Morgunblaðið - 26.10.1975, Page 47

Morgunblaðið - 26.10.1975, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. OKTÖBER 1975 47 — Fríið á Framhald af bls. 1 gátu og vildu svara spurningunni, sem brennur á vörum allra óöruggra kvenna um allan heim, — spurning- unni um hvort þaer geti látið til skarar skríða KRISTELIGT DAGBLAD skýrir ýtar lega frá atburðum dagsins I Reykjavik og segir svo: Konurnar fengu tækifæri til að sýna það sem var aðaltil- gangurinn með aðgerðunum — að sýna hversu mikilvægar og þýðingar- miklar þær eru í athafnallfinu um allt land Baldur Hermannsson, fréttaritari Morgunblaðsins I Stokkhólmi, sagði að öll Stokkhólmsblöðin nema Svenska dagbladet skrifi um kvenna- friið á Islandi í Dagens Nytheter er á forsiðu stór fjögurra dálka mynd frá útifundinum i Reykjavlk og siðan er sagt frá aðdraganda kvennafrisins inni i blaðinu og hvernig það fórfram. ( Aftonbladet og Expressen eru einnig myndir frá fundinum og frásagnir sænskra blaðakvenna sem voru I Reykjavlk I Aftonbladet er tekið fram að á isafirði hafi karlmenn verið látnir sýna konum dans. Expressen skrifaði einnig um kvennafrlið i gær, föstudag, og þar segir að karlar á íslandi hafi ekki þorað að mótmæla aðgerðum kvennanna, ekki einu sinni „hægri maðurinn" Geir Hallgrlmsson forsætis- ráðherra Baldur sagði augljóst að mikil hrifn- ing kæmi fram r sænsku blöðunum með framtak Islenzkra kvenna og að baki liggi sú sannfæring að undirstrika mikilvægi konunnar. í The Daily Telegraph segir á greinargóðan hátt frá aðgerðum islenzkra kvenna undir fyfirsögninni „Konur stöðva alla starfsemi á íslandi" og segir þar að aðgerðir islenzkra kvenna hafi orðið til að lama því nær alveg allt þjóðlíf á föstudaginn Munr láta nærri að um það bil 90 prósent allra útivinnandi kvenna hafi ekki mætt til vinnu og margar húsmæður hafi einnig tekið þátt í verkfallinu. Times segir á forsíðu frá kvennadeginum og er fyrirsögnin svipuð „Islenzkar kven- réttindakonur lama starfsemi á ís- landiDaily Mail segir I tveggja dálka frétt frá kvennaverkfallinu og frétta- maður blaðsins sem var í Reykjavík og fylgdist með aðgerðunum segir að það virðist Ijóst að islenzkar konur séu óánægðar með hversu staða þeirra i þjóðfélaginu hafi verið vanmetin. Brezka blaðið Daily Mirror segir i fyrirsögn fsmeyjarnar frystu menn stna. Siðan segir að karlar I norðrinu hafi kennt kuldans i gær, og „milli min, ykkar og rekkjuvoðanna, — þetta gerði Island að kaldasta stað i heimi," segir blaðamaðurinn. Siðan segir: „En þetta gæti ekki gerzt i Bretlandi. Þvl miður held ég að í þessu landi sé samstaða kvennanna ekki slík" Þá flytur blaðið orðsendingu frá 25 kvennasamtökum í Bretlandi þar sem segir: „Við óskum systrum okkar á fslandi alls hins bezta." — Portúgal Framhald af bls. 1 Portúgals er væntanlegur til Oporto síðar f dag, laugardag, og mun ávarpa fund sem halda á í borginni. í Lissabon sprungu nokkrar litlar sprengjur í morgun en þær ollu ekki umtalsverðu tjóni og mannskaðar urðu ekki. Vegatálmanir hafa verið settar upp víða um Portúgal og skrið- drekar og brynvarðir vagnar eru á hverju götuhorni f helztu borg- um landsins. Leit hefur verið gerð að ólöglegum vopnum, en hún hefur lftinn árangur borið. Fréttir frá Portúgal voru mjög á reiki f dag og sögusagnir fleiri en hægt er að henda reiður á. Samkvæmt sumum fréttum er tal- ið að sextfu vinstrisinnaðir her- foringjar séu að undirbúa atlögu sem miðar að því að koma Vasco Goncalves, fyrverandi forsætis- ráðherra, aftur til valda. Stærstu flokkar landsins Sósíalistaflokk- urinn og Alþýðudemókrataflokk- urinn, hafa hvatt stuðningsmenn sina til að vera við öllu búnir vegna þess að svo kunni að fara að kommúnistar reyni að ná völd- um í landinu með byltingu. — Töpuðum Framhald af bls. 48 4.403.850.00 kr. Þá fara nokkur prósent til annarra sjóða. Hilmar sagði að báturinn væri tryggður hjá Bátaábyrgðar- félagi Vestmannaeyja fyrir 21.840.000.00. Arsiðgjaldið væri 8.5% eða kr. 1.856.400.00. Báta- fúatryggingin væri 9.850.000.00, iðgjaldið 1.95% eða 192.075 krón- ur. Samkvæmt útreikningi fengi Tryggingasjóður af afla bátsins kr. 1.827.500.00. En þar sem út- haldstíminn væri aðeins 203 dag- ar og því miklar hafnarlegur væri raunverulegt iðgjald til Báta- ábyrgðarfélags Vestmannaeyja um 1.3 millj. kr. og iðgjald til Bráðafúasjóðs 192. þús. kr. I Tryggingasjóð greiddust 70.5% af iðgjaldi i 203 daga eða 984. þús. kr. og í sama sjóð 57,75% af fúa- gjaldi eða 83.400 kr. Á sér- reikning færu 25% af 1827 þús. kr. eða 456.875 krónur. Samtals yrðu þvi greiðslur úr Trygginga- sjóði kr. 1.524,275.00 en iðgjöldin væru samtals 1.492.075 kr. Á reikning eigenda bátsins f Stofn- fjársjóði ætti því að koma kr. 32.200.00 krónur og samkvæmt því ættu 303.225.00 kr. að verða eftir. Þá sagði Hilmar, að samkvæmt útreikningi fengi Fiskveiðasjóður kr. 671.500.00 af útflutningsgjaldi þvi, sem greitt væri af afla báts- :ins 1975. — Ef ég nú bæti þessu fram- lagi bátsins til Fiskveiðasjóðs þetta ár, við vextina af þeim lán- um, sem báturinn skuldar um- ræddum sjóði, verður útkoman ekki 5.5% vextir, heldur ekki 11%, heldur nálægt 42%. Það má vel vera að það sé þess virði, að fá að vera með i kerfinu, ekki kann ég samt að meta það, og það hlýt- ur að vera sanngirniskrafa okkar, sem eigum þessa eldri báta, að Fiskveiðasjóður veiti einhverja fyrirgreiðslu þegar þeir eru seld- ir. En höfuðmarkmið sjóðsins virðist vera, að þyngja okkur stöðugt róðurinn, með þvi að lána stanzlaust út á ný skip, sem þegar eru orðin of mörg, bæði fyrir mið- in, fiskstofnana og þann mann- afla, sem hægt er að tæla til þess að Stunda fiskveiðar á íslandi, sagði Hilmar. Þá sagði hann, að af út- flutningsgjaldi af afla bátsins þetta ár fengi Fiskimálasjóður kr. 425.000.00 og bætti við: Ekki veit ég til að sá sjóður láni til útgerðar en þar sem hann mun að ein- hverju leyti aðstoða fisk- vinnsluna með lánum, læt ég þennan póst liggja á milli hluta, enda ekki afgerandi. Hilmar Rósmundsson sagði, að 25.500 krónur af útflutningsgjald- inu færi til byggingar Hafrann- sóknaskips, en sér reiknaðist til að í þennan póst færu samtals rúmar 18 millj. króna á árinu. Það væri að vísu ekki stórt framlag til kaupa á rannsóknaskipi, en safnaðist þegar saman kæmi, og þar sem þetta ákvæði hefði verið í gildi í nokkur ár þá væri fróðlegt að fá upplýst hve mikið fé væri í þeim sjóði og hvernig það væri ávaxtað Smá framlög væru til bygginga rannsóknaraðstöðu í sjávarútvegi, svo og til samtaka sjómanna og útvegsmanna, en þau væru það lítil að tæpast skipti það máli, hvorum megin þessar fjárhæðir væru látnar liggja. — I Aflatryggingasjóð fara 646.000.00 af útflutningsgjaldinu, sagði Hiimar, en til baka kemur ekkert. I áhafnadeild Aflatrygg- ingasjóðs fara 777.500.00 kr., upp í fæðiskostnað skipverja kr. 568.000.00 og þar yrðu því eftir 209.500 krónur. Hilmar kvað 74.800.00 krónur vera greiddar í svonefnd fersk- fiskmatsgjald, sem þýddi að um 50 millj. kr. af heildarútflutnings- gjöldunum færu i þann sjóð. Trú- lega ætti ferskfiskmatið rétt á sér. En flestum fyndist nóg um kostn- aðinn. — Og þá erum vil komnir að stóra málinu, sem er Oliusjóður fiskiskipa sagði Hilmar. I þann mikla sjóð þarf Sæbjörgin að greiða rúman helming alls út- flutningsgjaldsins, eða kr. 4.403.850.00. Olíueyðsla bátsins hefði hins vegar verið á árinu alls 95.695.1itrar. Eigin oliukaup út- gerðarinnar hefðu hins vegar verið umgetinn lítrafjöldi sinnum 5.80 kr, sem væri alls kr. 555.031.00. Samtals hefði út- gerðin því þurft að greiða á árinu kr. 4.958.881.00 til oliukaupa. Ef oliunotkuninni væri siðan deilt I þessa tölu, kæmi í ljós að raun- verulegt olíuverð pr. litra væri kr. 51.82. — Hefði oliusjóðurinn ekki verið til og útgerðin greitt fyrir oliuna það sem hún kostar í raun eða kr. 20.20 pr lítra liti dæmið þannig út að olía bátsins hefði kostað 1.933.039.00 Þannig hefði útgerðin og áhöfnin um leið tapað alls 3.025.842.00 f sjóðinn. En hver er svo útkoman úr heildardæminu sagði Hilmar. Tryggingasjóður fiskiskipa, eftir- stöðvar, þegar iðgjöld eru greidd, nema alls kr. 303.225.00, beint framlag til Fiskveiðasjóðs Islands er 671.500 krónur. beint framlag til Aflatryggingasjóðs er 646.000 þús. kr. I áhafnadeild Aflatrygg- ingasjóðs þ.e. eftirstöðvar þegar fæðisframlag er greitt, 209.500.00 krónur, og f Olíusjóð fiskiskipa, þ.e. mismunur á framlagi bátsins og fullu olíuverði, 3.025.842.00 kr. — Við höfum tapað 4.856.067.00 krónum á sjóðakerfinu á þessu ári, sagði Hilmar að lokum. Marantz á íslandi Neöangreint er þýtt úr danska tæknitímaritinu Popular Radio og TV-teknik nr. 4 1974, en R Kristiansen, sérfræðingur tímaritsins um hljómtæki og hljómtækjaframleiöendur, rit- aöi greinina. "Fyrir nokkrum árum voru geröar breytingar á reksturs- markmiöi hins þekkta, bandaríska hljómtækjafyrir- tækis MARANTZ Co., Inc., Sun Valley, Calif. - Meðan Saul MARANTZ, stofnandi fyrirtækisins, stóö viö stjórn- völinn, fór starfsemin, sem ekki var ýkja stór í sniðum, fram á mjög þröngu og sér- hæföu sviöi innan hinnar almennu hljómtækjaframleiðslu, og var markmiöiö,aö fram- leiða jafn tæknilega fullkomin og vönduö hljómtæki og frekast væri kostur og í mann- legu valdi stæöi. Tækjaúrval fyrirtækisins byggöist um langt árabil eingöngu á einum plötu- spilara, einum formagnara, einum smárabyggöum kraft- magnara, einum lampabyggð- um kraftmagnara og einu lampabyggðu FM-viötæki (tuner). Síöastnefnda tækiö var hannað af Dick nokkrum Sequerer, sem síöar stofnsetti sína eigin verksmiöju og hóf þá auðvitað framleiösluna á FM-viötæki. Þetta viötæki er í sannleika sagt þaö einasta, sem hægt er aö nefna í sama orðinu og bera saman við hinn gamla lampabyggöa MARANTZ, og þegar þaö er haft í huga, aö framleiðsla þess tækis hófst þegar um 1965 og þaö er fyrst árið 1972, sem verðugur keppinautur kemur fram á sjónarsviðið, má Ijóst vera, hversu langt Saul MARANTZ og hans menn höföu í raun og veru náö. - Aö sjálfsögöu var verðið í samræmi viö þetta, og voru þetta því tæki hinna fáu útvöldu, og væri maður ekki í þeim hópi, þá voru ódýrari valkostir engir, þannig, aö menn uröu þá einfaldlega aö snúa sér aö öörum vöru- merkjum. Svona er þetta ekki lengur. Fyrir nokkrum árum var sölu- og framleiðslustefnu fyrirtækis- ins breytt. Var ákveðið aö stór- auka tækjaúrvaliö og breikka verösviöiö á grundvelli stór- framleiðslu og aukinnar hagkvæmni í framleiðsluháttum, og hefur vaxandi áherzla veriö lögö á tæki á skaplegra veröi í seinni tíö. - Vissulega hefur þetta orðið til aö breyta ásjónu MARANTZs, en þess hefur þó verið vandlega gætt, aö varö- veita fjölmörg þau séreinkenni framleiöslunnar, sem til uröu í tíö Saul MARANTZs. - Einhverjum kann aö finnast miöur, aö þessar breytingar skuli hafa átt sér staö, en í þessu sambandi ber aö hafa þaö hugfast, aó í staðinn hefur komiö, aö verðið er nú komiö niður á þaö sviö, sem gerir einnig venjulegum, dauölegum mönnum, sem þiggja mánaðar- laun, kleyft, aö vera meö”. Við þetta er raunar litlu aö bæta, en okkur er þaö mikiö ánægjuefni aö geta nú boöiö íslenzkum tónlistarunnendum og hljómtækjakaupendum MARANTZ tækin. NESCO NESCO HF Letöandi fyrirtæki á svtöi sjónvarps-útvarps- og hljómtækja. Verzlun Laugavegi 10 Reykjavík. Símar: 19150-19192-27788

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.