Morgunblaðið - 11.12.1975, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1975
5
Dagur sýnir
í Bogasal
DAGUR Sigurðarson opnaði
um sfðustu helgi málverkasýn-
ingu f Bogasal Þjóðminjasafns-
ins. Verður sýningin opin
klukkan 14—22 fram til n.k.
mánudags 15. desember. Á sýn-
ingunni er 31 verk, olfu-,akrff-
og tússverk. Margar myndanna
eru f einkaeign. Á myndinni
sjást Dagur og sonur hans við
verkið „Strákar og stelpur
leika sér“.
Stafafell:
Sjöunda Gunnu-
bókin komin út
MANNRÁNIN nefnist ný bók eft-
ir Victor Canning, sem komin er
út hjá Stafafelli. Victor Canning
er talinn meðal slyngustu æsi-
sagnahöfunda í heimi, og hefur
saga þessi fengið þá dóma, að hún
taki öðrum sögum hans fram.
Fjallar sagan um rán á tveimur
brezkum þingmönnum, en fyrir
þá er krafizt lausnargjalds í óslfp-
uðum demöntum. Meðan lögregl-
an vinnur að því að reyna að
upplýsa málið, hverfur einn af
æðstu mönnum þjóðarinnar, og
farið er fram á stórkostlegt lausn-
argjald.
Enda þótt allar leiðir virðist
lokaðar, finnt þó lausnin um síðir
fyrir algera tilviljun og endirinn
er eins óvæntur og hugsazt getur.
ísafold:
Barnasaga um
nútímadraug
NÝ ISLENZK barnabók er komin
út hjá Isafold og nefnist hún
Draugurinn Drilli. Höfundur er
Herdfs Egilsdóttir kennari, sem
kunn er fyrir margs kyns efni,
sem hún hefur samið fyrir börn,
og birzt hefur í bókum, sjónvarpi
og víðar.
Þessi saga Herdísar fjallar um
vinskap 10 ára drengs, Tryggva að
nafni, og draugsins Drilla, sem er
fjörugur og skemmtilegur, en ein-
mana og þráir ekkert heitara en
að eignast heimili og vini.
Það gengur á ýmsu fyrir Drilla
og hann lendir í mörgum spaugi-
Iegum ævintýrum, m.a. fer hann á
grímuball, veldur miklu uppþoti i
umferðinni, svo að lögreglan er
stöðugt á harðahlaupum á eftir
honum. En öllum þykir vænt um
Drilla og myndu margir krakkar
vilja vera i sporum Tryggva og
eiga annan eins vin.
Myndskreytingar og kápumynd
bókarinnar hefur höfundur sjálf-
ur gert.
Stafafell:
Mannránin - æsisaga
eftir W. Canning
BÓKáUTGAFAN Stafafell hefur
sent frá sér 7. bókina í barnabóka-
flokknum um Gunnu eftir Cather-
ine Wooley, og heitir hún Gunna
og matreiðslukeppnin.
Eins og nafnið bendir til fjallar
Gunnubók þessi um matreiðslu-
keppni, sem söguhetjan tekur
þátt i. Einnig hefur hún í ýmsu
öðru að snúast, því að ekki er hún
gefin fyrir aðgerðarleysi, eins og
fram hefur komið í öðrum bókum
um hana.
Fyrsta bókin um Gunnu, Gunna
gerist barnfóstra, seldist þegar
upp, og í barnabókakeppni, sem
fram fór á vegum bókabúðar Máls
og menningar reyndist hún vin-
sælasta barnabókin það ár. Er sú
bók nú komin út aftur og enn-
fremur eru allar aðrar Gunnu-
bækurnar fáanlegar.
ísafold:
Ný barnasaga
frá Jótlandi
ISAFOLD hefur gefið út barna-
bókina Palli og Tryggur eftir E.
Henningsen í þýðingu Arnar
Snorrasonar. Gerist hún á
Jótlandi seint á síðustu öld, og
fjallar um Palla sem er munaðar-
laus drengur og hundinn Trygg.
Ýmsar fleiri persónur koma við
sögu, bæði börn og fullorðnir.
Einnig koma við sögu afbrota-
menn frá Kaupmannahöfn, sem
lögreglan leitar að út um allar
sveitir og ýmsir aðrir spennandi
atburðir.
Sagan skiptist í 12 kafla, er 112
bls. að stærð og prýdd skemmti-
legum myndum, sem Halldór
Pétursson hefur teiknað, en hann
gerði einnig kápumynd.
Ný ljóðabók
NÝLEGA kom út ljóðabók eftir
Þuríði Guðmundsdóttur, sem ber
nafnið Á svölunum. I bókinni eru
45 ljóð. Björg Þorsteinsdóttir
listmálari gerði kápumynd. Þetta
er þriðja ljóðabók Þuríðar, en áð-
ur komu út „Aðeins eitt blóm“
1969 og „Hlátur þinn skýjaður"
1972. Bókin er fjölrituð i Letri.
FIMM bátar stunda skelfisk-
veiðar frá Stykkishólmi og hafa
þeir veitt vel. Aflinn er unninn f
hraðfrystihúsi Sig. Agústssonar.
Næg atvinna hefir verið allt árið í
Stykkishólmi.
Fréttaritari
Góður afli í
Stykkishólmi
f