Morgunblaðið - 26.10.1975, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 26.10.1975, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 1975 MEIRA MAGN - MINNA FE Hagkvæmt heimilishald er ekki síst undir góóri frystikistu komió Vandið valið - veljið BOSCH Gripið upp á förnum vegi Gluggasýning Landsbankans á steinasafni Áma Ola blaðamanns Árni Öla blaðamaður LANDSBANKI ÍSLANDS hefur á undanförnum árum haft litlar sýningar f gluggum útibúsins við Laugaveg 77. Hafa þar verið sýndar ýmiskonar bækur, myntir og munir í tengslum við menningarsögu og náttúru lands- ins. Auk þess hefur bankinn með þessum hætti reynt að vekja at- hygli á ýmsum þáttum í atvinnu- lífi landsmanna og hverskonar starfsemi annarri svo sem stóraf- mælum ýmissa menningarsam- taka og félaga. Þannig voru settar upp sýningar í tilefni af 50 ára afmæli „Karlakórsins Fóst- bræður“ og hálfrar aldar afmæli Skáksambands íslands. Enn- fremur hafa verið haldnar sýningar tii þess að minnast merkisafmæla þjóðkunnra manna. Þannig voru rakin ævi- atriði manna eins og Þóris Bergs- sonar skálds, sem reyndar var hankamaður að atvinnu, og Frey- steins Gunnarssonar fyrrum kennaraskólastjóra, sem er í röð fremstu skólamanna landsins. Voru þarna sýndir ýmsir munir úr eigu þeirra svo og handrit og bækur, sem þeir hafa samið á langri ævi. Þótti bankanum sæma að vekja athygli á störfum þessara ágætu manna og starfi þeirra í þágu islenzkrar æsku og þjöðlegra itókmennta. ■Bankinn hefur ávalllt reynt að vanda tii þessara sýninga enda hafa þær jafnan þótt vera með menningarbrag og ávallt verið komið fyrir af stakri smekkvísi. Hefur Fegrunarfélag Reykja- vikur reyndar veitt bankanum viðurkenningu fyrir þessa fram- takssemi sína. Að þessu sinni hefur bankinn fengið Árna Óla blaðamann til þess að sýna hluta af hinu sér- stæða steinasafni sínu sem hann hefur um áraraðir safnað á ferðum sínum um landið. Nefnist sýningin „Gripið upp af förnum vegi“. Verður tilgangi hennar best lýst með kynningarorðum bankans sjálfs. Þar segir: „Islenzk náttúra býr yfir miklum töfrum. Hún er hrika- leg en vfða er hún mild og blfð og býr þá yfir undursamlegri, Ijóðrænni fegurð, ekki sfzt þegar horft er yfir landið úr fjarska á fögrum sumardegi. Þá nýtur blámóða fjallanna sfn ef til vill hvað best. En það þarf ekki að horfa út yfir víð- áttur landsins til þess að njóta þess. Fegurðin blasir á móti við hvert fótmál. Blóma- skrúð fslenzkrar náttúru er fjölbreytt og marg- víslegir steinar og berg- tegundir er allsstaðar að finna í hinum ótrúlegustu formum og gerðum. Ferða- langurinn þarf ekki annað en að hafa augun opin til þess að njóta hins undursamlega steinarfkis landsins. — En menn eru mismunandi næmir fyrir þessu, eins og gerist og gengur. Sumir skynja náttúruna betur en aðrir. Einn þeirra manna er Árni Óla blaðamaður. Hann þekk- ir landið sitt betur en flest- ir aðrir og hefur næmt auga fyrir öllu því, sem landið hans hefur að bjóða gönguglöðum ferðalangi. Hann kemur auga á sér- kennilega steina og bergteg- undir og grípur þá upp af götu sinni. Háaldraður reikar hann um landið einn eða með hóp- um ferðamanna, sem hann miðlar af þekkingu sinni og kunnáttu. Við hér f Lands- bankanum njótum nú einnig góðs af. Hann hefur góðfús- lega lánað okkur hluta af hinu sérkemtilega steinasafni sfnu til sýningar hér f gluggunum. Þetta skemmtilega safn sýnir vel þá töfra, sem steinarfki landsins býr yfir. Hver sá, sem reikar um náttúru þess getur notið þeirra ef hann hefur augun hjá sér. Við hvetjum alla til þess að horfa vel á þetta fallega steinasafn. Kann þá svo að fara að þeir kunni betur en áður að njóta náttúru landsins og heillist af fegurð hennar og fjölbreytni. — Við þökkum Árna Óla fyrir lánið og vonum að sem flestir megi njóta þess sem hér er að sjá.“ I tilefni af þessari sýningu á steinum úr steinasafni Árna hefur Mbl. beðið hann að segja frá þvi hvað það var sem opnaði augu hans fyrir merkilegu og fallegu grjóti. — Auðvita varð Árni snarlega við-þessu að vanda og sagðist honum svo frá: íslenzk náttúra er dásamlega listhög og smíðisgripir hennar bera af öllum listaverkum. Það er sama hvort hún stundar smá- smíðar eða stórsmíðar, og það er sama hvaða efni hún notar. Ekki þarf annað en líta á formfegurð fjallanna. Ég skal nefna nokkur dæmi: Snæfellsjökul, Gölt hjá Súgandafirði, Dyrfjöll eystra, gamla sjávarhamarinn Lóma- gnúp, Hrútafell á Kili og Esjuna. Eg þekkti einu sinni gamlan Reykvíking, sem dáðist svo að Esjunni, að hann kallaði hana aldrei sínu nafní, heldur alltaf „Þúsundlita fjallið". Þegar minnst er á liti má ekki gleyma geisladýrð náttúrunnar og hinu stórkostlega litrófi norður- ljósanna á vetrum, og sólsetursins á sumrum. En þessum dásemdum verður ekki safnað fremur en hægt er að bera sólarljós í ílátum inn í gluggalausa baðstofu. Og fjöllum verður heldur ekki safnað, nema í endurminningu. En þá koma smásmíðar náttúr- unnar til sögunnar, djásn og skartgripir landsins, en þeir eru gróður og grjót. Ég hefi aldrei fengist við að safna gróðri, því að ég hefi ekki kunnað með hann að fara. En um mörg ár hefi ég tínt grjót upp af götu minni, og safnað einkennilegum steinum. Og um val þeirra hefir farið eftir mínum eigin geðþótta. Ég hefi aldrei verið að hugsa um eðlisgöfgi steinanna. Ég minnist þess ekki, að ég hafi nokkru sinni brugðið hnífsoddi á stein til þess að kanna hörku hans. Ég hefi valið stein- ana sem smíðisgripi, frumleg listaverk þar sem fjölbreytnin er ólýsanleg. Manni opnast nýr heimur þegar nugsað er um hin óþjálu smíðar- efni sem náttúran hefir, hvernig hún blandar saman mörgum teg- undum og framleiðir jafnvel nýar tegundir, hnoðar þær og eltir og mótar síðan á hinn furðulegasta hátt og skapar úr þeim mismun- andi stór listaverk, þar sem engir tveir steinar eru alveg eins. Efnið skiptir ekki neinu máli, náttúran er jafn hög á allt, hver steinn hefir sinn eigin listræna svip um mótun, efni og liti. Það er því af nógu að taka á þessu blessaða grýtta landi. Þess vegna hefi ég aldrei leitað upp þá staði, sem ar.nálaðir eru fyrir fallega steina. Fyrir fótum mér hafa alltaf orðið steinar, sem ég kalla fallega. Mér hefir haldist misjafnlega á þessu steinasafni. Margt hefi ég gefið kunningjum hér á landi og ytra, en fleira hefir farið forgörð- um. Sárast var rriér um hvitan marmara, sem ég gróf upp úr sandinum fyrir neðan Skaftafell í Öræfum. Hann var lfkt og brimsorfinn eftir að hafa velkst í jökli og eftir grýttum botni í straumharðri á, mun hafa verið kominn ofan úr Mors- árdal. Hann var stærri en mannshöfuð og blýþungur. Ég varð að reiða hann á hnakknefi fyrir framan mig yfir vötn og sanda vestur að Kálfafelli í Fljóts- hverfi, en fékk þá bil. Þegar heim kom setti ég hann út í garð með öðru grjóti, sem ég ætlaði að hreinsa. Þar hvarf hann og hefir ekki sést síðan. Öðru sinni þurfti ég að flytja. Meðal farangursins var poki, hálfur af grjóti. Flutn- ingsmennirnir héldu víst að ég vildi losna við þetta grjót og af greiðasemi fleygðu þeir pokanum í hafnaruppfyllinguna. Þegar menn snuðra lengi og víða eftir steinum, fer ekki hjá því að þeir rekist á „góða steina“. Og víst þykist ég hafa fundið merkilega steina. Á Vestfjörðum kom ég að steini, sem stendur einn sér í móa. Hann er um tvö fet á hæð og mikið ljósari á lit heldur en annað grjót á þeim slóðum. En einkennilegast er, að hann er alveg sivalur, eins og þetta væri digur trjástofn. Ég stóðst ekki freistinguna og braut flís úr brún hans. Sárið sýndi, að þetta var tré og hafði verið á góðum vegi að breytast i ópal. Síðan það blés upp, hefir það sem upp úr jörð stendur hætt að umbreytast, en standi stofninn djúpt í jörð, má vera að neðst sé hann orðinn að ópal, eða verði að ópal með tím- anum. Þessi flís er nú í glugga Landsbankans. Norður í Skagafirði rakst ég á tvo merkilega steingjörvinga, líf- ræn efni, sem orðin eru að ópal. Steinar þessir eru sinn af hvorri tegund og bera enn með sér upp- runa sinn, annar úr jurtaríkinu, hinn úr dýraríkinu. Annar er birkikvistur, hinn bein. Slíka ópalgjörvinga grófu bandarískir vísindamenn upp úr eyðimörk í Arizona fyrir nokkrum árum, og þótti mjög merkilegt. Voru þeir þá með ágizkanir um hve langan tíma lifrænt efni þyrfti til þess að breytast í ópal og voru nefndar svimháar tölur, miklu hærri heldur en vísindin telja aldur ís- lans í árum. Ég hefi geymt þessa gripi eins og sjáaldur auga míns I 40 ár, því að enginn vildi trúa því að svo gamlir steingjörvingar fyndust hér á landi, enda þyrfti þá að bæta tugþúsundum eða milljónum ára við aldur Islands. Ég állt að þessir steingjörvingar geti verið sönnunargögn fyrir þvf, að Island sé miklu eldra en menn hafa talið fram að þessu. Mér þótti því slæmt að hugsa til þess að þeir glötuðust. Þess vegna hefi ég komið þeim I góðar hendur, þar sem þeim er borgið, þó að ég falli frá. BOSCHJ BOSCH frystikistur BOSCHJ

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.