Morgunblaðið - 26.10.1975, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. OKT0BER 1975
35
Stjórnbrú á nútfma togara.
ufsi og karfi yröu af skornum
skammti,“ sagði Dieter Koch.
Ekki sé hægt að bæta úr skortr
inum, sem búast megi við, með
innflutningi frá íslandi. Eyríkið
sé alls ekki í aðstöðu til þess, þar
sem það yrði að kaupa og manna
minnst hundrað nýja togara til að
hafa undan eftirspurn. Nú sem
stendur munu árlega vera
veiddar um 700 þúsund smálestir
af fiski á íslandsmiðum; sam-
kvæmt niðurstöðum vísindarann-
sókna sé fiskimiðunum ekki
hætta búin með sliku veiðimagni.
I dagblaðinu „Siiddeutsche
Zeitung" er fjallað um þessa álits-
gerð í forystugrein eftir Thilo
Bode i London þann 21. júlí 1975.
Undir fyrirsögninni „Þriðja lota í
þorskastríðinu“ lýsir hann fyrst
deilunum milli Islands og Bret-
lands 1961 og 1973 og kemst að
þeirri niðurstöðu, að Island hafi
farió með sigur af hólmi í bæði
skiptin. Hann ritar: „Þetta er ein
af ástæðunum fyrir þvi, að hið
yfirvofandi þriðja þorskastríð
mun varla verða háð — en það
strið væri afleiðing af þeirri
ákvörðun Islands að tilkynna að
nýju einhliða útfærslu fiskveiði-
marka sinna í 200 sjómilur þann
15. október 1975, án þess að biða
eftir því að bráðabirgðasamkomu-
lagið renni út í nóvember. Að vísu
hefur Island hótað með þvi, að
nýju mörkin muni verða varin
með valdi, ef nauðsyn krefst, en
allir, sem þetta bitnar á — Eng-
lendingar, Þjóðverjar, Norðmenn,
Danir og einnig Islendingar
sjálfir —-skilja nú orðið of vel þá
kvöð, sem hvílir á islenzkum sam-
steypustjórnum. Þær verða að
þoka þeim fáu málum, sem ekki
eru skiptar skoðanir um, fram í
forgrunninn, eftir því sem kraft-
ar leyfa. Einnig mótmæli Breta og
Þjóðverja gegn hinu einhliða ís-
lenzka skrefi eru nærri þvi sam-
hljóða, bæði að efni til og tónfalli,
forðast alla hörku: Það er ekki
verið að mótmæla, heldur harma,
og það er vonast eftir samninga-
umleitunum. I eðli sínu eru hags-
munir Bretlands og Þýzkalands
ekki þeir sömu: Englendingar
veiða við tsland venju samkvæmt
þorsk, sem lifir nær ströndu
heldur en karfinn, sem Þjóð-
verjar sækjast eftir, en hann Iifir
lengra frá landi. Þannig komu 50
sjómilna mörkin meira niður á
Englendingum, en 200 sjómílna
mörkin nú, bitna fremur á Þjóð-
verjum.
Vissulega hefur Island, sem er
háðara fiskveiðum en nokkurt
annað Evrópuland (90 prósent af
útflutningnum er fiskur) nú í
þriðja skipti tilkynnt ný fiskveiði-
mörk einhliða. Ástæðan fyrir því
að hið mikla alþjóðlega uppnám
lét til þessa ekki á sér bera, er sú,
að Island hefur i hvert skipti
höndlað í samræmi við tilhneig-
ingu til almennrar stefnumörk-
unar. Alþjóðleg þróun þokast æ
meir í áttina að 200 sjómílna
mörkunum, og á hafréttarráð-
stefnunni í Genf síðastliðið vor,
var þá þegar óopinber meirihluti
meðmæltur þeim. I þeim hópi var
Stóra-Bretland. Það er því nærri
öruggt, að nýju mörkin verði sam-
þykkt endanlega á næsta funda-
tímabili vorið 1976. Búizt er við,
að einnig Kanada, Bandaríkin og
Mexico tilkynni 200 sjómílna
mörkin á næstunni. Jafnt
Noregur sem fiskveiðistórveldið
Kína hugsa til þessara fiskveiði-
marka. ísland afsakar sig með
sérstöku neyðarástandi á sviði
efnahagsmála, skaðvænlegum
áhrifum hinnar almennu kreppu
á fiskútflutning Islands með 40
prósent verðbólgu innanlands. En
ekki er þess að vænta, að nokkur
þjóðréttarfræðingur láti þau rök
hafa áhrif á sig, að maður hafi
einungis farið úr viðbragðs-
holunum örlítið á undan hinum."
Þetta vorp tilvitnanir í frétta-
blöð. Að lokum skal gluggað i
nýútkomna bók: Hagskýrslur frá
1975 frá Hagstofu Vestur-
Þýzkalands (Statistisches
Bundesamt) og tilfærðar nokkrar
skýrslur með tölum, sem fróðlegt
er að bera saman við ýmislegt,
sem fram kemur í blöðunum.
Talning vinnustaða fer fram á
10 ára fresti, og var siðasta
talning gerð þann 27. mai 1970.
Samkvæmt henni voru við fisk-
veiðar á úthafsmiðum og á miðum
við strendur Þýzkalands 626
vinnustaðir með 6655 manns í
vinnu. Við fiskvinnslu voru 361
vinnustaður með alls 13.656
manna starfsliði. Til samans eru
þá við fiskveiðar og fiskiðnað alls
987 vinnustaðir, þar sem starfa
alls 20.311 manns. Vakin skal
athygli á þvf, að talið er í vinnu-
stöðum, en ekki i fyrirtækjum,
þar sem fyrirtæki getur haft einn
eða fleiri vinnustaði.
■ * IMM J *'« *
I • « « K I >1111*111 Í I <* I 1
fffffffffffffW
yVr ftérntt!
Nú hefur Innréttingabúöin
enn einu sinni endurnýjað
teppalagerinn sinn.
Þeir eiga nú hvorki meira
né minna en 60 nýja liti
og mynstur, og bjóða
góða greiðsluskilmála
Okkar aóall er:
ÞEKKING — REYNSLA — ÞJÓNUSTA
STIL-HÚSGÖGN
AUÐBREKKU 63 KÓPAVOGI SÍMI 44600
hlttir beint i mark
TODDÝ sófasettió er snióió
fyrir unga tólkið
Verö aöeins kr. 109.000
Góðir greiðsluskilmálar.
Sendum hvert á iand sem er.
PRISMA
|T m
Vinsælu
Barnaog
unglingaskrifboróin
Ódýr, hentug og falleg.
Gott litaúrval.
Sendum hvert á land sem er.
Biðjið um myndalista.
STÍL-HÚSGÖGN
AUDBREKKU 63 KÖPAVOGI SiMI 44600
VANTAR ÞIG VINNU (n
VANTAR ÞIG FÓLK í
* Vr; i* v rT? tb tt."« \ 'v s ■<"* i* n ru vv r 3 tu-r-r r » ?rrr mrr;nr.nTTq .1 'r ■; « n 'a ? g' t-v.’t 's r
ÞL AIC.I.ÝSIK l'M ALLT
l.AND ÞKGAR Þl Al'G-
LÝSIR i MORGLNBLAÐINT