Morgunblaðið - 05.12.1975, Síða 13

Morgunblaðið - 05.12.1975, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 1975 13 K aupmannasam tök funda um aðgerðir verðlagseftirlits STARFSMENN verðlagsstjóra hafa haldið áfram eftirliti sfnu með fataverzlunum f Reykjavfk og hefur athygli þeirra einkum beinzt að tfzkuverzlununum. Eft- ir þvf sem Morgunblaðið hefur fregnað hefur verðlagsskrifstofan gert athugasemdir við álagningu nokkurra tfzkuverzlana en hjá eigendum slfkra verzlana munu þau sjónarmið vera uppi, að ekki geti gilt alveg sömu álagningar- reglur um tfzkufatnað og venju- legan fatnað, þar eð tfzku- varningur úreldist fljótt og að jafnaði verði að henda töluverðu af honum af þeim sökum. Beri þess vegna tfzkuverzlunum að hafa hærri álagningu. Verðlagsskrifstofan mun hins vegar visa á ákveðna reglugerð i þessum efnum og þar sé ekkert undanskilið, svo að hún geti því ekki heimilað nein frávik frá þessari reglugerð varðandi tízku- fatnað. Forráðamenn Kaup- mannasamtakanna hafa á sama tíma lýst þvi yfir að þeir leggist ekki gegn verðlagseftirliti í neinni mynd sem byggð sé á lög- um og félagið sem slíkt taki ekki afstöðu gegn aðgerðum þessum, en þó mun i ráði að halda fund innan samtakanna um þetta mál í dag eða á morgun, eftir því sem Morgunblaðið hefur fregnað. Suður-Amcríka, sem keppinautur á mjöl- og feitmetismörkuðum Eftirfarandi grein um Suður-Amerfku, sem keppinaut á mjöl- og feitmetismörkuðum birtist f nýútkomnu dreifibréfi Félags fsl. fisk- mjölsframleiðenda: S-AMERtKA SEM KEPPI- NAUTUR A MJÖL- OG FEITMETISMÖRKUÐUN- UM. Ríki S-Ameriku hafa á siðustu áratugum orðið æ stærri þátttak- endur i heimsframleiðslunni á hverskonar fóðurvörum og mat- vælum. Hér fer á eftir lausleg þýðing á grein Garth W. Thornburn, hjá utanríkisviðskiptadeild banda- riska landbúnaðarráðuneytisins, er birtist í Soybean Digest í sept. sl: í S-Ameriku eru skæðustu keppinautarnir á mjöl- og feit- metismörkuðum heims. Helstur þessara keppinauta er Brasilía, en á eftir henni koma nokkrir smærri framleiðendur, svo sem Argentina, sem einnig er mikil- vægur framleiðandi. í Brasilíu hafa soyabaunafram- leiðendur byrjað að setja á markaðinn framleiðslu sina, sem er mun meiri en verið hefur. Þar sem þeim er tryggt lágmarksverð leitast þeir við að auka viðskiptin. Þetta hefur gert Brasiliu að næst- mesta soyabaunaútflytjanda heims, næst á eftir Bandaríkjun- um. BRASILlA Þetta stóra land heldur áfram að auka framleiðslu sina á soya- baunum og öðru kornmeti til út- flutnings. Margir þar i landi eru þeirrar skoðunar að innan 10 ára kunni Brasilía að framleiða 30 millj. tonn af soyabaunum árlega, auk mikils magns af korni, sykri, kaffi, hveiti og kakói. Soyabaunaframleiðsla Brasiliu heldur áfram að aukast, en veldur með þvi samdrætti í framleiðslu annarra tegunda, svo sem bóm- ullarkjarna, jarðhneta og kastor- bauna. Soyabaunauppskeran 1975 sem nú er talin verða 9,6 millj. tonn er um 30% meiri en 1974. Þetta er í þriðja sinn, sem hún vex um meira en 2 millj. tonna. Engin dæmi eru um slikan vöxt, þar sem framleiðslan hefur aukist úr 1,5 millj. tonna 1970 upp í nær 10 millj. tonna 1975. Framleiðslu- aukningin 1975 á rætur að rekja til 22% aukningar á ræktuðu landi og 8% afrakstursaukningar og er hún mest I fylkjunum Rio Grande de Sol og Parana. Nokkur vandkvæði hafa komið upp varðandi flutning og geymslu framleiðslunnar. I Parana hafa orðið vandamál I sambandi við flutninga á soyabaunum til Paranagua, t.d. skeði það 1. maí s.l. að 600 bílar voru tepptir fyrir utan borgina í margra milna langri biðröð. 1 Paranagua eru vandamálin ennþá meiri en annars staðar vegna þess að þar fara fram mikil kaup á öðrum afurðum. Þar sem aðeins um 20% fram- leiðslunnar eru nú flutt meðjárn- brautum, hvilir aðalþunginn á hinu lélega vegakerfi. Þar sem horfur eru á, að innan- landsnotkun soyabaunamjöls nemi aðeins 800 þús. tonnum og soyabaunaolíu um 600 þús. tonn- um, er Brasilia mjög háð góðum útflutningsmarkaði í ár. Framtíðarhorfur virðast í svip ekki eins glæstar og þær voru fyrir skömmu. Þar sem heimsmarkaðsverð er lækkandi og nálgast brátt lág- mark, eru ekki horfur á að Brasi- lía hagnist eins mikið á fram- leiðslu 1976 og hún gerði á þessu ári. Nýjustu áætlanir um uppskeru eru 10.75 millj. tonn, en uppsker- an er háð þvi hvaða plöntunar- skilyrði verða i nóv.-des., en þá er plöntunartíminn í Brasilíu, einn- ig uppskerunni i Bandarikjunum og loks þeim hreyfingum á mörkuðum sem fylgja sveiflum i uppskeru Bandaríkjanna og fram- boði og eftirspurn þar. Einn veigamikill þáttur er einnig lof- orð Brasiliustjórnar um kaup á millj. tonnum af soyabaunum á $4.28/bushel af framleiðendum til þess að styrkja landbúnaðinn. Möguleikar eru á að 1980 verði uppskeran 15 millj. tonn. Megnið af þessari aukningu yrði vegna aukningar á landi til ræktunar ásamt með meðaltals afraksturs- aukningu um 26 bushel á ekru 1980 á móti 24,5 bushel á ekru 1975 og 23 1974. Mest mun ræktunaraukningin vera I Parana, sem er þegar mjög stór framleiðandi með 3,56 millj. tonna framleiðslu 1975. Er aðeins framleiðslan í Rio Grande de Sol meiri eða 4,7 millj. tonn. Ekki er búist við verulegri aukningu í ríkjunum Mato Grosso, Minas Gerais og Gioas á næstu 4—5 árum. ARGENTÍNA Thorburn segir einnig, að stjórnmálaerfiðleikarnir i Argen- tinu leiði það af sér að olíukjarna- framleiðslan þar sé sveiflukennd. Á sama tíma og jarðhnetuupp- skeran í ár er það næstmesta sem hún hefur orðið og sólblómafram- leiðslan er miklu minni, hefur soyabaunaframleiðslan staðið í stað, þrátt fyrir öran vöxt til að byrja með. Eins og I Brasiliu hefur soya- baunauppskeran i Argentinu orð- ið undraverð, þar sem framleiðsl- an tvöfaldaðist á árunum 1969—70 og 1970—71, síðan óx hún um 30% næsta ár, um 400% 1972— 73 og aftur um 100% frá 1973— 1974. A árunum 1973—74 voru nýttar um 930 þúsund ekrur og varð framleiðslan um 490 þús. tonn. Árið 1974—75 var skyndilega bundinn endi á þessa aukningu og er uppskeran áætluð 450 þús. tonn. Rýrnun þessi stafar af minnkun ræktaðs lands, sérstak- lega í héruðunum við Buenos Aires og Cordobá, þar sem miklir þurrkatímar voru. Auk þess átti Argentina I margvíslegum fram- leiðsiu- og markaðserfiðleikum 1973—74. Framleiðslan meira en tvöfaldaðist það ár en myllurnar gátu ekki keypt uppskeruna á réttum tíma vegna hás verðlags og lítils mölunargróða. Stjórnin neyddist til að gripa inn í markað- inn og kaupa 200 þús. tonn á niðurgreiddu verði. Seinna þegar verðið hafði jafnast og markaður- inn komist I eðlilegt horf, keyptu myllurnar uppskeruna eftir eðli- legum leiðum, sem oft reynast mjög flóknar. Bændunum, sem venjulega eru ihaldssamir likaði ekki reynslan af þessum markaðs- málum og sneru þeir sér aftur að hefðbundinni framleiðslu. Argentia hefur sett markið hátt varðandi framleiðslu soyabauna i framtíðinni og stefnir nú að 790 þús. tonna framleiðslu 1 millj. tonna framleiðslu á næstu tveim- ur árum og 1,5 millj. tonna fram- leiðslu árið 1979—80. Þetta þýðir að taka verður I ræktun 500 þús. ekrur til viðbótar hvert ár. Það er stórt skref en fordæmi Brasilíu hefur sýnt að það er fram- kvæmanlegt. Sv. Ben. Stefán Júlfusson „Ágúst” — eftir Stefán Nýlega sendi bókaútgáf- an Iðunn frá sér nýja skáldsögu eftir Stefán Júlíusson og nefnist hún „Ágúst“. „Ágúst“ er nútfmasaga sem gerist jöfnum höndum f Reykja- vík og norður I landi. Aðalper- sónurnar eru Ágúst Arnórsson, ungur stjórnarráðsfulltrúi, og Svava Björnsdóttir, háskólanemi og flugfreyja. Faðir hennar er settur sýslumaður norður í landi. Við söguna koma ráðherra, þing- menn, bæjarfulltrúar og ýmsir embættismenn og pólitikusar. I fréttatilkynningu frá útgef- anda segir m.a.: „Ágúst“ er skáld- saga um ástir, örlög og baráttu um völd og hún er á köflum hressileg ádeila á hið svokallaða kerfi. Þótt Meiddist mikið í bílslysi 61 ÁRS gömul kona varð fyrir bifreið á Snorrabraut klukkan 10.30 í fyrradag. Konan var flutt á slydadeild Borgarspítalans og reyndist hún vera mjaðmar- grindarbrotin og jafnvel talið að hún hefði skaddazt eitthvað inn- vortis, en það var ekki fullrann- sakað. ný skáldsaga Júlíusson „Ágúst“ sé hreinræktuð skáld- saga mun víða vera komið all- nærri veruleikanum og mun sjálf- sagt einhverjum þykja nærri sér höggvið." Á kápu bókarinnar er mynd eftir Eirík Smith listmálara. 5 sóttu um Mos- fellsprestakall Umsóknarfrestur um Mosfells- prestakall rann út um s.I. mánaða- mót. 5 sóttu um prestakallið: Séra Erlendur Sigmundsson, séra Auð- ur Eir Vilhjálmsdóttir, séra Kol- beinn Þorleifsson, séra Svein- björn S. Bjarnason og séra Bragi Benediktsson. Farseðill, sem vekur fögnuð eriendis í desember bjóöum við sérstök jóla- fargjöld frá útlöndum til íslands. Þessi jólafargjöld, sem eru 30% lægri en venjulega, gera fleirum kleift aö komast heim til íslands um jólin. Ef þú átt ættingja eöa vini erlendis, sem vilja halda jólin heima, þá bendum viö þér á aö farseðill heim til íslands er kærkomin gjöf. Slíkur farseðill vekur sannarlega fögnuö. FLUGFÉLAG LOFTLEIDIR ISLAJVDS Félög með fastar áætlunarferðir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.