Morgunblaðið - 07.12.1975, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 1975
55
Þórður Jónsson.
neikvæðu áhrif i þjóðfélaginu
einkum fyrir börnin. Ég lít ekki á
sérsköttun hjóna sem neina
réttarbót fyrir konuna, hafi hjón-
in sameiginlegan fjárhag, sem ég
tel eðlilegast samkvæmt
hjúskaparheitum þeirra, en sér-
sköttun hjóna til tekjuskatts er
nú í lögum ef um er krafið.
Að lögleiða sérsköttun hjóna,
eins og nú er ástatt fyrir þjóðinni,
teldi ég misráðið mjög. Það
mundi auka gífurlega skrif-
finnskubáknið í sambandi við
framtöl, fjölga þeim stórlega, og
þá um leið fjölga þeim tugþús-
unda dagsverka sem landsmenn
verja til að telja fram til skatts.
Líkur eru til, að sérsköttunin
mundi hafa í för með sér alls-
konar vandræði um eignaskipti
milli hjóna ef raunhæf væru, og
Þórður Jónsson, Látrum:
gefa nokkuð greiða leið til hag-
ræðingar tekna og eigna, þannig
að skattleysingjar mundu mun al-
mennari meðal þeirra sem meira
mega sín en nú er. Mun æskilegra
væri, að hlutur hjóna í skatt-
greiðslunni væri leiðréttur á
annan veg, þannig að hann væri
heldur hvati til hjónabands og
sameiginlegs fjárhags heldur en
ekki,
SLEGGJUDOMAR
Eitt er sem ég vildi mjög ein-
dregið vara við, að gert yrði að
veruleika í skattalögunum, en það
er, að skattstjórum væri heimilað
að ganga framhjá framtölum smá-
atvinnurekenda ef sá- atvinnu-
vegur kæmi illa út, og skattleggja
þá eftir þeim tekjum sem þeir
gætu hafa haft, ef þeir hefðu
unnið hjá öðrum en um það er nú
rætt. meðat 5 Alþiiigi. Eí
að þessu væri horfið, mundi það í
mjög mörgum tilfellum vera mis-
notað, og verða hreinir sleggju-
dómar skattstjóranna, en það
vilja hvorki þeir né aðrir, eða
ekki held ég það.
AFNÁM tekjuskatts
Mesta bót, sem hægt væri að
gera á skattalögunum í dag, væri
að mínu mati að afnema með öllu
tekjuskattinn. Það mundi leysa
stóran vanda, því hann er aðal
hvatinn að öllu því sem við
köllum misferli í skattamálum, en
hefir aldrei gefið á móti þvi sem
hann skemmir í þjóðfélaginu,
hvað þá meir.
Látrum 20/11—’75.
Hið stjórnlausa stjórn-
tæki — skattalogin
Straufría sængurfataefniö er nú
fyrirliggjandi í mörgum mynztrum og litum.
Einnig í saumuðum settum.
Kærkomin gjöf, hverjum sem hlýtur.
Spariö húsmóðurinni erfitt verk, sofið þægileg
og lífgið upp á litina í svefnherberginu.
Reynið Night and Day og sannfærizt.
SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA
@ Innflutningsdeild
SAMBANDSHÚSINU RVÍK, SÍMI 28200
Ég veit ekki hversu margir gera
sér ljós áhrif skattalaganna á allt
fjárhags- og athafnalíf þjóðar-
innar, en ég held að þeir séu of
fáir, og fólk þekki þau ekki
nægjanlega.
Ekki man ég annað, þau ár sem
ég hef fengizt við framkvæmd
skattalaga, en að hver breyting
sem á þeim hefir verið gerð, en
þær eru margar hafi átt f upphafi
að gera þau réttlátari, þannig að
sem næst því yrði komizt, að hver
fengi sinn skattbagga í hlutfalli
við getu sína til að valda honum.
En þegar til kastanna hefir
komið, þá hefir breytingin gert
hina ríkari ríkari og hina
fátækari fátækari, þótt ef til vill
megi segja, að við eigum hvorugt,
rfka menn eða fátæka, ef borið er
saman við aðrar þjóðir vfðsvegar
um heiminn. En sem sagt, breyt-
ingarnar hafa ekki náð boðuðum
tilgangi, og aldrei fjær þvf en nú
síðari árin, enda svo komið að heil
byggðarlög eru farin að rísa upp
gegn hinni hrópandi mismunun
meðal fólksins, sem :,efnd lög
valda í ákvörðun skattbögglanna.
Það kann að vera ein orsökin til
þess að breytingarnar ná ekki til-
gangi sínum, að ekki sé nægjan-
lega vandað til gerðarinnar,
ákvæði virðast oft sett inp af hin-
um og þessum að lftt athuguðu
máli, sem dæmin sanna. Örlaga-
ríkasta dæmið um það, er „óbeina
fyrningin" sem inn var sett af
„Vinstristjórninni“ en fyrir það
ákvæði hefir mörgum launamann-
inum orðið að blæða f skaí t-
greiðslu á undanförnum árum,
enda svo komið, að nú vilja
höfundarnir ólmir fá þetta
ákvæði úr skattalögunum, og er
það vel og drengilega hugsað, sem
þeirra var von.
GERÐ SKATTALAGA.
Þeir, sem standa að gerð skatta-
laga, verða að gera sér það ljóst,
að það eru þúsundir manna, sem
taka við þessum lögum, þar á
meðal lögfræðingar, lagasmiðir
og leikmenn, sem vega lögin og
meta, leitandi eftir „kríulöppum"
(svo notað sé sjómannamál) og
finnist smuga, þá er hún notuð til
skattfrelsis fjármuna. Við það er
ekkert óheiðarlegt, heldur mann-
legt, og frjálst að fara svo langt
sem lögin heimila, en fyrir það
eru menn oft úthrópaðir sem
skattsvikarar, alveg að ósekju.
En þannig gjörnýtt heimild lag-
anna bíður oft og algengast uppá
sláandi dæmi: Til dæmis, út-
gerðarmaður, sem á skip, frysti-
hús, 2—3 bfla fyrir fjölskylduna,
hjólhýsi, einbýlishús, eitt eða
fleiri, og getur farið með sína á
baðstrandir í suðrænni sól, þegar
hann telur sig hafa tíma. En
þegar til skattgreiðslunnar kemur
þá er ekki mikill munur á skattin-
um hans og einhverrar konunnar,
sem vinnur í frystihúsinu, og þarf
að tjalda öllu til svo endar nái
saman, og verður að skolpa af sér
f þokunni og súldinni hér heima,
bara í baðkarinu, þreytt eftir önn
dagsins.
Þessi maður í umræddu dæmi
væri af öllum almenningi talinn
skattsvikari í stórum stfl, en því
fer fjarri að svo þurfi að vera,
skattalögin skapa þennan mis-
mun, og því rís fólkið upp.
SlÐBÚNAR BREYTINGAR
Eitt af því, sem mér fellur illa
við skattalagabreytingar og ég tel
að verið sé að koma aftan að skatt-
greiðendum, er þegar verið er að
gera veigamiklar breytingar á
lögunum.löngu eftir að menn eru
búnir að gera og skila sfnum
framtölum, sem eru þá gerð f sam-
ræmi við allt önnur lagaákvæði.
Eins og til dæmis átti sér stað á
þessu ári, en það mun lfka eins-
dæmi að svo langt hafi verið
gerigið, þar á ég við lög nr. 11,28
apríl 1975.
Þá voru allir búnir að skila sín-
um framtölum. Hver fylgdist með
því fyrir hönd framteljenda, sem
gerði sitt framtal eftir ágætum
leiðbeiningum ríkisskattstjóra,
sem áttu við lögin eins og þau
voru fyrir breytinguna, að fram-
tali skattgreiðanda væri nákvæm-
lega breytt f samræmi við hin
nýju ákvæði? Framteljandinn
hefir í flestum tilfellum engan
möguleika til að fylgjast með því,
allra sízt sjómenn, meðal annars
af því, að skattstjórar eru undan-
þegnir skyldu um að láta viðkom-
andi framteljanda vita um þær
breytingar, sem þeir gera á fram-
tali samkvæmt lögum og fyrir-
mælum, sem ekki er óeðlilegt, ef
lög og reglur liggja fyrir þegar
skattþegn gengur frá framtali
sínu og rfkisskattstjóri gengur frá
sínum leiðbeiningum.
I síðbúnum nefndum lögum,
voru meðal annars ákvæði um
mjög aukin friðindi sjómanna.
Vonandi hafa allir fengið sitt, þó
er ég ekkert meir en viss um það,
því ég held að á skattstofunum
vinni bara venjulegt fólk, sem
gæti orðið á mistök eins og öðru
fólki. Þau henda vfst okkur flest,
en f þessu tilfelli veit þolandinn,
ef um það er að ræða, ekkert um
þau og fengi sennilega aldrei að
vita.
Eigi þetta að ganga svo til
áfram, þá legg ég til, að skatt-
heimtan kosti fulltrúa fyrir skatt-
greiðendur á hverja skattstofu.
Það er ekki meint sem vantraust á
skattstjórana, heldur viðkunnan-
legra og menningarlegra form,
þegar skattheimtan, er orðin svo
geigvænleg sem raun ber vitni
um.
SÉRSKÖTTUN HJÖNA
Enn standa fyrir dyrum skatt-
lagabreytingar, og eins og alltaf
áður til að leiðrétta misrétti. Eitt
af þvi, sem talað er um í því
sambandi, er sérsköttum hjóna,
og það er eðlilegt að það komi
fram, því yfirleitt hafa hjón farið
verr útúr skattlagningu en fólk
sem er í óvígðri sambúð. Því hef
ég alltaf kunnað illa, talið það
eiga sinn þátt í því, að fólk giftir
sig ekki, en velur frjálsa sambúð,
en að mínu mati hefir það sín
Nfght
and dta