Morgunblaðið - 11.12.1975, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1975
Nýkomið
Borð með reyklitaðri glerplötu
Stærð 71 x 71, hæð 36
© Vörumarkaðurinn hf.
Ármúta 1A. Húsgagna og heimilisd. S-86-112 Matvörudeild S-86-111, Vefnaðarv.d. S 86-113
Nytsamar
jólagjafir
Husqvarna (h)
c£jmnai StfoZciiööon Lf
Suðurlandsbraut 16 — Laugavegi 33
Glerárgötu 20, Akureyri
og víða í verzlunum.
BÖHN ÞURFA
EINNIG AÐ LESA
FRÆGAR BARNABÆKUR
Bamabaðið Vorið sendir frá sér nú í haust
tvær bamabækur, sem farið hafa sigurför víða
um heim, og verið prentaðar í mörgum útgáfum.
Sú fyrri er TESKEIÐARKERLINGIN, ný
aevintýri, 2. bók, eftir norska bamabókahöfund-
inn kunna, Alf Pröysen. Sögumar um Teskeiðar-
kerlinguna hafa náð fágætlega miklum vinsæld-
um meðal margra þjóða. Einnig hafa verið gerð-
ar um hana sjónvarpsmyndaflokkar, sem hlotið
hafa hinar bestu viðtökur.
Sú síðari er BRANDA LITLA og villikettirnir,
2. bók, eftir danska rithöfundinn, Robert Fisker.
Bama- og unglingabækur þessa víðkunna höf-
undar hafa einnig fengið frábærar móttökur og
verið þýddar á margar þjóðtungur. Og í heima-
landi sínu, Danmörku, hefur hann verið lang-
samlega mest lesni bamabókahöfundur síðustu
árin.
Frömdu inn-
brot í ölæði
INNBROT og þjófnaður var
framinn f söluskýli Esso norður á
Raufarhöfn eldsnemma á sunnu-
dagsmorguninn. Var rúða brotin f
útihurð söluskýlisins og sfðan náð
til smekklássins fyrir hurðinni.
Skiptimynt var stolið, 5000—8000
kr., og eitthvað af varningi hefur
horfið.
Lögregluþjónninn í bænum,
Stefán Tryggvason, sagði Mbl. í
gær, að mál þetta væri nú upplýst.
Hér hefðu verið að verki tveir
piltar 16 ára. Þeir hefðu játað
innbrotið og báru við að það hefði
verið framið í ölæði.
Sagði Stefán að eitt alvar-
legasta vandamálið, sem þar væri
nú við að glíma, væri drykkju-
skapur unglinga, pilta jafnt sem
stúlkna. Sagði hann heimamenn
hafa af þessu áhyggjui; svo mjög
hefði drykkjuskapur ungmenna
farið vaxandi og er þetta eitt
helzta umræðuefni manna á milli
í bænum, sagði Stefán lögreglu-
þjónn að lokum.
Má hiklaust ætla, að íslensk böm taki báðum
þessum bókum tveim höndum, eins og jafnaldr-
ar þeirra í öðmm löndum.
BARNABLAÐIÐ YORIÐ
F ormannafundur
Sjómannasambands-
ins um næstu helgi
FORMANNAFUNDUR Sjó-
mannasambands Islands verður
haldinn í Reykjavík n.k. föstudag.
Væntanlega munu mæta þar
18—19 formenn sjómannafélaga
vfðs vegar um land og verða
kjaramál til umræðu, með tilliti
til komandi samningaviðræðna
við útgerðarmenn um kaup og
kjör.
Fékk 121 kr.
fyrir ufsa-
kílóið í
Þýzkalandi
VÉLBATURINN Glófaxi frá
Vestmannaeyjum seldi 49.5 lestir
af netaufsa í Cuxhaven í Þýzka-
landi fyrir 92.782 mörk eða
tæpar sex milljónir ísl. króna.
Meðalverð pr. kíló var um 121
króna. Þetta mun vera fyrsta sala
islenzks fiskibáts I Þýzkalandi
íðan gengið var frá samningum
/ið Þjóðverja vegna landhelgis-
nálsins.
r
A fleygri stund
■ljóð eftir Jón Þórðar-
son frá Borgarholti
UT ER komin ný ljóðabók eftir
lón Þórðarson frá Borgarholti.
Ber bókin titilinn „Á fleygri
5tund“. I bókinni eru 27 ljóð. Á
kápu bókarinnar stendur að Jón
kunni að meta óbundinn kveð-
skap, en að hann telji að
hrynjandi stuðla.falla og ríms séu
eiginleikar, sem ekki megi
glatast. Hún höfði ekki síður til
nútfmans. Fjölvi gefur út.