Morgunblaðið - 05.12.1975, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 05.12.1975, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 1975 í fannaklóm ný saga eftir Desmond Bagley Komin er út ný þýdd bók eftir Desmond Bagley. Nefnist hún „í fannaklóm". „Þessi bók er skáld- saga en hún byggist á traustum grundvelli staðreynda," segir höf- undur í inngangsorðum. Um efni sögunnar segir m.a. á kápusíðu: „Það hefur orðið slys í námuhéraði I Nýja-Sjálandi. Snjóflóð hefur fallið og orðið fjölda manns að bana auk þess sem það hefur lagt námubæinn I eyði. Yfirheyrslur fara fram til þess að leiða hið sanna í Ijós um slysið — hvort manntjónið varð svo alvarlegt vegna vanrækslu eða vanhugsaðra ráðstafana. Vitni koma fram hvert á fætur öðru og varpa Ijósi á málið stig af stigi og spennan eykst — því það voru ekki allir saklausir." Torfi Ólafsson islenzkaði bókina, en útgefandi er Suðri. TVær bækur eftir Hugrúnu iiwM'Xv!' Wm m Hugrún Nýkomnar eru út tvær bækur eftir Hugrúnu skáldkonu. önnur bókin er skáldsaga, sem ber nafn- ið „Draumurinn um ástina“. Er það saga um ástir og afbrýði. Hin bókin eru þættir úr ævi frú Gunnhildar Ryel og Vígdísar Kristjánsdóttur. Nefnist hún „Farinn vegur“ og er skreytt mörgum myndum. Gunnhildur Ryel, ekkja Baldu- ins Ryel kaupmanns og ræðis- manns á Akureyri, segir frá upp- vaxtarárum sínum og gömlu Akureyri, viðburðum, mönnum og málefnum, sem hún hafði kynni af á langri ævi, og miklu og Stórkostlegt úrval af jólavörum í ár höfum viö slegið út öll okkar fyrri met, — meö stórkostlegasta jólavöruúrvali landsins. Viö veröum meira að segja með jólakort nákvæmlega viö þitt hæfi! rHTTTTT HALLARMULA 2 Hafnarstræti 18 Laugavegi 84 Opiö til kl. 10 í kvöld í Hallarmúla fórnfúsu félagsstarfi, einkum þó í þágu líknar- og menningarmála. Vigdís Kristjánsdóttir rekur hér þræði langrar sögu sinnar við listnám og listiðkun. Segir hún frá ferðum sfnum til lista- og menningarstöðva stórborganna, samvistum við ýmsa samferða- menn og frá ævikjörum sínum og farsælu hjónabandi. Bækur Hugrúnar eru nú orðnar 24, sem út hafa komið. Eru það ljóðabækur, skáldsögur, barna- og unglingabækur, ævisögur og bók um drauma og vitranir. Auk þess hefur hún skrifað nokkur leikrit, sem hafa verið flutt í útvarpinu. Bókamiðstöðin gefur bækurnar út. Ný Alistair MacLean-bók komin út Komin er út hjá bókaútgáfunni Iðunni ný bók eftir Alistair MacLean. Nefnist hún „Launráð f Vonbrigðaskarði". „Fullyrða má að Alistair MacLean sé mest seldi spennu- bókahöfundur hér á landi, og hann á að baki ótrúlega skjótan og sögulegan rithöfundarferil," segir f fréttatilkynningu frá út- gefanda. Fyrsta bók hans var „Byssurnar í Navarone", en síðan hefur hver sagan fylgt annarri og undirbún- ingur á kvikmyndun þeirra hafinn jafnóðum og þær hafa komið út. I þessari bók er sögusviðið Villta vestrið á gullæðistfmanum. — Þýðandi er Sverrir Hólmars- son. AU(íl,VsiN(iASÍMINN ER: 22480 JRoreimbleöiö & SKIPAUTGCRD RIKISINS' M/s HEKLA fer frá Reykjavík fimmtudaginn 1 1. des. austur um land til Akur- eyrar. Vörumóttaka: mánudag og þriðjudag til austfjarðahafna, Þórshafnar, Raufarhafnar, Húsa- víkur og Akureyrar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.