Morgunblaðið - 26.10.1975, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 26.10.1975, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 1975 [tqlvaum bok^ f^dárl STALFV/RK wetavínjca EKKERT TÆKjFÆie.( FVRÍR pORSK. | STJiýRIV-STÖÞ ^MoTTU F»5V<í^(TAPT/t</ CBeRSMALSTÆK FlSKtLFlTAPT/fcKf Sigurlaug Sæmundsdóttir: Tölva um borð er „mötuð“ með upplýsingum, sem varða siglingatækni og upplýsingum um fisktorfur. Hún reiknar síðan hagstæðustu veiðistefnuna og beztu legu netsins, sem flýtur frjálst. — 1 stjórn- stöðinni, þar sem allir þræðir koma saman, getur skipstjórnin lesið allar upplýsingar af sérstökum eftirlitsskermum og gripið inn f hinn sjálfvirka veiði- skap, ef þörf krefur. -Tagur fiskm’ í sjó Fiskvinnsla í verksmiðjuskipi Raddir í þýzkum blöðum um útfærslu fiskveiðilögsögunnar Um fiskveiöar og fi.skiðnað í Vestur-Þýzkalandi og vandamál þeirra hefur yfirleitt lítið verið rætt á opinberum vettvangi víðs vegar um landið, nema í strand- héruðum Norður-Þýzkalands sem eiga nokkuð undir fiskveiðum og fiskiðnaði komið. Hjá sambandsstjórninni í Bonn heyra fiskveiðimál ásamt land- búnaðarmálum undir matvæla- ráðuneytið. Ráðherrann, sem fer með þau mál, er nú Joseph Ertl frá Bayern, úr flokki frjálsra demókrata, og þegar heyrist í honum opinberlega, er þar jafnan um ntálefni landbúnaðar að ræða. Athygli fjölmiðla og almennings suður um Þýzkaland hefur beinzt lítilsháttar að fiskveiðum í þau skipti sem við Islendingar höfum fært út landhelgi okkar og fisk- veióimörk. Nú í ár hafa einkum tveir at- burðir leítt til þess, að fiskveiði- mál hafa orðið að umræðuefni alþjóða stjórnmála og vakið at- hygli alls þorra fólks: I fyrsta lagi, þegar hafréttarráðstefna Sameinu þjóðanna var haldin í Genf, og í öðr.u lagi, þegar við íslendingar kunngerðum fyrir- hugaöa útfærslu fiskveiðimarka umhverfis iandið í 200 sjómílur. Fréttir um takmörkun veiði og úthlutun veiðihluta á nálægari miðum við Þýzkaland, t.d. Norðursjó, hafa einnig fært mörg- um heim sanninn um, að fiskur- inn er ekki lengur sú óþrjótandi auðlind, sem ekki þarf að huga að, nema til að veiða, eins og álitið var til skamms tfma. Sem dæmi um hinn nýtilkomna áhuga á fiskveiði- og fiskvinnsiu- málum má nefna, að visinda- félagið „Agrarsoziale Gesellschaft“, sem hefur á stefnu- skrá sinni að stuðla að hagnýtingu vísinda í þágu landbúnaðar, hélt vorráðstefnu sírta 1975 í Cux- haven í boði stjórnar Neðra- Saxlands, sem nær yfir mestan hluta strandlengju Norðursjávar. A raðstefnunni var fjallað um ástand og horfur í fiskveiði og fiskvinnslu, og farið var í skoðunarferðir, en þau mál hafði félag þetta ekki áður látið til sín taka. Fjölmiðlar í Vestur-Þýzkalandi létu ekki sitt eftir liggja, og gaf hafréttarráðstefnan í Genf tilefni til ýmissa ummæla á fyrra helm- ingi ársins. I dagblaðinu „Suddeutsehe Zeitung", sem er eitt af þrem stærstu og út- breiddustu dagblöðum Vestur- Þýzkalands, skrifar H. Kuhnert þann 19. mars 1975: „Kröfurnar ná Iengra en fallbyssukúla“ um þann vanda að þróa alþjóðalög og reglur og framfylgja þeim. Fisk- veiðirétturinn var að vísu það, sem röksemdafærslan miðaóist við, en í brennidepli var nýting landgrunnsins, þar sem náttúru- auðæfi eru í jörðu og hin fyrir- hugaða yfirstjórn sjávarbotnsins. I vikublaðinu „Die Zeit“ frá 14.3 1975 sá H. Lueders alþjóð- legu hafréttarráðstefnuna fyrst og fremst sem deilu milli van- þróaðra ríkja og iðnþróaðra ríkja um auðæfi hafsins, sem stæði í samhengi við baráttu vanþróaðra þjóða til að koma á nýskipan efna- hagsmála heimsins. Ilann lét í ljós þá skoðun, að iðnaðarríkjun- um tækist líklega að koma van- þróuðum ríkjum i hár saman, þannig að með loforðum iðnaðar- landanna fyrirfram um samþykki þeirra á 200 sjómílna mörkunum væri siðar hægt að þvinga fram fvílnanir vanþróaðra landa, að því er úthöfin varðar. Endalok þriðju hafréttarráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna í Genf var tilefnið til greinar í fréttaritinu „Der Spiegel" nr. 31 þann 28. júlí 1975 með fyrirsögn- inni „Brátt eru höfin uppurin að fiski“ og undirfyrirsögninni: „Skýrsla um rányrkju í hafinu og ógnun við matvælaforðann". I greininni er fyrst -og fremst fjallað um mikilvægi fiskafla sem fæðu, sem hefur að geyma eggja- hvítuefrii úr dýraríkinu og er hæf til manneldis, svo og um deiluna um sjávardýrin, sem tekur til alls heimsins. Sem dæmi um þessa baráttu eru birtar ljósmyndir frá íslandsmiðum, rétt eins og sjálf- sagt sé. Það er vísað til þess, að ýmis iðnaðarríki, eins og til dæmis Japan, eigi efnahags- og Iífs- þægindastig sitt að miklu leyti að þakka fiskinum sem undirstöðu- næringu íbúanna, en þessum nær- ingarforða, sem virtist óþrjótandi, sé nú alvarlega ógnað. Vegna rányrkju sé mörgum fisktegund- um hætt við útrýmingu. Það er fullyrt, að Norðmenn og íslend- ingar hafi með sogdælum dælt ungfiski jafnt sem öðrum fiski um borð i báta sina og stöðvað þannig fjölgunina. Rýrnun fisk- stofnanna skýrir, samkvæmt skoðun „Spiegels", einnig kröf- una um það, að komið sé á efna- hagslögsögu: „200 sjómílna efnahagslögsaga er jafnan rökstudd með óttanum við ofveiði, sem hinir eiga alltaf sök á. En einmitt þau lönd, sem nú þykjast vera verndarar sjávardýra, gengu oft á undan í rányrkju. í sátt og samlyndi fóru Islendingar og Norðmenn ráns- hendi um fiskstofnana. Eitthvað á þessa Ieið fór fyrir síldinni í norðanverðum Norðursjó og í Atlantshafi' milli Skandinavíu- skaga og Islands", segir í grein- inni í „der Spiegel". Ennfremur segir þar: „Um miðjan sjötta ára- tuginn réðust íslenzkir, norskir og rússneskir sjómenu fylktu liði yfir þessa síld, juku árlegt afla- magn úr 500 þúsund smálestum i 1.7 milljón smálestir, veiddu í auknum mæli ungviði og innan skamms hafði stofninn minnkað niður í 15 prósent af upprunalegu magni.“ Sem ástæða fyrir ofveið- inni er tilfærð nútímaþróun og tæknivæðing fiskveiða. Nokkrar ljósmyndir sýna þróunina frá fiskibát til skuttogara og verk- smiðjuskips með margbrotinni rafeindatækni í stjórnbrúnni. Síðan segir í greininhi í „Der Spiegel“: „Þýzkur hópur á sviði vísindarannsókna er um þessar mundir að þröa fiskveiðikerfi sem tekur yfir alla starfsáfanga fisk- veiða og samstillir þá. Tölvur, sem tengdar eru fiskleitartækjun- um, flokka þann fisk, sem lóðað hefur verið á, eftír magni og geometriskri dreifingu, þ.e. dreif- ingu í þrem víddum, stýra skipinu á veiðistaðinn, reikna út þá lengd netalinu, sem og þann siglingar- hraða, sem nauðsynlegur er fyrir rétta veiðihæð, og síðan — eins og stendur með vongleði i upplýs- ingariti einu — „setur sjálfvirk vinda netið út, og fiskurinn á sér engrar undankomu auðið. Með tæknilegum gæðum óx magnið gegndarlaust. Fiskafli heimsins óx aðeins síðastliðin fimm ár um 50 prósent, í 10.7 milijónir brúttósmálesta. Japanir, sem eru alls staðar til staðar, og eru efstir á blaði, að því er afla- magn varðar, færðu út kviarnar til Norður-Atlantshafs, sem vegna víðáttumikilla landgrunnssvæða og lifsskilyrða i sjónum, er feng- sælasta hafsvæðið, og þaðan kem- ur rúmlega fjórðungur allra sjávarfiska. Rússar juku afla- magn sitt frá 1955 frá 2.5 í 8.5 milljónir smálesta, og alls er nú ausið nærri því 70 milljónum smá- lesta af fiski úr höfunum á móti 30 milljónum árið 1955. Aðeins með tveim skilyrðum er hægt að halda þessum eggjahvítu- forða, ef til vill jafnvel að auka hann: — Útgerðin afli sér nýrra fiski- miða til viðbótar við þau, sem fyrir eru, en það virðist aðeins hægt að takmörkuðu leyti; — hún haldi sig nákvæmlega við tölur yfir hagkvæmasta stöðugt veiðimagn viðkomandi fisktegundar, en hægt er að reikna það út á all öruggan hátt. „Hófleg fiskveiði," útskýrir fiskifræðingurinn Hempel, „hvetur fiskstofnana til aukinnar fjölgunar.“ Nánar tiltekið: við veiðina minnkar fjöldinn í stofn- inum og þá sérstaklega hluti full- vaxinna fiska, en þeir fiskar, sem eftir lifa, hafa nú betri lífsskil- yrði og vaxa hraðar. Og sé litið þannig á málið væri það versta leiðin til að stjórna eggjahvítu- forða hafsins að eigna hinum ein- stöku þjóðum miðin — eins og 200 sjómílna efnahagslögsagan, sem rætt var um á ráðstefnu S.Þ., gerir ráð fyrir. Veiðimagn heims- ins mundi að líkindum standa í stað, ef til vill minnka; fiskar, sem hægt væri að hagnýta til manneldis, mundu örmagnast í samkeppni sín 1 milli eða deyja úr elli. Því að: Þeir stjórnendur, sém til greina koma yfir 25 prósent af yfirborði sjávar í framtíðinni, eru ekki í þeirri aðstöðu að hagnýta fiskiauð sinn vegna skorts á eigin veiðiflotum. Þannig landar Argentína úr 200 sjómílna fisk- véiðilögsögu sinni nú aðeins 15 prósent af þeim afla, sem þar væri hægt að fá, og jafnvel fisk- veiðilandið fsland getur með nú- verandi afkastagetu sinni aðeins hagnýtt rúmlega helming þess afla, sem mögulegur væri af al- gengum nytjafisktegundum, og það nú þegar á aðeins 50 sjómílna svæðinu.“ I greininni er látinn í ljós efi um, að ákvörðun um veiðihluta (kvóta) og úthlutun ákveðinnar hlutdeildar meðal fiskveiðiþjóð- anna geti hindrað rányrkju, þar sem varla sé unnt að hafa eftirlit með, að farið sé eftir þeim. Þegar efnahagslögsögunni væri einu sinni komið á, hefðu þessar reglur hvort eð er enga þýðingu. „Fyrir fiskiðnað Vestur-Þýzkalands með hinu 40000 manna starfsliði sinu virðist þá útlitið dökkt. „Sem varúðarráðstöfun fyrir þennan dag X,“ segir prófessor Rolf Steinberg, leiðandi sérfræðingur í veiðitækni við Rannsóknar- stofnun ríkisins fyrir fiskveiðar (Bundesforschungsanstalt fiir Fischerei), „leita þýskir vísinda- menn að nýjum miðum eftir þrem leiðum. Og i samanburði við fisk- veiðarnar, eins og þær hafa verið til þessa, er með sérhverri tilraun lagt inn á nýjar brautir og nýjar víddir, bæði landfræðilega og tæknilega — á djúpsæinn, á út- hafið og til suðurskautsins.“ Ekki er vitað, hvort fisk er að finna á djúpsæ, né þá hvaða teg- undir, og ekki væri hægt að nota þá veiðitækni, sem nú þekkist, hvorki bergmálstæki né neta- búnað. I október næstkomandi fer rannsóknarskipið „Walther Herwig“ 1 átta mánaða rann- sóknarleiðangur til Suðurskauts- ins með vísindamenn frá rann- sóknarstofnunum í Hamborg og Kiel til að kanna kríli (Krill), sem mikið er til af, eftir að hvölum fækkaði þar um slóðir, en kríli eru ein aðaláta þeirra. Rússar hófu fyrir nokkrum árum veiðar á fisktegund þessari. Álitið er, að helzt komi til greina að nýta hana til blöndunar í ýmis matvæli og til skepnufóðurs. Þá ráðagerð Islands að færa fiskveiðimörkin úr 50 í 200 sjó- milur þann 15. október 1975 nefndi formaður Sambands þýzks úthafsútvegs (Verband der deutschen Hochseefischerei), Dieter Koch, hinn 19. júlí s.l., ólöglega og í andstöðu við þjóða- rétt. Hann hvatti stjórn Vestur- Þýzkalands til að taka þegar í stað upp samningaumleitanir til að geta þó enn skipað málum í góðu. „I Vestur-Þýzkalandi ættu 60.000 til 80.000 manns á hættu að missa vinnuna og verðið fyrir ferskfisk mundi þjóta kröftuglega upp á við,“ sagði hann. „Geri Island engar tilslakanir munu þýzkir sjó- menn og fiskkaupmenn missa starfsgrundvöll sinn og lifibrauð, og ekki væri hægt að útvega nægi- Iega mikinn ferskfisk til neyzlu í Vestur-Þýzkalandi. Þorskur, ýsa,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.