Morgunblaðið - 11.12.1975, Síða 22

Morgunblaðið - 11.12.1975, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1975 400 milljónir dregnar út hjá Háskólanum í gær var dregið í 12. flokki Happdrættis Háskóla Islands. Dregnir voru 31.500 vinningar að fjárhæð 397.800,000 krónur. Hæsti vinningurinn, níu tveggja milljón króna vinningar, komu á númer 10750. Trompmið- inn og tveir miðar til viðbótar voru seldir hjá Frfmanni Frí- mannssyni f Hafnarhúsinu. Einn miðinn var seldur í umboðinu í Vestmannaeyjum og annar í um- boðinu f Þorlákshöfn. 500.000 krónur komu á númer 23818. Trompmiðinn af þessu númeri var seldur í Aðalumboð- inu í Tjarnargötu 4. Tveir miðar af númerinu voru seldir hjá Frf- manni Frímannssyni í Hafnarhús- inu og aðrir tveir hjá Arndísi Þor- valdsdóttur á Vesturgötu 10. — Myndir Framhald af bls. 1 sögur væru Um skrfmsli í stöðu- vötnum á frlandi, Norður- löndum og í Kanada en hvergi væru eins sterkar sannanir fyrir því að slfk skrímsli væru til eins og f Loch Ness. Hann kvaðst telja að Loch Ness væri fullt af skrfmslum og taldi skýringuna á þvf að þau kæmu ekki upp á yfirborðið þá að þau lifðu hvert á öðru eða að þau gleyptu steina þannig að þau sykkju þegar þau hættu að synda. — Ajax Framhald af bls. 38 þar með úr leik. Mark Ajax I leiknum gerði Geels. Liverpool vann örugglega og þar var nýr maður I liðinu hetja dagsins. Case heitir sá, og gerði öll mörk liðsins. Barcelona komst sömuleiðis örugglega áfram. Johan Cruyff átti heiðurinn af markinu, lék á 3 varnar- menn og síðan á markvörðinr> gaf á Fortes og hann skoraði. Brugge frá Belglu komst áfram, og mark liðsins gerði Lambert, sá hinn sami og skor- aði markið gegn íslandi s.l. haust. Pólverjarnir í Stal Mielec komust áfram með marki á síðustu mlnútun- um. Heiðurinn á því átti HM stjarnan Domarski. í slðustu umferð komust Pólverjarnir áfram eftir vltspyrnu- keppni, svo þetta er allt saman held- ur naumt hjá þeim. — Freigátan Framhald af bls. 40 setninguna: „Sigldu gætilega, því að hér eru smábátar á ferð.“ „Við svöruðum þessu ekki“, sagði Helgi, „þvf að við sáum hvergi neina smábáta." Þá ræddi Morgunblaðið einnig f gær við Friðgeir Olgeirsson, fyrsta stýrimann á Þór. Friðgeir sagði frá atburði, sem gerðist f fyrrakvöld og Helgi aðeins minnt- ist á. Þá hitti Þór, er hann var á leið í togarahóp, syðst f Vopna- fjarðargrunni, freigátuna Fal- mouth, sem kom á móti varðskip- inu. Dráttarbátur var f togara- hópnum, en kom ekki í námunda við Þór. Er Falmouth kom upp að Þór upphófust slfkað aðfarir frei- gátunnar, að Friðgeir sagði að það hafi aðeins verið öruggari skip- stjórn Helga Hallvarðssonar að þakka, að ekki hlutust af stór- áföll. Friðgeir kvað erfitt að lýsa háttarlagi freigátunnar, en menn gætu ímyndað sér, að þeir væru á hraðbraut á litlum Trabant og óvildarmaður manns væri á 10 hjóla þungaflutningabíl. „Það væri hinum s' Sra f lófa lagið, að hjóla fyrir þig og hreinlega gera út' af við þig,“ sagði Friðgeir og tók fram að öll skipshöfnin á Þór dáði Helga og væri stolt af þvf, hvernig honum hefði tekizt að koma í veg fyrir árekstur. Freigátan Falmouth sigldi i fyrstu í sífellu framan við varð- skipið og freistaði þess að láta Þór sigla á sig. Þegar þetta tókst ekki fór freigátan frá, en tók þá upp annað háttariag. Aftan á skut freigátanna eru svokallaðir íshnífar sinn á hvorri hlið, rétt ofan við kjölinn, ramm- ger járnstykki, sem notuð eru við siglingu f ís og til þess að bægja honum frá skrúfun- um. Þetta gerir freigátan með því að slá skutnum til sitt hvorrar hliðar. Þessa aðferð reyndi frei- gátan við Þór og hvað eftir annað, var fjarlægðin milli skipanna inn- an við hálfan metra. Itrekaðar tilraunir hennar misheppnuðust þó því ávallt tðkst Þór að koma í veg fyrir árekstur. Þessi viður- eign stóð í rúma klukkustund, en þá hvarf Þór á braut. Þá kvað Friðgeir það mjög áber- andi, hvernig yfirmenn flotans á miðunum spiluðu á brezka frétta- menn. Hann sagði sem dæmi um „góða fréttamennsku", að þegar f fyrrakvöld og fyrrinótt hefðu yf- irmenn freigátanna þegar verið byrjaðir að undirbúa fréttir af miðunum í gær. Tilganginum kvað hann bezt lýst með þeirra eigin orðum, en þeir létu boð út ganga, að á morgun (þ.e. i gær), myndu varðskipin koma út á mið- in í þeim tilgangi að láta dráttar- bátinn Lloydsman sigla á sig. Þetta væri Islendingum nauðsyn- legt til þess að Einar Ágústsson hefði fréttir að færa inn á ráð- herrafund NATO í Briissel. „Við reiknuðum hins vegar dæmið þannig," sagði Friðgeir Olgeirs- son, „að brezku sjóliðsforingjarn- ir ætluðu að beita Lloydsman gegn okkur, en þetta tal væri ein- ungis til þess að undirbúa jarð- veginn, því að á miðunum er fjöldi brezkra blaðamanna. Þegar svo að árekstrinum kæmi, áttu allir að vita ástæðurnar fyrir hon- um.“ Þá spurðum við Friðgeir einnig um atburðina á laugardag, er Euroman sigldi á Þór. Hann sagði að tilkynning yfirmanna á Brighton um að þeir á Þór hefðu tekið yfirbreiðsluna af aftari byssunni væri aðeins áróðurs- bragð Breta. Engin orðaskipti hefðu farið fram á milli Helga Hallvarðssonar og yfirmanns frei- gátanna eins og brezkir blaða- menn hefðu skýrt frá og Friðgeir sagði að yfirmanni væri I lófa lagið að blekkja blaðamenn, sem sagzt hefðu orðið vitni að orða- skiptum. T.d. kvað hann sjóiiðs- foringjann hafa getað kallað hvað sem hann vildi í hljóðnema — hljóðneminn þyrfti t.d. ekki að vera í sambandi. Friðgeir taldi að yfirmenn freigátunnar hefðu verið orðnir svo bálreiðir þeim á Þór, að hjá þeim hefði gripið um sig örvænting og þvi hefðu þeir leikið á blaðamenn í áróðursskyni til þess að gera hlut sinn meiri — því að þennan dag hefði Þór klippt og varnaraðgerðir þeirra gjörsamlega mistekizt. Brian Williams, fréttamaður Reuters, sem er um borð f Brighton skýrði frá því i frétta- skeyti í gær að varðskipið Týr hefði gert tilraun til þess að klippa á togvíra brezkra togara, en ekki tekizt. Um hálfa klukku- stund stóðu yfir átök milli Brighton og Týs og segir frétta- maðurinn að Nigel Kettlewell skipherra hafi aðvarað Guðmund Kjærnested skipherra, að hann væri að skipta sér af löglegum veiðum. I fréttinni segir að Guðmundur hafi daufheyrzt við viðvöruninni. I eitt skipti voru aðeins 2 metrar i milli skipanna og þá segir fréttamaðurinn að freigátuskipherrann hafi kallað að hegðan varðskipsins væri stór- hættuleg — erin lét Týr sem hann heyrði ekki — segir fréttamaður- inn. A meðan á þessu stóð sveimaði Nimrod-þota yfir skipunum og kom í lágflug rétt yfir skipin nokkrum sinnum og var búizt við að áhöfn flugvélar- innar væri að taka myndir, sem sönnunargögn fyrir ólöglegum siglingum varðskipsins. — Friðar’- verðlaun Framhald af bls. 1 barátta fyrir framtið mannkyns- ins.“ Dr. Sakharov kvaðst vera „mjög þakklátur og mjög stoltur . . . að sjá nafn sitt ritað við hlið nafna margra frábærra manna, þeirra á meðal Albert Schweitzers." Hann er fyrsti Rússinn sem fær fríðar- verðlaunin. Frú Lionás sagði að Sakharov hefðu verið veitt verðlaunin fyrir baráttu hans fyrir mann- réttindum, afvopnun og sam- vinnu allra þjóða, þvi endanlegt markmið baráttunnar væri friður. „Við vottum honum virðingu fyrir viðleitni hans til að bæta hag fólksins í öllum löndum . . . Nóbelsnefndin harmar að Sakhar- ov var meinað að vera viðstaddur hér í dag til að taka sjálfur við verðlaununum." (Nánar segir frá ræðum Sak- harovs og frú Lionas á bls. 24). Seinna gengu stuðningsmenn mannréttinda fylktu liði fram hjá Grand Hotel þar sem frú Sakhar- ova dvelst og hún kom fram á svalir hótelsins. Æskulýðsfélög allra stjórn- málaflokka nema vinstri- sósíalista efndu til fundar á há- skólatorginu til „stuðnings mann- réttindum". Þar var einnig lögð áherzla á málfrelsi, trúfrelsi, ferðafrelsi, félagafrelsi, réttlæti, félagslegt og efnahagslegt öryggi. — Aðgerðir Framhald af bls. 1 Jafnframt ræddi Arias Navarro tilraun sína til stjórnarmyndunar við ýmsa stjórnmálamenrv þeirra á meðal greifann af Motrico, Josse Maria de Areilza, fyrrver- andi sendiherra í Bandaríkjunum og Frakklandi, og Manuel Fraga, fyrrverandi sendiherra f Bret- landi. Báðir eru taldir umbóta- sinnaðir miðjumenn. Kommúnistaforinginn Marve- lino Camacho kom í dag fyr- ir rétt, ákærður fyrir að hafa skipulagt mótmælaaðgerðir fyrir utan aðalfangelsið í Madrid á sunnudaginn til að krefjast al- gerrar náðunar allra pólitiskra fanga. Hann var í handjárnum. Pólitfskir fangar á Spáni munu vera um 2.000 og ættingjar þeirra segja að aðeins 240 hafi verið látnir lausir. Þeir reyndu f dag að afhenda bréf með beiðni um stuðning við frelsun pólitískra fanga í vestur-evrópskum sendi- ráðum en segja að lögregla hafi komið í veg fyrir það. I verkföllunum í dag tók lög- regla f sfna vörzlu nokkra vinstri- menn sem héldu á kröfuspjöidum við byggingarlóðir. — Ráðherra ákvarðar Framhald af bls. 40 stofnana hér á landi og á sama hátt viðskiptum einstakra fyrir- tækja við lánastofnanir, og gera yfirvöldum aðvart ef viðskiptin gætu á einhvern hátt talizt óeðli- leg eða ekki lögum og reglum samkvæmt. Kvaðst Brynjólfur ekki kannast við að Seðlabankinn ofsækti Guðna Þórðarson f Sunnu á neinn hátt. Guðni Þórðarson tjáði Morgun- blaðinu að hann hygðist halda uppi vikulegum ferðum til Kanaríeyja fram yfir áramót. Fyrsta ferðin yrði farin nk. laugardag og væri fullbókað í hana og meira að segja biðlisti. Kvað hann þess ekki hafa orðið vart að allt umtalið um fyrirtæki hans hefði orðið til að fæla við- skiptavini frá ferðaskrifstofunni nema síður væri. Margir hefðu komið yið í aðalskrifstofum Sunnu í gær til að votta honum samúð og veita honum hvatningu til að berjast gegn þeim ofsókn- um, er Guðni telur sig beittan. Guðni var spurður að þvf hvað tæki við eftir að Sunna hefði misst leyfið 10. janúar nk. og svaraði hann því til að ekkert væri því þá til fyrirstöðu, að Air Viking héldi áfram uppi ferðum með farþega til Kanaríeyja, líkt og Flugfélag Islands gerði, en það stæði fyrir þeim ferðum en ekki ferðaskrifstofurnar. Vrðu tvær af þremur vélum félagsins notaðar til þessara ferða. Guðni sagði, að annars væri mikið annriki í leiguflugi Air Viking f V-Afríku og Asíu um þessar mundir og mun meira en reiknað hefði verið með. Hefði félagið nú að mestu leyti bókuð verkefni fyrir vélina sem nú væri úti — frá næsta sunnudegi og fram yfir áramót. Sagði Guðni, að auk þess að flogið væri með pfla- grfma frá V-Afríku til Mekka þá væri flugvélin nk. sunnudag að fara í aðra áætlunarferðina austur til Kóreu frá Miðjarðar- hafslöndum. Sagði Guðni, að Air Viking kæmi til með að hafa þrjár áhafnir í þessum flutningum en ferðin tæki 2 sólarhringa. Síðan væru í kringum jólin að bætast I við fleiri pílagrímsverkefni frá öðrum aðilum en nú væri flogið fyrir og einnig hefði vélin flogið fyrír sum af þjóðarflugfélögunum í V-Afríku sem leigðu vélina og áhafnir Air Viking til áætlunar- flugs. Guðni sagði, að þeir samn- ingar er Air Viking hefði verið að gera á þessum sióðum hljóðuðu upp á verulegar fjárhæðir. Væru nú einnig góðar horfur á, að Air Viking gerði langvarandi samn- ing eða til heils árs um áætlunar- flug fyrir eitt þjóðarflugfélag- anna á þessum slóðum, en það myndi hafa í för með sér að um 25 íslendingar yrðu að hafa búsetu f Asíu allan þennan tíma. Guðni kvaðst hins vegar ekki vilja nefna land eða flugfélag að fenginni reynslu af fréttaflutningi annarra flugrekstraraðila hér á landi. — Sakharov Framhald af bls. 1 launanna í kvöld en skiptu um skoðun og ákváðu að halda einkasamsæti f hótelinu sem Sakharov dvelst á. Aður sagði Sakharov: „Mér þykir mjög leitt að ég gat ekki verið við athöfnina f dag. Ég tel að ef mér hefði verið leyft að fara hefðu það orðið til efl- ingar bættri sambúð og borið vott um velvilja." — Danir Framhald af bls. 1 stað síldveiða sem verða einnig takmarkaðar á næsta ári. Danska stjórnin tók þann kost- inn að ganga að kröfum sjómanna og það þýðir að danskir sjómenn munu veiða eins mikið af brisl- ingi og þeim sýnist. Ef tvö lönd hafna samþykktinni um veiðitakmarkanirnar hefur það í för með sér að ekkert hinna 14 aðildarlanda Norðaustur-At- lantshafs-fiskveiði-nefndarinnar er bundið af henni. — Rannsókna- ráð Framhald af bls. 2 rauna yrði stórbætt á tilrauna- stöðvunum og gerð yrði könnun á tæknibúnaði og byggingum stöðv- anna með hliðsjón af endurbótum i þeim tilgangi að bæta þar að- stöðu til öflunar verkunar og nýt ingar innlends fóðurs. Þá lagði tilraunaráðið til að auknar yrðu tilraunir á ylræktarsviði Rann- sóknastofunarinnar og sérstök áhersla lögð á að auka fjölbreytni í ræktuninni og kanna til hlítar framleiðslumöguleika á þessu sviði. Ráðið lagði einnig til að tekin yrði upp samvinna milli Rannsóknastofnunar landbún- aðarins og iðnfyrirtækja um sérvinnslu á útflutningsvörum úr ull og gærum af alhvítum fjár- stofnum, sem eru til á tilrauna- stöðvunum og víðar. — Baráttan Framhald af bls. 24 síðast nefndu heldur allir fengu synjun um að fá að fara: I Sovétríkjunum er ekki mikill munur á aðstöðu manna þegar um er að tefla leyfi til að fara til útlanda. Engu að síður bið ég yður vinsamlega að llta á þá alla sem opinbera gesti mína. Mig langar til að ljúka máli mfnu með því að láta I ljós von um endanlegan sigur friðar og mannréttinda. Besta vís- bendingin um að slík von getur rætzt yrði almenn uppgjöf saka til handa pólitískum föngum um heim allan, frelsun allra „samvizkufanga" alls staðar. Baráttan fyrir almennri póli- tískri sakaruppgjöf er baráttan fyrir framtíð mannkyns. Ég er innilega þakklátur Nóbelsnefndinni fyrir að veita mér friðarverðlaun Nóbels fyrir árið 1975 og ég bið yður að muna að heiður sá sem mér er sýndur á þennan hátt deili ég með öllum „samvizkuföngum" f Sovétríkjunum og öðrum Aust- ur-Evrópulöndum ásamt öllum þeim sem berjast fyrir frelsun þeirra." — Léttara hjal Framhald af bls. 2 ávallt f léttan búning hins skýra og glitrandi málfars, þar sem allt virðist sagt án fyrirhafnar, lesandanum finnst jafnan rétt orð vera á réttum stað, en yfir er andblær menningarlegrar hæversku." LETTARA HJAL er 212 bls. að stærð, prentuð í Félagsprent- smiðjunni hf„ en Bókfell hf. annaðist bókband. Káputeikning er eftir son höfundar, Tómas Tómasson. Bókaútgáfan Forni gaf út bókina. — Miðað við aðstæður Framhald af.bls. 2 verði kapp á að tryggja núverand: kaupmátt launa. — Þessi samningur felur í sér 3% launahækkun 1. júní 1976, 1. október 5% og síðan aftur í febrúar 1977. A sama tíma er ekki gert ráð fyrir neinum sérstökum vísitölubótum og ekki fyrr en 1. apríl 1977 og þá því aðeins að hún hafi hækkað um 12% frá 1. júlf 1976 til 1. febrúar 1977, sagði Höskuldur. Hann kvað allar viðræður aðila hafa mótazt af vilja til að sýna skilning á að nauðsynlegt væri að spyrna gegn verðbólgunni sem hefur verið undanfarin ár. — Þetta þýðir þó ekki að við séum ánægðir með þessa samn- inga. Það verður alltaf að slaka á, en það mætti una við þá eftir atvikum. — Himinn í augum Framhald af bls. 2 þjónustunni við orð og kirkju Drottins sfns. Og í þeirri bæn var fólgin von hans um blessun þeim til handa, sem lesa orð hans löngu skráð. Ræður hans, sem hér birtast, hljóta að staðfesta það álit, sem hann naut, hvort sem metið er út frá áferð eða veig. En mestu skiptir að þær lýsa hollustu hins heilsteypta trúmanns og ábyrga kennimanns við köllun sína og höfund eilífs hjálpræðis.“ Séra Þorsteinn Briem var fædd- ur þann 3. júlí 1885 á Frostastöð- um í Blönduhlíð í Skagafirði, en lézt f Reykjavík 16. ágúst 1949. Hann varð stúdent f Reykjavík 1905 og útskrifaðist sem guðfræð- ingur 1908. Um hríð var hann prestur að Görðum á Alftanesi og Mosfelli í Grfmsnesi. Árið 1921 varð hann sóknarprestur við Garðakirkju á Akranesi og pró- fastur í Borgarfjarðarprófast- dæmi 1931, en prestsembætti á Akranesi gegndi hann til 1946. Þorsteinn tók mikinn þátt f stjórnmálum. Hann var skipaður atvinnu-samgöngu-kirkju- og kennslumálaráðherra 1932— 1934. Landskjörinn Þingmaður 1934—1937 og alþm. Dalamanna 1937—1942. A fundi með blaðamönnum f gær þegar biskup Islands herra Sigurbjörn Einarsson, kynnti bókina ásamt stjórnarmönnum Hallgrímsdeildar Prestafélagsins, þeim séra Jóni Kr. Isfeld, séra Hjalta Guðmundssyni og séra Jóni Einarssyni, sagði biskup, að þessi bók væri hreinlega „post- illa“ — safn af ræðum eða pré- dikunum fyrir hvern helgan dag kirkjuársins. Hann gat þess, að það hefði verið lengi í athugun að koma út verkum séra Þorsteins Briem, enda maðurinn minnisstæður víða um land og kæmi mörgum í hug þegar afreksmanna f ræðu- mennsku væri getið. — Þessi bók er kjörin til hús- lestra, sem reyndar tíðkast ekki víða lengur, en margir kíkja í bækur sem þessa ekki sízt á sunnudögum. Postilla sem þessi mun ekki hafa komið út síðan postilla séra Jóns Helgasonar kom út 1932. Himinn f augum er 444 bls. að stærð. Sett og prentuð f Prent- verki Akraness. Bókbindarinn h.f. batt bókina inn. Teikning og hönnun kápu sá séra Jón M. Guð- jónsson um, en umsjón með út- gáfu hafði séra Jón E. Einarsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.