Morgunblaðið - 11.12.1975, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 11.12.1975, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1975 Þorsteinn Hannesson ólöf K. Harðardóttir. Garðar Cortes Carmina Burana eftir Carl Orff verður flutt á tónleikum Sinfóniu- hljómsveitar Islands í Háskólabíói í kvöld. Flytjendur auk hljóm- sveitarinnar eru Söng- sveitin Fílharmónía og Háskólakórinn, ásamt einsöngvurunum Garðari Cortes, Ólöfu K. Harðar- dóttur og Þorsteini Hannessyni, en Jón Ás- geirsson hefur æft kór- ana. Hljómsveitarstjóri verður Karsten Ander- sen. Þegar við litum inn á æfingu í Háskólabíói í gærmorgun var mikið um að vera, enda voru yfir tvö hundruð manns á sviðinu. Að sögn tón- listarfólks, sem við ræddum við, hefur undir- búningsstarf kóranna verið sýnu viðamest, því að æfingar hafa staðið í allt haust. Við ræddum við Ólöfu K. Harðardóttur, sem nú syngur í fyrsta sinn á hljómleikum Sinfóníu- hljómsveitar íslands, og spurðum hana um söng- nám hennar: — Ég lærði söng hjá Elísabetu Erlingsdóttur í Tónlistarskóla Kópavogs og lauk þaðan prófi fyrir þremur árum. Síðan hef ég notið tilsagnar Elísa- betar og alltaf leitað til hennar ef eitthvað hefur staðið til hjá mér. Ég hef hingað til aðallega sungið með Kirkjukór Lang- holtssóknar, en tæki- færin til að spreyta sig eru ekki ýkja mörg. Auk þess að syngja kenni ég svo söng við söngskólann í Reykjavík. — Ætlarðu ekki að halda áfram námi? — Jú, ég hef hugsað mér að fara til Vínar næsta haust, — ætlaði reyndar nú í haust, en af því gat ekki orðið. Ég var í Múnchen eitt sumar og sótti þar tíma hjá tveimur kennurum. Það er ákaflega mikilvægt að afla sér sem beztrar og mestrar söngmenntunar, en aðalatriðið held ég þó að sé að vera í stöðugri þjálfun, sagði Ólöf að lokum. Þorsteinn Hannesson sagði okkur, að þetta Carmina Burana í Háskólabíói í kvöld Litið inn á æfingu hjá Fílbarmóníu, Háskólakórnum og sinfóníuhljómsveitinni Hluti söngfölksins. Carmina Burana nefnist kvæðasafn, sem fannst í klaustri f Bæjaralandi. Handritið er talið frá 13. öld, en kvæðin eru flest talin frá því um miðja 12. öld og fram yfir árið 1300. Höfundar eru flestir óþekktir, en langflest eru kvæðin kveðin á latínu. Þau eru um ástina, vorið, hið ljúfa og áhyggju- lausa flökkulíf og gullnar veigar, en undirtónninn er öðrum þræði alvarlegur. Verkið skiptist f fjóra aðalkafla. Upphafskaflinn er jafnframt lokakafli og fjallar um gæfuna — örlagadrottningu heims- ins. Þá er Vorið, Á flötinni, I kránni og Amors- hirðin. I innganginum er gæfunni líkt við tunglið, sem er hverfult og breytist í sífellu. Eins snýst gæfu- hjólið, — sá, sem áður sat uppnuminn í hásæti sínu krýndur blómsveigi, er sleginn til jarðar og á sér ekki viðreisnar von. Sá sem sezt í sæti hans skyldi þó athuga, að á öxul gæfuhjólsins er letrað „Vei, Heköbu drottningu," en henni var á end- anum breytt í hund. 1 næsta kafla er lofsöngur til vorsins og ást- arinnar, sá þriðji er safn drykkjusöngva. Þar lýsir skáldið lífsskoðun sinni. Hann velur hinn breiða veg taumlauss lífernis og áhyggjuleysis og metur meira gleði líðandi stundar en mjóa veginn með von um andlega velferð og sáluhjálp að launum. Kaflanum lýkur með einum alls herjar drykkju- brag, þar sem lýst er hinu ljúfa Iffi f kránni og þeim beðið bölbæna, sem féfletta drykkjubræður sína. Amorshirðin fjallar, eins og nafngiftin bendir til, um ástina, — gleði, unað, vonbrigði, fölskva- leysi og tvískinnung. „Girndin og siðprýðin eru metnar á vogarskálum, en ég kýs hið áþreifan- lega. Ég hneigi höfuð mitt og geng fúslega undir það, sem þrátt fyrir allt er hið ljúfa ok.“ Tónlistin er eftir Carl Orff, sem fæddur er f Mtinchen árið 1895. Hann hóf ungur tónsmíðar og var aðeins 16 ára er hann samdi fyrsta kórverk sitt, Zaraþústra. Hann hefur m.a. hafið nokkrar óperur Monteverdis til vegs og virðingar í nýjum búningi, en eitt aðalviðfangsefni hans hefur verið miðaldatónlist, eins og greina má víða í Carmina Burana. Orff stofnaði tónlistarskóla í Mtinchen, þar sem dans og leiklist eru verulegur hluti af náminu, enda hefur hann lýst því yfir, að til- gangur hans sé einmitt sá að sameina orðsins list tónlistinni með hreyfingum og látbragði. — A.R. væri í fyrsta sinn í fimmtán ár, sem hann syngi opinberlega, ef frá væri talinn afmæliskon- sert, sem haldinn var Maríu Markan til heiðurs. Hvort hann væri ekki taugaóstyrkur og hvort ekki væri erfitt að syngja opinberlega eftir svo langt hlé? — Maður hugsar ekki um það hvort hlutirnir séu erfiðir og ég er ekki beint taugaóstyrkur, sagði Þorsteinn, — miklu frekar spenntur. Þegar við spurðum Garðar Cortes hvort ekki hefði farið mikill tími í æfingar, svaraði hann: — Það vill nú bara svo til, að það, sem ég á að syngja er eiginlega ekki hægt að æfa. Þetta er langt fyrir ofan mitt raddsvið, því að þetta er eiginlega ætlað fyrir counter-tenór. Þess vegna er ekki um annað að gera en að demba sér út í þetta og sjá hvernig til tekst. Hér kemur Jón Ás- geirsson til skjalanna: — Garðar er þarna í svansgervi. Það er verið að steikja svaninn og setja hann á fat, svo að það eru ekki beinlínis hugljúfir söngvar, sem berast frá honum á slíkri örlagastundu. Svanurinn rifjar upp sína fyrri ævi, þegar hann dvaldist hvítur og fagur í yndis- legu umhverfi, en nú snýst hann á teininum og verður svartara og svart- ari. Svo liggur hann á fatinu og bíður þess að skemmtanaseggirnir læsi tönnunum græðgislega í hold hans. Kvæðin eru ákaflega skemmtileg. Þau eru frá þeim tíma er heiðni setti ennþá svip sinn á allt menningarlíf og púri- tanar voru ekki orðnir allsráðandi eins og síðar varð. Það er kveðið um ástir og munað, fegurð, gáska og ruddaskap. Hér er kveðið skýrt og tæpi- tungulaust að orði og líka eru hér klámvísur fyrri alda. Nútímafólk kippir sér ekkert upp við þetta, en á 12. öld hefur þetta verið djarflegt orðalag, segir Jón.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.