Morgunblaðið - 11.12.1975, Page 21

Morgunblaðið - 11.12.1975, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1975 21 Þorskgstríðið: Stórauka þarf íslenzkar fréttir og frásagnir af miðunum HER á sfðunni eru frásagnir eins þeirra brezku blaða- manna, sem fengið hafa levfi brezkra stjórnvalda og flotayfirvalda til að fylgjast með þorskastrfðinu, óhindrað og við þær beztu aðstæður, sem hugsazt get- ur. Slfkur fréttaflutningur af miðunum er brezkum málstað mikils virði vegna eðlilegrar upplýsingastarf- semi og vakna þær spurn- ingar, hvort fslenzkir fjöl- miðlar og fslenzk stjórnvöld séu nógu vel á verði og hvort ekki sé ástæða fyrir þessa aðila að taka mið af frétta- frásögnum f brezkum fjöl- miðlum um þessar mundir; hvort ekki sé nauðsynlegt að þessir aðilar taki höndum saman til að stórefla frétta- miðlun og frásagnir af miðunum, enda er það kunn staðreynd — studd reynslu sfðustu ára — að strfð vinn- ast nú ekki sfzt eða tapast f fjölmiðlum. Morgunblaðið birtir þessar frásagnir hér á sfð- unni f þvf skyni að vekja þessar spurningar — og hvetur eindregið til þess að réttir aðilar fhugi þær ræki- lega. Opnari fréttamennska fslenzkra fjölmiðla er a.m.k. brýnt nauðsynjamál eins og nú horfir, og má f þvf sam- bandi benda á ummæli Nielsar P. Sigurðssonar, sendiherra Islands f Lundúnum, f Mbl. f gær, þar sem hann segir, að fréttir frá fslenzkum aðilum berist allt of seint til útlanda. Slfk ummæli háttsetts starfs- manns utanrfkisráðuneytis- ins geta ekki farið fram hjá fslenzkum stjórnvöldum. „Einhver andskotinn skar ávörpuna,! Frásögn fréttamanns Times af þorskastríðinu UM borð í Miröndu SA af Islandi 3. desember frá Michael Horsnell. Islenzka varðskipið Ægir gerði mikinn usla meðal brezku togaranna SA af Islandi í dag og bætti nýjum ofbeldiskafla við þorskastríðið. Arásin í dag var gerð fyrir framan nefið á brezka flotanum eftir að annað varðskip hafði verið notað sem tálbeita til að beina athygli freigátanna Brighton og Falmouth frá Ægi. Síðan greip skipherrann á Ægi til þess ráðs að trufla talstöðvarskipti til þess að koma í veg fyrir að togararnir gætu látið verndar- skipin vita. Síðar um daginn héldu brezku herskipa- herrarnir fund með sér til að ræða öryggisráðstafanir. Atburðarásin hófst með þvf að varðskipið Öðinn sigldi í námunda við togaraþvöguna í gærkvöldi og nótt og eltu her- skipin Óðin. Skömmu fyrir dögun lét svo Ægir til skarar skríða eftir að hafa Iæðzt óséður út frá Seyðisfirði og skar á vörpu Grimsbytogarans Boston Commanche auk þess sem hann gerði tveimur Hull- togurum lífið leitt með því að blinda skipstjórnarmenn með sínum sterku ljóskösturum. Aðgerðir Ægis voru of snöggar til þess að verndarskipin næðu að komast á milli Ægis og togaranna 34, sem voru að veiðum í hóp, og þessar snöggu aðgerðir valda brezku skipherr- unum miklum áhyggjum. Sem fyrr segir truflaði Ægir fjarskipti á VHF (hátíðni- bylgjunni) sem togaraskip- stjórarnir nota til að kalla á aðstoð og kom þannig i veg fyr- ir að hægt væri að gera verndarskipunum viðvart. Truflanirnar voru fram- kvæmdar á þann kænlega hátt, að lofskeytamaðurinn á Ægi þrýsti stöðugt á og sleppti skiptihnappnum á bylgjunni og flautaði þannig að Brighton vissi ekkert hvað var að gerast. Árásin hófst kl. 04.15 rétt fyrir dögun f sæmilega kyrrum sjó. Allt í einu heyrðist rödd Joe Harris á Aldershot yfir ljós- vakann: „Einhver andskotinn skar á vörpuna." Harris sá skurðinn, er klippur Ægis sneiddu vörpuna frá eins og hnífur sker smjör. Roy Harris skipstjóri á Boston Commanche staðfesti skurðinn sjóðandi illur. Skipherrann á Euroman heyrði fréttina og sigldi á fullri ferð á staðinn ásamt Lloyds- man, sem slóst í förina, en það var of seint. Ægir hafði sett Brighton úr leik með truflunar- aðgerðunum og hélt áfram á fullri ferð að Hulltogurunum Falstaff og Ross Leonis og blindaði þá með ljósköstur- unum. Ægir gerði síðan hina skip- stjórana snarruglaða með þvi að kalla sífellt f loftskeyta- stöðina: „Týr, halló Týr, hér er Ægir, Týr, halló Týr, hér er Ægir.“ Togaraskipstjórarnir, sem voru æfareiðir, reyndu að hefna sín með því að trufla hátíðnibylgjuna svo að Ægir gæti ekki náð sambandi við Tý, en það hafði verið leikið á þá. Týr var hvergi nálægur. Þegar hér var komið sögu höfðu allir togararnir híft trollið inn. Verndarskipin voru ráðalaus gegn þessum leifturaðgerðum, því að fallbyssur freigátanna eru stjórnmálalega ónothæfar. Ægir skreið óséður út frá Seyðisfirði til árásarinnar og sneri algerlega á verndarskipa- flotann með því að sigla fyrir norðan togarana milli þeirra og lands og koma sfðan að þeim á blindu hliðinni úr austri þannig að verndarskipin, sem voru fyrir SV og NV togarana sáu Ægi ekki á ratsjánni. Eina hefndaraðgerðin kom gegnum stöðina,' er föðurlandsvinur- inn Joe Harris á Aldershot, sem þolir ekki að heyra orði hallað að landi sínu, lék „Land of Hope and Glory" f talstöðina af segulbandi. Þá var Ægir horfinn. Við sáum Ægi næst á Nörð- firði, en þangað hafði hann fylgt Miröndu sem var að flytja slasaðan sjómann f land. Gráa byssu varðskipsins bar við snæviþaktar hlíðar fjallanna. Ægir sigldi upp að okkur og kallaði: „Miranda, hvað ertu að gera hér?“ Landhelgisgæzlan hafði ekki látið skipherrann vita um ferðir okkar. „Við óskum sjúklingum ykkar alls hins bezta, en við erum hræddir um að til vandræða Freigátan Falmouth hafði tvíhandleggsbrotnað og margfingurbrotnað en sagði: „Ég hefði getað misst hand- legginn og allt þetta fyrir 10 körfur af fiski.“ 4. desember. Lagt á ráðin. Skipherrar verndarskipanna hittust um borð f freigátunni Falstaff til þess að leggja á ráðin i kjölfar ófaranna, sem þeir urðu að þola af völdum Ægis í gær. John Tait, yfir- maður verndarflotans, boðaði tæki verða sett um borð f dráttarbátana, sem eru aðeins aðstoðarskip við olfuboranir og illa búnir slíkum tækjum. Þá munu verndarskipin eirinig nota blikkljós til þess að togaraskipstjórarnir geti greint þau frá varðskipunum. Þetta var ákveðið eftir að varðskipið Árvakur hafði blekkt Port Vale og skorið vörpuna frá honum eftir að hafa læðzt að honum með togljós kveikt. Þá eru einnig uppi áætlanir um að 5. desember: Enn sker Þór og stingur verndarskipin af. íslenzka varðskipinu Þór tókst enn á ný að skríða gegn- um verndarnet brezku skipanna og skera á vörpu Grimsbytogarans Ross Ramilles, en Lloydsman tókst að koma í veg fyrir að hann næði að skera á vörpu annars togara. Mikill hiti komst í menn og yfirmaður flotans, John Tait, skipaði mönnum að taka það rólega eftir snörp orðaskipti milli skipherrans á Þór og Nick Kettleweil skipherra á Brigh- ton, en Þór fór hörmulega illa með Brighton f eltingarleikn- um. Engu munaði að árekstur yrði milli Þórs og Lloydsman og voru aðeins 2 metrar á milli skipanna, er Þór komst í burtu. Yfirmenn . flotans sögðu að aðgerðir Lloydsman til að koma I veg fyrir að Þór skæri á aðra vörpu væri fyrsti sigurinn fyrir verndarskipin. Þór gerði árásina í skjóli blindhríðar og f 8 vindstigum og sem fyrr var Oðinn notaður sem tálbeita til að draga gthygli herskipanna frá árásinni. Óðinn sigldi upp að togurunum i gærkvöldi án þess að hafast að, en batt þar með Falmouth og Star Aquarius við að elta sig. Þór sigldi sfðan að togurunum í skjóli bylsins og næturinnar. Star Aquarius kom siglandi úr vestri til að kanna hvaða skip væri á ferðinni og þegar skipið var komið alveg upp að Þór setti varðskipið á fulla ferð og stakk dráttarbátinn af. Brigh- ton, Euroman og Lloydsman komu siglandi á fullri ferð en Þór var þegar kominn með klippurnar í sjóinn og Ross Ramilles missti vörpuna. Þór sigldi síðan að Grimsby- togaranum Black Watch, en hann rétt náði vörpunni inn áður en varðskipið gat látið til skarar skríða og verndarskipin gátu snúið Þór frá. Tait, yfir- maður flotans, sagði þá yfir talstöðina við verndarskipin, að þeirra hlutverk væri aðeins „friður á vorum tímum og gott fiskiri" Meðan á eltingaleiknum stóð kallaði skipherrann á Þór með hæðnistón til skipherrans á Brighton: „Hvilíkur sjómaður, hvilíkur sjómaður." Kettlewell skipherra svaraði að islenzki skipherrann ætti að fara á sjómennskunámskeið hjá brezka flotanum í Portsmouth. Kettlewell var þá vinsamlegast beðinn um að detta niður dauður. Yfirmaður brezka verndarflotans og skipherrar hans. F.v. J.M. Tait, G.A. Plumer, R.H. Whvte- Melville-Jackson og N.I.C. Kettlewell. Kettlewell er sem fyrr segir á Brighton, Plumer á Falmouth og Jackson á Leopard. Tait er um borð I Falmouth. kunni að koma.“ Um 100 manns voru á bryggjunni, er gúmmíbátur mannaður 5 hraustustu skipsmönnum Miröndu lagði að bryggju en lögregluþjónar voru meðal mannfjöldans í þvi tilfelli að til átaka kæmi. Ekkert gerðist og hinn slasaði Michael Blacknell, 21 árs gamall háseti af Alder- shot, var fluttur í land. Hann fundinn, vegna þess að hann hafði áhyggjur af sambands- leysinu milli togaranna og verndarskipanna í stríðinu við varðskipin. Eftir fundinn var tilkynnt að dulmálskerfi hefði verið samið til að koma I veg fyrir að varðskipin gætu hlust- að á samtöl og til að tryggja að togaraskipstjórarnir gætu kallað á hjálp. Ný fjarskipta- skipta verndarsvæðinu i tvennt. Togaraskipstjórarnir taka hótanir varðskipanna um handtöku alvarlega en litlar llk- ur eru taldar á því að vopnaðir menn verði sendir um borð i togarana. Varðskipiri héldu i kvöld áfram að sigla upp að togaraskipstjórunum, sem muna vel eftir skotárásinni á Everton í síðasta þorskastríði og vita hversu langt íslenzku varðskipsmennirnir geta gengið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.