Morgunblaðið - 07.12.1975, Síða 22
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 1975
62
kvik
munl
/ÍÖQft
SÆBJÖRN VALDIMARSSON
Meistarauerkið
Bloody Sunday
KVIKMYNDAHUSIN I DAG
NÝJA BÍÓ: SOUNDER ★ ★ ★
LAUGARÁSBÍÓ: AMERICAN GRAFFITI ★ ★ ★
HÁSKÓLABÍÓ: GUÐFAÐIRINN ★ ★ ★ ★
TÓNABlÓ: DECAMERON ★ ★
STJÖRNUBÍÓ: EMMANUELLE ★
Sunday Bloody
Sunday ★ ★ ★ ★
Háskólabfó, mánudagsmynd.
Leikstjóri: John Schlesinger.
Bresk, frá árinu 1971.
SUNDAY BLOODY SUNDAY
er sannferðug og heiðarleg
mynd, gjörsamlega laus við
ódýr og yfirborðskennd vinnu-
brögð sem svo oft einkenna
myndir sem fjalla um hið vand-
meðfarna og viðkvæma efni
kynvillu. SBS er mynd sem sýn-
ir mannleg viðbrögð fólks á trú-
verðugan hátt. Hún er ekki
byggð á tilgátum, en segir eðli-
lega frá því hvernig fólk lærir
að sætta sig við hlutina.
Tveir Lundúnabúar, kynvillt-
ur læknir á fimmtugsaldri,
(Peter Finch) og vinnuráðgjafi
sem leikinn er af Glendu Jack-
son, berjast um „yfirráðarétt" á
ungum og glæsilegum lista-
manni, (Murray Head, en þetta
er hans fyrsta kvikmynd, áður
hafði hann leikið nokkuð á
sviði, m.a. farið með aðalhlut-
verkið á Lundúnauppfærslu
söngleiksins HAIR). Hann
framkvæmir aðeins það sem
hjartað býður hverju sinni og
fær engan veginn skilið hvers
vegna þau eldri geta ekki deilt
honum bróðurlega, þar sem
hann elskar þau bæði og getur
ekki gert uppá milli þeirra.
Head er fæddur í þetta hlut-
verk, frjálslegur og afslappað-
DECAMERON * ★
Tónabíó
Itölsk frá 1971; dreifing:
U.A.; Leikstjóri og handrit:
Pier Paolo Pasolini; kvik-
myndataka: Tonio Delli CoIIi;
aðalhlutverk: Franco Citti,
Ninetto Davoli og Pier P. Paso-
lini.
Hér tekur Pasolini tfl með-
ferðar nokkrar hnyttnar sögur
úr DECAMERON Boccacios.
Þrátt fyrir að þær séu skrifaðar
á fjórtándu öld, á efni þeirra
ekkert síður erindi til okkar
samtíðar þar sem efni þeirra er
ákaflega jarðnesk efni; mann-
Iegan breyskleika og veikleika
haoldsins. Þá býðst Pasolini
einnig kærkomið tækifæri til
ur flöktir hann á milli elskhuga
sinna, líkt og turtildúfa. Hann
nýtur þessa alls en hin þjást.
Peter Finch er að öllum lík-
indum einn fyrsti kynvillingur-
inn f kvikmynd sem hvorki er
gerður afkáralegur né hlægi-
legur, heldur er hlutverk hans
mjög heilsteypt. Og ekki er að
sökum að spyrja, Finch leysir
vandmeðfarið hlutverk dr.
Hirsh mjög vel af hendi. Hann
líður ekkert fyrir kynvilluna,
unir sér vel meðal fagurra lista
og hans helmingur af hinum
unga listamanni mundi nægja
— ef hann vissi ekki að hann er
ekki einn um hituna.
Hálfur karlmaður nægir
Glendu Jackson engan veginn.
Hún er nýskilin og í nokkru
uppnámi. Étur pillur. Reyndar
finnst manni hún ekki eiga
samleið með þessum reikula
manni, hún er gáfuð, ákveðin
og vel upp alin. Það kemur
aldrei skýrt fram, hvað það er
sem bindur þau saman. Glenda
gerir ætíð hlutverkum sínum
góð skil, en hversu persónuleiki
hennar fellur vel að þessu hlut-
verki er mikið vafamál. Hún er
eggjandi og aðlaðandi í aðra
röndina, en hún verður að gæta
sín, um leið og hún grettir sig
eða hnyklar brýrnar, í þungum
þönkum, þá er hún ófrfð, jafn-
vel eilítið karlmannleg. Hins
vegar er Finch ákaflega geðs-
að gera spott að kaþólsku kirkj-
unni, sem var honum löngum
þyrnir í augum.
Pasolini tekst dável að halda
hinum hnyttna, áleitna og eró-
tíska stíl sagnanna svo útkoman
verður hin ágætasta kvöld-
skemmtun. Þá er leikurinn
hinn prýðilegasti, persónurnar
spretta Ijóslifandi fram af sfð-
um bókarinnar. Sama máli
gegnir um búninga og alla
sviðssetningu. Umhverfið er oft
svo ægifagurt og vel kvikmynd-
að að maður á þá ósk heitasta
að drífa sig inná næstu ferða-
skrifstofu og panta far til Italfu
með næstu vél.
S.V.
legur, fágaður og strokinn
menntamaður, kveniegur karl-
maður, en varast þó að yfirleika
það að vera kynvilltur.
SUNDAY BLOODY
SUNDAY er mjög óvenjuleg
mynd, einstök í sinni röð, og
sjálfsagt rangsnúnasta grát-
mynd sem gerð hefur verið.
Hún stendur hvergi að baki
næstu mynd á undan, MID-
NIGHT COWBOY, þrátt fyrir
að efni hennar væri aðgengi-
legra og myndin öll líflegri.
Nýjasta mynd Schlesinger heit-
ir THE DAY OF THE LOCUST,
var hún frumsýnd í vor og
hlaut mjög góða dóma. Er ósk-
andi að Háskólabíó sjái sér fært
að sýna hana fyrst.
Schlesinger er mikilhæfur
leikstjóri, hann hefur rfka til-
finningu fyrir hraða atburða-
rásarinnar, hefur þróttinn til
þess að koma öllum grundvall-
aratriðum kvikmyndarinnar
saman í heilsteypt listaverk. En
hann er lfka sá afburðamaður
að hann hefur f hendi sinni öll
viðbrögð áhorfandans gagnvart
myndinni, hann stjórnar til-
finningum hans eftir sfnu
höfði. En jafnvel þótt Schles-
inger hræri ekki upp í fagur-
fræðilegum tilfinningum
manna, þá kemur hann fólki til
þess að finna til, komast við og
það er hreint ekki svo lftið af-
rek.
Penelope Gilliatt, (kvik-
myndagagnrýnandi THE NEW
YORKER á móti Pauline Kael)
á engu minna lof skilið fyrir
einstaklega vel skrifað handrit.
Þessar tvær hæfileikamann-
eskjur hafa í sameiningu skap-
að ógleymanlegt kvikmynda-
listaverk.
S.V.
Fjala-
kött-
urinn
FJALAKÖTTURINN
A sunnudagskvöldið brá ég
mér á KUMONOSU JO, eða
„Blóðkrúnan" eftir Kurosawa.
Meistarinn endursegir MAC-
BETH á japanskan máta, og
gerir það af slíkum kynngi-
krafti og þearri ljóðrænu feg-
urð sem einkennir japanska
kvikmyndalist, að myndin verð-
ur hinn magnaðasti rammigald-
ur. Þau Isuzu Yamada og Tosh-
iro Mifune fara á kostum í hlut-
verkum sfnum og eiga ekki
hvað minnstan þátt i þvf að
skapa það óhugnanlega and-
rúmsloft sem hæfir verki
Shakespears.
Tilraun menntastofnana að
koma á fót virkum kvikmynda-
klúbb, virðist hafa tekist með
ágætum, þar sem aðsóknin er
meiri en bjartsýnustu rhenn
þorðu að vona.
Og þá er bara að slá hvergi af
gæðum kvikmyndanna.
S.V.
Decameron
Hryssan
Baselfkukrukkan
Kærlelkur og skfrnarbræður
Garðyrkjumaðurfnn hjð Næturgalinn
nunnunum