Morgunblaðið - 05.12.1975, Síða 17

Morgunblaðið - 05.12.1975, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 1975 17 Atvinnulausir aðeins 0,6% af heildarmannaflanum — Verðbólgan hefur hægt mikið á sér FYRSTU 10 mánuði þessa árs voru að meðaltali 611 manns skráðir atvinnulausir á öllu land- inu eða um 0,6% af heildarmann- afla. Borið saman við tölur frá 1 fyrra voru að meðaltali atvinnu- lausir 349 manns eða 0,4% af heildarmannafla. Sfðustu 4 mánuðina, þ.e. eftir að togara- verkfallinu lauk, hafa 315 manns^ verið skráðir atvinnulausir að meðaltali, 0,31%, en voru á sama ífma f fyrra 162. Þessar upplýsingar koma fram í skýrslu Þjóðhagsstofnunar um þjóðhagshorfur og hag helztu at- vinnuvega í árslok 1975. Þar segir jafnframt, að vinnutími verka- manna og iðnaðarmanna f Reykja- Al'GLYSINGA- SÍMINN KR: 22480 vík og nágrenni fyrri helming ársins hafi að meðaltali verið 49,5 vinnustundir i viku og hafði hann stytzt um 2,8 stundir frá árinu áður, en vinnutími verkamanna styttist þó talsvert meira eða um 4 stundir. Vegna þessarar styttingar vinnutíma munu tekjur launþega, einkum verkafólks og iðnaðarmanna, hækka minna í krónutölu á árinu 1975 en nemur hækkun kauptaxta, gagnstætt því, sem verið hefur undanfarin ár. Vísitala framfærslukostnaðar hækkaði um 7,1% hinn 1. nóvem- ber og var hún þá 43,5% hærri en á sama tíma 1974, en vísitala vöru og þjónustu var 46% hærri. Mjög hefur dregið úr hækkunum verð- lags nú síðustu sex mánuðina frá því, sem var á árinu 1974 og fram eftir árinu 1975, og þannig jafn- gildir veronækkunin frá maí til nóvember í ár rúmlega 30% hækkun á heilu ári samanborið við 50% hækkun á næsta sex mánaða tímabili þar á undan. Sama gildir um hækkun byggingarkostnaðar, - sem hækkaði aðeins um 5,6% frá júní til október, og var hún þá 36,6% hærri en í október 1974, en framan af árinu 1975 nam hækkunin yfir 50% á ári. í skýrslu Hagrannsóknastofn- unarinnar segir: „Ein veigamikil orsök hægari verðlagsbreytinga á sfðustu mánuðum en áður er stöðugt gengi krónunnar gagn- vart helztu innflutningsmyntum, auk minni verðhækkana erlendis og minni launahækkana. Ástæða misgerða í skattlagningu FÉLAG ísl. náttúrufræðinga sam þykkti á aðalfundi sínum, sem haldinn var fyrir skömmu, ályktun þar sem fagnað er aðgerðum skattgreiðenda í Bolungarvík og víðar og benti fundurinn á að mis- gerðir í skattlagningu væru fyrst og fremst að kenna gloppóttum skattalögum og skoraði fundurinn á launþegasamtök og allan al- menning að knýja fast á við þing menn að fá fram nauðsynlegar breytingar á skattalögum, þannig að launþegar verði ekki beittir áframhaldandi misrétti i skatt lagningu. Tvö bindi af þjóðsögum Jóns Arnasonar fSAFOLD hefur á undanförnum ár- um gefið út að nýju þjóðsögur Jóns Árnasonar, en þær hafa verið ófáan- legar um langt árabil. Bækurnar eru alls 9 að tölu og tvær þær slðustu eru nýlega komnar út, „Sendingar og fylgjur", sem er 143 blaðsíður, og „Náttúrusögur." sem er 141 blaðslða að stærð. Óskar Halldórs- son magister hefur séð um útgáfuna og Hatldór Pétursson teiknað myndir. A bókarkápu segir: Fáar þjóðir eiga aðra eins bók- menntadýrgripi þjóðsagna og ævintýra sem við íslendingar Stafar það ekki sízt af þvl, að hinir vitru fræðimenn undir forystu Jóns Árnasonar, sem unnu það þrekvirki að safna saman þessum sögnum er lifað höfðu á vör- um þjóðarinnar frá ómunatlð, létu hið ferska tungutak, hina listrænu frá- sagnarsnilld sagnameistaranna njóta sin, rituðu sögurnar upp eins og þær voru mæltar af munni fram en endur- rituðu þær ekki I hinum lærða stíl visindamanna eins og raun varð á I mörgum öðrum löndum. Björn Jóns- son, ritstjóri ísafoldar, hóf, árið 1901 að gefa út úrval hins mikla safns Jóns Árnasonar i handhægum bókum, sem einkum voru ætlaðar börnum og unglingum. Þessar bækur eru löngu uppseldar og hafa þjóðsögurnar ekki verið fáanlegar í aðgengilegri útgáfu um langt skeið ísafoldarprentsmiðja hefur nú hafið endurútgáfu þessara vinsælu bóka sem ungir og aldnir hafa lesið upp til agna I bókstaflegri merk- ingu allt frá þvl að þjóðsagnasafnið fyrst var prentað árið 1 862 f/A NYKOMIÐ STÓRKOSTLEGT ÚRVAL AF KVENGÖTUSKÓM KVENPEYSUR í MJÖG GÓÐU ÚRVALI HERRA- OG DÖMUTERELYNEBUXUR NÝ SNIÐ DENIM OG FLAUELSBUXUR BOLIR, BLÚSSUR, SLÆÐUR OG FL. ATH. GOTT ÚRVAL AF HERRASKÓM Opið til kl. 10 í kvöld og til kl. 6 á morgun i mn Bergstaöastræti 4a Sími 14350

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.