Morgunblaðið - 11.12.1975, Síða 13
13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1975
Nýjar bcekur
frá WUNNI
Það er eitthvað sem enginn veit
Endurminningar Líneyjar Jóhannesdóttur eftir Þorgeir Þorgeirsson
Hnitmiðaðar frásagnir og skörp athyglisgáfa bregða birtu yfir óvenjulegt
mannlíf á höfuðbólinu Laxamýri í Þingeyjarsýslu og ættmenn Jóhanns
Sigurjónssonar skálds. Þetta er hlý og falleg bók sem er allt í senn:
þjóðlífslýsing, safn skemmtilegra frásagna, einstakar persónulýsingar og
meitlað bókmenntaverk.
Ágúst
eftir Stefán Júlíusson
Spennandi nútímasaga um ástir, örlög og baráttu um völd. Aðalpersón-
urnar eru Ágúst, ungur stjórnarráðsfulltrúi og Svava, háskólanemi og
flugfreyja. Við söguna koma ráðherra, þingmenn, bæjarfulltrúar og ýmsir
embættismenn. Ágúst er hugljúf ástarsaga, en hún kemur víða allnærri
veruleikanum og mun sjálfsagt einhverjum þykja nærri sér höggvið.
Eftirþankar Jóhönnu
eftir Véstein Lúðvíksson
Spennandi nútímasaga úr Reykjavíkurlífinu og magnað bókmenntaverk.
I þessari sögu kemur fyrir ýmislegt sem gott þætti að nota í hreinrækt-
uðum skemmtisögum, en i þessari bók er hvergi slakað á itrustu bók-
menntalegum kröfum, enda er hún rituð af einum snjaliasta skáldsagna-
höfundi okkar í dag. Og eitt er vist: það leiðist engum lestur þessarar
bókar.
Vindur, vindur vinur minn
eftir Guðlaug Arason
Óvenjulega athyglisverð frumraun ungs höfundar, bók sem tekst á við
spurningar er knýja fast á dyr nútímamannsins, spurningar um lífstil-
gang, lífsgildi og tengsl við náttúruöflin. Bók sem kafar djúpt í grund-
völl mannlifsins, en er um leið heillandi og listfeng frásögn.
Öldin okkar —
nýtt bindi
Rekur sögu áranna 1951—1960 i hinu lifandi formi nútíma fréttablaðs.
Aldirnar eru nú alls 8 talsins og birta á þriðja þúsund myndir.
Vísnasafnið —
Þriðja bindi
I þessu bindi er að finna yfir 700 lausavísur 250 höfunda sem hinn lands-
kunni vísnasafnari Sigurður Jónsson frá Haukagili tók saman. Fyrri
bindin tvö hafa öðlast miklar vinsældir.
Hefnd gömlu námunnar
eftir Hammond Innes
Leyndardómsfull og hörkuspennandi bók eftir frábæran höfund. Sögu-
hetjan er óafvitandi leidd á vit örlaga sinna á nötnrlegum og dularfullum
stað þar sem á sér stað barátta upp á lif og dauða.
Launráð í Vonbrigðaskarði
eftir Alistair MacLean
Ný æsispennandi bók eftir mest selda spennubókahöfund hér á landi sem
annars staðar. Að þessu sinni velur hann sér Vilita vestrið sem sögusvið
og reynist þar jafnmikill meistari spennu og atburðarásar og hann er í
þeim sögum er gerast ( heimi nútímans.
Meira af Jóni Oddi og Jóni Bjarna
eftir Guðrúnu Helgadóttur
Fyrri bókin um Jón Odd og Jón Bjarna vakti mikla athygli og hlaut verð-
laun sem besta frumsamda barnabókin árið 1974. Þessi bók gefur hinni
fyrri ekkert eftir hvað fjörlega frásögn og létta kímni snertir. Bræðurnir
halda áfram að kynnast nýjum hliðum á lífinu, gleði þess og sorg og
þeir eru samir við sig i uppátækjum sfnum og hugdettum.
Húgó
eftir Marie Gripe
Þriðja og síðasta bókin af hinum margverðlaunuðu bókum um Jósefinu
og Húgó, sem unnið hafa hug og hjörtu lesenda viða um heim. ,,Það er
óblandin ánægja að lesa bækurnar um Húgó og Jósefínu ... Ég held
að fullorðið fólk geti mikið lært af þessum bókum.“ Bo Strömstedt, Ex-
pressen. „Höfundurinn lýsir heimi barnsins með ótrúlegri nærfærni, hlýju
og kfmni ...“ Finn Jor, Aftenposten.
Hæðargerði á uppleið
eftir Max Lundgren
Sjálfstætt framhald á Áfram Hæðargerði. Bækurnar um Knattspyrnufélag
Hæðargerðis eru spennandi og skemmtilegar unglingabækur, en þær eru
jafnframt vandaðar. Bók þessi er í flokknum Úrvaisbækur Iðunnar.
Bækur handa yngri börnum
Handa yngri börnum koma út níu skemmtilegar bækur prýddar fallegum
litmyndum: Tvær bækur um Albin eftir hinn frábæra listamann og barna-
bókahöfund Ulf Löfgren, Albin er aldrei hræddur og Albin hjálpar til, mjög
góðar og skemmtilegar bækur. — Kalli og Kata í leikskóla og Kalli og
Kata á ferðalagi, stuttar, auðskildar sögur, fallegar myndir. — Benni og
gæsirnar hans, stór og gullfalleg bók, skemmtilegt ævintýri. — Fjórar
litlar, ódýrar og skemmtilegar bækur um Stínu snjöllu og Snata.
Nýjar bœkur
f rá IÐUNNI