Morgunblaðið - 05.12.1975, Blaðsíða 1
40 SIÐUR
FRtJ Betty Ford, forsetafrú
Bandarfkjanna, sem nú er f heim-
sókn f Peking ásamt manni
sfnum sést hér heilsa lftilli kfn-
verskri stúlku og fööur hennar f
musteri himnarfkis f Peking.
80 milljón lesta minni korn-
uppskera í Sovétríkjunum
Stórkostlegur niðurskurður á kvikfénaði framundan
Moskvu, 4. desember. Reuter.
Landbúnaðarsérfræðingar á
Vesturlöndum hafa reiknað út að
kornuppskera f Sovétrfkjunum í
ár hafi aðeins numið 137 milfjón
lestum, sem er 80 milljón lestum
minna magn, en gert hafði verið
ráð fyrir f áætlunum fyrir þetta
ár og minnsta uppskera á sl. 10
árum. Talið er að þessi mikli upp-
skerubrestur muni valda stór-
felldum niðurskurði á kvikfénaði
f vetur.
Einn sérfræðingur hefur bent á
að árið 1972, er uppskeran var 168
milljónir lesta hafi orði að slátra
svfnum, geitum og kindum, en nú
sé ljóst að ekki verði hjá þvi kom-
ist að slátra kúm. Sérfræðingar
fengu þessa tölu i örstuttri frétt,
sem birt var í Moskvublöðunum í
gær um uppskeru á árunum
1971—75 og úr ummælum
I Vashchenkos, formanns fjárlaga
og áætlunarnefndar ríkisins, þar
sem hann sagði að meðaluppskera
á þessu 5 ára tímabili hefði verið
8% hærri en á árunum 1966—70.
Uppskerubresfurinn er einkum
um að kenna miklum þurrkum í
Sovétríkjunum á helzta vaxtar-
tíma kornsins. Sérfræðingar segja
hins vegar að vegna geysilegrar
tæknivæðingar í landbúnaði verði
að líta á uppskeruna í ár sem hina
lélegustu frá lokum heimsstyrj-
aldarinnar síðari.
200 mílur tilbúnar til
afgreiðslu í öldunga-
deild Bandaríkjaþings
Washington 4. desember — NTB.
TILLAGAN um útvfkkun fisk-
veiðilögsögu Bandarfkjanna f 200
sjómflur er nú tilbúin til
afgreiðslu f öldungadeild Banda-
rfkjaþings. Tillagan var sam-
þykkt með yfirgnæfandi meiri-
hluta f fulltrúadeildinni snemma
f október og allt bendir til þess að
öldungadeildin geri hið sama.
Hermálanefnd deildarinnar af-
greiddi málið á miðvikudag og
samþykkti með 9 atkvæðum gegn
7 að mæla með þvf að öldunga-
deildin samþykkti tillöguna, sem
felur f sér einhliða útfærslu.
Hvfta húsið, varnarmálaráðu-
neytið og utanríkisráðuneytið
hafa lýst andstöðu við slfkar að-
gerðir, er þær njóta stuðnings
áhrifamikilla afla f þinginu.
Viðskiptanefnd öldungadeildar-
innar hafði áður samþykkt f þing-
inu. Viðskiptanefnd öldunga-
deildarinnar hafði áður sam-
þykkt að mæla með tillögunni, en
utanrfkisnefndin lagðist gegn
henni, að vfsu aðeins með eins
atkvæðis meirihluta.
Eini munurinn á þeirri tillögu,
sem öldungadeildin tekur nú til
afgreiðslu og þeirri, sem fulltrúa-
deildin samþykkti, er sú að gert
er ráð fyrir útfærslu 1. janúar
1977, í stað 30. júní 1976, eins og
fulltrúadeildin vildi. Þetta mun
líklega stafa af því að varnarmála-
nefndin vill gefa hafréttarráð-
stefnunni, sem kemur saman f
Frú Sakharov
tekur við verð-
laununum
Ösló 4. desember NTB.
ELENA Sakharov, eiginkona
sovézka vfsindamannsins og
friðarverðlaunahafans Andrei
Sakharovs, staðfesti f dag við
norsku Nóbelsnefndina að hún
myndi koma til Óslóar til að
taka við verðlaununum fyrir
mann sinn, sem sovézk yfir-
völd hafa neitað um fararleyfi
til Noregs á þeim forsendum
að hann búi yfir rfkisleyndar-
málum.
Verðlaunin verða afhent nk.
miðvikudag 10. desember og
mun frú Sakharov koma til
Óslóar á þriðjudag. Þá mun
hún einnig halda blaðamanna-
fund á fimmtudag.
New York í vor, annað tækifæri.
En um þetta verður sameiginleg
hafréttarnefnd beggja deilda að
ná samkomulagi áður en tillagan
kemur til lokaafgreiðslu deild-
anna.
Ford forseti hefur lýst því yfir,
að hann muni beita neitunarvaldi
gegn einhliða aðgerðum af hálfu
Bandaríkjanna áður en hafréttar-
ráðstefnan hefur komist að niður
stöðu. Málið er hins vegar ekki
einfalt og sá möguleiki er ekki
fjarlægur að á kosningaári komi
hann til með að meta aðstæður frá
sjónarmiði innanríkismála frem-
ur en utanríkismála.
Simamynd AP.
Konur frá Moluccaeyjum f ráðhúsinu f Bcilcn eftir að þær höfðu boðist tii að reyna, sem „mæður og
eiginkonur'* að hafa áhrif á lestarræningjana, sem halda farþegum f gfslingu f lest nálægt Beilen.
Valdbeiting líklega nauðsynleg
til að frelsa meir en 60 gísla
Amsterdam ok Beilen 4. desember Reuter
TVEIR hópar vopnaðra manna héldu f kvöld meir cn 60 manns
körlum, konum og börnum f gfslingu f Hollandi og hollenska stjðrnin
neyðist Ifklega til þess að beita valdi til að yfirbuga þá. Alitið er að
báðir hóparnir séu öfgamcnn frá Suður-Moluccaeyjum í Kyrrahafi
sem berjast fyrir sjálfstæði eyjanna frá Indónesftf.
Mennirnir sex, sem rændu farþegalest f norður Hollandi fyrir meir
en tveim sólarhringum, skutu f dag einn af 38 gfslum sfnum og
aðvöruðu jafnframt: „Við erum reiðubúnir til að berjast, drepa aftur
og deyja sjálfir."
Hópur manna hertók einnig indónesfsku ræðismannsskrifstofuna f
Amsterdam. Skutu þeir einn starfsmann skrifstofunnar í magann og
tóku að minnsta kosti 25 fanga, þar á meðal 10 börn á aldrinum 5 til 12
ára. Fimm hræddum börnum var sleppt f gærkvöldi og settu
mcnnirnir fram kröfu um að þeir fengju að fara fcrða sinna og flugvél
til afnota.
Mennirnir sex, sem halda
fólkinu í lestinni krefjast þess að
allir Moluccaeyjabúar, sem sitja í
fangelsum i Hollandi verði látnir
lausir. Kröfum sínum til
áréttingar skutu þeir þriðja
gíslinn í dag. Lengi var ekki vitað
hvort hann var særður eða látinn,
þar sem ræingjarnir öftruðu lög-
reglumönnum með skothrið að
komast nærri lestinni þar sem
gislinn lá ásamt líkum tveggja
gisla sem myrtir voru i gær.
Ræningjarnir hafa sent kröfur
sínar með milligöngumanni sem
hefur farið þrjár ferðir út í lest-
ina þar sem hún stendur á járn-
brautarteinunum á auðu svæði.
Dómsmálaráðuneytið sagði að
siðustu skilaboð ræningjanna
væru aðallega löng pólitisk yfir-
lýsing þar sem þess væri krafist
að Moluccaeyjar yrðu sjálfstæðar,
en þær tilheyra nú Indónesíu er
voru áður hollensk nýlenda. Tals-
maður ráðuneytisins sagði að ekki
væri hægt að skýra frá öðrum
atriðum skilaboðanna þar sem
þau væru í gaumgæfilegri athug-
un stjórnvalda.
Samkvæmt síðustu fréttum
krefjast ræningjarnir þess einnig
að Holland beiti sér fyrir við-
ræðum milli hópa, sem berjast fyr
ir sjálfstæði Moluccaeyja, og
Indónesiustjórnar undir eftirliti
Sameinuðu þjóðanna og að
hollenska stjórnin lýsi þvf yfir í
beinni sjónvarpssendingu að hún
beri ábyrgð á því aó Moluccaeyjar
voru settar undir stjórn
Indónesiu þegar nýlendan fékk
sjálfstæði 1949.
Þeir fangar, sem ræningjarnir
fyrst og fremst vilja fá lausa, eru
menn sem dæmdir voru fyrir sam-
særi um að ræna Júlíönu drottn-
ingu og öðru fólki úr hollenzku
konungsfjölskyldunni. Fyrr i dag
minnkaði áfrýjunarréttur í Arn-
hem refsingar sumra þeirra.
Tveir af föngunum tólf voru sýkn-
aðir og fangelsisdómur þriggja
var minnkaður úr fimm árum í
fjögur.
Mennirnir viðurkenndu að hafa
ætlað að ræna drottningunni með
áhlaupi á hlið konungshallarinn-
ar. Sögðust þeir hafa viljað draga
athygli heimsins að sjálfstæðis-
baráttu Moluccaeyjamanna.
Ræningjarnir hafa farið fram á
það að meir en 300 lögreglumenn
og hermenn, sem umkringja lest-
ina, dragi sig til baka. Virðast
þeir óttast áhlaup þeirra.
Dómsmálaráðuneytið skýrði frá
því að lfklegt væri að kona, sem
ræningjarnir héldu í lestinni,
hefði dáið af hjartaáfalli, en það
hafði ekki fengist staðfest. Milli-
göngumaðurinn hefur reynt að
komast að því.
Framhald á bls. 22
Heimsókn Fords
lauk án yfirlýsingar
Peking4. desember — Reuter
FORD Bandarfkjaforseti lauk
heimsókn sinni til Kína f kvöld og
sagði f þakkarræðu sem hann hélt
að heimsókn sfn hefði verið mjög
gagnleg „þó að ágreiningsmál
hafi borið á góma.“ Ekki er þó
álitið að mikill árangur hafi náðst
með heimsókninni, en Ford sagði
f matarboði i Hinum mikla sal
þjóðarinnar, að viðræðurnar
hefðu verið „vinsamlegar, hrein-
skilnar, vfðtækar og uppbyggi-
legar.“
Forsetinn, sem fer til Indónesfu
á morgun sagði að sambandið á
milli Kína og Bandaríkjanna, þó
enn væri ekki komið í „eðlilegt
horf “ væri gott og vinsamlegt.
Varaforsætisráðherra Kína
Teng-Hsiao Peng var heldur
kaldari í ræðu sinni og sagði við-
ræðurnar hafa verið gagnlegar.
Með svipuðu orðalagi sögðu
Framhald á bls. 22