Morgunblaðið - 16.12.1975, Síða 3

Morgunblaðið - 16.12.1975, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 1975 3 Sæmileg færð um allt land ÞRATT fvrir talsverða snjðkomu á Suðvesturlandi spilltist færð ekki tiltakanlega. I gærmorgun urðu umferðartafir á Hafnar- fjarðarvegi og Revkjanesbraut, en þær stöfuðu aðaliega af því að bifreiðar voru vanbúnar akstri f snjð. Kom þetta svo niður á öðrum og umferð tafðist verulega fyrst um morguninn. Samkvæmt upplýsingum Vega- gerðar ríkisins var fært um Suðurland í gær allt til Víkur í Mýrdal, en þungfært var i Mýrdal og í Skaftártungum og því eigi ráðlegt að menn legðu þar upp nema á stórum bílum eða jeppum. Ráðgert er að ryðja snjó af vegin- um i dag. Lítið hafði í gær frétzt af færð á Vestfjörðum, en í gær var verið að ryðja snjó af Breiðadalsheiði og Botnsheiði, sem er fjallvegur yfir til Súgandafjarðar. Vega- skemmdir urðu á veginum til Súg- andafjarðar undir fjallinu Spilli — svo sem getið er á öðrum stað í blaðinu. Þá var fært á Snæfells- nes og í Reykhólasveit i gær. Færð norður var allsæmileg og góð í gær allt norður á Þórshöfn, en mönnum var þó eigi ráðlagt að fara um Kelduhverfið, nema á stórum bílum eða jeppum. Fært var til Austurlands um Suður- land. Ljósm. Mbl.: Sv. Þorm. Búið að kveikja á jólatrénu ð Austurvelli. Mikill fjöldi fólks á Austurvelli þegar kveikt var KVEIKT var á jólatrénu á Aust- urvelli með athöfn kl. 16 s.l. sunnudag. Tré þetta er gjöf Ósló- arborgar til Reykvíkinga og er þetta i 24. sinn, sem Oslóarborg sýnir Reykvíkingum slikan vinar- hug. Athöfnin á Austurvelli hófst kl. 15.30 á sunnudag með því að Lúðrasveit Reykjavíkur lék undir stjórn Björns R. Einarssonar. Brynjulf Bull forseti borgar- stjórnar Óslóar afhenti tréð og flutti stutta ræðu. Síðan tendraði Rut Bull, eiginkona Brynjulfs, á jólatrénu ljósin á trénu. Að því Ioknu flutti Birgir Isleifur Gunnarsson, borgarstjóri, ávarp þar sem hann þakkaði Óslóarbúum fyrir þann vinarhug, sem þeir sýna borgar- búum um hver jöl. Þá söng dóm- kórinn undir stjórn Ragnars Björnssonar dómorganista. Eftir að þessu lauk hófst barna- skemmtun á Austurvelli. Var þar samankominn mikill fjöldi barna, sem skemmtu sér vel, þrátt fyrir leiðinlegt veður, enda komu nokkrir jólasveinar í heimsókn. Tékkakönnun á föstudagskvöld: ——■" 1 1 1 »-------------------- 1,03% veltunnar inn- stæðulausir tékkar SKYNDIKÖNNUN Inn- stæðulausra tékka var framkvæmd að kvöldi síðastliðins föstudags og komu alls fram 1.328 tékkar án fullnægjandi innstæðu, en fjárhæð þeirra var samtals 35,8 milljónir króna. Könnunin náði til innlánsstofnana í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, Keflavík og á Selfossi. Sama dag fór og fram sams konar könnun fyrsta sinni, sem náði til innlánsstofnana á Akur- eyri og nágrenni. Ofangreind upphæð, 35,8 milljónir króna, reyndist vera 1.03% af veltu föstudagsins, sem nam 3.464 milljónum króna. I fréttatilkynningu frá Seðlabanka íslands segir, að til samanburðar beri að geta þess, að við skyndi- könnun hinn 7. nóvember síðast- liðinn hafi komið fram 1.254 tékkar að fjárhæð 102,5 milljónir króna, sem ónóg innstæða var fyr- ir og námu þeir 3,1% af veltu dagsins. t fréttatilkynningu Seðla- bankans segir: „Þó að inn- stæðulausir tékkar séu nú fleiri er heildarútkoman verulega betri en við könnunina 7. nóvember síðastliðinn. Reiknistofa bank- anna vinnur nú sem næst alla tékka sem berast bönkum á Reykjavíkursvæðinu. Voru hreyf- ingar hjá henni aðfararnótt síðastliðins laugardags nálægt 87.000 þar af tékkar rúmlega 60.000 talsins. Hafa allir bankarnir nema einn hafið við- skipti við Reiknistofuna." Léttúðug Ijóð í viðhafnarútgáfu gáfu og annazt atlt útlit hennar en Kristján Karlsson hefur séð um út- gáfuna og ritar formála fyrir Ijóðun- um Bókin verður gefin út I mjög takmörkuðu upplagi eða 1495 tölu- settum eintökum. Bókin verður til sölu I bókaverzlunum og hjá Almenna bókafélaginu á einu og sama verðinu allstaðar og kostar kr 7.800 með söluskatti. Stjörnur vorsins kom út árið 1940 eða um 7 — 8 árum eftir að Fagra veröld kom út í kjölfar þeirrar bókar þótti borgaryfirvöldum til- hlýðilegt að veita Tómasi rlflegan ferðastyrk I skáldalaun, sem hann notaði skömmu siðar til Suðurlanda- ferðar. Það kom t d fram á blaða- mannafundinum að Tómas var einn helzti brautryðjandi Mallorkaferða héðan því að i þessari ferð hafði hann þar viðkomu — löngu áður en þar risu nokkur stórhótel og eyjan varð ferðamannamenguninni að bráð Tómas upplýsti llka að i þá daga hefði lika mátt kippa dável fyrir aðeins 18 aura Tómas hefur síðan einu sinni vitjað Mallorku aftur — mörgum árum siðar — og þótti r—---------------:—i ðtjornur vorsins gefnar út í tilefni 75 ára afmælis Tóm- asar Guðmundssonar I____________________ I honum staðnum hafa hnignað mikið frá þvi sem áður var. Hvað um það — i Stjörnum vors- ins eru mörg Ijóð sem upprunnin eru I þessari Suðurlandsferð, eins og stundum má raunar lesa úr heit- um Ijóðanna, svo sem Heyskapurinn i Rómaborg. Anadyomene, Við Mið- jarðarhafið, Ljóð um unga konu frá - Súdan, Jerúsalemsdóttir og Morg- unn við Afrlkuströnd svo að eitthvað sé upp talið Um síðastnefnda Ijóðið sagði Tómas annars að það væri eina Ijóð hans sem hann hefði ekki hróflað upp á neinn hátt frá þvi að það varð til morgun einn um borð i skipi við Afrikuströnd, Tómas segist hafa skrifað það i einni striklotu og þvl væri að finna i þvi Ijóði stemm- ingu þeirrar stundar ómengaða með öllu f Stjörnum vorsins er einnig að finna ýmislegt það sem Ijóðunnend- ur og bókmenntafræðinga vilja telja til fegurstu Ijóðperla tungunnar svo sem í klausturgarðinum, Garð- Ijóð, Ljóð um unga stúlku sem hátt- ar og Þjóðvisu. Tómas segir, að Ijóðin i Stjörnum vorsins séu ekki ort af sérstöku til- efni, heldur ekki hið fræga Ijóð hans um smá meyjuna í Þjóðvisu og raun- ir hennar. Hann kveðst eiga erfitt með að lýsa þvi hvernig það Ijóð kviknaði á sinum tíma en segir að hann hafi verið lengi með það á prjónunum „Það kom svo fyrst á prenti i Dvöl sem Guðlaugur Rósin- kranz var þá ritstjóri fyrir og ég man að prófarkalesturinn var ekki betri en svo að það féll niður eitt erindið " sagði Tómas. „Mér þótti þetta heldur miður en það er nú svo að það er dálitil árátta hjá prentaranum að breyta hjá mér Ijóðum og ég Framhald á bls. 39 Fæst í flestum hljómplötuverzlunum. Verö kr. 1.980,— „ÉG get sannast sagna ekki alveg gert mér grein fyrir hvaða sess þessi IjóSabók skipar t huga minum. ÞaS er ekki það að ég geri ekki upp á milli bóka minna, þvl að það geri ég að vissu leyti. En ég held að ég geti tekið undir það sem Kristján Karlsson skrifar I formálanum að þessari út- gáfu, að hún er einna læsi- legust af minum bókum og það getur stafað af því að það kann að vera mest af léttúð í henni. . . það getur vel verið. Að minnsta kosti hefði ég ekki ort hana i dag". Eitthvað á þessa leið fórust Tómasi Guðmundssyni skáldi, orð i gær á fundi með blaðamönnum, þegar Almenna bókafélagið kynnti viðhafnarútgáfu af Stjörnum vorsins sem það gefur út í tilefni af 75 ára afmæli Tómasar hinn 6. janúar næstkomandi Steiounn Marteins- dóttir hefur myndskreytt þessa út- Tómas, Baldvin Tryggvason, tramkvæmdastjóri Almenna bókafélagsins og Kristján Karlsson skoða myndskreytingar Steinunnar Marteinsdóttur á Stjörnum vorsins. (Ljósm. Mbl. ÓI.K.M ). '' K Hinn vinsæli ameríski söngvari, John Denver, hefur nú sent frá sér nýja 12-laga jólaplötu. Á plötunni eru bæði gömul og ný jólalög, þ. á m. Heims um ból öll sungin I hinum vinsæla „Denver'' stil. Þessa plötu verða allir „Denver" aðdáendur að eignast. FÁLKINN

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.