Morgunblaðið - 05.12.1975, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 05.12.1975, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 1975 Ásgeir Magnús- son—Minning Horfinn er nú héðan, hvilu drottins feginn, bernsku-bróðir minn. í dag er til hinstu hvilu lagður æskuvinur minn og bernsku minnar leikfélagi, Ásgeir Magnússon, sem fórst í bruna að morgni hins 28. nóvember s.l. á nýbyrjuðu 53. aldursári sínu. Hann var fæddur 24. nóvember 1923. Ásgeir var alla tíð einn þeirra manna, er ekki þurfa ættarskrá sér til auðkennis. Því þekki ég framættir hans ekkert, en móður hans, Sigríði Helgadóttur, og föður hans, Magnúsi Magnússyni, kynntist ég nokkuð svo og syst- kinum hans. Sigríður, móðir Ás- geirs, andaðist 31.12. 1960 en faðir hans, hinn þjóðkunni rit- snillingur Magnús, ritstjóri Storms. lifir enn og býr hjá Gerði dóttur sinni. Ljúfustu minningar mínar um Ásgeir eru frá þeim árum, er við vorum nábúar og leikfélagar á Vitatorgi og síðar skólafélagar allt frá 1. bekk i Ingimarsskóla (Gagnfræðaskóla Austurbæjar) og til loka stúdentsprófs 1943. Leiðir skildust að vísu nokkuð i menntaskóla, þegar hann valdi sér leið máladeildarnáms en ég kaus að setjast i stærðfræðideild. Garður húsanna að HVerfisgötu 82 og Vitastíg 8A lágu saman. Þaf var oft klifrað yfir múra, hlaupið eftir veggjum og tuskast uns annar hvor féll f sinn eigin garð. Fjaran frá Kolbeinshaus og Klöpp inn að Rauðarárvík lokkaði til ævintýraleitar. Koli á Kveid- úlfsbryggju, fjörufugl í maðki eða marfló undir steini, allt voru þetta áhugaverð rannsóknarefni, Á sendnum fjörukambi i Rauðar- árvík lá jafnan þarabingur. Þar varð háður þöngulhausaslagur. I t Eiginmaður minn, STEINN EMILSSON jarðfræðingur. Hraunbæ 118, lézt í Landakotsspítala 3 desember. Guðrún Hjálmarsdóttir. t GRÍMA SIGURJÓNSSON ANDERSEN, lést í Danmörku 3 desember Fyrir hönd aðstandenda Snjólaug Sigurðardóttir. Sonur okkar. + ÓMAR SNORRI HREIÐARSSON. Kirkjugerði 7, Vogum, verður jarðsettur að Kálfatjarnarkirkju laugardaginn 6 desember kl 14. Hreiðar Guðmundsson, Anna Snorradóttir. t Móðir okkar RAGNHEIÐUR GUÐBRANDSDÓTTIR verður jarðsungin frá Fossvogskirkju laugard. 6 des n.k kl 10.30 Þeir sem vildu minnast hinnar látnu er vinsamlegast bent á Öryrkja- bandalag (slands Þorbjörg Danielsdóttir, Gróa Magnúsdóttir. t Við þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar. tengdamóður, ömmu og langömmu SVANFRÍÐAR HJARTARDÓTTUR. Sigriður Pétursdóttir Blöndal Laura Cl. Pjetursson Hjörtur Pjetursson, Bergur Sigurbjörnsson Þorbjörg Guðnadóttir barnabörn og barnabarnabörn. miklum frostum lagði víkina ótryggum fsi. Þá var kalt að detta í klakavök. Samt var sjaldnast farið heim til fataskipta, heldur undið úr spjör. Það er gaman að hafa lifað þessi ár. Rikan þátt f sköpun þeirrar ánægju átti vinur minn Ásgeir. Ásgeir var snemma félagslynd- ur og vildi hafa hjá sér hóp félaga. Við vorum ekki einungis félagar, leikfélagar, skólafélagar og vinir, heidur að nokkru marki keppinautar. Ásgeir taldi sig til forystu fallinn og það með réttu. En ég þóttist nú maður lika. Því var það stundum að við ráðgerð- um, hvor í sfnu lagi, stofnun leynifélags undir hinum eina og sanna foringja. Ástir kvenna hverfisins urðu okkur líka að kappsmáli, en við vorum jafn- gamlir, svo að ekki munaði mánuði. Aldrei ollu þessi átök vinslitum, heldur þóttumst við menn að meiri. Þannig var Ásgeir fágæt blanda hins félagslynda leikfélaga og for- ingja, sem öllu vildi ráða. Hann hélt dagbækur með hæfilegri leynd, sýndi okkur litlar svartar bækur, sem við fengum svo aldrei að hnýsast í. Haustið 1936 settumst við i 1. bekk gagnfræðaskóla. Ásgeir var þá þegar mjög góður námsmaður. Naut hann þar bæði frábærra gáfna og iðni við námið. Hann varð því fyrirhafnarlaust dúx bekkjarins og þótti öllum það eðlilegt. Við lukum siðan gagn- fræðaprófi frá Gagnfræðaskóia Austurbæjar i lok apríl 1938. Gagnfræðapróf sem jafnframt var inntökupróf í 3ja bekk menntaskólans tókum við svo utanskóla við Menntaskólann i Reykjavík í maí sama ár. Stúdentspróf tökuni við svo saman vorið 1943. Ásgeir hafði veikst í vorprófi 5. bekkjar menntaskólans. Hann lauk þvi prófi fársjúkur og gekk aldrei heill til skógar eftir það. Að loknu stúdentsprófi hóf hann þó nám í íslenskum fræðum við Háskóla íslands. Þvi námi varð hann samt fljótlega að hætta. Eftir það sótti hann sinn lærdóm í lífsins stranga skóla, þar sem á ýmsu gekk, uns yfir lauk. Ásgeir hélt alla tið tryggð við foreldra mina, kom oft I heim- sókn til þeirra og var jafnan au- fúsugestur. Þau sakna þar vinar í sinni háu elli. Þetta og svo ótal margt annað fékk ég aldrei þakkað Ásgeiri. En ég hef þá ekki þekkt hann rétt, ef hann hefur nokkru sinni ætlast til sérstaks þakklætis fyrir tryggð sína og vináttu. Slíkt var honum eðlilegt og sjálfsagt. Eins eðlilegt eins og það var honum að vera glaður og reifur þá sjaldan við hittumst síðari árin, og það þótt oft blési á móti. Ég kveð Ásgeir með söknuði, þótt leiðir hafi ekki legið saman lengi. Ég sakna þess félaga, sem ég átti í honum, meðan lxfið var ennþá meiri leikur en alvara. Þá var gott að eiga hann að félaga og vini. Þeim árum mun ég aldrei gleyma. Lifir í ljúfu minni, leikfélaginn góði, lífs um liðinn dag. Jón Ingimarsson. + Innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför SIGURÐAR ANDRÉSSONAR skipstjóra, Hringbraut 115. Gróa Ólafsdóttir, Erna Bragadóttir Gisli Benediktsson Hrafnhildur Atladóttir Atli Már Atlason Sigurður Atlason Árni Atlason. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, ÞORSTEINS EINARSSONAR. Ásgarði 99. Katrin Hendreksdóttir og börn. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ÞURÍÐAR MAGNÚSÍNU JÓNSDÓTTUR Syðri-Hömrum, Ásahreppi. Þorsteinn Viihjálmsson Jón Þorsteinsson, Vigdís Þorsteinsdóttir, Björn Guðjónsson, Sölvi Magnússon, Karla M. Sigurjónsdóttir, Barnabörn og fósturbörn. + + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN SIGURGEIRSDÓTTIR, Ljósheimum 22, áður til heimilis að Öldugötu 24, Hafnarfirði, sem lézt i Landspítalanum 28 1 1 verður jarðsungin frá Hafnarfjarðar- kirkju, laugardaginn 6 desember kl 1 1 f.h Blóm eru vinsamlega afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á Hjartavernd Böm, tengdabörn og barnabörn. Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem auðsýndú okkur samúð og vináttu við fráfall JÓHANNESAR J. KRISTJÁNSSONAR leigubílstjóra, Langholtsvegi 101, Sérstakar þakkir færðar læknum og öðru starfsfólki Borgarspítalans, Grensásstöðvarinnar og Landspitalans fyrir frábæra umönnun i hans veikindum Einnig færum við þakkir til Bæjarleiða Unnur Guðmundsdóttir, Sigurþór Jóhannesson, Kristrún Jóhannesdóttir, Kristján Magnússon, Ingibjörg Kristjánsdóttir, Haraldur Þórðarson. Kveðja: Jóhann Guðna- son Fæddur 6. júnf 1923 Dáinn 26. nóvember 1975. I dag er til moldar borinn Jó- hann Guðnason. Hann lést að heimili sínu að Óðinsgötu 4, fyrra miðvikudag, er eldur kom þar upp. Jóhann var sonur Elfnar Sigurðardóttur og Guðna Jóhannssonar. Hann var fæddur á Brekku i Holtum. Hann ólst upp hjá Guðmundi Guðmundssyni og móður sinni Elínu. Hann fór snemma að vinna fyrir sér og vann við alla almenna vinnu, annars var sama hvað hann gerði, það lék allt í höndum hans. Eg mun ávallt minnast hans með hlýjum hug, því hann var vinur vina sinna. Mig hefði ekki órað fyrir því að ég ætti ekki eftir að fá að sjá hann, þegar ég kæmi af sjúkrahúsinu, en enginn veit hvenær ævin er öll. Hann sem var svo kátur er nú horfinn okkur en ávallt mun hans verða minnst með söknuði. Ég flyt systkinum hans og öllu skyldfólki og fósturföður mínar innilegustu samúðarkveðjur. Megi aigóður guð styrkja þau á stund sogarinnar. Far þú f friði, friður (íuðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú meðGuði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Ingibjörg Sigurgeirsdóttir ísafirði Afmælis- og minningar- greinar ATHYGLI skal vakin á þvf, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verð- ur grein, sem birtast á I mið- vikudagsblaði, að berast I sfð- asta lagi fyrir hádegi á mánu- dag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu Ifnubiii.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.