Morgunblaðið - 26.10.1975, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 26.10.1975, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. OKTÖBER 1975 19 og sveitarfélögum, er lftið um gangstéttir og umferð gangandi lftt aðgreind frá vegum. Og þar sem eru t.d. malbikaðar akbrautir er mikil tilhneiging hjá gangandi vegfarendum að ganga einmitt þar. Á þessum akbrautum sem oft eru illa lýstar hafa á hverju ári orðið 1—2 banaslys þar sem gang- andi vegfarendur hafa látið lffið. Það hjálpartæki sem er ódýrast og bezt hefur dugað eru endur- skinsmerkin. Sá hugsunarháttur er furðu lífseigur að endurskins- merkin séu aðeins fyrir börn og eldra fólk. Þau eru fyrir alla, og það vil ég undirstrika. Fólk þarf ekki að skammast sfn fyrir að eiga endurskinsmerki, þvert á móti ætti hver einasti vegfarandi að eiga merki og bera það hvort sem farið er um langan eða skamman veg. Merkin eru handhæg og lítil og það fer ekki mikið fyrir þeim í vasa eða f hanzkahólfinu í bfln- um. Þar er gott fyrir ökumenn að vita af þeim ef t.d. þarf að skipta um hjólbarða í myrkri á vegum úti. Enn sem komið er nota börn langmest endurskinsmerki og má segja að notkun merkjanna meðal barna sé orðin almenn og er það gleðilegt. Að börnum þarf einmitt sérstaklega að gæta f umferðinni yfir skammdegistímann og þá ekki sfzt í nánd við skólana. — Það siðasta sem ég nefni að þessu sinni er atriði sem aldrei verður of oft brýnt fyrir fólki en það er notkun bílbelta. Bflbeltin eiga ekki aðeins við í vetrarakstri, þau á að nota allt árið og allir eiga að nota þau. Umferðarráð hefur undir höndum lögregluskýrslur um umferðarslys, þar sem fram kemur, að árið 1973 og 1974 hafa a.m.k. 60 manns bjargazt frá al- varlegum meiðslum og jafnvel dauða með því að nota bílbelti. Og á síðustu vikum höfum við enn á ný orðið vitni að hörmulegum dauðaslysum þar sem bilbelti hefðu getað bjargað. Það er hörmulegt fyrir menn að koma að slíkum slysum og sjá kennski bfl- belti hanga ónotuð við hliðina á stórslösuðum eða jafnvel látnum manni. Bílbeltin fækka ekki óhöppum en þau fækka slysum og dauðaslysum sem eru alvarlegasti þáttur þessa stóra vandamáls. —SS. ... 550 manns hafa meiðzt f umferðarslysum á árinu, þar af hafa 200 verið lagðir inn á sjúkrahús og þvf hlotið meiriháttar meiðsli, þar af allmargir mjög alvarleg meiðsli... ... langflestir þcirra, sem slasazt f umferðinni, eru f bflum eða 7 af hverjum 10 ... ... versta 30 daga tfmabil hvað vlðvfkur banaslysum frá þvf farið var að taka saman heildarskýrslur ... KSgg&ít asyw „\a sem nu iwwjísSJSw'íSXS gaer “"r‘*fcíSÍf'SiftS’ mui Lnn ls°ihó i L,Ui a,‘ ' VurA r L'* r. ?•{ Ul>>- S.KXTiU ,ve Ím Gtlmsnesi. var ó- ^ Morn”,É%Vc ^ t-^Mhanavará,^ sSu V brautma á vinstrj akrein lsXcP^ tJr Þegar flutt f slvsaiWld mU - ■ V)'"' M ct ovrf®* sern ara konal bílslysi 1 mor«un Konan. S(™bi(i , ... vo«' var á Ifið til , ,, Koo;i Keykjavík. Hún iénti fv-U S'I?nar f framhorni bifreiða >m tla‘«ril var at 1 “'.reiðannnar. st.m dr af gerðinni Cortin i i " °« 1 götuna. JI,ur af henni Skák eftir JON Þ. ÞOR Það var býsna mikið lif i skákunum, sem tefldar voru í 4. umferð svæðismótsins siðastlið- ið föstudagskvöld. Segja má, að Norðmaðurinn Arne Zwaig hafi gefið tóninn með því að sigra Guernseybúann Laine I aðeins ellefu leikjum. Laine gekk i ósköp einfalda gildru og missti mann og þá var sagan öll. Verð- ur þetta vafalítið styzta vinn- ingsskák mótsins. Stórmeistararnir Parma og Liberzon tefldu Sikileyjarvörn 17 leiki og sömdu siðan jafn- tefli. Voru þeir auðsjáanlega logandi hræddir hvor við ann- an. Hartston beitti Sikileyjar- vörn gegn Poutiainen og virtist fá þokkalegt tafl út úr byrjun- inni. Svartur varð þó að gæta staks peðs á b-linunni og olli það honum nokkrum erfiðleik- um. Finninn jók hins vegar sóknarþungann stöðugt og eftir 42 leiki mátti Hartston gefast upp. — e6, 4. Bg2 — e6, 5. 0-0 — Be7, 6. d4 — 0-0, 7. c4 — dxc4, 8. Re5 — Rbd7, 9. Rxc4 — Rb6, 10. Rla3 — Rfd5, 11. b3 — Bd7, 12. e4 — Rb4, 13. Be3 — a5, 14. Dd2 — a4, 15. Hfcl — Be8, 16. h4 — Ra6, 17. Db2 — Rb4, 18. Hdl — Rd7, 19. Rb5 — Rf6, 20. Rc3 — axb3, 21. Dxb3 — Rg4, 22. a3 — Rxe3, 23. Rxe3 — Rc6, 24. e5 — Rxd4, 25. Dxb7 — Hb8, 26. Da7 — c5, 27. a4 — Bc6, 28. Bxc6 — Rxc6, 29. Hxd8 — Rxa7, 30. Hd7 — Rc6, 31. a5 — Bd8, 32. a6 — Rxe5, 33. Hb7 — Bf6, 34. Hxb8 — Hxb8, 35. a7 — Ha8, 36. Ha6 — Rf3+, 37. Kg2 — Rel+, 38. Kfl — Bxc3, 39. Rc4 — h5, 40. Rb6 — Hxa7, 41. Hxa7 — Rd3, 42. Ha3 óg svartur gaf. ísraelski stórmeistarinn Liberzon hefur ekki sýnt mikil tilþrif það sem af er mótinu. í skákinni gegn Murray úr 1. um- ferð sýndi hann þó, að vel kann hann að tefla kóngssókn ef svo ber undir. Ungverski stórmeistarinn Ribli tók forystu í mótinu með því að sigra Svend Hamann. Hamann virtist vera að jafna taflið, en eftir drottningakaup' stóð hann skyndilega upp með gjörtapað tafl. Ribli á mikið hrós skilið vegna þess að hann er hinn eini af erlendu stór- meisturunum, sem teflir af full- um krafti. • Jansa hafði hvltt gegn Murr- ay og bjuggust vist flestir við að það yrði ójafn leikur. Irinn hélt þó lengi vel I við stórmeistar- ann, og enn er ekki útséð um úrslitin, þótt Jansa standi óneit- anlega öllu betur I biðstöðunni. Timman fórnaði skiptamun gegn Birni, en fékk í staðinn gott frumkvæði. I biðstöðunni hefur Timman tvö peð uppí skiptamuninn og öflugt biskupapar. Friðrik Ólafsson beitti Benóní vörn gegn van den Broeck, og virtist fá a.m.k. jafnt tafl út úr byrjuninni. Biðstaðan er hins vegar mjög óljós, Frið- rik hefur tvo hróka gegn þrem- ur léttum mönnum andstæð- ingsins. Auk þessa á Belgíu- maðurinn sterkt frípeð. Voru flestir á þeirri skoðun, að staða Friðriks væri viðsjárverð. Lftum nú á skák þeirra Riblis og Hamanns. Hvftt: Z. Ribii Svart: S. Hamann Katalónsk byrjun 1. Rf3 — d5, 2. g3 — Rf6,3. Bg2 Hvftt: Liberzon Svart: Murray Kóngsindverskt tafl m. skipt- um litum. 1. e4 — e6, 2. d3 — d5, 3. Rd2 Rf6, 4. Rgf3 — Be7, 5. g3 — b6, 6. Bg2 — Bb7, 7. 0-0 — 0-0, 8. e5 — Rd7, 9. Hel — c5, 10. h4 Rc6, 11. Rfl — h6, 12. Rlh2 — He8, 13. Rg4 — Rf8, 14. c3 — Hc8, 15. Bh3 — a5, 16. Bd2 — b5, 17. d4 — cxd4, 18. cxd4 — Db6, 19. Bxh6 — gxh6, 20. Dd2 — Rh7, 21. Df4 — Rd8, 22. Bfl — Kh8 23. Bd3 — Hg8, 24. Dxh6 — Hg6, 25. Bxg6 — fxg6, 26. Rf6 — Bxf6, 27. exf6 — Dc7, 28. Re5 — Kg8, 29. Hacl og svartur gaf. Staðan i mótinu er nú þessi, skákafjöldi keppenda i svigum. I. Ribli 3 v. (3). 2. Zwaig 2 (4). 3.—4. Hamann og Pt'rma 2.5 v. (4), 5.—7. Friðrik, Timman og Liberzon 2 v. og biðsk. (.4>, 8. Poutiainen 2 v. (3), 9. Hartston 2 (4), 10. Jansa 1 v. or biðsk., II. —12. Murray 0,5 og biðsk. (3), Ostermyer 0,5 v. g biðsk., 13. Björn 0,5 v. biðsk. (4), 14. Laine 0,5 v. (4), 15. Broeck 0 v og biðsk. (4). 5. umferð verður teí'ld i dag, sunnud. Þá tefla saman: Frið- rik — Ribli, Björn og Liberzon, Poutiainen og Hamann, Zwaig og v.d. Broeck, Timman og Laine, Ostermyer og Jansa. Hartston situr yfir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.