Morgunblaðið - 11.12.1975, Page 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1975
| atvinna —- atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna |
Fulltrúastarf
Einkaritari
Útflutningsstofnun, sem er staðsett í mið-
borginni, óskar að ráða einkaritara sem
fyrst. Góð mála- og vélritunarkunnátta
nauðsynleg. Skriflegar umsóknir, ásamt
upplýsingum um aldur, menntun og fyrri
störf og meðmæli, ef til eru, sendist Mbl.
sem fyrst, merktar: „Einkaritari 2333".
Meistari
eða sveinn til
hárgreiðslustarfa
Óskum eftir að ráða hárgreiðslumeistara
eða svein til starfa fljótlega í byrjun næsta
árs
Upplýsingar gefnar í síma 32068 eða í
vinnusíma 37145 eftir hádegi.
Starf
við kvikmyndir
Laust er starf aðstoðarmanns í fræðslu-
myndasafninu. Verkefni eru útlán og við-
hald kvikmynda, skrásetning og fleira.
Starfið er í 15. launaflokki opinberra
starfsmanna. Skriflegar umsóknir um
aldur, menntun, fyrri störf, heimilisfang
og símanúmer sendist safninu sem fyrst.
Fræðslumyndasafn ríkisins,
Borgartúni 7, sími 215 72.
VANTAR ÞIG VINNU (n
VANTAR ÞIG FÓLK Í
Út- og innflutningsstofnun í miðborginni
óskar eftir að ráða fulltrúa til starfa nú
þegar. Umsækjandi þarf að hafa góða
menntun, rita og tala vel ensku og a.m.k.
eitt Norðurlandamál auk íslenzku. Starfs-
reynsla æskileg. Umsóknir merktar ;,Full-
trúastarf 2334" þurfa að berast Morgun-
blaðinu sem fyrst og eigi síðar en 30.
þ.m.
Stúlka óskast
nú þegar, til afgreiðslustarfa í verzlun í
miðbænum. Ekki yngri en 20 ára. Tilboð
merkt: „Reglusöm — 2335". sendist
Mbl. fyrir 13. þ.m.
| raðauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar
tilkynningar
Tilkynning
um skipti á frakka
Hinn 10. eða 11. nóvember s.l var skipt um frakka (Ijós-
brúnn) á 3ju hæð í Útvegsbanka íslands við Austurstræti í
Reykjavík. Sá sem gert hefur þessi mistök, er beðinn að koma
i bankann og sækja sinn frakka og gráa hanzka, sem eru í
vösum þess sem eftir var skilinn. Fréttamenn sem komu í
Útvegsbankann 10. nóvember s.l. eru sér í lagi beðnir að lesa
tilkynningu þessa. H s .
Fiskveioasjóour Islands
í Ölfushreppi eru í
óskilum 2 hestar
rauður glófextur með stjörnu 3ja til 4ra
vetra, mark bitið aftan hægra, blaðstift
framan vinstra. Ljósrauður stjörnóttur 6
til 8 vetra, mark stig framan hægra, bitið
aftan vinstra.
Hestarnir verða seldir á uppboði 20. des.
n.k. kl. 3 e.h. hafi eigendur ekki gefið sig
fram fyrir þann tíma og sannað eignarétt
Hreppstjóri Ölfushrepps.
tilboö — útboö
Q! ÚTBOÐ
Tilboð óskast í þvott á líni o.fl. fyrir skóla,
sundstaði og skrifstofur ýmissa stófnana
Reykjavíkurborgar.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri,
Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík.
Tilboðin verða opnuð á sama stað
þriðjudaginn 1 3. janúar 1976, kl. 11 00
f.h.
INNKAUPASTOFIMUN REYKJAVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 *
þakkir
Alúðarþakkir færi ég öllum þeim, sem
gerðu mér sjötugsafmæli mitt 19. nóvem-
ber ánægjuríkt og eftirminnilegt. Ég óska
ykkur, kæru vinir, gleðilegra jóla, farsæls
komandi árs og bið ykkur blessunar
Guðs.
Þorgrímur V. Sigurðsson.
til sölu
Af sérstökum ástæðum
er til sölu velstaðsett bifreiðaverkstæði í
fullum rekstri Hagstætt verð, ef samið er
strax.
Upplýsingar í síma 74835 eftir kl. 7 á
kvöldin.
| fundir — mannfagnaöir
Aðalfundur Skíðaráðs
Reykjavíkur
verður haldinn í Kristalsal, Hótel Loft-
leiða, fimmtudaginn 18. des. n.k. og
hefst kl. 20.30.
Stjórnin.
Aðalfundur
Skákfélags Hafnarfjarðar verður í kvöld
fimmtudag kl. 19.45 i Flensborgarskóla.
Verðlaunaafhending og skákæfing á eftir.
Skákfélag Hafnarfjarðar.
Orðsending
til fyrirtækja frá
Lífeyrissjóði
verzlunarmanna
Hér með er skorað á alla, sem eiga
óuppgerð iðgjöld vegna starfsmanna
sinna, að gera sjóðnum skil á þeim nú
þegar og í síðasta lagi fyrir 1. jan. n.k.
Lífeyrissjóður
verzlunarmanna.
Aðalfundur
Vinnslustöðvarinnar h.f.
Vestmannaeyjum
fyrir árið 1 974, verður haldinn í matstofu
félagsins við Strandveg, laugardaginn
20. des. kl. 16.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin.
Fræðslufundur
á vegum kynbótanefndar, fimmtudaginn
1 1. des. kl. 8.30 í Fáksheimilinu, Hrossa-
ræktarráðunautur Þorkell Bjarnson flytur
erindi með litskuggamyndum um helztu
stóðhesta landsins.
Stjórnin.
Lítið eitt með nýja plötu
SÖNGFLOKKURINN Lítið eitt
hefur nú sent frá sér nýja plötu
með 12 lögum, en Lítið eitt tók sig
til í haust eftir tveggja ára hlé
frá söng og gerði þessa plötu
sem ber heitið Lítið eitt til hvers?
Á plötunni eru ljóð eftir Davíð
Stefánsson, Magnús Asgeirsson,
Örn Arnarson, Val Óskarsson,
Lárus Sólberg Guðjónsson og
Einar Georg. Lftið eitt er skipað
Berglind Bjarnadót'ur, Gunnari
Gunnarssyni, Jóni Árna Þórissyni
og Steinþór Einarssyni, Platan er
hljóðrituð í Hljóðrita h/f og upp-
töku stjórnaði Jónas R. Jónsson.
Lítið eitt kvaddi nokkra hljóð-
færaleikara til liðs við sig og leika
þeir á ýmis hljóðfæri. Fálkinn
gefur hljómplötuna út.
YOGA- menn með tónleika
TÖNLEIKAR á vegum RAWA
(Renaissance Artist & Writes
Ass.), sem er grein innan hinnar
félags- og andlegu yogahreyfing-
ar, sem barst til Islands fyrir um
það bil þremur mánuðum, verða
haldnir í kjallara Æskulýðsráðs
Reykjavíkur að Fríkirkjuvegi 11
n.k. sunnudag kl. 20.
Einkunnarorð RAWA eru:
„List til þjónustu og blessunar."
Um allan heim hefur RAWA
haldið tónleika og staðið fyrir
listasýningum o.fl.
AlI(iI,ÝSlN(iASÍMINN ER:
22480