Morgunblaðið - 26.10.1975, Síða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. OKTOBER 1975
Gullfuglinn
sonur ætlaði að fara inn og taka hestinn,
sagðirefurinn:
„Þegar þú kemur inn í hesthúsið,
hanga mörg beisli á veggnum, bæði úr
gulli og silfri, þau skaltu ekki snerta, því
þá kemur þursinn út og gerir út af við
þig, elsta og ljótasta beislið, sem þú sérð,
það skaltu taka.“
Þessu lofaði konungssonur, en þegar
hann kom inn í hesthúsið, varð hann svo
hrifinn af þvi, hve falleg beislin voru, að
hann tók það fegursta, það var úr skýru
gulli, en um leið og kom risinn út og var
svo reiður, að eldhríðin stóð af honum.
„Hver ætlar að stela hestinum minum
og beislinu mínu?“ orgaði tröllkarlinn.
„Þjófar halda að allir steli, en ekki
verða aðrir hengdir en þeir, sem ekki
stela rétt,“ sagði konungssonur.
„Sama er mér um það, ég skal éta þig
upp til agna og það strax,“ sagði risinn.
Þá bað konungssonur hann um að
þyrma sér.
„Jæja,“ sagði risinn, „geturðu náð
fyrir mig aftur stúlkunni minni indælu,
sem næsti nágranni minn tók frá mér, þá
skal ég hlífa þér.“
■‘COSPER------------------------
v J
„Hvar á hann heíma?“ spurði konungs-
sonur.
„Æ, hann býr þrjú hundruð mílur fyrir
handan stóra fjallið þarna úti við
sjóndeildarhringinn,“ sagði risinn.
Jú, — konungssonur lofaði að hann
skyldi ná stúlkunni, og gaf risinn honum
þá grið. En þegar hann kom aftur til
refsins, var hann mjög reiður við
konungssoninn fyrir óvarkárni hans.
Nú hefirðu aftur farið illa að ráði þinu,
hefðirðu hlýtt mínum ráðum, hefðum vió
verið komnir heim fyrir löngu síðan. Nú
held ég helst að ég verði ekki með þér
lengur."
En konungssonur bað sem best hann
gat og lofaði, að hann skyldi aldrei gera
annað en það, sem refurinn segði, bara ef
hann færi ekki frá honum. Að lokum lét
svo refurinn undan, og þeir sættust aftur
og lögðu af stað saman, og loksins eftir
langa mæðu komust þeir þangað, sem hin
fagra mey var.
,,Jæja“, sagði refurinn, er þangað var
komið, „mörgu fögru lofaðir þú, en ég
þori nú samt ekki að sleppa þér inn til
þursans, í þetta skipti fer ég þangað
sjálfur“, sagði hann. Svo fór hann inn, og
brátt kom hann út aftur með stúlkunni,
og svo héldu þeir aftur sömu leið og þeir
höfðu komið. Þegar þeir komu til risans,
sem átti hestinn tóku þeir hann líka með
sér, sömuleiðis gullfuglinn, þegar komið
var til tröllsins, sem hafði hann.
Þegar þeir höfðu farið nokkra leið frá
síðasta tröllinu, heyrðu þeir dunur og
dynki að baki sér. Voru þeir þá staddir
við rúgakur einn. Þá sagði refurinn:
„Nú verðurðu að halda áfram einn, ég
ætla að bíða hér um stund“, sagói hann.
Svo gerði hann sér kufl úr rúghálmi og
þóttist vera predikari og stóð þar við
veginn. Allt í einu komu allir þrir tröll-
karlarnir þjótandi. Þeir voru að elta þá,
konungsson og refinn.
„Hefirðu séð mann fara hér framhjá
með indæla jómfrú, stóran og fallegan
hest og gullfugl?" æptu tröllin, þegar
þau sáu refinn standa þarna.
„Ja, hún amma mín sagði mér, að slík-
ur hópur hefði farið hér fram hjá. Það
var hérna fyrir æfalöngu, þegar hún
amma mín bakaði skildingakökur, en
gleymdi að taka við skildingunum af
þeim sem keyptu“.
Þetta fannst öllum tröllunum mjög
hlægilegt að heyra og ráku upp skelli-
vtw
MORödKf
kaffinu
Maturinn er tilbúinn.
1015
A kvennaári er ekki úr vegi
að rifja upp ummæli David
Ainsworths um konur:
— Konur eru eins og borgar-
virki. Sumar eru unnar með
áhlaupi, en aðrar gefast ekki
upp fyrr en eftir marga mán-
uði.
X
Samuel Derieux segir eftir-
farandi sögu f bók sinni „Per-
sónuieiki dýranna“:
Englendingur nokkur fór á
veiðar og vinur hans einn, sem
vai ágætis skytta, lánaði hon-
um veiðihund sinn. Umrædd-
ur Englendingur var aftur á
móti mjög léleg skytta og
missti alltaf marks. Hundur-
inn horfði á hann og gerðist æ
órólegri f hvert sinn, sem hann
hæfði ekki.
Að lokum fann hundurinn
akurhænu, sem var á bersvæði,
og horfði á veiðimanninn eins
og hann vildi egja: — Jæja, nú
er ekki hægt annað en hitta.
Maðurinn missti enn marks.
og akurhænan flaug.
Nú þoldi veiðihundurinn
ekki lengur mátið. Hann sett-
ist, rak trýnið upp f loftið og
spangólaði lengi og ámátlega.
Sfðan rölti seppi heim án þess
svo mikið sem að horfa á veiði-
manninn.
X
— Pabbi, er sá fjölkvænis-
maður, sem á einni konu of
mikið?
— Nei drengur minn, þá
væri ég f jölkvænismaður.
X
— Hefurðu heyrt nýjustu
Skotasöguna?
— Nei.
— Einn þeirra var svo nízk-
ur, að hann tók orð sfn aftur.
Morðíkirkjugarðinum
Mariu Lang
Jóhanna Kris^jóns
dóttir þýddi
17
komið aftur seinna og lent saman
við Arne.. en .... en...
— Við spjöilum við þann ágæta
mann fljótlega, sagði Christer og
stóð á fætur.
Hann stóð hreyfingarlaus
andartak og bætti svo hljóðlega
við:
— Hvernig var það annars frú
Sandell — kom ekki einhver
maður, sem hefur dálftið vafa-
samt orð á sér, f heimsókn til
yðar. Presturinn nefndí að hann
hefði séð mótorhjói fyrir utan hjá
ykkur.
Barbara hafði aiit samtalið
veríð elskuleg og jákvæð f garð
Christers. Nú gerbreyttfst viðmót
hennar.
— Ég heyrði það, sagðl hún
þverlega. — En hvers vegna
skyldi Márten endilega hafa
þurft að koma til MÍN? Það skilja
aliir hjðlin sfn eftir á hlaðinu hjá
okkur, enda þótt þeir ætli f
heimsóknir f næstu hús.
Svo stóð hún einnig á fætur og
stakk hendinni undir armlegg
minn og brosti:
— Komdu með mér heim, Puck,
svo að ég geti farið f sómasamleg-
an kjól....
En Christer Wijk lætur ekki
afgreiða sig svona léttilega. Hann
slóst bara f för með okkur og
þegar ég var búin að klæða mig f
nýja pelsinn minn og Barbara
hafði kastað yfir sig rauða
jakkanum gengum við út f jóla-
morguninn. Það var orðið albjart
og við gengum þegjandi framhjá
kirkjugarðsveggnum og þvert
yfir malarveginn. Fyrir framan
búð Arne Sandells var fjöldi
bifreiða og fólk.... Stóri bfllinn
frá sakamáladeildinni lokaði
næstum innkeyrslunni, en ég
heid ég hafi talið eina átta aðra
bfla auk hans og sumir þeirra
voru einkabflar og slangur var
þarna augsýnilega af blaðamönn-
um, sem gerðu nú harða hrfð að
Christer. Þó svo að ég hafi ekkert
á móti blaðamönnum var ég fegin
þvf að engin blöð koma út hátfðis-
dagana. Það var gott Ifka að við
höfðum fengið dálftið forskot
áður en nafn Vástlinge og Arne
Sandells stóð með feitu letri á
forsfðum alira blaða landsins.
Christer gaf sig á tal við ein-
hvern þarna á hlaðinu, en ég dró
Barböru með mér bak við húsið
og eftlr stutt rifrildi við stæltan
og sterklegan lögregluþjón, fékk
hún náðarsamlegast leyfi til að
ganga inn á heimili sitt Þegar
lögreglumaðurinn hafði látið
sannfærast um hver ég væri
stöðvaði hann mig og spurðí for-
vitnisiega.
— Frú Bure? Voruð það þér
sem funduð Ifkið? Lögreglustjór-
inn hefur áhuga á að tala við yður
fáein orð, hann hefur verið að
spyrja e/tir yður.
Og þvf næst fyigdi hann mér
vinalega en fullur einbeitni gegn-
um forstofuna og inn f stóru
geymsluna við verzlunina.
1 öðrum enda þessa stóra geyms
voru litiar dyr inn f druslulegt
herbergi, og þar voru aðeins tveir
körfustóiar, ómálað viðarborð og
nokkrir tómir pappakassar. Með-
fram veggjunum stóðu tómir
pappakassar, allir holt og bolt
hver innan um annan og f glugga-
kistunni var Iftill prfmus, glas og
óhreinn kaffibolli. Lögreglu-
þjónninn gekk sfðan á braut og út
f búðarhúsnæðió og þegar ekkert
bólaði á lögregiustjóranum fylgdi
ég honum.
Eg stóð þarna og horfði f kring-
um mig og velti fyrir mér hvers
vegna Arne Sandeli hefði einmitt
mætt banamanni sfnum á þcim
stað sem raun bar vitni um og
hvernig á því hefði staðið að hann
hefði dottið þannig niður að hann
iá hálfur undir afgreiðslu-
borðinu.
Eg hvorki sá né heyrði neitt til
lögregiustjórans eða lögreglu-
mannsins ábúðarfulla og ég þótt-
ist vita að þeir hefðu faríð inn f
skrifstofuna. Þess f stað skaut
Christer Wijk nú upp kollinum
og hann kom auga á mig og þegar
hann hafði skipzt á fáelnum
orðum við varðmann f dvrunum
kom hann f áttina til mfn. Hann
vírtist ekkert vera að flýta sér og
ég sneri mér áfjáð að honum með
allar þær spurningar sem brunnu
mér á vörum.
f fyrsta lagi, hvernig hafði
Arpe Sandell verið myrtur?
Höfðu þeir fundið morðvopnið og
f þriðja lagi hvernig skýrði hann
það að líkið skyldi að hálfu vera
undir afgreiðsluborðínu?
Sem svar við einni að spurn-
ingum mfnum, greip hann létt
um axlir mér og sneri mér, hring
svo að augnaráðið hvfidi á veggn-
um til hægri við búðardyrnar. Ég
hafði kvöldið áður tekið eftir þvf
að þar hékk öxi, sög og öll mögu-
leg verkfæri og ég skildi þá hina
hrottalegu staðreynd að morðingi
Arne Sandells hafðí hér f hans
eigin búð aðeins þurft að rétta út
höndina og velja eina af þessum
ferlegu og hvössu öxum.
— Veiztu... stamaði ég... —
varð það...?
Christer kinkaði kolli dimmur
á svip.
-- öxin hafði verið þurrkuð
með tvisti, sem lá undir