Morgunblaðið - 05.12.1975, Síða 20

Morgunblaðið - 05.12.1975, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. DESE,MBER 1975 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10 100. Auglýsingar Aðalstræti 6, simi 22 4 80. Áskriftargjald 800,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 40,00 kr. eintakið. jóðhagsstofnunin hef- ur nýverið sent frá sér 5. hefti ritsins „Þjóðarbú- skapurinn“. Þar kemur fram, að verðhækkanir á síðara misseri þessa árs eru um það bil helmingi minni en þær voru að með- altali 1974—1975. Auk ým- issa aðgerða af hálfu stjórnvalda er höfuð- ástæða þessa talin hófsam- ir kjarasamningar, sem gerðir voru í júní á þessu ári, en þeir bentu til þess, að verkalýðshreyfingin viðurkenndi þörfina á að samræma innlenda eftir- spurn skertum tekjuöflun- armöguleikum þjóðarinnar út á við. Niðurstaða þessara samninga var mikilvægur árangur í jafnvægisvið- leitni í efnahagsmálum. Júnísamningarnir, ásamt ýmsum ráðstöfunum stjórnvalda, hafi valdið mestu um það að u.þ.b. 10% samdráttur þjóðarút- gjalda hafi náðst, án þess að til nokkurs atvinnuleys- is hafi komið, öfugt við reynslu ýmissa nágranna- þjóða okkar, þar sem víð- tækt atvinnuleysi er eitt helzta einkenni efnahags- kreppunnar. Samdráttur eftirspurnar og verðáhrif gengislækkana eru hins- vegar talin munu valda um 17% minnkun innflutnings (að magni til) á þessu ári. Þrátt fyrir verulega minni innflutning, valda þó óhag- stæð viðskiptakjör og sölu- tregða á útflutningsmark- aði því, að halli á viðskipt- um við útlönd verður mjög mikill á árinu, eða sem næst 10% af þjóðarfram- leiðslu, samanborið við 12% á árinu 1974. Um horfur í þjóðarbú- skap okkar á árinu 1976 segir m.a. í riti Þjóðhags- stofnunar: „Horfur á síðasta fjórð- ungi þessa árs og á árinu 1976 eru dekkri en vænzt hafði verið .. . Við þessar aðstæður er þess ekki að vænta, að íslendingum falli í skaut búhnykkur batnandi viðskiptakjara á næsta ári. Tiltækar upplýs- ingar um sennilegar verð- breytingar á heimsmarkaði 1976 eru nokkuð torráðnar, en benda þó til þess, að viðskiptakjör íslendinga breytist í meginatriðum lít- ið frá árinu í ár.“ Ljóst er, að hinn alvar- legi viðskiptahalli á árun- um 1974 og 1975, ásamt hættulegri gjaldeyrisstöðu þjóðarbúsins nú, veldur því, að óhjákvæmilegt er að draga verulega úr við- skiptahallanum á næsta og næstu árum, ef tákast á að halda greiðslubyrði þjóðar- innar vegna erlendra lána innan skynsamlegra marka. Þetta megin mark- mið verður að hafa í fyrir- rúmi. Til þess að viðleitni af þessu tagi beri tilætlað- an árangur þarf enn að draga úr eftirspurn inn- flutts varnings, draga verulega úr vexti innlendr- ar verðbólgu og treysta samkeppnisstöðu útflutn- ingsatvinnuvega okkar. Ef ná á umræddum markmiðum efnahags- stefnunnar og halda jafn- framt uppi fullri atvinnu um gjörvallt landið þarf til að koma gagnkvæmur skilningur og samvinna aðila vinnumarkaðar, bæði launþega og vinnuveit- enda, og ríkisvalds. Um þetta efni segir í greinar- gerð Þjóðhagsstofnunar: „Niðurstaða kjarasamn- inga um næstu áramót skiptir sköpum bæði um innlenda eftirspurn og verðbólguna á næsta ári. Sú hjöðnun verðbólg- unnar, sem orðið hefur nú á síðari hluta ársins, verður skammvinn ef launahækkunum verður ekki mjög í hóf stillt á kom- andi ári.“ Reynsla liðinna ára og áratuga er og lærdómsrík í þessu efni. Kaupmáttar- aukning launa hefur verið verulega minni en sem svarar krónutöluhækkun þeirra. Stærstur hluti krónuhækkunar launa hefur jafnharðan brunnið á verðbólgubálinu. Tvö hin síðustu árin hafa versn- andi viðskiptakjör, rýrn- andi kaupmáttur útflutn- ingstekna þjóðarbúsins, sem og þjóðartekna á hvern einstakling, skert lífskjör allra starfsstétta þjóðfélagsins. Erlend skuldasöfnun hefur að vísu valdið því, að skertar þjóðartekjur hafa um sinn komið mildar niður á eyðsluvenjum þjóðarinnar. En sú leið er senn á enda gengin. Óhjákvæmilégt er að horfast í augu við stað- reyndir efnahagsvandans, sigrast á þeim viðfangs- efnum, sem hann færir okkur í fang, með sam- stilltu átaki starfstéttanna í þjóðfélaginu. Að mati Þjóðhagsstofn- unar er hófsöm launa- stefna og óbreyttur kaup- máttur ein meginforsenda þess að takast megi að sigr- ast á verðbólguvandanum, treysta samkeppnisstöðu útflutningsatvinnuveg- anna og forða vá atvinnu- leysis frá dyrum þjóð- arinnar. Samhliða þarf að nýta til fulls alla möguleika þjóðarinnar til verðmæta- sköpunar, til aukinna þjóð- artekna, sem eru eina raunhæfa trygging bættra iífskjara í landinu. Ríkis- valdið er reiðubúið til sam- starfs og fyrirgreiðslu í þessari viðleitni. Þegar hefur tekizt að hægja veru- lega á verðbólgunni sam- hliða því að tryggja fulla atvinnu í landinu, þrátt fyrir ytri og innri erfið- leika. En betur má ef duga skal. Og framundan eru ör- lagatímar í atvinnu- og efnahagsmálum þjóð- arinnar. Það veltur á miklu fyrir framtíðarheill þjóðar- innar, að þar ráði þeir ferð, sem af hófsemd og heil- indum stefna að raun- hæfum úrbótum og árangri, en öfgaöflum, sem nærast á upplausn og erfið- leikum, verði haldið í skef j- um. Leiðin til bættra lífskiara Gleymd hefð? ISLENZKT LJÓÐASAFN. □ SAUTJANDA ÖLD TIL UPP- HAFS NlTJANDU ALDAR. □ Hannes Pétursson og Krist- ján Karlsson völdu tjóðin □ Almenna bókafélagið 1975. Öðru bindi íslenzks ljóða- safns er flett með eftirvænt- ingu. Það nær frá sautjándu öld til upphafs nítjándu aldar. Hafa þeir Hannes Pétursson og Kristján Karlsson ekki tekið með Um dauðans óvissan tíma eftir Hallgrím Pétursson, Meyjarmissi eftir Stefán Óiafs- son, Um samlíking sólarinnar eftir Bjarna Gissurarson, Vakra Skjóna eftir Jón Þorláks- son, Odd Hjaltalín eftir Bjarna Thorarensen, Ei glóir æ á grænum lauki eftir Sveinbjörn Egilsson, Sálarskipið eftir Hjálmar Jónsson í Bólu, Frá Grænlandi eftir Sigurð Breið- fjörð, Ferðalok Jónasar Hall- grímssonar, Endurminninguna eftir Grím Thomsen, Hrísluna og iækinn eftir Pál Ólafsson og Svanasöng á heiði eftir Stein- grfm Thorsteinsson? Þú stynur af feginleik. Svarið er jú. Hér eru ekki á ferðinni neinir bylt- ingarmenn, sem höggva á helga strengi, særa viðkvæmt þjóðar- brjóstið. Öllu er til skila haldið. Hallgrímur Pétursson fær mest rúm, síðan koma þeir Bjarni Thorarensen, Jónas Hallgríms- son og aðrir ástmegir. Er i raun- inni nokkuð um þessa bók að segja? Fer hún bara ekki á sinn stað f hillunni við hlið urvals- rita íslenskra bókmennta? Það, sem m. a. er forvitnilegt um íslenzkt ljóðasafn, er hvaða skáld önnur en hin þekktustu eiga kvæði í bókinni. Hvað kannast margir við Jón Sigurðs- son Dalaskáld, Siggu skáldu og Gunnlaug Snorrason svo dæmi séu nefnd. Þessi skáld og fleiri eru í Islenzku ljóðasafni. Af hverju eru ekki fleiri kvæði eftir þá nafnana Björn Hall- dórsson í Laufási og Björn Hall- dórsson í Sauðlauksdal, einkum hinn sfðarnefnda, sem á eitt besta kvæðið í safninu? Skýr- ingin er sú að ljóð Björns í Laufási hafa ekki komið út í bók, kveðskapur Björns i Sauð- lauksdal er að meiri hluta óprentaður. 1 formála segir Kristján Karlsson að þeir félagar hafi orðið „að láta staðar numið við Hannes Pétursson Kristján Karlsson Bðkmenntlr eftir JÓHANN HJÁLMARSSON prentuð kvæði, vegna þess að ekki kemur til greina, að safn eins og þetta, sem koma á út á stuttum tíma, nái til óprentaðs jafnt sem prentaðs skáld- skapar“. Kristján segir að það geti ekki verið „hlutverk safn- endanna að gera textaútgáfur á eigin spýtur" og heldur áfram: „Nokkur hugbót er það, að fátt bendir til þess, að ljóðaúrval frá þessum tíma myndi breyta verulega um svip, þó að öll kurl væru komin til grafar. Margir ágætir menn hafa á liðinni tið athugað óprentaðan skáldskap 17. og 18. aldar og valið úr honum kvæði til birtingar í tímaritum, blöðum og söfnum. En dæmi um skáld, sem vafa- laust hefðu verið tekin fleiri kvæði eftir, ef til væri heilleg útgáfa á verkum hans, er séra Gunnar Pálsson." Engin ástæða er til að rengja þessi orð Kristjáns, enda gerir hann af prýði grein fyrir vali þeirra Hannesar. En hann minnir okkur óþægilega á hve margt er óunnið í islenskum bókmenntarannsóknum. Safnendurnir hafa tekið sér- stöku ástfóstri við austfirsk skáld, menn eins og Stefán Ólafsson, Bjarna Gissurarson og Pál Ölafsson. Það kemur ekki á óvart. Kristján minnist á hefð, sem nú sé löngu úr sög- unni. Hún hefur verið kennd við austfirsku skáldin, en hennar gætir líka í veraldleg- um kvæðum Hallgrims Péturs- sonar, gamankvæðum Jónasar Hallgrímssonar og hjá Bjarna Thorarensen, eins og Kristján bendir á. Hver er þessi hefð? Við gefum Kristjáni enn orðið: „Þessi forframaði, fyrirmann- legi gamanstíll er raunsæi- legur, kvæðin fjalla tíðum um mjög alþýðleg efni frá sjónar- hóli höfðingjans. Skáldið er oft umvöndunarsamt, án þess að gamantónninn hverfi úr máli hans.“ í Ljóðasafninu eru fjöl- mörg dæmi þessarar hefðar og þvi verður ekki neitað hvað sem skáldskapargildi líður að hún gefur bókinni skemmti- legan svip. Eg er ekki fjarri þvi að þessi skáldskapur standi nær okkur en oft áður. í verkum austfirsku skáldanna, sem oftast yrkja um umhverfi sitt og daglegt líf, eru greinileg tengsl við nútímaskáld, sem hafnað hafa innhverfri túlkun persónuleikans („þrálátri og þreytandi sjálfstjáningu“ getum við lika sagt). Ljóð Aust- firðinganna eru hollur lestur, ekki sist skáldum. Ekki hefur verið kostur að birta nema brot úr rímum. Það er hverju orði sannara að „sér- stakan srnekk" þarf til að meta rímur. Mér kom á óvart að ekki skyldi valið úr rimum Bólu- Hjálmars. Það bætir að nokkru skaðann að Sigurður Breiðfjörð sýnir okkur bestu hliðar rímn- anna, m. a. með mansöngvum úrNúmarimum. - Erum við ekki flest „svolitið á eftir tímanum" eins og Krist- jaðn Karlsson drepur á í for- mála sínum? Það verðum við að játa. Og kannski þurfum við að vera það til að geta valið ljóð í bók eins og íslenzkt ljóðasafn og lika til að meta safnið? Slíkt hvarflar að manni um leið og öðru bindi Islenzks ljóðasafns er lokað þakklátum huga. En þessi bók verður fljótlega opn- uð aftur. Henni verður oft flett. islenzkt ljóðasafn er að minum dómi með ánægjulegri viðburð- um'i bókmenntalífi islendinga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.