Morgunblaðið - 11.12.1975, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 11.12.1975, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1975 37 VELX/AKAIMOI Velvakandi svarar í síma 10-100 kl. 1 4— 1 5, frá mánudegi til föstu- dags 0 Jólalögin í útvarpinu Salný skrifar: „Kæri Velvakandi. -IVIig langar til að vekja máls á jólalagaflutningi útvarpsins. Mig langar að heyra meira af jólalög- um fyrir jólin en verið hefur und- anfarin ár, fyrst á annað borð er verið að halda upp á jólin. Ein- hvern tíma heyrðist sagt að ekki mætti heyrast of mikið af jólalög- um og sálmum fyrir jólin, því að þá yrðu allir orðinir leiðir á þeim um jól, en þetta finnst mér ekki vera rétt. Nú hefur jólalagaflutningur minnkað í útvarpinu ár frá ári, og fyrir siðustu jól var svo komið að varla heyrðist nokkur slík tónlist fyrir jól. Með jólakveðjum voru flutt nokkurs konar „hálf-jólalög“ og lítið yfir sjálf jólin, nema jóla- sálmarnir í þessum fáu jólamess- um. Það er líka löngu byrjað að aug- lýsa jólamat, jólautanlandsferðir, jólasófasett og fleira þess háttar í útvarpinu, svo hvers vegna mættu ekki fara að heyrast jólalög? Salný." 0 Fiskimiðin — þjóðgarður okkar Þetta er yfirskrift bréfs Haralds Magnússonar í Hafnar- firði, þar sem segir siðan: „Markmið okkar íslendinga er að varðveita fiskimið okkar og bæta fiskstofna þá sem eru innan 200 milnanna. Þær þjóðir, sem veiða við Islandsstrendur að Islendingum meðtöldum, eiga að bera ábyrgð á þvi að veiðarfæri séu lögleg, t.d. hvað viðkemur möskvastærð. Hvernig eigum við að vernda fiskimið okkar? 1 sögu landsins er sagt frá því að landið hafi verið skógi klætt milli fjalls og fjöru, en vegna rán- yrkju eyddum við þessum skógi. I sambandi við varðveizlu fiski- miðanna getum við tekið okkur til fyrirmyndar þá sem staðið hafa að skógrækt hér undanafarin ár. I stað þess að friða landið hafa þeir gróðursett tré og runna, og á hverju ári fer skógurinn vaxandi. Fyrir allmörgum árum voru veiðiár íslands I verulegri hættu og minnkaði veiði alltaf ár frá ári. Þá tóku framsýnir menn sig til og stofnuðu veiðifélög með það að markmiði að auka lax- og silungs- gengd í ám og vötnum með þvi að setja þar seiði. Eiga þessir menn þakkir skildar fyrir að bjarga með þessum hætti laxa- og silungs- stofnum í ám og vötnum. Fiskimið okkar Islendinga eru nokkurs konar þjóðgarður, sem heldur lífinu i dýrategundum til að forða þeim frá útrýmingu. Þess vegna verðum við að gera eitt- hvað raunhæft í málinu. Leggjum ákveðið gjald á hvert tonn, sem veitt er af erlendum eða innlend- um fiskiskipum hér við land, og verjum svo þessu fé til klak- og uppeldisstöðva til að viðhalda fiskstofnunum við strendur landsins. Við verðum að taka bændur okkar til fyrirmyndar i þessum málum. Þeir auka við bústofn sinn með því að setja.lömb á á haustin, og bæta þannig skörð og vanhöld sem verða milli ára. Við ættum að líta til baka til að skilja hvernig við höfum á fáum árum glætt lifið í veiðiám og vötn- um landsins. Við þurfum ekki að kviða afkomu okkar ef við látum ekki villimanninn í okkur ráða og drepa þannig allt, sem kvikt er i sjónum með rányrkju. i staðinn ættum við að nota kunnáttu okkar og þekkingu til að bæta fiskstofnana við landið. Haraldur Magnússon." £ Svarta skýrslan og Bretar Björn Jónsson skipstjóri skrifar: „Herra Velvakandi. Ég hefi ekki séð þess merki i Morgunblaðinu eða í öðrum blöðum að brezku togararnir séu að reyna að veiða siðustu fiskana á íslandsmiðum undir herskipa- vernd hennar hátignar. Hefur islenzka sendiráðið eða aðrir látið brezku blöðin vita um innihald svörtu skýrslunnar, eða neita þau að birta hana? Ef Bretar reyna vitandi vits að eyði- leggja leifarnar af þvi, sem einu sinni voru „auðugustu fiskimið veraldar" er hér um að ræða eitt- hvert svívirðilegasta þjóðarmorð, sem þekkzt hefur, og það eftir að brezkir fiskifræðingar hafa talið mestu hugsanlega veiði vera 265 þúsund tonn. 1 þsað þess að þakka íslending- um fyrir að reyna að halda við lifi i sjónum eru þessar veiðar tilraun til að drepa allt lifandi í kringum Ísland, svo að ördeyða verði i kringum island þegar 200 mílurnar verða loks viður- kenndar. Svo eru vinirnir, sem íslenzkir sjómenn hættu lifi sinu til að fæða i striðinu. Hvernig skyldu óvinirnir reynast? Björn Jönsson." Það hefur margsinnis komið fram hér i Morgunblaðinu og annars staðar, að mörg brezk blöð, ekki sizt þau sem ábyrgust eru talin, hafa fullan skilning á verndunarsjónarmiðum okkar Is- lendinga, enda þótt brezkir og islenzkir fiskifræðingar hafi ekki orðið á eitt sáttir um þaö afla- magn, sem óhætt ætti að vera að veiða á íslandsmiðum. 15. KAFLL Og stðan gerðist nú nánast allt f einu. Hróp okkar Lottu beggja blönd- uðust saman. Christer reyndi að þjóta upp snarbrattan stigann að grfpa telpuna. Að ofan heyrðist þungur dynkur... Ég Iokaði augunum örvita af skelfingu. Þegar ég opnaði augun aftur sá ég að Lotta stóð heil á húfi efst á skörinni og Christer var kominn upp, en hann beindi ekki athygli sinni lengur að því sem var að gerast uppi á loftinu. — Ekki sleppa henni! stundi hann. Og sfðan aðeins hægar: — Svona. Verið þér nú rólegar. Þér vitið að þér komizt ekki und- an héðan af ... Einhver fór að gráta hátt og skerandi. — Ég ætlaði ekki að gera Lottu mein. Eg var bara svo hrædd . — Þú gabbaðir mig, sagði Lotta kveinandi. — Þú sagðir að Nefertfte hefði falið sig hér. Hún er ekki hérna. Hvar er hún? Ég vilfá kisunamfna. Þegar Lotta var borin niður sá ég mér til furðu að það var Einar HÖGNI HREKKVÍSI Allavega tók hann því með stillingu þó hann hlvti ekki medalíuna. Ég heiti Gísli og er kokkur í Brauðbæ Matseðillinn okkar er alltaf jafn vinsæll og í dag er réttur dagsins: Spergilssúpa Vinarschnitzel með hrásalati og pommes- saute, steiktur fiskur með tómatsósu. Maður sér þig í Brauðbæ í dag. Bæ, bæ, Gisli. PHILIPS rakvélar ein af 6 gerðum Fullkomin varahlutaþjónusta HP 1125 Bestu kaupin í milliverðflokki rafmagns- rakvéla. Hun er með rakhaus með 3 rakhnífum, sem trygqir frábæran og mjúkan rakstur. Þessa vél er hægt að nota á ferðalögum um víða veröld, þar sem hún er með innbyggðum straumbreyti. PHILIPS PHILIPS kann tökin á tækninni heimilistœki sf Haf narstræti 3—Sætúni 8 EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.