Morgunblaðið - 05.12.1975, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 1975
29
Síðasta bók Ölafs
Tryggvasonar komin út
Svavar Guð-
mundsson
frá Sauðár-
króki 70 ára
Föstudaginn fimmta desember
fyllir Svavar Guðmundsson sjö-
unda áratug ævi sinnar. Fæddur
er hann Skagfirðingur og elst þar
upp. Ungur giftist hann Sigur-
björgu Ögmundsdóttur. Komust 6
af börnum þeirra til aldurs 4
stúlkur og 2 drengir.
Svo ung sem þau hjón eru í
anda og að aldri, munu þau ef allt
fer að felldu, sjá fimmtugasta
afkomanda sinn nú fyrir jól. Geri
aðrir betur.
Svavar gengur til allra
almennra starfa unglingur og
gegnir trúnaðarstörfum, bæði
fyrir Kaupfélag Skagfirðinga og
Sauðárkrókskaupstað, bókari og
gjaldkeri um langt árabil.
Enda er Sv^var alkunnugt
lipurmenni, samviskusamur og
góðgjarn. Svavar var mjög
vinsæll í félagslífi þeirra Skag-
firðinga á yngri árum. Enda
félagslyndur sjálfur og mikill
veitandi á því sviði.
Fyrir nærri fjörutiu árum,
eignaðist Svavar sína afturhvarfs-
reynslu. Hann frelsast. Gengur i
söfnuð Hvítasunnumanna og ger-
ist þar öflugur liðsmaður.
Sigurbjörg kona hans, Jóhanna
mágkona og Kristján svili, urðu
og öll greinar á sama meiði. Var
það mikill styrkur þeirra i milli
og fyrir söfnuðinn.
Fallega bjarta röddin hans
Svavars kom nú að góðum notum
í safnaðarstarfi Hvítasunnu-
manna. Söng hann í samkomum
og á mótum um land allt. Þótt
sjötugur sé, gengur Svavar ennþá
fram fyrir skjöldu og syngur í
fjölmennum samkomum og á
mannamótum. Þótt aldur sé þetta
hár og heilsuleysi hafi heimsótt
Svavar. Þá heldur hann sér það
vel, að margir yngri gera ekki
betur.
Hvert sunnudagskvöld syngur
Svavar yfir miktum fjölda fólks í
Fíladelfiu. Hann er viljugur að
heimsækja hæli, sjúkrahús og
stofnanir. Alls staðar er hann
aufúsugestur.
Oft þegar Svavari tekst vel til í
fallegum lögum, þá minnir mig
söngur hans á heiðríkju Skaga-
fjarðar, sem er svo björt og hrein.
Eða sól um sólstöður um mið-
nættið, baðandi Þórðarhöfða,
Drangey og allt héraðið fegurstu
töfrum náttúrunnar.
A þessum tímamótum í lífi þínu
kæri vinur, vil ég nota tækifærið
og þakka þér margar gleðistundir
í Guðsríki og árna þér og Sigur-
björgu þinni og öllum ætt-
boganum, friðar og blessunar
Drottins.
Svavar verður að heiman á
afmælisdaginn.
Einar J. Gíslason.
SKUGGSJÁ hefur sent frá sér bókina
,.Á jörðu hér" eftir Ólaf Tryggvason, en
það er 7 og slðasta bók höfundar, sem
lézt á Akureyri hinn 2 7 febrúar siðast-
liðinn
í formála sem Kristján frá Djúpalæk
skrifar að þessari sfðustu bók Ólafs
Tryggvasonar, segir hann: ,,í minning-
unni sjáum við vinir Ólafs hann fyrir
okkur traustan og fagran eins og hug-
sjónir hans Hinn ytri líkami tekur mót
af andanum, sem í honum býr. Ljúfur
var hann og elskulegur í viðkynningu,
þó stóð hann manna fastast á skoðun
sinni, og hopaði ekki fyrir neinum í
mlnum augum var hann mikilmenni.
Allir, sem kynntust honum, eru ríkari
eftir, og með lestri bóka hans færari
um að mæta þv! vábrimi, sem hrynur
að hverri byggðri strönd. Mannkynið
er statt á dimmum vegi Það þarfpast
Ijóss og þráir dagrenningu Það þyrstir
eftir hinu lifandi vatni. Niður þess er I
bókum Ólafs Tryggvasonar."
Setningu og prentun annaðist
Skuggsjá. en bókband er unnið hjá
Bókbindaranum h f. Bókin er 216
blaðslður Bókarkápu gerði Atli Már
Ótafur Tryggvason.
ertu í vanda