Morgunblaðið - 05.12.1975, Side 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 1975
ÞRÓTTUR átti í miklum erfið-
leikum með Tungnamennina f Is-
landsmótinu á mánudagskvöldið.
Eftir að hafa marið sigur f tveim-
ur fyrstu hrinunum 15—12 og
15—10, þá töpuðu þeir næstu
tveimur 15—7 og 15—10. Hins
vegar unnu þeir fimmtu hrinuna
15—0 og þótti engum mikið.
Þetta var annar miðnæturleik-
u: inn á skömmum tima, og lauk
honum ekki fyrr en laust eftir
miðnætti. Sem fyrr segir áttu
Þróttarar í mestu vandræðum
með Tungnamennina i fyrstu
tveimur hrinunum. Leikurinn var
ákaflega slakur af beggja hálfu,
mikið um ónákvæmt uppspil,
enda framspilið ekki upp á það
bezta. Guðmundur Pálsson og
Valdemar Jónasson voru þeir
einu sem skelltu af viti, enda
fengu þeir niu af hverjum tíu
boltum til að skella. Leifur
Harðarson, maður, sem er í lands-
liðshóp, er sveltur langtímum
saman og kólnar eðlilega, og vinn-
ur svo ekki sem skyldi þegar hann
fær loksins uppspil fyrir skell.
Viðar Konráðsson stekkur nógu
hátt, það vantar ekki, en honum
gengur ekki vel að skella ígólfið,
og fara flestir boltar sem hann
fær ýmist í netið eða útaf,
kannski af sömu ástæðu og hjá
Gtasgow
sœkirumOL
SKOTLAND hefur bætzt í hóp
þeirra þjóða sem sækja um að
halda sumarólympíuleikana
1984. Lagði íþróttaráð Glasgow-
borgar nýlega fram beiðni sina til
alþjóðlegu Olympiunefndarínnar.
og sögðu talsmenn ráðsins, að
þótt Glasgow fengi ef til vill ekki
að halda leikana þá, kæmi að þvi
fyrr eða siðar að röðin kæmi að
borginni. Olympiuleikarnir 1980
verða haldnir i Moskvu. en
Teheran i íran hefur sótt um að
halda leikana 1984.
Leikmennírnír þnrfa að vera í sínnm stöðnm
PÁLMI Pálmason hefur f
vetur verið helzti burðarás
Framliðsins f 1. deildinni f
handknattleik og skorað
flest mörk leikmanna liðs-
ins. Pálmi hefur verið orð-
aður f sambandi við lands-
liðið. en gaf ekki kost á sér
til leikjanna við Pólverja
fyrst í haust.
— Það er hins vegar ekki
rétt að ég hafi ekki gefið
kost á mér til leiksins við
Luxemborg, eins og fram
kom f blöðunum þegar
greint var frá vali á leik-
mönnum landsliðsins,
sagði Pálmi f viðtali við
Morgunblaðið á dögunum.
— Ég var aldrei að því
spurður hvort ég hefði
breytt afstöðu minni til
landsliðsins og væri fús
til að leika.
— Þó finnst mér rétt að
taka það fram að ég hefði
ekki gefið kost á mér til
leikja með landsliðinu nú.
Ástæðan fyrir þessari
ákvörðun minni er reynsla
mfn af landsliðinu frá f
fyrra, þá var stillt upp stór-
skyttuliði á sama hátt og
nú er gert, sem þýðir ein-
faldlega það að skyttur
þurfa að leika inn á Ifnu
eða sem hornamenn, stöð-
ur, sem þeir eru alveg
óvanir og jafnvel ófærir að
Ieika.
— Ég fékk það hlutverk
f fyrra að leika bæði sem
hornamaður og Ifnuspilari,
sem ég alls ekki kann. Ég
fann að þetta kom niður á
félagi mfnu, þar sem ég
lék mun lélegri leiki eftir
landsliðs „periodurnar".
— Ég er ákaflega undr-
andi á svona fyrirkomu-
lagi, að velja útispilara og
jafnvel mestu markaskor-
ara 1. deildar liðanna f
landsliðið og troða þeim
sfðan inn á Ifnu þar sem
ekki er pláss fyrir þá f sfn-
um stöðum með landslið-
inu. Ég er sannfærður um
að árangur yrði meiri og
betri með samstilltu og
samæfðu liði, með menn f
þeim stöðum sem þeir eru
vanir að leika með sfnum
félagsliðum, en að velja
„súperstjörnur" sfna úr
hverri áttinni.
— Þá kemur upp f hug-
ann sú spurning hvort það
sé rétt að leggja eins mikla
áherzlu á að nota leik-
mennina, sem leika með
erlendum liðum, eins og
nú er gert. Væri ekki rétt-
ara að reyna að ná upp
samstilltum hópi leik-
manna af Stór-
Reykj avfkursvæðinu?
Hópi sem gæti verið meira
saman en mögulegt er
heldur en með þá sem
leika erlendis eða búa
austur á landi. Landsliðs-
forystan hefði þá að
minnsta kosti möguleika á
að sjá með eigin augum
getu þeirra manna, sem
hún velur f landsliðið, ekki
lesa um getu þeirra f fjöl-
miðlum. Ég er ekki með
þessu að kasta rýrð á neinn
af þeim leikmönnum sem
valdir hafa verið, þvert á
móti hef ég mikla trú á
þessum mönnum í réttum
stöðum á vellinum.
— Mig langar nú þar
sem ég hef tækifæri til að
lýsa furðu minni á ummæl-
um landsliðsþjálfarans,
þar sem hann lætur hafa
það eftir sér að meðal-
mennskan sé allsráðandi f
fslenzkum handknattleik,
og sýnist mér það lið ekki
vænlegt til árangurs sem
leikur undir stjórn manns
með slfkan hugsunarhátt,
og trúleysi á getu Ieik-
manna sinnna. Félögin eru
að breyta handknattleikn-
um, hraðinn er að aukast
og það tekur tfma að ná
valdi á nýjum leikaðferð-
um.
— Það eru margar
spurningar sem ieita á
hugann f sambandi við
landsliðið og sjálfsagt mun
árangurinn svara mörgum
þeirra. Mér finndist þó
ekki vitlaust að hinkra að-
eins við og menn spyrðu
sjálfan sig hvað erum við
að gera, hvert stefnir?
— Þó svo að ég sé óhress
sjálfur með hvernig að
málum hefur verið staðið f
sambandi við fandsliðið,
þá á ég enga ósk heitari að
vel gangi f þeim erfiðu
leikjum, sem framundan
eru, sagði Pálmi að lokum.
— áij.
ÞRÓTTUR m „EGGI” AF HFB
Pálmi Pálmason — tvfmælalaust einn af beztu fslenzku handknatt-
leiksmönnunum um þessar mundir telur sig ekki hafa erindi f
landsliðið sem línu eða hornamaður.
.
Hrina þessi stóð í 27 mínútur og
má sjá bezt af því að hart hefur
verið barizt, enda var hrinan æsi-
spennandi og margir skemmti-
legir leikkaflar í henni. Næstu
hrinu unnu stúdentar 15—11 en
hún var jöfn upp í 11—11. Góður
leikur Júlíusar Kristinssonar og
índriða Arnórssonar sem skelltu
mjög vel úr uppspili Helga
Harðarsonar tryggði þeim sigur.
Júlíus var einkar laginn að skella
utan í hávörnina og var ómögu-
legt fyrir Víkinga að ráða við það.
Annars var framspil slakt hjá
Víkingum í þessari hrinu og
skellt var í netið, eða þá að há-
vörn stúdenta tók skellina.
Leifi? Það má segja að það sé
erfitt að spila gegn Tungnamönn-
um. Þeir sækja stundum með góð-
um árangri, sérstaklega Björgvin
Eyjólfsson, svo Þróttarar voru
sífellt í „reddingum“ og gekk þvi
verr að byggja upp sókn.
UMFB vann svo næstu tvær
hrinur enda voru Þróttarar
afspyrnu lélegir, uppgjafir fóru
margar í netið og framspil var
mjög slæmt og uppspil þar af
leiðandi lélegt og kom það oft í
hlut skellaranna að spila upp. Það
var verðskuldaður sigur Tungna-
manna í hrinunum þvi baráttan
var mjög skemmtileg, menn fórn-
uðu sér miskunnarlaust í lágvörn-
inni og oft björguðu þeir ótrúlega
skemmtilega og sem fyrr var
Björgvin fremstur i flokki. Þegar
Guðmundur Pálsson og Valdemar
brugðust var ekki að sökum að
spyrja. Ötrúlegt en satt þá var
sigur UMFB i báðum hrinunum
aldrei í hættu. Þannig komust
þeir f 12—3 í þriðju hrinu og voru
alltaf vel yfir i þeirri fjórðu. —
I fimmtu hrinunni var nú ekki
annað en að duga eða drepast
fyrir Þrótt, enda sýndu þeir nú
ákveðni og uppskáru „egg“. Það
er talað um að vinna egg þegar
hrina vinst á núlli. Þeir spiluðu
öruggt og voru vel vakandi fyrir
laumum. Þeir Guðmundur Páls-
son og Valdemar Jónasson voru
sem fyrr segir allt i öllu hjá
Þrótti, en Björgvin Eyjóifsson og
Sigurgísli Ingimarsson voru bezt-
ir hjá UMFB. Sá síðarnefndi hef-
ur frábærlega mjúkt fingurslag,
en hann mátti nota það betur með
því að spila betur út á kantana, til
að draga hávörn andstæðingsins
betur í sundur. Pétur Björnsson
og Halldór Jónsson dæmdu leik-
inn þokkalega.
IS-b og HK unnu
í annari deild
TVEIR leikir voru í 2. deild Is-
Iandsmótsins á laugardaginn. ÍS-b
sigraði Þrótt-b 3—1 (15—4,
15—1, 14—16, 15—2) og eins og
sjá má höfðu iS-menn nokkra
yfirburði i leiknum og það var
ekki fyrr en í þriðju hrinu sem
Þróttur tók við sér. Þróttarar
leiddu framanaf allt í 12—10, en
þá komst IS yfir 14—12, en
Þrótturum tókst að merja sigur í
hrinunni 16—14. Leikurinn var á
köflum mjög skemmtilegur, sér-
staklega þriðja hrinan, og sýndu
báðir aðilar góð tilþrif, en afger-
andi sókn var hjá hvorugu lið-
inu. Síðari leikurinn var á milli
Skautafélags Reykjavíkur og
Handknattleiksfélags Kópavogs:
SR-HK. Sá leikur hefði getað
orðið skemmtilegur fyrir músik-
alska menn, því hann bauð eigin-
lega ekki upp á annað en flautu-
konsert dómaranna. Boltameð-
ferð beggja liðanna er svo ábóta-
vant að það tekur ekki nokkru
tali. Þátttaka SR í mótinu virðist
bara vera grín, og leikmönnum
liðsins finnst þetta mjög fyndið,
en þvf miður eru þeir einir um
það.
HK sigraði f leiknum 15—4,
15—11, 13—15 og 15—7, eða3—1.
Víkingar
ÞAÐ ætlar að ganga erfiðlega að
leggja tS af velli f blakfþróttinni.
Á mánudagskvöldið lék fS við
Víking f 1. deildar keppni fs-
landsmótsins og sigraði nokkuð
örugglega 3—1. Leikurinn var þó
ekki eins ójafn og tölurnar gefa
til kynna, þar sem Vfkingar voru
óheppnir að tapa fyrstu hrinunni
17—15, eftir að hafa haft yfir
15—14 og höfðu þeir haft foryst-
una alla hrinuna.
Halldór Jðnsson, þjálfari stúdentaliðsins og landsliðsins lék nú með fS
hefir nokkurt hlé vegna meiðsla og stóð fyrir sfnu. ^
réðn ekki við ÍS
Þriðju hrinuna unnu Vfkingar
eftir mikinn barning, þar sem ÍS
var komið í 13—10. Var Vfkings-
sigur í þessari hrinu sanngjarn
þar sem þeir sýndu á tíðum
skemmtilega takta. Þó var eins og
eitthvað vantaði enn á. Baráttu-
gleðin var ekki hin sama og t.d. er
þeir Iéku við Þrótt í Reykjavíkur-
mótinu í síðustu viku.
Fjórðu hrinuna unnu stúdentar
15—11, og eins og f hinum fyrri
var jafnt upp f 11—11, en þar með
datt botninn úr sókn Víkinga.
Reyndar var hávörnin mjög Iéleg
í þessari hrinu hjá þeim. Ýmist
dró hún boltann niður með sér
eða tók hann alls ekki. Hávörn er
jafnan bezta sóknin og því fór
sem fór hjá Víkingum.
Það var einkum tvennt sem var
að hjá Víkingum í þessum leik.
Móttaka á uppgjöf og hávörn.
Móttakan var líka léleg hjá IS en
hávörnin hins vegar mjög góð,
enda hefur það löngum verið
aðall liðsins.
Vfkingar léku flestir í meðal-
lagi, en ekki meira og var enginn
sem skar sig úr. Júlíus, Indriði og
Helgi voru beztir hjá IS. Einnig
átti Friðrik Guðmundsson góða
skelli. Halldór Jónsson lék nú
með ÍS-liðinu að nýju og var ekki
að sjá annað en hann styrkti liðið
verulega, þótt haltur væri. Guð-
mundur Pálsson og Gunnar Arna-
son dæmdu þennan leik af
ákveðni.
Marokkó vann
MAROKKÓ sigraði Túnis 1—0 i
fyrri leik liðanna f undankeppni
Olympíuleikanna i knattspyrnu.
Skoraði Marokkó sigurmark sitt á
8. mínútu og heitir sá er markið
gerði Zahraoui.
msm