Morgunblaðið - 05.12.1975, Síða 40

Morgunblaðið - 05.12.1975, Síða 40
ALLA DAGA ALLA DAGA FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 197S Eru ökumenn farnir að gleyma sér aflur? 5 teknir á yfir 100 km hraða í borginni LÖGREGLAN hefur verið með hraðamælingar f höfuðhorginni á hverjum degi undanfarnar vikur. Ctkoman hefur verið mjög mis- jöfn og í gær var hún óvenjulega slæm. Alls voru þá teknir 50 öku- menn fvrir of hraðan akstur, þar af reyndust 5 vera á yfir 100 km hraða og 3 á bilinu 90—100 km. „Eftir hina miklu slysaöldu á dögunum og þá herferð sem fylgdi í kjölfar hennar virtist sem ökumenn drægju úr umferðar- hraðanum, en þessar nýjustu töl- ur gefa því miður ekki ástæðu til bjartsýni i þessum efnum. Ég vona bara að ökumenn séu ekki almennl farnir að gleyma sér í umferðinni eins og þessir 50 virð- ast hafa gert," sagði Óskar Ólason yfirlögregluþjónn umferðarmála, þegar Mbl. ræddi við hann í gær. í gær var lögreglan bæði með radar- og skeiðklukkumælingar á Kringlumýrarbraut og Reykja- nesbraut, þar sem hún liggur upp í Breiðholt. Var hraðinn meiri á Kringlumýrarbraut og þar voru þeir teknir sem voru á yfir 100 km hraða. Mál þessara manna eru nú til athugúnar hjá lögreglunni og mega þeir allt eins búast við þvi að verða sviptir ökuleyfi til bráðabirgða. Pilturinn úr- skurðaður í allt að 20 daga gæzluvarðhald YFIRHEYRSLUM var fram hald- ið í Keflavík vegna láts Guðbjarg- ar Óskarsdóttur i fyrradag, en eins og fram kom í fréttum blaðs- ins í gær, lézt hún eftir átök við 16 ára pilt í verzluninni Brautar- nesti. Lítið nýtt hefur komið fram í málinu og í gærkvöldi lágu ekki fyrir niðurstöður krufningar sem framkvæmd var í gærmorgun. 16 ára pilturinn, sem lenti í átökum við Guðbjörgu, var í gær úrskurð- aður í allt að 20 daga gæzluvarð- hald á meðan rannsókn málsins fer fram. m. Ljósm.: SÍKurður Arnfinnsson. BBC-maðurinn fer meó gúmbát út í Miröndu í gærmorgun — Miranda sótti fréttamann BBC til Neskaupstaðar laust fyrir klukkanllí gærmorgun, en þá hafði hann verið alla nóttina undir eftirliti í húsi bæjarfógetaemb- ættisins þar. — Sjá viðtal við fréttamanninn á bls. 3. Fjárhagsáætlun Reykjavíkur fyrir 1976: Rekstrarútgiöld hækka um 20,8% — Aætlað að útsvarstekjur hækki um 16,8% — Álög á fasteignagjöld ekki nýtt að fullu FJARHAGSAÆTLUN Reykja- vfkurborgar fyrir árið 1976 var lögð fram á fundi borgarstjórnar f gær. Birgir Isl. Gunnarsson borgarstjóri fylgdi henni úr hlaði og f ræðu hans kom fram, að áætlað er, að heildartekjur borgarsjóðs á næsta ári muni nema 7,3 milljörðum króna, sem er 22,3% hækkun frá yfir- standandi ári. Rekstrarútgjöld borgarsjððs eru áætluð rúmlega 5 milljarðar króna og nemur hækk- un þeirra frá yfirstandandi ári um 26,4%, en ef nýbygging gatna og holræsa er ekki meðtalin, nemur raunveruleg hækkun út- gjalda 20,8%. Tii gatna- og hol- ræsagerðar, bæði viðhalds og nýbyggingar og til umferðarmála, er áætlað að verja 1,4 milljörðum króna en til svonefndra eigna- breytinga, þ.e. nýrra fram- kvæmda o.fl. er áætlað að verja 2,3 milljörðum króna, sem er hækkun um 19%. í ræðu borgarstjóra kom fram, að gert er ráð fyrir, að hækkun útsvars- tekna muni nema 16,8% frá fjár- hagsáætlun yfirstandandi árs. Er þá gert ráð fyrir, að notuð verði að hluta heimild um álag á útsvör allt að 10%, en sú hækkun er háð samþykki ráðherra. Skv. fjárhags- áætlunarfrv. er ekki gert ráð fyrir að nýta að fullu álög á fasteigna- gjöld, enda sagði borgarstjóri, að svo mikil hækkun fasteignaskatts milli ára sem hækkun fasteigna- mats segði fyrir um, mundi koma illa niður á almenningi, og verður því hækkun á hvern gjaldanda 18,5% í stað 36,5% eins og heimilt er. Að öðru leyti lagði borgarstjóri áherzlu á eftirfarandi i ræðu sinni: Framhald á bls. 22 Birgir tsl. Gunnarsson. Air Yiking-málið: Vilja ekkert segja 1 FRAMHALDI af frétt Morgun- blaðsins I gær um Air Viking reyndi blaðið enn að ná sambandi við eiganda fyrirtækisins, Guðna Þórðarson, og spyrja hann um fjárhagsstöðu þess, en það reyndist ekki unnt, þar eð hann Húsmóðirin í Norðurbotni: „Alveg ótrúleg lífsregnsla að lenda ísvona bruna Patreksfirði 4. des FRÉTTARITARI Morgun- blaðsins á Patreksfirði átti ( dag tal við Guðnýju Gests- dóttur húsfreyjuna f Norður- botni f Tálknafirði sem bjargaðist svo naumlega úr húsi sínu er það brann til kaldra kola á innan við klukku- stund fyrir nokkrum dögum. Guðný dvelst nú á samt manni sfnum Gunnbirni Ólafssyni og börnum þeirra tveimur á sjúkrahúsinu á Patreksfirði, en þar hafa þau verið f einangrun undanfarna daga vegna opinna brunasára. Guðný fékk fyrst að fara út af sjúkrastofunni í dag en maður hennar og tvö börn eru ennþá f einangrun.Guðný er allmikið skorin og brennd f andliti og mikið brennd á vinstri hendi. Gunnbjörn og börnin eru öll skorin og brennd, einkum telpan sem er brennd f andlíti og á öxlum. Gunnbjörn Olafsson og Guðný Gestsdóttir bjuggu í Norðurbotni ásamt börnum sfnum þremur frá 7 til 13 ára en fast við Norðurbotn er býlið Hjallatún, en þar býr systir Guðnýjar. Þegar eldurinn kom upp i Norðurbotni en það var tveggja hæða timburhús, ásamt bílskúr, var Guðný sofandi uppi á efri hæðinni ásamt tveimur yngri börnunum, en eldri drengurinn Framhald á bls. 22 er f Saudi-Arabfu, þar sem leigu- flugvél Air Viking annast flutning á pflagrfmum og kemur Guðni ekki til landsins aftur fyrr en á morgun eða sunnudag. Þá reyndi blaðið einnig að fá upplýsingar hjá Hermanni Guð- mundssyni, bankaráðsformanni Alþýðubankans, um meintar skuldir flugfélagsins við bank- ann, en hann sagðist ekkert vilja um málið tala og Jón Hallsson, annar bankastjóri Alþýðu- bankans, sagði við blaðamann Morgunblaðsins: „Ég banna þér Framhald á bls. 22 19 DAGAR TIL JÓLA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.