Morgunblaðið

Dagfesting
  • fyrri mánaðurinseptember 1975næsti mánaðurin
    mifrlesu
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    293012345
    6789101112

Morgunblaðið - 18.09.1975, Síða 7

Morgunblaðið - 18.09.1975, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1975 7 Lf Verðbólgan ÞriSjungshækkun á út- söluverSi kjöts kom flest- um í opna skjöldu. þrátt fyrir þá staSreynd, aS landbúnaSarafurSir hækka hlutfallslega viS verSþróunina t landinu. Helmingur þessarar hækkunar rennur til bænda, til aS mæta aukn- um rekstrarkostnaSi bú- anna og helmingur til þeirra milliliSa, slátur- húsa, frystihúsa og verzl- ana, sem brúa biliS milli framleiSenda og neyt- enda, vegna hærri launa- greiSslna hjá þessum aSil- um nú en í siSustu „sláturtiS". VerShækkun á kjötinu nú, sem vtssu- lega kemur illa viS neyt- endur, er einn þáttur verSbólgunnar, sem hér hefur geisaS tvö síSustu árin af meiri þunga en dæmi eru um meS öSrum þjóðum álfunnar. Þessi verðbólga á að talsverðu leyti rætur að rekja til erlendra verð- hækkana, þ.e. innfluttrar verðbólgu, en við eigum sjálfir drýgstan þáttinn i henni. Allar starfsstéttir þjóSfélagsins stíga verð- bólgudansinn í kröfugerð og óbilgirni og ríkisvaldið kórónar þrumudansleik- inn i þenslu rikisbáknsins og vaxandi samneyzlu. Þannig hefur þjóð og rtki eytt meiru en aflað er, flýtur sameiginlega á eyðsluvíxli, en fyrirhyggja og framsýni eru látin lönd og leið. Krónuhækkun kaups og kaup- máttaraukning Englendingar koma næstir okkur Evrópuþjóða i verSbólguvexti. Þar I landi hafa verkalýSsfélög nú tekiS höndum saman við rikisvaldiS um verð- bólguhömlur. Á sl. 9 mánuðum hækkuðu laun þar i landi um 20%, en kaupmáttur launa rýrnaði á sama tima um 70%, at- vinnureksturinn skrapp saman og atvinnuleysið jókst stórum skrefum. Þar er gert ráð fyrir tak- mörkuðum kauphækkun- um á næstu 12 mánuð- um, sem ná aðeins til lægstu launa og koma i áföngum, en kaupbinding er látin ná til betur settra. Rikisvald og launaþega- félög komust sem sé að þeirri sameiginlegu niður- stöðu. að kröfugerð, sem ekki byggði á aukinni verSmætasköpun í þjóðar- búinni, þ.e. vaxandi þjóðartekjum, stuSlaði i raun að rýrðum kaup- mætti, jafnvel þó hún næði fram að ganga. Er ekki reynslan hliðstæð hér á landi? Kaupmáttar- aukning launa á undan- gengum nokkrum árum er aðeins litið brot af kaup- hækkunum i krónum tal- ið. Efnahagsaðgerðir nú- verandi rikisstjórnar hafa vissulega borið nokkurn árangur, i fullri atvinnu, í bættri gjald- eyrisstöðu út á við og i hægari verðbólguvexti en á liðnu ári, þó árangurinn sé minni en vonir stóðu til. Þessi árangur hefur kostað almenna kjararýrn- un, aðhald hjá hinum al- menna borgara og at- vinnurekstrinum, en hver er hlutur rikisins sjálfs i aðhaldsaðgerðunum? n Lækkun ríkisútgjalda Fjárlög líðandi árs voru skorin niður um 2000 m. kr. Að auki var sýnilegur opinber útgjaldaagki vegna siðustu kjarasamn- inga og gengislækkunar mjög óverulega látinn koma fram í hinum ýmsu gjaldaliðum i rikisrekstrin- um. Hlutur samneyzlunar i ráðstöfun þjóðartekna lækkaði hlutfallslega. Hinsvegar var naumast nóg gert í þessu efni, mið- að við rikjandi aðstæður. Opinberir aðilar verða að ganga á undan með góðu eftirdæmi, ef hinn al- menni borgari á að geta glöggvað sig nægilega á þýðingu og þörf aðhalds- aðgerða. [ næsta mánuði verður væntanlega lagt fram fjár- lagafrumvarp næsta árs. Fjárlagagerðin hefur úr- slitaþýðingu fyrir aðhalds- aðgerðir, sem duga gegn verðbólguvextinum. Þjóð- in mun þvi fylgjast af gaumgæfni með þvi, hvort rikisvaldið mótar nýja stefnu i fjárlagagerð, þ.e. hvort fjárlagahækkun verður hærri eða lægri en almennar hækkanir i land- inu. Hringið i síma 10100 milli kl. 10.30 og 11.30 frá mánudegi til föstu- dags og spyrjið um Lesendaþjónustu Morgunblaðsins. y KÖNNUN A FRAM- FÆRSLUKOSTNAÐI BARNA EINSTÆÐRA FORELDRA? Jóhanna Kristjónsdðttir, Drafnarstfg 3, Reykjavík spyr: „Hvað líður störfum nefndar þeirrar, sem samþykkt var á Alþingi i vor að skipa til að kanna • framfærslukostnað barna einstæðra foreldra? Hvenær verða niðurstöður birt- ar og hvað verður síðan næsta skrefið?" Páll Sigurðsson, ráðuneytis- stjóri í heilbrigðis- og tryggingarmáiaráðuneytinu svarar: „I lögum um launajöfnunar- bætur, bætur almannatrygg- inga, verðlagsmál o.fl., sem samþykkt voru á Alþingi 15. maí s.l. er ákvæði til bráða- birgða, sem er á þessa leið: „Fyrir árslok 1975 skal heil- brigðis- og tryggingamálaráð- herra láta fram fara könnun: a) á framfærslukostnaði elli- og örorkulífeyrisþega og skal könnunin bæði ná til einstakl- inga og hjóna, er njóta elli- og örorkulífeyris. b) á framfærslukostnaði barna einstæðra foreldra. Hlið- sjón af könnun þessari skal höfð við ákvörðun barnalíf- eyris.“ Það er túlkun ráðuneytisins að hér sé ekki um að ræða verkefni nefndar heldur skuli þetta verkefni falið einhverri opinberri stofnun. Var í fyrstu leitað til Þjóðhagsstofnunar en stofnunin hefur tjáð ráðuneyt- inu að hún geti ekki sinnt þessu verkefni. Því hefur ráðuneyt- ið nýlega óskað eftir því við Hagstofuna að hún framkvæmi þessa könnun." HVENÆR KOMA RAUÐIR OPAL- PAKKAR1 VERZLANIR? Halldór Gunnarsson, Ljós- heimum 6, spyr: Hvenær er von til þess að rauðir opalpakkar fáist aftur f verslunum? Helga Eygló, sölukona hjá Sælgætisgerðinni Opal, svarar: „Um nokkurn tíma hefur skort efni til framleiðslu á þess- ari tegund opals en vonir standa til að framleiðsla þess hef jist í næstu viku og ættu því rauðir opalpakkar að koma i verzlanir fyrir aðra helgi.“ RAFMAGN í GEYMSLUM Guðmunda Jóna Jónsdóttir, Þineeyri við Dýrafjörð, spyr: „Er það rétt að greiða eigi alltaf sama gjald til rafveitn- anna af herbergi, sem aðeins er notað sem geymsla, þó fyrir mörgum árum hafi það verið nýtt til íbúðar. 1 einu tilfellinu er um að ræða 5 ár en í öðru eru 9 ár síðan hætt var að nota herbergið til íbúðar. Þá er þriðja herbergið, sem eldað var f, þó það hafi alltaf verið kyndi- klefi?“ Aage Steinsson, rafveitu- stjóri Rafmagnsveitna rfkisins á Vestf jörðum, svarar: „1 gjaldskrá Rafmagnsveitna ríkisins er að finna skilgrein- ingu á útreikningi fastagjalds fyrir herbergi og segir þar að reikna skuli gjald fyrir hvert herbergi, sem notað eða ætlað er til fbúðar en ekki fyrir ganga, baðherbergi né geymsl- ur. Herbergi fimm fermetrar eða minna reiknast hálft en 25 fermetra eða stærra tvö. Af þessu sést að ekki ber að greiða fastagjald af geymslum og hafi orðið breyting á notkun hús- næðis, er viðkomandi bent á að óska eftir endurskoðun á út- reikningi fastagjalds fyrir við- komandi húsnæði.“ «•tram tara] i,|,fga oR »l«>i k«»'“'"ín ní‘ W .»■ « miSsién *f Könmm t>«sivr. Söngraddir kvennakór á Seltjarnarnesi getur bætt við sig röddum. Hringið í síma 1 9687. ENSKRÚM frá Slumberland stærðir: 1m x 2m 1.5m x 2m Ath. bjóöum sérstakar dýnur fyrir bakveikt fólk NÚ ER m ÚTSÖLU MARKAÐURINN í NÝJU HÚSNÆÐI AÐ LAUGAVEGI 66 I samao íiúsl vlð hllðlna a verzlun okkar Otrúlegt vöruúrval á frábærlega góðu O III | j Terelyne & ullarbuxur í miklu úrvali [ | Föt með vesti Pils og kjólar | | Bolir Q] Stakir kvenjakkar []] UFO flauelisbuxur. Nú er hægt að gera reyfarakaup __... o áfSmm. TÍZKUVERZLUN unga fólksins fa KARNABÆR ymm* Útsölumarkaðurinn, Laugavegi 66, sími 281Ö5 'I'V

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar: 302. tölublað (18.09.1975)
https://timarit.is/issue/116268

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

302. tölublað (18.09.1975)

Gongd: