Morgunblaðið - 26.10.1975, Page 16

Morgunblaðið - 26.10.1975, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. OKTOBER 1975 I sýningarsölum Norræna hússins stendur nú yfir sýning á olíu, vatnslita- og pastelmynd- um eftir Ágúst Petersen og eru myndirnar 87 aö tölu. Olfu- myndirnar eru fyrirferðar- mesti hluti sýningarinnar sem spannar síðasta áratuginn á ferli listamannsins, en þó eru langflestar myndirnar málaðar á síðustu tveim árum. Það er einmitt rúmur áratugur síðan Ágúst vakti fyrst athygli með myndum sínum, ekki fyrir það að þær væru glæsilega málaðar heldur fyrir yfirlætislaust yfir- bragð og óvenjulega litameð- ferð. Athygli vakti og að Ágúst var gjörsamlega laus við að reyna að fegra myndir sínar með hinum ábúðarmeiri, litum litakerfisins, hann hafði sinn upprunalega listasans að leiðar- Ijósi og hefur ræktað hann- síðan og þróað. Kannski má orða þetta þannig að Ágúst sé ekki búinn þeim hæfileika að mála „flott", og þurfi því ekki að óttast að falla í þá gryfju, en margir góðir málarar eiga erfitt með að gæta hófs í notkun ítækra lita, enda er það al- gengur misskilningur hugtaks- ins „kóloristi" að það sé sá er bruðli mest með litina en hafi ekki tilfinningu fyrir lit sem meistra hárfin og sérstæð blæ- brigði. En „kóloristi" tel ég ein- mitt þann sem fær einföldustu litasambönd til að ljóma með einhverjum upphöfnum krafti. Bein tjáning hins sýnilega um- Myndllst eftir BRAGA ÁSGEIRSSON hverfis svo sem listamaðurínn upplifir það ásamt sérstæðri umbúðalausri litameðferð tel ég aðal þessa listamanns og kemur þetta vel fram i beztu myndum sýningarinnar. Sýningin er hin langstærsta og yfirgripsmesta sem Ágúsl hefur stofnað til og um leið sú hin veigamesta hvað listræn til- þrif áhrærir. Portrett-myndir Ágústs eru með þvi sérkenni- legasta sem hann tekur sér fyrir hendur og hann nær oft merkílega sterkum svip af per- sónunum og þótt oft séu mynd- irnar málaðar eftir Ijósmynd- um þræðir hann ekki yfirborðið heldur innri skynhrif. Vil ég hér nefna slíkar myndir likt og nr. 3 „Góð samvizka", 20 „Andrés Kristjánsson“, 25 „Skapfesta", 36 „Kona með könnu“, 40 „Islenzk sveita- kona“ og 53 „Eiginkona mín“ m.m. Af landslagsmyndum vil ég nefna „Húsin við hafið“ (1), „Aftanskin við Lindargötu" (23) og „Vetur“ (42). Vatns- lita- og pastelmyndir hans eru gerðar af næmri tilfinningu og Ágúst nær ósjaldan skemmti- legum ljós- og loftrænum stemningum í þessum efnivið og varfærnari en í málverkun- um. Þegar þess er gætt hve seint þessi listamaður lagði út á tor- sótt svið listarinnar verður það Ágúst Petersen að starfi. að teljast ekki svo lítið afrek að hafa náð þessum árangri og það er gæfa Ágústs að engir skólar né reglustikufræði hafa náð að hafa áhrif á sérkennilegan og upprunalegan myndstíl hans. Og merkilegt er að þessi Iista- maður virðist vaxa með ári hverju. Börn Drífu Viðar hafa sett upp 36 málverk eftir móður sína í Bogasal Þjóðmijasafns- ins, en Drífa lézt sem kunnugt er árið 1971, rétt eftir mál- verkasýningu á sama stað. Þor- valdur Skúlason valdi myndir á umrædda sýningu. Drífa Viðar var samtíða Nínu Tryggvadótt- ur við nám f París á sínum tíma, en málaralistin náði ekki slík- um tökum á henni sem á stall- systur hennar auk þess sem að tími hennar til að þjóna þessari köllun sinni var af skornum skamti. Bersýnilegt er af beztu myndum hennar á þessari sýn- ingu að hún hefur haft í sér neistann, en í öðrum gætir nokkurra óframfærni og hiks líkt og listakonan hafi ekki verið nægilega sannfærð um er- indi sitt út á listabrautina. Hér Börn Drífu Viðar með málverk móður sínnar. A Mokka hefur Ragnar Lár verið með litla sýningu undan- farið. Ragnar hefur Iengi þrætt bilið á milli skopteiknara og alvarlegri grein myndlistar, en ekki gert upp við sig hvorri listgreininni hann ætti að helga krafta sina óskipta. Ég held þó að Ragnari væri það farsælast að hætta á slfkt í nokkur ár, því að enginn má tveimur herrum þjóna, auk þess sem lifibrauð hans hefur skipzt á að vera blaðamennska eða kennsla. Þetta er of vítt svið fyrir Ragn- ar til þess að hann nái úrsker- andi árangri í fleiri greinum myndlistarinnar samtfmis. Að vísu gat Storm Petersen þetta og var athyglisverður málari um leið, en hann var svo gæfu- samur að vinna óskiptur að sömu hlutum lífið f gegn. Sýning Ragnars ber öll ein- kenni dreifðra starfa, fátt virð- ist nægilega grundvallað í út- færslu og hinar dýpri Iffæðir listarinnar eru hér fjarri áhugaverðum leik. virðist sem skapharka hrökkvi ekki til að ná föstum tökum þótt neistinn sé fyrir hendi hjá tilfinningaríkri sál. Áhrifamestu myndirnar finnast mér þær sem hún hefur málað umbúðalaust svo sem nr. 14 „Stóra konan á litlu mynd- inni“, 19 „Nektarmynd", 20 „Fyrirsætan", 22 „Ruggustóll- inn“ og 38 „Haustlitir". Margar fantasíumyndir sýningarinnar virðast mér of fjarri raunveru- leikanum hvað útfærslu í lit, formi, svo og lögmálum mynd- byggingarinnar áhrærir. 1 menningarstofnun Banda- rikjanna sýndi, aðeins í 4 daga, amerísk myndlistakona, Helen C. Frederick, 53 myndir, sem skiptust í ætimyndir (málm- grafík) og dúkristumyndir. Miðað við gæði sýningarinnar fór hún of fljótt hjá og hefur áreiðanlega farið framhjá mörgum i sýningarflóði hausts- ins enda hóflega auglýst. Hér var þó á ferð athyglisverður gráfíker og einkum voru það þó ætimyndirnar sem vöktu at- hygli mina, hreinar og tærar f útfærslu og lifandi í lit. Það voru einkum hinar upphleyptu myndir sem ég staðnæmdist við, svo sem nr. 2, 3, 5, 11, 19 og 21. Væntanlega endurtekur það sig ekki að ágætar sýningar á þessum stað standi jafn stutt við, en þó ber að þakka fram- takið. Ágúst Petersen: Norræna húsið Drífa Viðar: Bogasalur Helen C. Frederick: Menningarstofnun Bandarikjanna Ragnar Lár: Mokka

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.