Morgunblaðið - 05.12.1975, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 1975
Síðbúin vörn
Á miðvikudag i sfðustu
viku upplýsti Gunnar
Thoroddsen iðnaðarráð-
herra um tilboð, sem Lúð-
vík Jósepsson, fyrrver-
andi sjávarútvegsráð-
herra, vildi gera Þjóðverj-
um f marzmánuði 1974
um veiðiheimildir innan
50 mílna markanna og fól
í sér, að Vestur-Þjóðverjar
mættu veiða 80 þúsund
tonn af fiski á 54 þúsund
ferkílómetra svæði innan
50 mílna markanna án
þcss að nokkrar tak-
markanir væru settar á
veiðar þorsks. Upplýs-
ingar þessar vöktu að
sjálfsögðu alþjóðar-
athygli, ekki sízt f Ijósi
þeirrar gagnrýni, sem
Lúðvík Jósepsson þann
sama dag hafði sett fram
á samningsdrögin við
Vestur-Þjóðverja. Degi
sfðar, eða á fimmtudag í
síðustu viku, skýrði Geir
Hallgrfmsson, forsætis-
ráðherra, svo frá því, að
þegar f marzmánuði
1972, eða tveimur árum
áður en Lúðvík Jósepsson
vildi gera Vestur-
Þjóðverjum framangreint
tilboð, hefði Hafrann-
sóknastofnun skrifað
honum, sem sjávarút-
vegsráðherra, bréf og
talið nauðsynlegt að
minnka sókn f þorsk-
stofninn um helming, ef
ekki ætti stórfelld hætta
að stafa af. í umræðunum
á Alþingi varð fátt um
skýringar eða varnir af
Lúðvíks hálfu og f mál-
gagni Alþýðubandalags-
ins, Þjóðviljanum, hefur
engin tilraun verið gerð til
þess að halda uppi vörn-
um fyrir Lúðvfk, þar til
skyndilega f gær, rúmri
viku eftir að fyrstu
upplýsingar koma fram
um tilboð hans til Vestur-1
Þjóðverja, að Þjóðviljinn
tekur allt f einu upp afar
sfðbúna vörn fyrir Lúðvfk i
leiðara. Og að vonum
velta menn þvi fyrir sér
hver skýringin kunni að
vera.
Ekki svo leitt,
sem þeir láta ,
Ástæðan fyrir því, að
Þjóðviljinn hefur ekki haft
skjótari handtök við að
halda uppi vörnum fyrir
Lúðvfk, er ákaflega nær-
tæk. Lúðvfk Jósepsson
hefur alla tíð verið utan-
garðsmaður f Alþýðu-
bandalaginu. Honum hef-
ur verið haldið þar frá
hinum mestu völdum. í
þeim miklu átökum, sem
staðið hafa yfir innan
Sósfalistaflokksins og
Alþýðubandalagsins f
nærfellt 20 ár, hefur Lúð-
vfk Jósepsson jafnan
orðið að láta í minni pok-
ann fyrir forustuliði
kommúnista f Reykjavík,
sem stjórnar Þjóðviljan-
um. Þegar Hannibal Valdi-
marsson og Björn Jóns-
son yfirgáfu Alþýðu-
bandalagið á árinu 1968,
munaði mjóu, að Lúðvfk
Jósepsson færi með þeim.
Þess vegna hefur fyrrver-
andi sjávarútvegsráðherra
aldrei verið neitt eftirlæti
hjá ráðandi öflum f
Alþýðubandalaginu eða á
ritstjórnarskrifstofum
Þjóðviljans við Skóla-
vörðustfg. Og þessum
aðilum hefur aldrei þótt
svo leitt sem þeir láta,
þegar Lúðvfk Jósepsson
hefur komizt f pólitfska
erfiðleika eins og nú.
Þetta er skýringin á því,
að heil vika Ifður án þess
að Þjóðviljinn hreyfi litla
fingur til þess að halda
uppi vörnum fyrir Lúðvík.
Þær uppljóstranir, sem
hafa orðið þess valdandi
að fáir taka lengur mark á
málflutningi Lúðvfks um
landhelgismál, hafa ber-
sýnilega verið kærkomin
sending þeim öflum f
Alþýðubandalaginu, sem
vilja draga úr áhrifum
hans á þeim vettvangi.
Ýmsar breytingar hafa
verið að gerast f Alþýðu-
bandalaginu á undanförn-
um árum og munu gerast
á hinum næstu. Ný kyn-
slóð manna er að komast
þar til áhrifa og valdabar-
áttan þar af leiðandi
mikil. Einn liður f þeirri
valdabaráttu er að draga
úr áhrifum Lúðvfks
Jósepssonar. Þess vegna
líður vika þar til Þjóðvilj-
inn tekur upp vörn fyrir
Lúðvík. Þess vegna er
vörnin jafn aumleg og
lesa mátti í forystugrein
Þjóðviljans í gær.
Bðkmenntlr
eftir Jón
Þ. Þór
Vestfirðingasaga 1390—1540
nefnist ný bók frá hendi
Arnórs Sigurjónssonar fræði-
manns og rithöfundar. 1 eftir-
mála segir höfundur, að bókin
sé að nokkru samin vegna til-
mæla Björns Þorsteinssonar
prófessors, en hann er mestur
kunnáttumaður í þessu tímabili
íslandssögunnar. Eins og nafn
bókarinnar bendir til fjallar
hún um sögu Vestfirðinga á
áðurnefndu timabili. Ekki er
þó svo að skilja, sem hér sé um
að ræða sögu Vestfjarða eða
Vestfirðinga almennt. Bókin
fjallar um vestfirzka höfðingja
og höfðingjaættir, og ekki er
frásögnin bundin Vestfjörðum
eingöngu, heldur teygist hún
einnig norður og suður um
land. Ekki er hér heldur um
samfellda frásögn að ræða,
nema að því er snertir sam-
skipti höfðingjaættanna inn-
byrðis.
Af þeim mönnum og ættum,
sem koma við sögu má nefna:
Vatnsfirðinga og Seldæli, Guð-
mund ríka Arason á Reykhól-
um og börn hans, Björn Þor-
leifsson hirðstjóra, fjölskyldu
hans og afkomendur, Ögur-
menn, Jón Sigmundsson lög-
mann, sfðustu kaþólsku biskup-
ana á Islandi að Jóni Arasyni
undanskildum, auk margra
annarra.
Höfundur byggir frásögnina
mjög á því að láta heimildirnar
tala, og heimildir hans eru fyrst
og fremst samtímaheimildir.
Ekki verður því þó neitað, að
þar finnst mér frásögnin bezt
sem Arnór Sigurjónsson bregð-
ur sér sjálfur 1 gervi sögu-
manns. Frásögn hans er öll létt
og lipur, nákvæm og fræðandi.
Athyglisverðasti hluti bókar-
innar er, að mínu mati, sá er
fjallar um Guðmund ríka á
Réykhólum. Þar er skýrt frá
þátttöku íslendinga I þeim
hildarleik, sem af þeim hlauzt.
Athugasemdir höfundar um
þátttöku biskupanna Jóns Vil-
hjálmssonar og Jóns Gerreks-
sonar eru skemmtilegar, og
tengingin við 100 ára striðið
mjög skarpleg. Vmsir hafa
trúað því, að með upphafi fisk-
veiða Englendinga við Island á
öndverðri 15. öld hafi hafist
fyrsta þorskastríðið á milli
þessara þjóða. Þetta er ekki
rétt. Islendingar tóku Englend-
ingum yfirleitt vel, enda var
verzlun við þá mjög hagstæð.
Það var Noregskonungur, sem
hafði illan bifur á Islandssigl-
ingum Englendinga og fyrir
þeim málstað urðu íslenzkir
embættismenn konungs að
berjast, hvort sem þeim llkaði
betur eða ver.
Guðmundur Arason „for-
braut“ gegn Noregskonungi
með verzlun við Englendinga.
En hversu mikil var verzlun
Guðmundar Arasonar við
enska? Um það virðast heimild-
ir þegja. Og hvað varð um Guð-
mund Arason er hann fór úr
konungsgarði? Týndist hann I
hafi, eða komst hann til Eng-
lands?
Kaftinn um Björn Þorleifs-
son hirðstjóra og Ölöfu riku á
Skarði er einnig athyglisverð-
ur einkum fyrir þá sök að höf
undur hrekur ýmsar gamlar
þjóð- og hetjusögur um Ölöfu,
hafnar þeim sem sögulegum
heimildum. En hvað varð um
verzlun islenskra höfðingja við
Englendinga eftir miðja 15.
öld? í bókinni er gefið I skyn,
að t.d. Björn I ögri hafi notið
góðs af siglingum Englendinga,
en ekki gerð fyrir því nákvæm
grein. Eru engar heimildir til
um þetta?
Bók Arnórs Sigurjónssonar
varpar nýju ljósi á ýmsa þætti I
sögu okkar á tímabili, sem fram
til þessa hefur verið látið af-
skiptalítið af fræðimönnum.
Hún er vel og vandvirknislega
unnin, þótt ekki veiti hún svör
við öllum spurningum. Arnóri
Sigurjónssyni ber heiður og
þökk fyrir mikið og vel unnið
verk.
Bókaútgáfan Leiftur gefur
bókina út. Frágangur er góður,
en nokkuð ber á prentvillum og
eru sumar hverjar hvimleiðar.
Vestfirðingasaga 1390-1540
eftirArnór Sigurjónsson
7
BYI IGINGANMTA
AKkTrGkWLArpS ÍUD$
KRIiKSAmC111
Sérsýning Gólfefni '75
Sýningin er opin kl. 14—22.
Ath.: Ókeypis aðgangur
íYi-Jin: iáí,*íS5í.«
Isl. íþróttatöskur
Verð frá kr. 1.150. — .
Lóuhólum 2—6, sími 7502
Klapparstíg 44 sími 11 783.
Jakkar úr
enskumefn
cAndersen
Lauth hf.
Vesturgötu 17
Laugavegi
Glæsibæ
Dönsku
draumasængurnar
Sængur verð kr. 5.789. —, 7.265.— 10.450.—
Koddar verð kr. 3.700.—
Ungbarnasængur kr 2.500.—
Ungbarnakoddar kr. 1.360.—
Sængurveraefni í fjölbreyttu úrvali:
OPIÐ TIL KL. 10
© Vörumarkaðurinn hf.
Ármúla 1A. Husgagna- og heimilisd. S-86-112 I Matvörudeild S-86-111, Vefnaðarv.d. S 86 113