Morgunblaðið - 05.12.1975, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 05.12.1975, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 1975 3 BBC-fréttamaðurinn í viðtali við Mbl.: „Hélt að landgöngubann næði ekki til hhitlausra fréttamanna” SAKSÓKNARAEMBÆTTIÐ úrskurðaði f gær, að ekki væri ástæða til frekari aðgerða f máli brezka fréttamannsins Archie McPhee frá brezka út- varpinu BBC og var honum Ieyft að fara frá Neskaupstað og um borð f eftirlitsskipið Miröndu, sem kom inn á Norð- fjörð til þess að sækja hann. Þá hafði McPhee samið skýrslu um komu sfna og f henni skýrði hann frá þvf að hann hefði skil- ið svo orð skipstjórans á Miröndu, að öll leyfi vfirvalda á Islandi væru fyrir hendi um að hann færi f land. McPhee fór frá Neskaupstað laust fvrir klukkan 11 f gærmorgun. Morgunblaðið náði f gær tali af Archie McPhee, en þá hafði hann verið fluttur frá borði Míröndu og yfir í dráttarbátinn Lloydsman. McPhee.semer sér fræðingur BBC i landbúnaðar- og sjávarútvegsmálum, sagði að hann hefði yfir engu að kvarta um meðferð yfirvalda á sér á - Hef undan engu að kvarta, hitti aðeins vingjarnlegt fólk á stuttri dvöl minni á íslandi meðan hann var i gæzluvarð- haldi. Embættismenn hefðu komið einstaklega vel fram við sig og honum hafi verið fylli- lega ljóst að þeir gerðu ekkert nema skyldu sína — þ.e. að fara að fyrirmælum dómsmálaráðu- neytisins. „Allt fólk, sem ég hitti á meðan á dvöl minni á Islandi stóð, var sérstaklega vingjarnlegt og mér var í raun vel tekið á íslandi, en ég varð að fara aftur vegna afstöðu dómsmálaráðuneytisins í Reykjavík. Ég get á engan hátt kvartað undan þeirri meðferð, sem ég hlaut.“ Morgunblaðið spurði þá Archie McPhee fer frá Neskaupstað í gærmorgun. — Ljósm: Sigurður Arnfinnsson. McPhee að þvf, hvað hann hefði ætlazt fyrir á meðan á dvöl hans hefði staðið á Islandi. Hann svaraði: „Ég var lagður -af stað til Reykjavíkur og þar ætlaði ég að dveljast í svo sem einn dag, unz flogið yrði til London. Ég ætlaði að nota tæki- færið f Reykjavík og ræða við fólk, ríkisstjórn og blaðamenn 'sem fréttamaður eingöngu. Ég fór í land með því hugarfari, að ég væri fréttamaður, ég væri aðili að alþjóðlegu blaðamanna- sambandi, vitandi það þó, að íslenzk stjórnvöld hefðu bannað öllum þeim, sem væru á vegum brezka togaraflotans eða verndarskipa hans að fara í land, nema um veika eða særða væri að ræða. Ég leit alls ekki á sjálfan mig sem aðila að veiðum Breta hér við land eða aðgerð- um þeirra á sjó hér við land. Ég er fréttamaður og ég kom til landsins í þeim skilningi að ég væri brezkur þegn, sem ekki er Framhald á bls. 22 Miranda bfður úti á Norðfirði eftir fréttamanni BBC, sem hún kom til aó sækja. Depillinn aftan við skut skipsins er gúmbáturinn, sem flytur Archie McPhee til skipsins. „Sprettur í góð- um félagsskap ” — „Eg skal vaka . . ný breiðskífa Árna Johnsen með ljóðum Halldórs Laxness % „ÞESSI plata er af minni hálfu sprettur f góðum félags- skap, Iffsleikur með góðum ljóðum og skemmtilegum. Og fátt veít ég náttúrulegra f góð- um leik en söng. Það má segja að mið plötunnar sé að taka smá dansspor með fslenzkri menningu og vonandi hittir það f mark hjá þeim sem hafa gaman af að taka lagið og unna góðum Ijóðum.“ 0 Þetta sagði Arni Johnsen, vfsnasöngvari og blaðamaður, á fundi með starfsbræðrum sfn- um f gær þar sem kynnt var nýútkomin breiðskffa hans og kassetta með 13 lögum við Ijóð eftir Halldór Laxness. Platan ber heitið Ég skal vaka..., en það nafn valdi Laxness sjálfur plötunni. Halldór Laxness les tvö ljóða sinna (Bráðum kemur betri tfð og Strfðið) f upphafi og enda plötunnar. Þar á milli eru bæði gömul og ný lög við Ijóð Laxness úr Kvæðakverinu. Nýju lögin eru sjö alls, þar af á Árni sjálfur fimm og tvö eru eftir Arna G. Jörgensen. Eldri lögin eru eftir Jón Þórarinsson, Sigvalda Kaldalóns, Þránd Thoroddsen og þá er eitt íslenzkt og eitt brezkt þjóðlag, auk dansks lags sem ljóðið Hvað er svo glatt var upphaf- lega samið við. Jón Sigurðs- son bassaleikari útsetti lög- in sem eru hin fjölbreytt- ustu í stfl, — allt frá fjörugu poppi í ævagamlan islenzkan tvísöng. Þá ber að geta þess að þau Sigríður Ella Magnúsdóttir Framhald á bls. 22 HEIMILISTÆKI SF. Sætúni 8 sími 15655 og Hafnarstræti 3 simi 20455. Nú fástallar PHILIPS vörur LlKA atl Sætúni 8

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.