Morgunblaðið - 16.12.1975, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 16.12.1975, Qupperneq 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 1975 Afastrákur Eftir Ármann Kr. Einarsson Teikningar: Þóra Sigurðardóttir Um svipað leyti og Runki rófa dó fluttist Ríkharður i húsið. Ríkharður var þó ekki köttur. Hann var barngóður, miðaldra maður, sem fékk herbergi á leigu í hús- inu hans afa. Nonni litli og Rikki, eins og maðurinn var kallaður, urðu brátt góðir vinir. Rikki átti fínan gljáfægðan bíl, og það kom fyrir, að hann bauð Nonna með sér í bíltúr. En það var ekki bíllinn sem hafði mest aðdráttarafl, heldur voru það miklar birgðir sælgætis, sem Rikki átti jafnan í fórum sínum. Þegar Nonni litli kom í heimsókn til Rikka, þá var honum ekki boðið upp á þrjár eða fjórar karamellur eða nokkra brjóstsykursmola. O — sussu — nei! Ungi maðurinn fékk fullar lúkurnar af sælgæti. Og ekki nóg með það heldur líka alla vasa úttroðna. Sakir þessara auðæfaleit Nonni litli upp til Rikka eins og hann væri kóngur. Allt þetta sælgæti var að vísu ekki hollt fyrir tennurnar en mammá eða amma sáu um að geyma mestan hluta þess. Stundum bar freistingin Nonna litla ofurliði. Hann laumaðist að hurðinni á herberginu hans Rikka og bankaði. Rikki opnaði ævinlega ef hann var heima. Áttu nokkuð? hvíslaði Nonni. Rikki skellihló. Komdu inn fyrir, vinur. Ætli ég eigi ekki svolítið ef ég leita vel. Svo fyllti Rikki litlu lófana og alla vasa Nonna með sælgæti. Ertu kóngur? spurði Nonni. Ha, ha ha! Kóngur, nei biddu fyrir þér. Svo hélt Rikki áfram að troða sælgæt- inu á Nonna litla uns marglit bréfin stóðu eins og blómabrúskar upp úr vös- unum. Virðing unga mannsins jókst stöðugt á þessum gjafmilda vini sínum. I hans aug- um hélt hann áfram að vera kóngur allsnægtanna, þótt ekki bæri hann kórónu. M0R0dh/ KAFWNO — Eg skil vel að þú elglr erfitt með að aflffa jölagæsina — en þarf hún endilega að sofa á milli okkar? Faðirinn: — Jæja, Villi minn, nú höfum við eignazt litla systur. Villi: — Já, einmitt. Þið hafið efni á þvf, en þegar ég bið um hjólhest þá er fátæktin alveg að gera útaf við ykkur. X — Mér hefur ekki komið dúr á auga f alla nðtt, læknir. Eg lokaði ekki augunum augna- blik, hvað þá meira. — Kæra frú, hvernig held- urðu að hægt sé að sofa án þess aðlokaaugunum. — Hvernig tókst þér að verða milljónamæringur? — Það er konunni minni að þakka. — Nú, hvernig þá? — Ja, mig langaði til þess að komast að þvf, hvort til væru svo miklir peningar, að hún gæti ekki eytt þeim. X Hún: — Ég vil skilja, heyr- irðu það. Eg heimta skilnað. Trúirðu mér kannski ekki? Hann: — Nei, ég hef alltaf þótt heldur svartsýnn. Moröíkirkjugaröinum Mariu Lang Jóhanna Kristjóns dóttir þýddi 58 — Eftir þvf sem ég man bezt sagði ég eitthvað á þessa leið: „Ég sleppi þér ekki fyrr e.i þú hefur enduigreitt mér aila þá peninga sem þú skuldar mér — hvern einasta eyri. Einu sinni elskaði ég þig, en sú tilfinning er löngu dauð og nú hef ég ekki f hyggju að sýna þér neina miskunn." Ég veit ekki hvernig Lotta hefur farið að þvf að finna alla þessa ástarvellu út úr sam- talinu, en ég veit nú reyndar að hún hefur óvenjulega frjótt fmyndunarafl. Christer kinkaði kolli ákveðinn á svip. — Það hefur valdið mér einna mestum erfiðleikum, sagði hann. — Það var eitt atriði umfram annað sem sannfærði mig um að þér væruð sú seka. Sem sagt sú uppgötvun sem Lotta gerði á aðfangadagskvöld — að kápan yðar hefði verið horfin af sfnum stað. En vftnisburður Lottu er þvf miður ekki þannig að dómstóll tæki hann gildan. Eg held þó að hún myndi aldrei láta sér detta f hug að finna upp á þvf að segja að kápan hefði verið horfin — ef hún var það ekki, enda þótt ég viti að hún er mjög ónákvæm hvað allar tfmasetningar snertir. Ef hún heldur þvf fram að kápan hafi ekki veríð á sfnum stað klukkan kortér yfir fjögur, má nokkurn veginn ganga út frá þvf sem gefnu að klukkan gæfi hafa verið fimm eða kortér yfir ffmm. Ég býst við að allt okkar mfnútutal hafi gert það að verk- um að henni hafi fundizt nauð- synlegt að sýna hversu athugul og nákvæm hún væri. En ef þetta var rétt hjá Lottu og EF þér fóruð frá fröken Holm, þá liggur beint við að spyrja, hvert fóruð þér og f hvaða erfndagerðum? Þessi hversdagslega spurning kallaði fram ónotahroll hjá öllum viðstöddum. Hugur okkar leitaði viku aftur f tfmann. Tord hafði farið f sjúkravitjun, Einar, faðir minn, og ég höfðum verið f her- bergjum okkar uppi að búa til jólavfsur. Klukkan hálf fimm hafði Einar farið niður að fá sér brauðsneið f eldhúsinu, og þá hafðl Hjördfs Holm verið að störf- um þar eins og ekkert væri. En sfðan tók hún kápuna sfna... læddist út og hljóp yfir þjóð- veginn... — (Jr eldhúsglugganum yðar, hélt Christer miskunnarlaust áfram — sáuð þér, þegar Arne kveikti Ijós inni á skrifstofunni sinni. Eftir þvf sem mér skilst á yður f kvöld er tiltölulega auðvelt að rekja hvað sfðan gerist. Þér höfuð heimta af honum meiri peninga, en þar sem þér höfðuð beðið eftir honum kvöldið áður og hann lét ekki sjá sig, fylltust þér bræði. Nú sáuð þér að hann væri sennilega á skrifstofunni og væri að gera upp hina vænu fjárfúlgu sem inn hafði komið. Þá datt yður f hug að þér ættuð að skreppa yfir til hans. Þér bönkuðuð á glugg- ann og .Sandell sem var dauð- hræddur um að Barbara uppgötv- aði eitthvað flýtti sér að hleypa yður inn. Og hvers vegna þið fóruð út f hornið á verzluninni skil ég nú reyndar ekki, en... — Arne hafðí engin rúllutjöld á skrifstofunni, Hjördfs talaði lágt og ópersónulega. — Hann vildi að við færum inn f kompuna hans Connie Lundgren en við komumst ekki svo langt, þvf að það sló f hrvnu milli okkar. Við sögðum margt Ijótt hvort við annað og eg var fokvond yfir þvf að hann hefði ekki greitt mér skilvfslega það sem ég átti hjá honum. Hann hrópaði til mfn að ég væri blóðsuga og hann hvorki gæti né vildi borga hærri upphæð á mánuði. Ég hótaði að snúa mér til lögfræðings og að lokum nefndi ég orðið hjónavands- svindlari. Þá missti hann stjórn á sér og sló mig utanundir. En ég hef aldrei nokkurn tfma getað afborið að vera slegínn, það var það eina sem hann pabbi minn þorði aldrei nokkurn tfma að gera, hann vissi að þá yrði ég persónulega viti mfnu fjær... Eg.. hrasaði upp að veggnum og þegar ég fálmaði eftir handfestu stóð ég allt f einu með öxina f hendinni. Og svo... ja, svo vitið þíð vfst hvað gerðist eftir það. Ég býst við ég hafi ráðizt á hann með öxinni... — Og þvf miður, tautaði Christer, eruð þér vanar að nota slfk tæki og tól sfðan þér unnuð hjá föður yðar. Það var einnig eitt af þvf sem mér fannst benda á yður... Nú, já, en svo þerruðuð þér blóðið af öxinni, slökktuð Ijósið og læddust út um bak- dyrnar, sem var ekki hægt að læsa utanfrá. Þér hljótið að hafa verið snarar f snúningum, þvf að Márten Gustafsson var enn ekkí kominn niður frá Barböru. Eg gat ekki varizt þvf að leíða hugann að þvf að ég hafði verið óvenjulega æst, þegar ég hitti hana um það bil klukkustund eftir að morðið var framið og þegar Barbara hringdi dyrabjöll- unni sá ég hana fyrir mér hvar hún sat f stofunni. nábleik f framan og ræddi titrandi röddu um hvarf Arne Sandells. Og samt sem áður hafði hún sinnt skvldu- störfum sfnum fullkomlega... Eða... hafði þetta verið einum of fullkomið hjá henni þegar allt kom til alls? Hafði hún sett sig f þá steliingu til þess að losna við að brjóta heilann um að það hræðilega sem gerzt hafði og yrði aldrei aftur tekið? Og á þessari stundu, þegar leiknum var lokið og hún hafði gert játningu sfna, brast sjálfs- stjórn hennar. Hún greip höndum fyrir andlitíð og grét krampa- kenndum gráti. Og nú þegar Christer hafði lokið sfnu verki hvarf forystan eins og ósjálfrátt úr höndum hans og til Tords eins og það væri eðliiegur og sjálfsagður hlutur. — Ef þið viljlð leyfa okkur að vera einum, sagði hann stillilega — langar mig að fá að segja fáein orð við fröken Holm undir fjögur augu. — Ég skal ekki tefja hana lengi. Við gengum niður f setustof- una, þögul og öllum var okkur brugðið. Christer fór til þess að hringja, ég hnipraði mig saman við ofninn og Einar opnaði annars hugar útvarpið og við hlustuðum með öðru eyranu á áttundu sinfðnfu Shuberts, Ófull- gerðu sinfónfuna. Christer kom aftur til okkar, kveikti f pfpu sinni og varp öndinni þunglega. — Þið megið ekki vera svona hnuggin, sagði ég og reyndi að hressa okkur öll upp. — Nú er þessu lokið og við vitum að mínnsta minnsta kosti að við þurfum ekki lengur að tortryggja alla f kringum okkur. — Þetta hefur verið mjög ein- kennilegt mál, sagði faðir minn fhugull. — Margt benti til að Hjördfs Holm væri morðinginn en eftir þvf scm ég fæ séð var einnig ýmislegt sem bentl til að Connie Lundgren gæti verið hinn seki... og ef út f það er farið hlýtur frú Motander að minnsta kosti um tfma að hafa legið undir grun. — Já, samsinnti Christer. — Ég hef unnið töluvert út frá þeirri forsendu að ailt mætti rekja til dauða Gerhards Motander. Ég var um tfma sannfærður um að hann hefði lánað Arne Sandell peningana og Tekla hefði sfðan eyðilagt skuldahréfin eftir bflferðína frægu til að fá hann til að þegja yfir þvf sem hann vissi, en að Sanell hafi engu að sfður haldið áfram að kúga út úr henni fé... og að hún hafi loks fengið sig fullsadda af þvf og hafi rutt honum úr vegi. Það var út af fyrir sig ekkert að þessari kenningu f sjálfu sér, hún virtist fá staðízt að mörgu leyti. Og stundum hef ég einnig verið alveg sannfærður um að Connie Lundgren væri söku- dólgurinn og hann hefði bæði framið morð og stolið silfrínu. Það var f raun og veru ekki f.vrr en þjófnaðurinn upplýstist sem ég fór að sjá þetta skýrara. — Mér þætti gaman að vita sagði Einar — hvort við fáum nokkurn tfma að vita hvernig þetta var eiginlega með botn- langakast Motander forstjóra. — Sjálfsagt ekki. Og vel getur verið að hún hafi verið engilsak- laus. Og hún hefur kannski aðeins beðið Arne Sandell að þegja yfir Jþessu, vegna þess að hún hefur gert sér grein fyrir hvernig fólk myndi túlka þetta. Hann komst ekki lengra. Þvf að nú kom Lotta þjótandi inn. Litli kroppurinn hennar skalf af þreytu og örvæntingu og andiit hennar var rautt og hölgið af gráti. — Hún er hvergi! Hvergi nokkurs staðar. Og það er maður frammi sem segir að hann hafi séð hana f snjónum langt úti á þjóðveginum... Hún kastaði sér f fang mitt og

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.