Morgunblaðið - 07.12.1975, Side 12

Morgunblaðið - 07.12.1975, Side 12
52 MORGUN^LAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 1975 Þetta gerdist llka .... Saga úr innsta hringnum Bókaunnendur og/eða pólitískar spákerlingar eiga von á góðgæti á næstu mánuðum. Þá kemur út i Bandarikjunum skáldsaga, eins og höfundur nefnir verkið, eftir þann mann sem ekki alls fyrir löngu var einn af áhrifamestu embættismönnum Bandarikjanna, — John Ehrlichman, fyrrum ráðgjafa Richard Nixons í innanríkismálum og helzta sökudólg Watergate-hneykslisins. Flestar „söguhetjur" þess ósóma hafa reyndar villt og galið grætt á þátttöku sinni í myrkraverk- unum með bókaskrifum og öðrum fjölmiðlunarafrekum. Bók Ehrlich- mans sem hann stendur fastari fótunum á að sé skáldsaga, heitir „The Company". Söguhetja eða söguþorpari bókarinnar er yfirmaður leyni- þjónustunnar CIA og fjallar verkið um ýmiss konar baktjaldamakk í innsta hring stjórnmála i Bandaríkjunum, en þá refskák þekkir höf undur flestum betur. CIA-höfðingi þessi fyrirskipar morðtilræði við óþægilegan mann sem siðar kemur honum i klipu gagnvart nýjum forseta, og lýsir sagan togstreitu þessara tveggja manna. Inn i þennan hildiffleik spilar ennfremur öryggismálaráðgjafi forsetans, en sá talar merkilegt nokk með þýzkum hreim, — og þætti sumum það furðu mikil tilviljun. Ljóst virðist að Ehrlichman skipar sér þarna undir merki heimildaskáldskapar, en fróðir menn i Bandaríkjunum telja að hann hafi orðið að dulbúa raun- verulega menn og atburði að nokkru marki til að komast hjá meiðyrðamálum. Ennfremur segja fróðir menn að sagan sé merkilega vel skrifuð, og er þvi stíft haldið fram að Ehrlichman sjálfur og enginn annar sé höfundurinn, en algengt er að ráðnir séu aðstoðar- höfundar til að færa i letur minn- ingar frægra manna. Alla vega er Ehrlichman orðinn hinn listamanns- legasti, kominn með skegg og allegræjer, og hefst við i einangrun i Nýju Mexico. Og ef einhver er svo vitlaus að spyrja hve mikið í sögunni er satt, svarar Ehrlichman einlægt: „Ég hefi ekki minnstu hugmynd um hvað þú ert að tala. Ég var að skrifa skáldsögu." Dæmdu eigin leiðtoga til dauða Neðanjarðarhreyfing vinstri sinnaðra byltingarsinna í Chile, MIR, sem á dögum stjórnar Salvador sáluga Allende taldi um 5000 liðsmenn en er nú forboðin af herforingjaklikunni, lýsti um siðustu helgi tvo af leiðtogum sínum og stofnendum brottræka úr hreyfingunni og dæmdi þá jafnframt til dauða hvar sem til þeirra næst fyrir að hafa leitað pólitisks hælis fyrir hálfum mánuði til að komast undan njósnurum herforingjanna. Annar leiðtoganna, Andres Pascal Allende, 32 ára að aldri, frændi forsetans sáluga og foringi hreyfingarinnar, leitaði hælis ásamt fylgikonu sinni i sendiráði Costa Rica í Santiago, en hægri hönd hans, Nelson Gutierrez, 31 árs, fékk hæli ásamt vinkonu sinni hjá fulltrúa Páfagarðs í borginni. Þar eru þeir enn, en félagar þeirra í MIR eru hins vegar sárgramir yfir þvi þar eð aðeins þeir tveir vita um faldar vopnabirgðir og fjármuni hreyfingarinnar. í yfirlýsingu miðstjórnar MIR segir að tvímenningarnir hafi stórlega skaðað byltingarhreyf- inguna i Chile og um heim allan og þeir lýstir réttdræpir hvar sem þeir finnast. Profumo fær uppreisn æru Maðurinn sem skók íhaldsstjórn Harold MacMillans i Bretlandi með safamiklu kynlifshneyksli fyrir 12 árum og varð félagslega útskúfaður fyrir vikið var nú fyrir helgina tekinn i sátt við þjóðfélagið að nýju. John Profumo, sem sagði af sér embætti striðsmálaráðherra árið 1963 eftir að hafa viðurkennt að hafa logið að þingheimi með því að segjast ekki hafa verið í tygjum við hefðarmelluna Christine Keeler (myndin) sem á sama tíma var einnig rekkjunautur hermála- fulltrúa sovézka sendiráðsins i London. Nú í vikunni fékk Pro- fumo, sem er 60 ára að aldri, orðu frá Elízabetu Bretadrottningu i Buckingham-höll, svonefnda C.B.E.-orðu fyrir störf sín í þágu fátækra í East End-hluta Lundúna, en þar hefur hann tekið þátt i rekstri heimilis fyrir bágstödd ung- menni. „Þetta var hræðilega áhrifamikil athöfn, en ég vil helzt ekki láta uppi hvað drottningin talaði við mig um." 2.2 milljónir af emaleruðum baðkerum Tölur eru vinsælar. Nú geta menn fengið að skoða líf Sovétmanna í fyrra soðið niður í tölur. Sovézk yfirvöld hafa sent frá sér 880 siðna bók með tölum yfir allt milli himins og jarðar í sovézku þjóðfélagi á síðasta ári. Þar kemur meðal annars fróðleiks fram að Sovétmenn átu 1.2 milljónir tonna af makkarónum í fyrra og framleiddu 2,2 milljónir af emaleruðum baðkerum. Árið 1974 voru hinir 253,3 milljónir íbúa landsins með 13,6 milljónir talsíma. Meðaltekjur jukust úr 96 rúblum miðað við árið 1965 i 140 rúblur i fyrra á mánuði, en sjómenn eru bezt settir hvað tekjur varðar að þvi er tölfræðilega árbókin segir og eru að meðaltali með 204 rúblur á mánuði. Loks má geta þess að árbók þessi er aðeins ein af 1 7 milljörðum bóka sem prentaðar eru i Sovétrikj- unum á þessu ári. Wiesenthal og Kreisky höluðu í land í þessum merkisdálki var fyrir skömmu sagt frá þvi að nasistaveiðar- inn frægi hefði höfðað meiðyrðamál á hendur Bruno Kreisky, kanslara Austurrikis (myndin) vegna þess að sá síðarnefndi gaf i skyn að sá fyrrnefndi hefði sjálfur verið nasistanjósnari. Fyrir helgina gerðist svo það að Wiesenthal lét málshöfðunina niður falla eftir að Kreisky hafði lýst því yfir að hann hefði aldrei kallað hann samverkamann nas- ista og eftir að flokkur Kreiskys hafði hótað að láta hefja þinglega rannsókn á ferli Wiesenthals. „Frá minum sjónarhóli séð er málinu lokið," sagði Kreisky og Wies- enthal sagði: „Ef málinu lýkur með því að ég dreg málshöfðun mína til baka þá er það i lagi mín vegna." Hann neitaði þvi að hafa verið hræddur við þingrannsóknina, en kvaðst heldur hafa viljað rannsókn óháðs og ópólitísks dómara, og einnig hefði hann orðið fyrir miklum þrýstingi frá gyðingum i Austurriki að láta málið niður falla. Talið er að bæði Kreisky og Wiesenthal hafi séð sér þann kost vænstan að hala í land. Getum við virkilega ekki ekið betur ? Það ætti ávailt að vera mark- mið þess, scm stjórnar vél- knúnu ökutæki, að hafa bæði vilja og leikni til að forðast öli þau slys, sem mögulegt er að komast hjá. — Að reyna að halda sjálfum sér f sálarlegu jafnvægi við aksturinn, sýna náunganum tillitssemi og að halda ökutækinu f góðu lagi. Við verðum öll að reyna að vanda okkur aðeins meir við aksturinn. Ef menn gætu bara sameinast um að taka sig á og reyna að vanda sig. Góðan akstur má kannski skilgreina þannig: að vera á réttum stað á götunni, í þeim gfr, sem ákvarðast af því, sem er næst framundan hverju sinni og að aka á hraða, sem er f samræmi við aðstæður og almennt öryggi. tilfinnanlega SVÆÐI TIL ÆF- INGAAKSTURS en meðan það fyrirfinnst ekki verða menn að reyna að sitja á sér f umferð- inni, sérstaklega þegar myrkur og dimmviðri hvflir yfir okkur eins og nú. Hraði f sjálfu sér er ekki endilega hættulegur. En ef honum er beitt á röngum tíma, á röngum stað, f röngum hönd- um, ÞA ER VOÐINN VlS. Ef eitt svar er til við spurn- ingunni um það hvers vegna umferðarslysin hafa verið svo tfð nú þá held ég að það sé að MENN AKA MEÐ BlLINN I GlR EN HEILANN 1 HLUT- LAUSUM. Aður en við ökum af stað verður að vera tryggt auk almenns öryggis ökutækisins, að útsýni sé svo gott sem mögu- legt er. Hreinir gluggar, ný þurrkubföð og vökvi, sem ekki Of-varkárni getur orsakað miklar umferðartafir, en óákveðni og óáreiðanleiki skapa beina hættu f umferð- inni. Við verðum hins vegar að sýna sérstaka varkárni þar sem mikið er af gangandi fólki svo sem t.d. við skóla, strætisvagna og gangbrautir. ÖKUMAÐURINN A EINNIG AÐ STVRA BlL SlNUM, EKKI EINUNGIS AÐ SITJA 1 BlL- STJÓRASÆTINU OG KOMA DRUSLUNNIAFRAM. Menn verða að aka, ekki ein- ungis af leikni, heldur einnig með ábyrgaðrtilfinningu — ábyrgðartilfinningu gagnvart öllum öðrum notendum göt- unnar, jafnt gangandi sem ak- andi. Mannleg mistök eru orsök flestra slysa í umferðinni. ÖII- um verða á mistök og hinn óskeikuli ökumaður er ekki til. En það er fíflaskapur að stofna öðru fólki, auk sjálfs sfn, í óþarfa hættu með því að taka einhverja sénsa. Með bílprófinu öðlast menn rétt til að aka einir síns liðs f umferðinni, en menntun manns sem ökumanns er þá í raun fyrst að hefjast fyrir alvöru og þá geta menn farið að læra „listina" að keyra. Það er vissulega freisting þegar öku- kennarinn er ekki lengur við hlið manns að troða bensfngjöf- inni niður í gólf og finna kraft- inn þeyta sér áfram. En þá eykst líka hættan. Hemlavega- lengdin eykst einhver ósköp, auk þess sem bremsurnar í ýmsum bílum slakast (high speed fade) á miklum hraða. Aðrir vegfarendur eiga erfitt með að átta sig á hraðanum og allt í einu er kannski einhver beint fyrir framan mann. Hraðinn og krafturinn eru ný lönd út af fyrir sig. En allt á sfn takmörk og staðurinn fyrir hraðakstur er ekki í umferð- inni innan um góðborgara, lftil börn og gamalmenni. Hér á Iandi VANTAR vissulega mjög Bíllinn getur veitt okkur bæði mikla ánægju og þægindi ef rétt er með hann farið en hann er stórhættulegt tæki ef óvarlega er með hann farið. .. Myrkur og bleyta, kannski Ifka hálka. Við verðum að taka meira tillit til sæmra aðstæðna f umferðinni. Við megum ekki „sofna“ f upphituðum bflnum. Þó við sitjum inni í tiltölulega sterkri stálgrind megum við ekki gleyma að gangandi fólk hefur bara beinagrind sér til styrktar. frýs á rúðusprautunum er alger nauðsyn og forsenda öruggari aksturs. Það þýðir ekki að aka með háifan hugann við akstur- inn. Akstur krefst fullrar og óskiptrar athygli ökumannsins. Slys, hertar refsingar við brotum, bætt kennsla, hvað sem er, mun hins vegar varla nokkurn tíma ná til allra f umferðinni og því skyldi maður aldrei reikna með að aðrir ökumenn, hjólreiðamenn eða gangandi vegfarendur geri það sem réttast væri hverju sinni. Við aksturinn á maður að láta fara vel um sig undir stýri og því er mikilvægt, að stilla framsæti ökumanns þannig að þægilegt sé. Mörgum hættir til að hafa sætið of framarlega og öðlast við það f sumum tilvik- um falska öryggiskennd við aksturinn. Hendurnar eiga að vcra þannig á stýrinu að hand- leggirnir séu eins og úrvfsar þegar klukkuna vantar tfu mín- útur f tvö eða kortér f þrjú. Ef sætið er hæfilega framarlega kemur þetta af sjálfu sér. Þá er um að gera að hafa allan hug- ann við aksturinn en reyna samt að slappa af og láta ekki vitleysur náungans koma sér úr jafnvægi. Reyna heldur að vfkja fyrir honum. Maður má heldur ekki gleyma sér við að stilla útvarpið, við að kveikja sér í sígarettu eða annað. Þessi mynd er ekki íslensk . . . en hún gæti verið það . . . ef við gáum ekki að okkur. br.h.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.