Morgunblaðið - 16.12.1975, Side 15

Morgunblaðið - 16.12.1975, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 1975 15 Úrvals Laugavegi 78 STERKA RYKSUGAN! NILFISK er sterk: kraftmikil og traust. Þar hjálpast allt að: styrkur og ending hins hljóða, stillanlega mótors, staðsetning hans, stóra flókasian og stóri (ódýri) pappírspokinn með litlu mótstöðunni, gerð sogstykkjanna, úrvals efni: ál og stál. Og NILFISK er þægileg: gúmmíhjól og -stuðari, 7 metra (eða lengri) snúra, lipur slanga með liðamótum og sogstykki, sem hreinsa hátt og lágt. Þrivirka teppa- og gólfasogstykkið er afbragð. Áhaldahilla fylgir. Svona er NILFISK: Vönduð og þaulhugsuð i öllum atriðum, gerð til að vinna sitt verk vel ár eftir ár með lágmarks truflunum og viðhaldi. Varanleg eign. RAFTÆKJAÚRVAL - NÆG RÍLASTÆDI & FÖNIXrtn?; Barnaverndarfélagið gefur heim- ilinu í Kumbaravogi hálfa millión BARNAVERNDARFÉLAG Lára Sigurbjörnsdóttir gjaidkéri Barnaverndarfélagsins afhenti peim Hönnu Halldórsdóttur og Kristjáni Friðbergssvni hina rausnarlegu gjöf og Iét fylgja með fallega jólarós til að skreyta jólaborðið á heimilinu f Kumbaravogi. Reykjavfkur afhenti s.l. föstudag, barnaheimilinu f Kumbaravogi við Stokkseyri 500 þúsund krónur að gjöf. Upphæðin var ágóði af fjáröflunardegi félagsins, sem að venju var fyrsta vetrardag og tekjur af „serviettusölu“ kvenna félagsins. Afhenti gjaldkeri Barnaverndarfélagsins, Lára Sigurbjörnsdóttir, gjöfina, en við þetta tækifæri tóku til máls Sigurjón Björnsson formaður Barnaverndarfélagsins og Krist- ján Friðbergsson, forstöðumaður heimilisins í Kumbaravogi. Sagði Sigurjón að Barnavernd- arfélagið hefði undanfarin ár látið ágóða af fjáröflunardegi félagsins renna til barna, sem miður mættu sín i þjóðfélaginu, til menntunar þeirra eða til heim- ila, sem störfuðu í þeirra þágu. Það væri Barnaverndarfélaginu sérstakt ánægjuefni að láta féð nú renna til heimilisins í Kumbara- vogi, sem unnið hefði einstakt varnarstarf fyrir börn og ungl- inga. Kristján Friðbergsson þakkaði hina rausnarlegu gjöf fyrir sína hönd og konu sinnar, Hönnu Hall- dórsdóttur. Sagði Kristján að þó hann yrði manna síðastur til að vanþakka svo rausnarlega gjöf þá þætti honum meira vert um þann viðurkenningar og virðingarvott sem Barnaverndarfélagið sýndi honum og konu hans og starfsemi þeirra. Heimilið í Kumbaravogi er að mörgu leyti mjög sérstakt, þar eru börn og unglingar sem heima hjá sér. Þau yngri fá þar kennslu og að sumrinu til starfa þau við pokagerð, sem sett var upp í tengslum við heimilið fyrir þremur árum síðan. Að staðaldri dvelja þar 15—20 börn, en þar að auki reka þau hjón, Kristján og Hanna, elliheimili, þar sem nú dvelja 11 manns. Lionsklúbburinn Baldur hefur verið Kumbaravogsheimilinu mjög hjáiplegur í gegnum árin, en ríkisstyrkir til heimilisins hafa verið hverfandi. — Við höfum fengið þetta 50—125 þúsund krónur á ári frá ríkinu, svo kallaðan byggingarstyrk, og að sjálfsögðu kunnum við að meta slika styrki, sagði Kristján Ingi- bergsson á fundi með fréttamönn- um í gær. — Það að fá hins vegar hálfa milljón upp i hendurnar setur allt úr skorðum hjá manni, þvi maður er engan veginn vanur þvi að fá rétta svona mikla fjár- muni. Herrahúsið Aðalstræti4, Herrabúðin við Lækjartorg

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.