Morgunblaðið - 26.10.1975, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 1975
7
Sr. BOLLI
GÚSTAFSSON
í Laufási:
„Svo heiti ég loks á
hurSir þínar, Jesús.
ó, heyr þú mig, er stend
ég þar viS dyr.
Ég kalla ð þig og krýp
I þlnu nafni,
ó, Kristur minn, sem barniS
éSur fyr."
Þegar ég kveð ykkur, les-
endur góðir, þá kemur mér í
huga þetta erindi úr páska-
kvæði Matthíasar Johannes-
sen. Markmið þessara þátta,
sem ég hefi nú skrifað í eitt
ár, átti að vera það að vísa
veg að hurðum Jesú, þeim
hurðum, sem opnast fremur
en nokkrar aðrar, ef sú þrá
kviknar í hjarta mannsins að
knýja á. „Knýið á, og fyrir
yður mun upplokið verða.
Þvi, sérhver sá öðlast, er bið-
ur og sá finnur, er leitar, og
fyrir þeim mun upplokið, er
á knýr." Þetta boðaði Jesús
sjálfur í fjallræðunni. Dyr
kirkjunnar blasa við í hverri
byggð og þar eiga ekki að
þurfa að vera læstar í menn-
ingarlandi, sem byggir lög
sín og siðgæðishugmyndir á
lögmáli Guðs. Sú er bæn
hvers sóknarprests á íslandi,
að kirkjan megi vera opin
allan sólarhringinn, svo að
hver, sem finnur til löngunar
að leita þangað inn með
bænarefni, sín, þurfi ekki að
koma að lokuðum dyrum.
Dyr kristinnar kirkju blasa
við. En það er sífellt verið að
benda á ýmsar hliðardyr og
kirkjan hefur verið næsta
umburðarlynd gagnvart því
samfélagi handan þeirra,
sem boðar Krist með nokk-
urri sérvizku og mislitum sér-
Við
leiðarlok
skoðunum. í þeim hliðarher-
bergjum falla oft þung orð og
ósanngjörn í garð kirkjunnar.
Gagnrýnin er oft borinn fram
án nokkurrar reynslu og þá
hættir mönnum og til þess að
gera litlar kröfur til sjálfra sln.
Biskup vor bendir á það í
hirðisbréfi sínu: „Oft hafa
menn sagt við mig: Mér
finnst ég hafa svo lítið I kirkju
að sækja. Og svo tala þeir
e.t.v. um prestinn — hann
er ekki nógu andríkur, ekki
nógu trúaður eða frjálslynd-
ur, ekki skemmtilegur. Þeir
tala um sönginn — hann er
ekki góður, eða söfnuðinn,
hann er allt annað en
upplífgandi. Og þá hef ég
stundum spurt: En hvað
kemurðu sjálfur með til
kirkjunnar?
Hefur þú nokkuð með þér,
leggur þú nokkuð fram? Ég
hef rekið mig á, að þessi
spurning kemur oft á óvart.
Mönnum er ekki eiginlegt að
líta svo á, að ábati þeirra af
kirkjugöngu fari að neinu
leyti eftir þvl, hvað þeir láta
sjálfir! té, hvað þeir gefa af
sjálfum sér," (Ljós yfir land)
Það er fagnaðarefni og
uppörvun hverjum presti að
hitta sóknarbörn, sem hann
finnur að þykir vænt um
kirkjuna og virðast njóta
hverrar stundar, sem þau
eiga þar inni. „Kirkjan er oss
kristnum móðir," Leitum
hugann að þeirri staðreynd
og gætum að því, hvert við-
horf okkar er til hennar, sem
hefur fætt okkur til frelsis við
skírnina, þess frelsis, sem
reynsla aldanna hefur leitt
skýrt í Ijós að er ósvikið.
Hvergi er betra að sameinast
en í kirkju Krists, þar sem við
vitum að heilagur Andi hans
lifir, að kalla á hann og
krjúpa I nafni hans eins og
barnið. Ég játa það við leiðar-
lok, að sú er mín heitust
bæn, að þeir, sem villzt hafa
frá kirkjunni, hvort heldurer
til andkristilegrá stjórn-
málastefnu eða sértrúarsafn-
aða, fái aftur horfið I faðm
kirkjunnar. Sameinuð, sterk
kirkja Krists er eina von
heimsins til frelsis og lífs. Við
leiðarlok vel ég að kveðjuorð-
um bæn séra Björns í
Laufási:
„I miðju þina kenn þú mér
að koma, Drottinn, sem mér ber,
svo hvert sinn, er ég héðan fer,
ég handgengnari verði þér.
Til auðmýktar mitt hjarta hrær,
þá hönd mér gef, sem brjóstið slær,
og bæn, sem hrópar: Herra kær,
mér hjálp og miskunn sekum fær."
VERÐUR ERT ÞÚ, DROTTINN OG GUÐ
VOR. AÐ FÁ DÝRÐINA OG HEIÐ-
URINN OG MÁTTINN ÞVÍ
AÐ ÞÚ HEFUR SKAPAÐ
ALLA HLUTI OG
FYRIR VILJA
ÞINN
URÐU ÞEIR.
AMEN.
Opna úr Messubók sfra Sigurðar Pálssonar skrifuð og teiknuð af sira Bolla Gústavssyni.
Fullkomió philips verkstæói
Fagmenn sem hafa sérhæft sig í umsjá
og eftirliti með Philips-tækjum
s'á um allar viðgerðir.
heimilistæki sf
SÆTÚNI 8. SÍMI:1 3869.
Smíðum Neon- 09 plastljósaskilti.
Einnig ýmiss konar hluti
úr Acríl plasti.
Neonþjónustan hf. Smiðjuvegi 7, Sími 43777
Hárgreiðslustofa
til sölu
Hárgreiðslustofan Grundarstig 2A. (Áður hárgreiðslu- og snyrtistofan
Krista) er til sölu.
Aðstaða fyrir snyrtistofu og innréttingar. Á hárgreiðslustofunni eru öll
taeki og áhöld m.a. 6 þurrkur, 5 greiðslubásar, 2 hárþvottabásar o.fl.
Möguleiki á hagkvæmum leigusamningi. Til greina kæmi að selja
eitthvað af tækjum og áhöldum sér. Sanngjarnt verð. Uppl. í sima
1 5777 og 38964 á kvöldin.
Minn
margumtalaði
og vinsæli
vekur
athygli á
Þad koma ávallt nýjar
vörur í hverri viku á
markaöinn
Ötrúlegt
vöruúrval
á frábærlega
lágu
veröi
Látiö ekki
happ
9 9', m, 9
: :
úr hendi
slepypa
ATHUGID!
Markaðurinn
stendur aðeins
stuttan tíma