Morgunblaðið - 11.12.1975, Síða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1975
Minning:
Sigurður Sveinbjörns-
son Stykkishólmi
t
Þökkum af heilum hug öllum
þeim er sýndu okkur samúð,
vegna bróður og fraenda okkar
HALLDÓRS GUÐJÓNSSONAR
er lézt af slysfórum 26 nóv
19 75 að Óðmsgötu 4 Sérstakar
þakkir til fjölskyldna Sigurgeirs
Sigurjónssonar, lögfraeðings og
Ársæls Þorsteinssonar bryta
Fyrir hönd aðstandenda,
Aðalsteinn Guðjónsson
Einn af mínum bestu vinum var
Sigurður Sveinbjörnsson. Oft lá
leið rnín til hans, því eins og þar
stendur til góðs vinar liggja gagn-
vegir. Ég kynntist honum ekki
fyrr en hann flutti í Hólminn árið
1953. Eg fann strax að þarna var
traustur alvörumaður á ferð en
sem þó sá hið broslega i til-
verunni. Hann kunni vel að sam-
eina þetta.
Sigurður var fæddur í Bjarn-
eyjum á Breiðafirði 20. des. 1894
Var hann því tæplega 81 árs er
hann lést hér í sjúkrahúsinu 29.
nóv. s.l. Foreldrar Sigurðar voru
Olöf Sigurðardóttir og Sveinbjörn
Gestsson, góður og gegn bóndi í
eyjunum. Sigurður ritaði bók um
æfiár sín sem út kom i fyrra, en
þar er mjög stiklað á stóru, en vel
og skilmerkilega sagt frá þvi það
var honum lagið.
1 Bjarneyjum var hann sín
æsku og unglingsár og var
snemma látinn vinna bæði í landi
og sjó. Annað þekkti sá tfmi ekki.
Hann giftist 1926 konu sinni Lilju
Jóhannsdóttur, og í Rauðseyjar
fluttu þau 1927 þar sem þau
bjuggu i 12 ár eða til 1939 að þau
fluttu i Efri Langey, sem Sig-
imður keypti þá og við þá ey var
hann lengst af kenndur eða allan
þann tíma sem ég þekkti hann.
Væri Sigurður frá Langey
nefndur vissi fólk við hvern var
átt. Þau hjón eignuðust 5 dætur
sem allar eru giftar og standa
fyrir sinu heimili. Og eins og Sig-
urður sagði í viðtali sem ég átti
við hann sjötugan fyrir Mhl.
„dæturnar okkar fimm hafa verið
mikið ljós f lífinu". Þau hjón hafa
verið mjög samhent, kunnað vel
að meta hvort annað og heimili
t
Inmlega þakka ég öllum þeim
ættingjum og vinum sem minnt-
ust látinnar eiginkonu minnar,
ANNEYAR Ó. JÓNSDÓTTUR
Óskar Garibaldason,
Siglufirði.
t
Þökkum mmlega samúð við and-
lát og jarðarför
MAGNÚSAR GUÐMUNDS
SONAR
frá Hamarseli
Eiginkona,
barnabörn
þeirra.
börn, tengdadóttir,
og fjölskyldur
t
Útför eiginmanns mins, föður okkar, tengdaföður og afa,
HARÐARÞÓROARSONAR
sparisjóðsstjóra,
Öldugötu 34.
fer fram frá Dómkirkjunni föstudagmn 1 2 desember kl 1 30 siðdegis
Ingibjörg Oddsdóttir,
Þórður Harðarson, Sólrún Jensdóttir,
Anna Harðardóttir, Leifur Dungal.
og barnabörn.
t
þeirra hefir Ijómað af hamingju,
þrátt fyrir að erfiðleikar og annað
hafi m. ■ i.
Sigui„ur dró enga dul á það að
hann hefði eignast dýrmæta
trúarreynslu og taldi það hina
mestu guðs gjöf til dauðlegra
manna. Skömmu eftir að hann
fluttist hingað f Stykkishólm
gekk hann i söfnuð Hvitasunnu-
manna og þær voru fáar
samkomurnar og bænastundirnar
sem hann ekki sótti. Við áttum
mörg sameiginleg hugðarefni og
þvf lágu leiðir okkar meir saman
og því er nú mikill tregi í huga
mínum er ég kveð þennan góða
vin minn. Sigurður var maður
kirkju og kristni. Þegar hann var
i Langey var hann bæði safnaðar-
fulltrúi og meðhjálpari
kirkjunnar sinnar f Dagverðar-
nesi og stundaði það sem annað af
alúð.
Sigurður fékk litla fræðslu i
æsku en þeim mun hetur notaði
hann hverja stund til fróðleiksöfl-
unar, er hann komst á legg. Hann
átti orðið gott bókasafn og margar
sjaldgæfar bækur. Las hann
mikið og vandlegaoglagði allan
hug að því sem hann las og lagði
út af þvf í viðræðum við
kunningja sína. Hann hafði
mikinn áhuga fyrir verndun máls-
ins og að ekki glötuðust gömul orð
og hugtök og gat þvf veitt lið þeim
sem að söfnun þeirra stóðu.
Vandaður til orðs og æðis.
Ég stend í mikilli þakkarskuld
við þennan vin minn og sem lítil
þökk eru þessi fáu orð skrifuð. Ég
lýk þeim með orðum Sigurðar er
hann sagði við mig fyrir 11 árum:
Kristur talar um að hann opinberi
það smælingjum sem vitringun-
um og hyggindamönnum sé hulið.
Ég tel mig einn þessara
smælingja svo langt sem það nær
og í fylgd með honum sem varð-
veitt hefir mig og mína, langar
mig til að Ijúka hérvistardögun-
um. —
Sigurður lá seinustu dagana á
sjúkrahúsinu í Stykkishólmi.
Þangað kom ég oft til hans og
ræddi við hann. Hann vissi að
hverju dró og bjó sig til ferðar.
Hann hafði vel fyrir séð og vega-
nestið var gott, hugsað fyrir
hverjum hlut. Hann naut
aðhlynningar hinna ágætu lækna
og systranna sem eru svo ein-
stakar hjúkrunarkonur. Vinir
komu í heimsókn. Allt þetta gerði
undirbúninginn léttari til ferðar.
Nokkru áður en stundin kom rétt-
um við hvor öðrum hönd. Við
skildum báðir hvað bak við bjó og
óskuðum hvor öðrum alls hins
besta. Viðskilnaður um stund og
allt endurnýjað síðar þvi við átt-
um óþrjótandi umræðuefni. Guð
blessi góðan vin.
Arni Helgason.
Maðurmn minn, faðir okkar og tengdafaðir
JENSJÓNSSON
skipstjóri,
Áfftamýri 56.
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 12 desember kl
15. Þeim, sem vildu minnast hins látna er bent á Siysavarnafélag
íslands Hlín Kristensen
^ börn og tengdabörn.
t
Útför móður okkar
ODDNÝJAR GUOMUNDSDÓTTUR
Bollagotu 7,
Reykjavik
fer fram frá Stórólfshvolskirkju laugardaginn 13 desember kl 2 e h
Bílferð verður frá Umferðarmiðstöðinni kl 1 1 30 og til baka að athöfn
lokinni
Jónas Helgason, Helgi Helgason,
Hrafnkell Helgason. Sigurður Helgason.
+
Útför eiginmanns míns,
STEINS EGILSSONAR
jarðf ræðings,
Hraunbæ 118,
verður gerð frá Fossvogskirkju, í dag fimmtudaginn 1 1 desember kl 3
siðdegis
Blóm og kransar vinsamlega afþökkuð, en þeim sem vildu minnas^
hans er bent á líknarstofnanir
Guðrún Hjálmarsdóttir.
Faðir minn. + SIGURÐUR ÞORSTEINSSON
fyrrum bóndi Fremri-Hlíð I Vopnafirði, andaðist að heimili mínu.
Holtagerði 82. Kópavogi, niunda desember
Valgeir Sigurðsson.
Vegna útfarar
STEIISIS EGILSSONAR
jarðfræðings,
verða skrifstofur vorar
lokaöar í dag frá kl. 2 e.h.
I. Pálmason h.f.
Vesturgötu 3.
Reykjavík.
SVIÐSMYND — Mynd úr leikrftinu Skfrn sem Leikfélag Þoriáks-
hafnar frumsýndi á dögunum. Frá vinstri: Gissur Baldursson, Margrét
Sigurðardóttir, Ómar Waage, Bergþóra Arnadóttir og Vernharður
Linnet. Ljósm. Sigurður Jónsson.
fara nokkrir með 2—3 hlutverk,
að visusmá. Þarnakoma fram
nokkrir byrjendur sem lofa góðu
um framtfðina. Það má því segja
að leikstjóra og leikendum öllum
hafi tekizt vel að koma boðskap
höfundar til skila, sem er um
hversdagslíf fólks 1 nútímaþjóð-
félagi. Það er því trú min að það
séu margir sem eiga eftir að njöta
ánægjustunda með Leikfélagi
Þorlákshafnar sem hyggst sýna
leikritið á nokkrum stöðum á
Suðurlandi og eru næstu sýningar
í Borg i Grimsnesi laugardaginn
13. desember klukkan 21.30 og i
Hveragerði sunnudaginn 14. des-
ember klukkan 21.
Leikfélag Þorlákshafnar:
Frumsýndi „Skírn” eft-
ir Guðmund Steinsson
Þorlákshöfn 8. des.
LEIKFÉLAG Þorlákshafnar
um alla hina mörgu leikendur,
því hlutverk f leiknum eru 25 og
Þá var öldin önnur:
Seyðisfjarðarkaupstaður hinn
forni og skaftfellskar sagnir
frumsýndi leikritið „Skfrn“ eftir
Guðmund Steinsson laugardag-
inn þann 6. desember s.l. f fyrsta
áfanga félagsheimilis f Þorláks-
höfn við mjög góðar undirtektir
leikhúsgesta. Leikstjóri er
Sigurður Karlsson og er þetta í
annað sinn sem hann færir upp
leikrit með Leikfélagi Þorláks-
hafnar.
Með aðalhlutverk fara þau
Vernharður Linnet, sem leikur
húsbóndann á heimilinu og frú
Bergþóra Arnadóttir sem leikur
konu hans. Þau fara mjög vel með
sín hlutverk og má segja hið sama
Sjálflýsandi
kross á
sjúkrahússkirkju
EINS og getið var um á sínum
tíma átti kaþólska reglan st.
Fransiskusystur, í Stykkishólmi
40 ára starfsamæli á þessu ári, 1
tilefni þessa afmælis ákvað
útfaraskreytlngar
blómouol
Groóurhúsiö v/Sigtun simi 36770
— eftir Einar Braga
MEÐ þessari bók lýkur Einar
Bragi verki sfnu: „Þá var öldin
önnur — I—III bindi og birtir
aftast nafnaskrá yfir öll bindin,
sem tengir þau saman og eykur á
gildi safnsins.
hreppsnefnd Stykkishólmshrepps
að færa reglunni í afmælisgjöf
vandaðan, sjálflýsandi kross á
kirkju sjúkrahússins, en kirkjan
var öll endurnýjuð að innan á s.l,
ári. Þessi kross hefir nú verið
settur upp í turn kirkjunnar og
ijómar nú yfir bænum. Er hann
hinn fegursti og setur ljómandi
svip á bæinn að kvöldi til og er
öllum sem á horfa hið mesta
augnayndi. Er Övíst að hrepps-
nefndin hefði getað valið betri
gjöf né táknrænni í þessum til-
gangi, enda meta Snæfellingar og
aðrir að verðleikum hið dýrmæta
starf sem systurnar vinna i
líknarmálum hér um slóðir, fyrir
utan margt annað sem þær vinna
byggðum hér.
Leikfélag Þorlákshafnar var
stofnað 1970 og hefur tekið til
meðferðar eitt leikrit á ári að
undanskildu árinu 1973. Stjórn
félagsins skipa Vernharður
Linnet, Garðar Þorsteinsson, Ast-
rún Davíðsson, Jón Guðmundsson
og Björgvin Guðjónsson. Hafi
leikfélagið þökk fyrir framtak
sitt.
— Ragnheiður.
í fyrsta þættinum, Seyðis-
fjarðarkaupstaður hinn forni, er
grafinn úr djúpi gleymskunnar
forboðinn verzlunarstaður, sem
fátt var áður vitað um. Þrjár
skaftfellskar myndir eru samdar
út frá þremur frumstæðum en
skemmtilegum uppdráttum eftir
þrjá skaftfellska presta á 18. öld:
sr. Vigfús Benediktsson (Galdra-
Fúsa), sr. Magnús Ólafsson og sr.
Arna Gíslason.
I bók þessari fara saman þjóð-
legur fróðleikur og eftirtektar-
verðar mannlýsingar.