Morgunblaðið - 26.10.1975, Side 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. OKT0BER 1975
Málverk af Jóni Jakobssyni
sett upp í Landsbókasafni
NVLEGA hefur verið sett upp f
aðallestrarsal Landsbókasafns
málverk af Jóni Jakobssyni lands-
bókaverði.
Málverkið af Jóni Jakobssyni f
Landsbókasafninu. Myndina
gerði Eiríkur Smith listmálari.
Jón réðst að Landsbókasafninu
sem aðstoðarbókavörður 1895 en
var jafnframt forngripavörður á
árununi 1897—1907. Hann var við
fráfall Hallgrfms Melstcðs lands-
bókavarðar 1906 settur til að
gegna embættinu og fékk veit-
ingu fyrir þvf 1908.
Jón Jakobsson sat á Alþingi
sem fulltrúi Skagfirðinga 1893—
1899, en þingmaður Húnvetninga
var hann 1903—1907. Landsbóka-
safninu var mikill styrkur að eiga
þannig fulltrúa á þingi, enda hélt
hann vel fram málum safnsins á
þeim vettvangi, stuðlaði m.a. að
byggingu Safnahússins, en smíði
þess var hafin haustið 1906 fyrir
forgöngu Hannesar Hafstein ráð-
herra og gekk svo greiðlega að
unnt var að hefja starfsemi í
Safnahúsinu snemma árs 1909.
A síðari árum sínum við safnið
samdi Jón Jakobsson sögu þessa:
Landsbókasafn íslands. Minning-
arrit 1818—1918, er prentað var á
árunum 1919—1920 og er hið
merkasta verk.
Jón Jakobsson lét af embætti
haustið 1924 eftir nær 30 ára
giftudrjúgt starf í Landsbóka-
safni. Hann lézt 18. júní 1925 og
voru því nú í sumar liðin 50 ár frá
andláti hans.
Frá Listasafni
Einars Jónssonar
Eins og kunnugt er andaðist frú
Anna M. Jónsson, ekkja Einars
Jónssonar, myndhöggvara, þ. 2.
þ.m. I veikindaforföllum systur
hennar, frú Franeisku Gunnars-
son, annaðist stjórnarnefnd Lista-
safns Einars útför hennar. Utför-
in var gerð að viðstöddum forseta-
hjónunum frá Kristskirkju í
Landakoti, biskupinn þar flutti
sálumessuna með aðstoð systr-
anna í Landakoti og Björgvins
Magnússonar. Sigrfður E. Magn-
úsdóttir söng tvo latneska helgi-
söngva og Sig. Isólfsson lék á org-
elið.
Frá kirkju var haldið austur að
Hrepphólum, þar sem lík hinnar
háöldruðu Iistamannsekkju var
lagt til hvíldar við hlið eigin-
manns hennar. Þar söng í feg-
ursta veðri blandaður kór
Hreppamanna, sra. Sveinbjörn
sóknarprestur í Hruna mælti
kveðjuorð og jarðsöng. Sú athöfn
var einföld og falleg.
Með erfðaskrá sinni 1954 höfðu
Gefa til Líbanon
Á sameiginlegum fundi fram-
kvæmdastjóra norræna Rauða
kross félaga, sem haldinn var í
Svíþjóð 15.—16. október s.l. var
samþykkt að gefa blóðplasma og
lyf til Líbanon að andvirði 82.000
sænskra króna eða því sem næst
3.280.000 ísl. kr. — Verður gjöfin
send frá Finnlandi næstu daga.
þau frú Anna og Einar Jónsson
gert þá ráðstöfun eigna sinna eft-
ir beggja dag, að tveimur þriðj-
ungum skyldi varið til að gera af
steypur í varanlegu efni af verk-
um Einars og einn þriðjungur
rynni til Rauða Kross íslands, en
hug sinn til þess félags höfðu þau
hjónin áður sýnt. Stjórnarnefnd
safnsins og stjórn R.K.l. eru
þeim hjónum hjartanlega þakklát
og geyma þeirra merku minningu
f heiðri.
Þá hafa Listasafni Einars Jóns-
sonar nýlega borizt góðar gjafir.
Börn frú Steinunnar Jóhánns-
dóttur og Sveins Sigurðssonar rit-
stjóra hafa gefið safninu brjóst-
líkan Einars Jónssonar af föður
þeirra, og frú Lilja Kristjánsdótt-
ir, ekkja Siguringa Hjörleifsson-
ar, hefir gefið safninu vanga-
mynd af Einari, ágætlega gerða af
Málaranum Haye Hansen, líklega
síðustu mynd þeirra, sem lista-
menn gerðu af Einari Jónssyni.
Stjórnarnefnd safnsins þakkar
kærkomnar gjafir.
Að marggefnu tilefni skal á það
bent, að óheimilt er með öllu að
láta gera afsteypur eða eftirlík-
ingar í nokkurri mynd af verkum
Einars Jónssonar, nema leyfi
safnsstjórnar komi til Þótt ein-
hver eigi mótaða mynd eða mál-
aða eftir Einar Jónsson veitir það
enga heimild til að láta gera af
verkinu afsteypu eða eftirlíkingu.
Stjórnarnefnd Listasafns
Einars Jónssonar.
Frá athöfninni er tekin var fyrsta skóflustungan að færeyska sjómannaheimilinu við Brautarholt s.l.
laugardag. Séra Jónas Gíslason flytur bæn á staðnum eftir að frú Marfa Jakobsdóttir, klædd í
færeyskan þjóðbúning, hafði tekið fyrstu skóflustunguna. Ljósmynd Mbl. Sv. Þorm.
Nýtt fœreysk tsjó■
mannaheimili rís
FYRSTA skóflustungan að
nýju færeysku sjómannaheim-
ili f Reykjavfk var tekin s.l.
Iaugardag, en húsið verður
staðsett við Brautarholt, milli
Tónabfós og Heklu. Séra Jónas
Gfslason fluttibænvið athöfn
ina. Fyrstu skólfustunguna tók
frú Marfa Jakobsdóttir, en hún
er af færeyskum ættum.
Lóð hússins er að Brautar-
holti 29, milli Skipholts og
Laugavegar, en þaðan er hið
besta útsýni og staðurinn hinn
ákjósanlegasti í hvívetna. Er
byggingarnefndin mjög þakk-
lát borgarstjórn Reykjavíkur
fyrir að hafa valið húsinu jafn
veglegan stað.
Færeyska sjómannatrúboð-
ið, færeyski sjómannakvenna-
hringurinn og áhugamenn bæði
í Færeyjum og á Islandi standa
fyrir byggingarframkvæmdun-
um. Byggingin er kostuð af
frjálsum framlögum og hefir
verið efnt til happdrættis í fjár-
öflunarskyni bæði hér og í Fær-
eyjum, og það hlotið góðar við-
tökur hjá almenningi. Einnig
veitir færeyska landsstjórnin
fjárhagslegan stuðning.
Hliðstæð heimili eru starf-
andi í Færeyjum og eitt á
Grænlandi og annað i Skot-
landi. Heimilið mun starfa á
kristilegum grundvelli fyrir
sjómenn hverrar þjóðar, sem
þeir eru, en einnig verða til
afnota fyrir almenning.
I húsinu verða 10 tveggja
manna herbergi og 10 fjögra
manna herbergi. Öllum her-
bergjum fylgja snyrtiherbergi
með sturtubaði. Þá verður í
húsinu samkomusalur, mat-
stofa, fundaherbergi, setustof-
ur og gufubað. Enn fremur
íbúð fyrir forstjóra heimilisins.
Heildarflatarmál hússins er
1263 fm en rúmmál 4261 rúmm.
Áætlaður heildarbyggingar-
kostnaður er um 95 milljónir
króna.
Tilboð f fyrsta áfanga verks-
ins, gerð grunns og botnplötu,
voru nýlega opnuð og hefur nú
verið samið um framkvæmdir
við lægstbjóðanda, Magnús
Kristinsson f.h. Byggingarfé-
lagsins Smára h.f.
Á næsta ári er fyrirhugað að
gera húsið fokhelt.
Húsið er hannað á Arkitekta-
stofunni s.f. af Ormari Þór Guð-
mundssyni og örnólfi Hall og
samstarfsmönnum þeirra Val-
dísi Bjarnadóttur arkitekt og
Viðari Olsen tæknifræðingi.
Verkfræðistofurnar Vægi s.f.
og Rafteikning s.f. annast
teikningar af burðarvirkjum,
lögnum og raflögnum.
1 byggingarnefnd eru: Jakob
Mortensen, formaður, Scluman
Didriksen, Jens Pétursson,
Leifur Gregersen, Maria Jak-
obsdóttir, María Paulsen og
Jóhann Olsen, fulltrúi fær-
eyska sjómannatrúboðsins.
Teikning af hinu nýja Færeyska sjómannaheimili I Reykjavik.
„Vekjarar” áveg-
um iðnrekenda
Vinna að bættri samkeppnisaðstöðu
FÉLAG islenzkra iðnrekenda
beitir sér nú fyrir því að auka
rekstrartækni hjá félagsmönn-
um sínum og bæta þannig sam-
keppnishæfni Islenzkra fyrír-
lækja. I þeim tilgangi starfa á
vegum félagsins tveir ráðgjaf-
ar, þeir Bergþór Konráðsson
rekstrarhagfræðingur og
Guðmundur S. Guðmundsson
tæknifræðingur, og hafa þeir
um nokkurt skeið unnið hjá 20
fyrirtækjum í því skyni að gera
heildarúttekt á stöðu hvers
þeirra, og aðstoða við þau svið
rekstrarins, sem helst virðist
vera áBótavant.
Forstöðumenn F.I.I. benda á
að stigminnkandi aðflutnings-
gjöld á vörur frá aðildariöndum
EFTA og EBE á næstu fimm
árum hafi leitt til þess að
ákveðið hafi verið að aðstoða
félagsmenn til að bæta sam-
keppnisaðstöðuna eftir mætti.
Hafi hugmyndin um ráðningu
rekstrarráðgjafa kviknað i
fyrra haust og komizt í fram-
kvæmd um síðustu áramót með
fjárhagsaðstoð frá Iðnþróunar-
sjóði. Innan félagsins hafi þess-
ir ráðgjafar hlotið viðurnefnin
,,vekjarar“, því þeim sé ætlað
að vekja fyrirtækin til dáða og
vekja athygli á þeim liðum
rekstursins, sem betur mættu
fara.
Á fundi með fréttamönnum
kom fram að forstöðumenn
F.t.I. telja eðlilegra að líta í
eigin barm til að koma á umbót-
um hjá félagsmönnum, en ekki
sækja alla aðstoð til þess opin-
bera. Kváðust forstöðu-
mennirnir fyrst og fremst vilja
gera kröfur til sjálfra sín og
finna leiðir til úrbóta með eigin
ráðum, en ekki sækja allt til
opinberra aðila. Töldu þeir
rekstrarráðgjafana nýju, eða
„vekjarana", sem hafa kynnt
sér sams konar ráðgjafastörf
hjá nágrannaþjóðum okkar,
geta komið miklu til leiðar á
þessu sviði. Margir eru þó þeir
erfiðleikar, sem jafnvel
rekstrarráðgjafar ráða ekki við,
svo sem verðbólgan og toll-
greiðslur af nauðsynjum
iðnaðarins, sem stundum kippa
fótunum undan samkeppnis-
hæfninni.
Forstöðumenn og „vekjarar" iðnrekenda á fundi með fréttamönn-
um. Ljósm.Mbl. Brynj.
„Gleym mér
ei”-sala
LÍKNARSJÓÐUR Aslaugar K. P.
Maaek, Kópavogi, efnir til blóma-
sölu sunnudaginn 26. október.
Lfknarsjóðurinn var stofnaður
27. janúar 1952 til minningar um
fyrsta formann Kvenfélags Kópa-
vogs, frú Áslaugu K.P. Maack.
Markmið sjóðsins er að styrkja
einstaklinga og fjölskyldur, sem
þurfa á hjálp að halda vegna veik-
inda eða annarra erfiðleika. Oft
er um skyndihjálp að ræða t.d.
vegna slysa.
Blóm Líknarsjóðsins hefur ver-
ið selt I Kópavogi einn dag á ári.
Er það „gleym mér ei“, en Aslaug
K.P. Maack gleymdi ekki þeim
sem áttu í erfiðleikum. Blómið er
því táknrænt.
Stjórn Líkn jóðsins skipa
þessar konur:
Helga Þorsteinsdóttir formaður,
Soffía Eygló Jónsdóttir varafor-
maður,
Vilborg Björnsdóttir ritari,
Ólafía Jensdóttir gjaldkeri og
Agla Bjarnadóttir meðstjórnandi.