Morgunblaðið - 11.12.1975, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1975
33
fclk í
fréttum
Liuigu mammútsins
+ Little Richard var farinn að
þenja sfn öflugu lungu löngu
áður en Elvis Presley var af
barnsaldri. Það var hann sem
fyrstur söng lagið góða „Tutti
Frutti“, og krafturinn var ótrú-
legur. Enn svngur þessi 42 ára
gamli en sfungi garpur og
heldur þrumutónleika. Little
Richard hefur margsýnt það,
einnig utan hljómleikasala. að
hann hefur munninn fyrir
neðan nefið. A blaðamanna-
fundi sem hann hélt ekki alls
fyrir löngu sagði hann t.d.: „Að
sjálfsögðu er ég konungur
rokksins." Þetta minnir
óneitanlega á Múhameð
nokkurn Ali, en Little Richard
hefur vfst alltaf verið svona
hress.
Little Richard: Eg er konungur
rokksins.
Joanne Woodward lék Evu f
kvikmyndinni.
Eitt andlit
+ Eflaust muna margir eftir
kvikmyndinni „Þrjár ásjónur
Evu“, sem sýnd var f Nýjabíói
sfðla árs 1959. Myndin fjallaði
um unga konu, Evu, sem er
kleyfhugi. Annað veifið er hún
heimakær og elsk að sinni fjöl-
skyldu en breytist þess á milli f
ábyrgð arlaust léttúðarkvendi
og kallar þá ekki allt ömmu
sfna. Þegar Eva hefur um nokk-
urt skeið verið f meðferð hjá
geðlæknum, breytist hún f
þriðju persónuna, gerólíka hin-
um tveimur, sem hverfa nú
sporlaust.
Joanne Woodward lék Evu í
kvikmyndinni og fékk hún
Öskarsverðlaun fyrir leik sinn f
myndinni, en þetta var eitt af
hennar fyrstu meiri háttar
hlutverkum. Leikstjóri
myndarinnar var Nunnally
Johnson og var þetta næst-
sfðasta mvnd hans.
Þetta er rifjað upp hér vegna
þess að stutt er sfðan það vitn-
aðist, að Eva átti bráðlifandi
fyrirmynd, sem kvikmvndin
tók mið af. Hún heitir Chris
Sizemore, 48 ára gömul hús-
móðir og býr f bænum Fairfax
fyrir utan Washington. Sjúk-
dómurinn var þó á miklu hærra
stigi hjá fyrirmyndinni og er
stutt síðan hún náði fullri
heilsu. Hafði hún þá verið f
umsjá geðlækna meira og minna
frá unga aldri. A sjúkdómsferli
sfnum gekk hún f gegnum þá
reynslu að vera margar ólfkar
persónur, yfir tuttugu eftir þvf
sem sagt er, og Iæknismeðerðin
kostaði of fjár. Herma
heimildir okkar að hluti af
ágóðanum af kvikmyndinni
hafi runnið til Chris Sizemore
og gert henni kleift að standa
straum af öllum sjúkrakostn-
aðinum.
BO BB& BO
iGMÚAJO —
Hjarta-
knúsari
+ Anker Jörgensen, forsætis-
ráðherra f Danaveldi, þykir sér-
lega aðlaðandi persónuleiki.
væntanlega skýrir það að
nokkru leyti hinar miklu vin-
sældir hans meðal almennings
f Danmörku. Þrátt fyrir
sívaxandi atvinnuleysi og efna-
hagsvanda nýtur stjórn hans
stuðnings 74% danskra kjós-
enda. A myndunum sem hér
fylgja sjáum við hvernig hann
sjarmerar tvö „atkvæði“ af
hinu kyninu.
Borðtennissett
2 góðir spaðar, net og 2
kúlur.
Verð kr. 2.066.-.
§§É
m
Glæsilegur
kvöldklæðnaöur
Lauth hf.
Vesturgötu 17
Laugavegi 39
Glæsibæ
TRAM PS
ný sending
Teg. 7530
í brúnu leðri loðfóðraðir,
og með slitsterkum sól-
um.
Stærðir: 35—40
Verð kr. 6.480-
Stærðir: 41 —46
Verð kr. 6.580-
Skóverzlun Þórðar Péturssonar
V/AUSTURVOLL, KIRKJUSTRÆTI 8 SÍM 14181