Morgunblaðið - 11.12.1975, Page 20
20
MORGtíNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1975
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarf ulitrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
hf. Árvakur, Reykjavlk.
Haraldur Sveinsson.
Matthlas Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6. slmi 10 100.
Aðalstræti 6, slmi 22 4 80.
Áskriftargjald 800,00 kr. á mánuði innanlands.
I lausasölu 40,00 kr. eintakið.
Kristján Ragnarsson, for-
maður L.Í.Ú., flutti eftir-
tektarverða ræðu á aðalfundi
Landssambandsins, sem hófst í
fyrradag. Sá kafli ræðunnar,
sem vafalaust mun vekja mesta
athygli fjallar um það, hver
viðbrögð okkar íslendinga eigi
að vera við skýrslu Hafrann-
sóknastofnunar um ástand fisk-
stofnanna en hingað til hefur
lítið farið fyrir því að ábyrgir
aðilar hafi lýst skoðunum sín-
um á því, hvernig bregðast eigi
við þeirri skýrslu í sjávarútvegi
okkar sjálfra.
í ræðu sinni sagði Kristján
Ragnarsson m.a.: „í skýrslu
Hafrannsóknastofnunarinnar
eru þau nýmæli frá fyrri skýrsl-
um, að nú er sett fram tillaga
um það aflamagn, sem leyft
verði að veiða úr hverjum fisk-
stofni. Er þá næsta furðulegt,
að það skuli ekki hafa komið
fram fyrr, þegar litið er til þess
að stærð hrygningarstofns
þorsks var um 750 þúsund
lestir 1970, en er nú talinn
vera um 220 þúsund lestir og
með sömu sókn verði hann um
60 þúsund lestir 1979. Þetta
er hin hrikalega niðurstaða
skýrslunnar, sem enginn getur
látið fram hjá sér fara og þetta
er það, sem með engu móti má
verða. Við höfum reynslu af því
hvernig fór með norsk-islenzka
sildarstofninn og ef þorskstofn-
inn fer sömu leið þarf ekki að
eyða orðum að því efnahags-
ástandi, sem hér verður þá.
Ekki hafa komið fram margar
tillögur um, með hvaða hætti
skuli við brugðizt. Ég fæ ekki
séð, að það geti gerzt nema
með tvennum hætti, þ.e. að
hætta veiðum, þegar þvi afla-
marki er náð sem veiða má, en
það getur orðið eftir mitt næsta
ár eða stöðva hluta fiskiskipa-
flotans, sem þorskveiðar
stunda, strax í ársbyrjun. í
þessu sambandi geng ég út
frá, að allar friðunaraðgerðir
hafi verið framkvæmdar, eins
og lokun veiðisvæða smáfisks
og lokun hrygningarsvæða. Ef
við gefum okkur að veiðunum
með óskiptri sókn veiðist
mun meira magn af þorski en
fiskifræðingar mæla með að
veitt verði. Verðum við að velja
á milli fyrrgreindra tveggja
leiða og virðist þá síðari leiðin
þjóðhagslega hagkvæmari,
þótt hún kunni að reynast örð-
ugri í framkvæmd. Stöðvun
veiðiflotans eftir mitt ár er nær
óframkvæmanleg vegna at-
vinnusjónarmiða og verður því
að dreifa veiðunum á allt árið,
en það verður ekki gert nema
með stöðvun hluta flotans í
ársbyrjun. Ef það verður gert
verður að fresta afborgunum af
lánum og fella niður vexti af
þeim skipum, sem lagt yrði og
gera fleiri ráðstafanir til aðstoð-
ar eigendum þeirra skipa, sem
fyrir þvi yrðu. Þetta eru róttæk-
ar hugmyndir en ég fæ ekki
séð, að komizt verði hjá þeim
hvað sem við kemur atvinnu-
leysi og rekstrarerfiðleikum því
þeir eru smámunir miðað við
þá erfiðleika, sem ella yrðu, ef
ekkert verður aðhafzt."
Hér fjallar formaður L.Í.Ú.
um málefni, sem ekki verður
undan vikizt að taka til um-
ræðu nú þegar. En eins og
bent var á í forystugrein Morg-
unblaðsins fyrir skömmu þolir
það enga bið að stjórnvöld móti
stefnu og afstöðu til skýrslu
Hafrannsóknastofnunar. For-
maður L.Í.Ú. setur fram tvo
valkosti. í fyrsta lagi að hætta
veiðum á næsta ári, þegar því
aflamarki er náð, sem veiða má
að mati Hafrannsóknastofnun-
ar og mundi þá allur flotinn
hefja veiðar eftir áramót en
verða lagt þegar leyfilegt afla-
magn er komið á land. Ekki
þarf að lýsa afleiðingum þess
fyrir atvinnuástandið í landinu
og efnahag þjóðarinnar al-
mennt. í öðru lagi setur Kristj-
án Ragnarsson fram þann val-
kost, að strax í upphafi næsta
árs verði hluta fiskiskipaflotans
lagt. í umræðum um þessa
kosti er rétt að benda á tvær
leiðir til viðbótar, sem borið
hafa á góma í opinberum um-
ræðum og manna á milli. Þvi
hefur verið haldið fram, að
sjóðakerfi það, sem nú er við
lýði í sjávarútveginum og svo
mjög hefur verið gagnrýnt,
stuðli beinlínis að útgerð skipa,
sem óhagkvæmt er að reka og
eru jafnframt illa rekin, m.ö.o.,
að sjóðakerfið virki eins og
uppbótarkerfi í sjávarútvegin-
um innbyrðis. Jafnframt hefur
sú skoðun komið fram, að með
þvi að afnema þetta sjóðakerfi
að verulegu leyti væri í einu
vettfangi, á eðlilegan en að
visu harðneskjulegan máta,
séð fyrir þvi, að sá hluti fiski-
skipaflotans, sem verst gengur
vegna lélegrar stjórnunar, lítils
aflamagns og óhagkvæms
reksturs yfirleitt, stöðvist þeg-
ar í stað, og að hér væri um
mjög áhrifaríka leið að ræða til
þess að draga úr sókninni í
fiskstofnana. Þótt mörgum
kunni að þykja hér kaldrana-
lega að farið er nauðsynlegt
vegna þessarar umræðu og
hugsanlegra breytinga á sjóða-
kerfinu að taka þetta til um-
ræðu.
Hinu er svo ekki að leyna, að
ábyrgir stjórnmálamenn hafa
látið í Ijós þá skoðun, að i
niðurstöðum Hafrannsókna-
stofnunar felist æskilegasta
leiðin til verndunar fiskstofnum
en að ekki sé þar með sagt, að
það mundi hafa hinar örlagarik-
ustu afleiðingar i för með sér,
ef samdrætti í aflamagni yrði
dreift á lengra tímabil, þannig
að áhrifin á atvinnu- og efna-
hagslif landsmanna yrðu ekki
jafn djúpstæð og snögg.
Um þetta sjónarmið þarf
einnig að fjalla og fá fram mat
fiskifræðinga á þvi. Ljóst er, að
svigrúmið er ákaflega lítið og
mikil hætta i þvi fólgin að taka
of mikla áhættu í þessum efn-
um, en timabært er að hefja
umræður um þetta mál og á
formaður Landssambands ís-
lenzkra útvegsmanna þakkir
skildar fyrir að hefja þá um-
ræðu, hvaða skoðanir sem
menn svo kunna að hafa á
þeim valkostum, sem hann
hefur sett fram.
Hvernig á að bregðast
við skýrslunni?
THE OBSERVER u'Jtót THE OBSERVER THE OBSERVER THE OBSERVER THE OBSERVER iSS&THEO
Havana
Nú í desember verður haldið
fyrsta flokksþing kúbanska
kommúnistaflokksins. Benda
líkur til þess, að eftir það
kreppi talsvert að trúuðum
mönnum í landinu, enda þótt
þeir séu sannir byltingarmenn
til orðs og æðis.
Mun flokksþingið ganga frá
fyrstu skipulagslögunum fyrir
kommúnistaflokkinn, og þar
með verða formlega skráðar
starfsreglur hreyfingarinnar,
en hingað til hefur eins konar
bráðabirgðaskipulag verió
ríkjandi frá því að flokkurinn
var stofnaður I október 1965.
Hann varð til við sambræðslu
ýmissa flokka og hreyfinga,
sem voru ýmist marxískar eða
ekki, en höfðu allar stutt
byltingu Fídels Kastró árið
1959.
Drög að skipulagslögum fyrir
flokkinn hafa nýlega verið birt.
Þar er svo kveðið á að trúmál
séu ekkert annað en „skrum-
skælt og imyndað endurskin af
hinum ytri raunveruleika" sem
dofna muni og hverfa, eftir því
sem menn losni undan þeim
þjóðfélagslegu ástæðum, sem
kölluðu það fram, og eftir þvf
sem fólki er kennt að hugsa
réttar.
I drögunum er hins vegar
greint á milli afstöðunnar til
trúaðra einstaklinga og trúar-
bragða sem hugmyndafræði.
Samkvæmt því verður að virða
hugmyndafrelsi einstakling-
anna svo framarlega sem þeir
eru löghlýðnir og fallast á
„vísindalega fræðslu og að
skólar sinni ekki trúarlegu
uppeldi.“ Á hinn bóginn segir í
drögunum að i stað trúar-
bragðafræðslu, þurfi fjöldinn á
að halda fræðslu um kenningár
„vísindalegs sósíalisma, og að
því þurfi að vinna kerfisbundið
og með kostgæfni." Ekki má þó
beita trúað fólk refsiaðgerðum,
heldur skal leitast við að fá það
á band byltingarinnar. Framlag
róttækra kristinna manna,
einkanlega í Rómönsku
Ameriku, er talið lofsvert.
Samkvæmt drögum þessum,
sem talið er líklegt að verði
samþykkt á flokksþinginu, má
sjá stefnubreytingu í þá veru,
að ríkið viðurkenni engan
Kúbumann sem sannan
Kúbumann nema hann sé
Marx-Leninisti i stað þess að
áður var enginn Kúbumaður
viðurkenndur sem sannur
Kúbumaður nema hann væri
byltingarsinni.
Margir frammámenn í
kúbanska kommúnistaflokkn-
um leggja mikið kapp á að
trúarbrögð verði afnumin.
Kaþólska kirkjan, sem er
stærsti trúmálaflokkurinn í
landinu, er þessu vitaskuld
mjög mótfallin. Hún stendur á
gömlum merg í landinu, en
hefur þó oft átt í vök að verjast.
öldum samar. hafði hún engin
ítök i ýmsum héruðum lands-
ins, einkum i austurhlutanum,
þar sem áhrifa frumstæðra
trúarbragða gætti mjög, en þau
bárust þangað með aðfluttum
verkamönnum, sem stunduðu
þar árstíðabundna ígripavinnu.
I öðrum landshlutum varð er-
lendum trúboðum, einkum mót-
mælendum frá Bandarikjun-
um, vel ágengt. Samkvæmt
manntali sem gert var árið
1957, fyrir byltinguna, kom i
ljós, að 72,5% íbúanna töldu sig
rómversk-kaþólskrar trúar, en
aðeins 25% þeirra stunduðu
trúariðkanir. Margt fólk til
sveita hafði aldrei séð prest.
Frá fornu fari hefur klerka-
stéttin á Kúbu mikið til verið
upprunnin á Spáni. Margir
kirkjunnar menn voru þvi and-
vigir sjálfstæðisbaráttu Kúbu-
manna á 19. öld og voru afar
íhaldssamir allt fram yfir
byltingu Kastrós. Fram að
byltingu einkenndust guðs-
þjónustur kaþólskra og önnur
trúariðkun mjög af hjátrúar
kenndu rugli. Kúbumenn hafa
hins vegar átt ýmsar frelsis-
hetjur meðal presta og trúaðra
manna. Til dæmis má nefna
föður Félix Valera, en hann var
meðal þeirra fyrstu sem
kröfðust þess snemma á síðustu
öld, að nýlendustjórn Spán-
verja á Kúbu yrði aflétt. Enn-
fremur má nefna Jose Antonio
Echavarría. Hann var
kaþólskur stúdentaleiðtogi og
á meðal þeirra sem skipulögðu
árásina á forsetahöll Batista
einræðisherra í Havana árið
1957, en í þeirri árás lét hann
lífið. Arásin á forsetahöllina
varð eitt af hinum goðsagna-
kenndu afrekum skæruliðanna,
sem börðust gegn Batista. Slík-
ir menn sem þessir voru þó í
minnihluta, og sem stofnun
reyndist kaþólska kirkjan á
Kúbu vera fremur íhaldssöm og
veitti Batista litla sem enga
mótstöðu.
Miklar breytingar hafa orðið
í trúmálum á Kúbu frá því sem
var árið 1959. Trúboði Banda-
ríkjamanna hefur verið hætt'og
lítið eimir eftir af árangri
þeirra. Vottar Jehova hafa
reynzt einna lífseigastir af
þessum mótmælendasöfnuðum,
en þeir eru undir sérstöku
eftirliti sökum þess að þeir
vilja ekki viðurkenna vald
ríkisins. Kaþólska kirkjan
hefur skroppið verulega saman,
en að margra áliti, starfar hún
nú á miklu heilbrigðari grunni
en áður, eftir að hafa losnað við
marga áhangendur sína sem
ófúsir voru til að færa nokkrar
fórnir fyrir trú sína.
Sérfræðingur í trúmálum I
Havana segir að kirkjan hafi
misst að miklu leyti ítök sín
meðal þess fólks, sem nú er á
miðjum aldri. Gamalt fólk haldi
áfram trúariðkunum þeim, sem
það hafi alizt upp við, en
miðaldra fólk hafi í stórhópum
gefið trú sína upp á bátinn,
enda sé þetta sú kynslóð, sem
orðið hafi fyrir mestum áhrif-
um af byltingunni. Nú er eftir
að vita, hvaða stefnu unga kyn-
slóðin tekur, fólk, það sem hlot-
ið hefur uppeldi á árunum eftir
byltinguna.
Um þessar mundir reynir
mjög á þolrifin í ungum
kaþólikkum á Kúbu. Svonefnd
Brautryðjendasamtök, sem
starfa á vegum kommúnista
flokksins og öll skólabörn eru
eindregið hvött til að ganga í
beita sér mjög gegn trúarbrögð-
um, og jafnt i kennslustundum
sem utan verða unglingar þeir,
sem játa á sig kaþólska trú að
sitja undir alls konar áróðri.
Beztu störfin til sveita standa
þeim ekki til boða, því að þau
eru ætluð meðlimum
kommúnistaflokksins. En ein-
mitt af því að kaþólikkarnir eru
ekki I kapphlaupi um vegtyllur
í ungkommúnistahreyfingunni,
hafa þeir oft betri tíma en hinir
til að einbeita sér að náminu.
Og i þessum hópi eru margir
tilvonandi prestar, og einn af
kirkjunnar mönnum hefur
tekið svo til orða, að hér séu
beztu prestsefnin I gervallri
Rómönsku Ameríku. 64 prests-
efni munu brátt ljúka prófi og
12 munu verða vígðir í embætti
innan skamms.
Þessir prestar munu starfa
undir handleiðslu biskupa sem
eru allir kúbanskir að þjóðerni,
en þetta er í fyrsta skipti í sögu
landsins, að enginn útlend-
ingur situr í biskupsembætti.
Munu þeir væntanlega fá tæki-
færi til að sýna og sanna, að
samfélag kaþólskra geti sýnt
jafnmikla nytsemd og þjóðholl-
ustu og hvert annað samfélag á
Kúbu, þvert ofan í það sem
talsmenn kommúnistaflokksins
hafa fullyrt.
eftir Hugh
Óshaughessy
Kúbanskir kommúnistar und
irbúa nýjar trúarofsóknir