug-
ur hans var sérstaklega opinn
fyrir köllum nýjum tæknilegum
framförum og öllu slíku komið
í framkvæmd samstundis ef til
gagns virtist, en hann var óvenju-
lega næmur fyrir öllum nýjung-
um og einhver bezti vinnuskipu-
leggjari sem ég hefi kynnzt.
Hann kvæntist eftirlifandi
konu sinni Ernu Árnadóttur,
Böðvarssonar, hinn 27. nóvember
1943 og eignuðust þau fjögur
börn, Mariu Sophíu, hlaðfreyju,
Anton, sem fyrr er getið, kvæntan
Helgu Torfadóttur, Guðrúnu sem
er í heimahúsum og Pétur, sem
unnið hefur við fyrirtæki föður
sins. — Heimilislif þessarar fjöl-
skyldu var mjög gott og mjög vel
samrýmt og tilbúin voru þau hjón
til hins ólíklegasta til að auka
hamingju og heill barna sinna.
Jón Bjarni var stór og myndar-
legur maður, svipur hans og
augnatillit hýrt og glaðlegt og
geislaði af göfgi og góðvilja. Slik-
um mönnum er alls staðar vel
fagnað alls staðar aufúsugestir og
ekki efa ég að honum verði vel
fagnað i hinum nýju heimkynn-
um hans.
Fáa utan ættingja mina hefi ég
tregað líkt og vin minn Jón
Bjarna Kristinsson, og vel skil ég
þann harm, sem slegið hefur
eiginkonu, börn og systkini hans.
Bið ég þess af alhug að þau öðlist
styrk í sinni miklu sorg og flyt
þeim alúðar samúðarkveðjur
mínar og f jölskyldu minnar.
Magnús Ingimundarson.