Morgunblaðið - 16.12.1975, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 1975
39
NATO-aðild er okkur til
góðs í landhelgismálinu
I GÆR afhentu forystumenn sex
ungpólitískra samtaka forsætis-
ráðherra sameiginlega kröfugerð
vegna útfærslu tslenzku fiskveiði-
lögsögunnar í 200 mflur. Er m.a.
krafizt slita á stjórnmálasam-
bandi við Breta og endur-
skoðunar á aðild Islands að Nato.
Upphaflega var gert ráð fvrir að
öll stjórnmálasamtök ungs fólks I
Revkjavík stæðu að kröfu-
gerðinni, en Heimdallur, samtök
ungra sjálfstæðismanna, vildi
ekki fallast á endurskoðun
aðildar að Atlantshafsbandalag-
inu og Fvlkingin, samtök
sósfalista taldi sig ekki sjá ástæðu
til að krefjast slita stjórnmála-
sambands við Breta. Samtökin
sex neituðu þvf frekari samvinnu
við þessi tvö samtök um fiskveiði-
deiluna. Morgunblaðinu hefur
borizt f þessu sambandi eftir-
farandi yfirlýsing frá Heimdalli:
„S.l. laugardag var boðað til
sameiginlegs fundar ungsamtaka
allra stjórnmálaflokkanna til þess
að reyna að ná samstöðu um
aðgerðir vegna landhelgismáls-
ins.
Fulltrúar Heimdallar SUS f
Reykavík sóttu þennan fund og
töldu fyrirfram góðan möguleika
á að ná samstöðu um þetta mikil-
væga mál. Svo reyndist líka vera.
Enginn ágreiningur var á milli
Heimdallar og hinna samtakanna
um efnisatriði landhelgismálsins,
en hins vegar töldu fulltrúar
Heimdallar ekki rétt að krefjast
þess að aðildin að Atlantshafs-
bandalaginu yrði tekin tafarlaust
til endurskoðunar, vegna þess
sem gerst hefur í landhelgis-
málinu en þetta var ófrávíkjanleg
krafa nokkurra annarra samtaka
og var ekki gefinn kostur á þvi að
Heimdallur tæki þátt í samstarf-
inu með fyrirvara um þetta atriði.
Það er ákaflega slæmt til þess
að vita, að ekki skyldi nást sam-
staða um þetta mikilvæga mál, en
þess er hins vegar ekki að vænta,
þegar einstakir skoðanahópar
telja ófrávíkjanlegt að fá hluta úr
stefnuskrá sinni samþykktan,
jafnvel þó stefna brjóti í bága við
grundvallarsjónarmið annars
hóps. Fulltrúar Heimdallar töldu
að vera okkar í Atlantshafsbanda-
laginu væri líkleg til þess að hafa
áhrif okkur til góðs í landhelgis-
málinu og töldu því órökrétt að
krefjast, á þessu stigi, endurskoð-
unar á aðild íslands að banda-
laginu.
Heimdallur tekur að sjálfsögðu
kröftuglega undir aðrar kröfur
sem settar voru fram, þ.e. kröfur
um tafarlaus stjórnmálaslit við
Breta og gegn rányrkju á íslands-
miðum. Nauðsynlegt er, að menn
geri sér grein fyrir þvf hver er
Framhald
r JUO afbls. 40
fjárhúsþaki f Kaupangi. Mestur
mun þó skaðinn hafa orðið á bæn-
um Björk, en þar fauk 32ja kúa
fjós að mestu leyti og sviptist
sundur í einni vindhviðu. Þakið
fór állt af fjósinu og norður og
austurveggir féllu lfka algjör-
lega. Hinir veggirnir hanga að
vísu uppi að nafninu til og blakta
fyrir golunni.
Húsfreyjan var rúmliggjandi,
en húsbóndinn var að skera laufa-
brauð í mestu makindum, þegar
maður kom hlaupandi frá næsta
bæ og sagði þeim tfðindin. Sjálf
höfðu þau ekki orðið vör við,
þegar fjósið fauk, enda var veður-
gnýr mikill. Var nú rokið til að
bjarga kúnum, en f fjósinu höfðu
verið 24 fullorðnar kýr og 4 eða 5
kvígur. Með hjálp góðra nágranna
tókst að koma öllum nautgripun-
um út að Öngulstöðum, þar sem
Sigurgeir Halldórsson bóndi
skaut skjólshúsi yfir þá. Hann
hefur nýlega tekið f notkun nýtt
fjós og lét gamla fjósið góðfúslega
eftir handa kúnum frá Björk.
Á Björk búa hjónin Dísa Páls-
dóttir og Árni Aðalsteinsson, sem
hér hafa orðið fyrir miklu tjóní.
Þau sögðu í dag f samtali við Mbl.,
að það hefði verið mikil heppni að
engin kýr hefði meiðzt í þessum
Iátum, en ekkert væri að gera við
leifarnar af fjósinu annað en
setja á þær jarðýtu. — Sv. P.
óvinurinn og beini geiri sfnum að
honum en ekki öðrum.“
1 kröfugerð samtakanna sex, sem
eru Félag ungra framsóknar-
manna, Félag ungra jafnaðar-
manna, Reykjavíkurdeild
Einingarsamtaka kommúnista,
Reykjavíkurdeild Kommúnista-
samtakanna, marxistanna,
leninistanna, Æskulýðsnefnd
Samtaka frjálslyndra og vinstri-
manna og Æskulýðsnefnd
Alþýðubandalagsins, eru settar
fram 3 kröfur. 1. að friðunarað-
gerðir séu auknar og strangara
eftirlit sé með settum reglum. 2.
að stjórnmálasambandi við Bret-
land verði þegar slitið og 3. að
aðild Islands að Atlantshafs-
bandalaginu verði tekin til endur-
skoðunar.
— Hrapaði
Framhald af bls. 40
hússins, sem er hár kjallari, tvær
hæðir og ris. Við verk sitt notaði
hann stiga, sem í var bundinn
kaðall, sem lá yfir mæninn, inn
um þakglugga hinum megin og
festur þai við þaksperru. Þegar
smiðurinn vildi færa stigann lftið
eitt til, skarst kaðallinn sundur á
mæninum, þannig að stiginn féll
niður á jörð og maðurinn með.
Hann var þegar fluttur i sjúkra-
hús, þar sem hann er nú til rann-
sóknar og meðferðar. Gizkað er á
að fallhæðin hafi verið um 9 metr-
ar. — Sv.P.
— Freigáturnar
Framhald af bls. 40
meðan á æfingum stæði. Yfir-
maður flota NATO hefur því
aðeins örfá NATO-skip undir
stjórn sinni dags daglega, en
þar sem hann er jafnframt
yfirmaður Bandarikjaflota
hefur hann þar fjölda banda-
rfskra skipa undir daglegri
stjórn sinni.
— Guillaume
Framhald af bls. 38
varð tíl þess að kanslarinn
sagði af sér snemma árs 1974.
Um leið var eiginkona Guill-
aumes, Christel, dæmd f 8 ára
fangelsi fyrir sömu sakir.
Við réttarhöldin hafðí ákær-
andinn krafizt þess að Giinther
Guillaume yrði dæmdur f 15
ára fangelsi og kona hans f 10
ára fangelsi.
— Ekki hægt
Framhald af bls. 38
stoðum undir lífsskilyrði sem séu
almennt miklu betri en í Bret-
landi. Núverandi aðstæður, þrátt
fyrir sérstöðu fiskveiða fyrir
efnahagslíf íslendinga og
nauðsyn á verndun stofnanna,
réttlæta á engan hátt einhliða
aðgerðir þeirra eða fremur
virðingarleysi fyrir þeim
erfiðleikum sem stefna þeirra
veldur öðrum.“
— Hegðun
Framhald af bls. 38
stjórn fiskstofnanna en ekki of-
veiði að njóta samúðar, einkum
meðan Bretar veiði allt hvað af
tekur við Islandsstrendur, á
meðan þeir láti ólöglega fisk-
veiðar Rússa viðgangast í eigin
landhelgi.
Brian Woosey, fréttamaður The
Sun, skrifar einnig grein í blað,
sitt undir fyrirsögninni: „Erum
við ruddarnir í fiskstautastrfð-
inu?“
Þar segir hann m.a.: „Það er
enginn vafi á því að þorskstofn-
arnir sem eru ákjósanlegt hráefni
i fiskstauta, verða ofveiddir eða
jafnvel útrýmt, ef ekki verður
dregið úr veiðum. Ef Bretar tapa
þorskastrfðinu verður að leita
eftir öðrum fiskstofnum, t.d. kol-
munna, sem er í gífurlegum torf-
um undan, Skotlandsströndum og
áætla sérfræðingar að hægt væri
að veiða allt að 7 milljónir lesta á
ári.“
— Frumvarp
Framhald af bls. 14
rætt það á 38 fundum. Mikill tími
hefur farið í viðtöl við forstöðu-
menn ráðuneyta og stofnana og
hefur þar glöggt komið f ljós,
hversu mikils aðhalds og niður-
skul-ðar rekstrarútgjalda hefur
gætt við gerð frumvarpsins. Ljóst
er að yfirleitt hefur verið dregið
úr rekstrarútgjöld' m svo sem
framast er kostur.
Nefndin hefur sem fyrr skipt
með sér verkum og hafa einstakir
nefndarmenn haft til athugunar
sérstaka málaflokka frumvarps-
ins. Hefur sú athugun einkum
beinst að þeim málaflokkum, sem
fjalla um fjárveitingar til verk-
legra framkvæmda, svo sem
nýbyggingar skóla, fþróttamann-
virkja, hafnarframkvæmda, bygg-
ingar sjúkrahúsa og heilsugæslu-
stöðva. Þá hefur n. átt góða sam-
vinnu við fjárlaga- og hagsýslu-
stofnunina og starfsmenn hennar
svo og forstöðumenn ráðuneyta
og stofnana sem hafa veitt nefnd-
inni mikilsverðar upplýsingar og
aðstoð.
Svo sem jafnan áður hafa n.
borist fjölmörg erindi frá stofn-
unum, einstaklingum og samtök-
um, sem flest hafa falið í sér
beiðni um fjárhagslegan stuðning
eða fyrirgreiðslu svo og leið-
réttingar sem valda hækkun á út-
gjöldum fjárlaga. Nefndin hefur
reynt að kynna sér þessi erindi
eftir föngum, en hefur að þessu
sinni einungis getað sinnt örfáum
þeirra. Nefndinni er að sjálfsögðu
ljóst, að í fjölmörgum tilfellum
hefur orðið að synja fjárbeiðnum
til málefna, sem vissulega verð-
skulda fjárhagslegan stuðning
hins opinbera en verða að bíða
betri tíma.
Nefndinni hefur ekki enn
unnist tími til að ljúka afgreiðslu
allmargra liða fjárlagafrumvarps-
ins. Má þar nefna til dæmis fjár-
framlög til leiklistarskóla,
jöfnunar námsaðstöðu, ferju-
bryggju, vegagerðar, framleiðslu-
eftirlits sjávarafurða, kaupa og
rekstrar skips til landhelgis-
gæslu, Byggingarsjóðs verka-
manna, almannatrygginga, starfs-
liðs ríkisspítala, löggæslu, Orku-
stofnunar og Rafmagnsveitna
ríkisins. Bíður afgreiðsla þessara
mála til 3. umræðu.
Ekki náðist í nefndinni sam-
komulag um afgreiðslu fjárlaga-
frumvarpsins. Minni hl. mun þvf
skila séráliti. Nefndin stendur þó
sameiginlega að flutningi breyt-
ingartillagna á þingskjali 149, en
minni hl. óskar eftir að taka fram,
að hann hefur óbundnar hendur
um afstöðu til einstakra tillagna
og áskilur sér rétt til að flytja eða
fylgja breytingatillögum sem
fram kunna að koma.
Eins og tekið er fram í athuga-
semdum við fjárlagafrv., er það
miðað við kauplag og verðlag f
október 1975. Tekjuáætlun frum-
varpsins hefur nú verið endur-
skoðuð með tilliti til betri
vitneskju um líðandi ár, auk þess
sem nú er miðað við kauplag og
verðlag i desember. Ekki liggja
þó fyrir að fullu niðurstöður
þessara athugana og bfða því þær
breytingartillögur, sem væntan-
lega verða gerðar á tekjuhlið
frumvarpsins af þessum sökum,
til 3. umræðu.
Fjárveitinganefnd tekur fram,
að þótt samþykkt verði tillaga
nefndarinnar um fjárveitingu til
nýrra íþróttamannvirkja, telur
hún að ekki felist í því skuld-
binding um það á hve löngum
tíma hluti ríkisins í þeim fram-
kvæmdum greiðist.
A sfðasta fundi fjárveitinga-
nefndar fyrir afgreiðslu fjár-
lagafrv. til 2. umræðu mætti full
trúi frá Þjóðhagsstofnuninni.
Veitti hann nefndinni marg-
víslegar upplýsingar um þróun
efnahagsmála á yfirstandandi ári
og horfur í náinni framtíð.
Meiri hl. nefndarinnar vill taka
fram, að brtt. þær, sem hann mun
flytja við 3. umræðu fjárlaga,
verða að sjálfsögðu við það miðað-
ar, að takast megi að afgreiða
greiðsluhallalaus fjárlög fyrir ár-
ið 1976.“
— Breyting
Framhald af bls. 4«
sérfræðilæknishjálp um 200
milljónir króna.
Þá er stefnt að því að minnka
útgjöld ríkisins vegna reksturs
sjúkrahúsa um 1.187 milljónir
króna með því að auka þátttöku
sveitarfélaga í rekstri þeirra.
Rekstrarkostnaður sjúkrahúsa er
stærsti þáttur sjúkratrygginga en
einkaaðilar og sveitarfélögin bera
nú 60% þessa kostnaðar en rikið
40%. Til þess að fjármagna þann
aukna kostnað, sem þessu er sam-
fara, skulu sveitarfélögin leggja
1% á gjaldstofn útsvara, sem
renna skal til sjúkrasamlaga.
Samtals munu þessar ráð-
stafanir spara ríkinu 1.667
milljónir á næsta ári, en að auki
er gert ráð fyrir auknu aðhaldi og
eftirliti með greiðslum lífeyris-
trygginga og sjúkratrygginga-
deilda Tryggingastofnunar ríkis-
ins.
— Kuldinn
Framhald af bls. 38
við mennina í sendiráðinu.
Lof aði hann að hugsa málið.
Sexmenningar úr lestinni eru
nú i yfirheyrslum hjá lögreglunni
og er búizt við að þeir verði
ákærðir fyrir morð innan skamms
en 3 gíslanna voru myrtir
skömmu eftir að Mólukkumenn-
irnir náðu lestinni á sitt vald.
Sexmenningarnir gáfust upp
eftir að hafa hímt í lestinn i 2
sólarhringa og var hiti undir
forustumarki, en hitakerfi lestar-
innar sprakk á dularfullan hátt
fyrir nokkrum dögum og særðust
tveir menn i sprengingunni.
Mólukkumennirnir komu
fyrstir út úr lestinni og gáfu sig
fram við lögregluna, en síðan
komu allir gislarnir út hver á
fætur öðrum. Þeir voru þegar
fluttir i sjúkrahús til rannsóknar,
en talsmenn lögreglunnar sögðu
að þeir hefðu flestir virzt við góða
heilsu.
— Neitaði
Framhald af bls. 40
sekt. Hann neitaði því og fór
málið nú fyrir dómstóla. Var
maðurinn dæmdur í 5 þúsund
króna sekt i sakadómi Reykja-
víkur. Enn neitaði maðurinn
að greiða sektina og skaut mál-
inu til hæstaréttar. Hann kvað
upp úrskurð sinn nýverið, og
var dómur sakadóms þar stað-
festur og maðurinn auk þess
dæmdur til að greiða 40 þús-
und krónur í málskostnað.
Samkvæmt þessum dómi er
hraðamælum lögreglubifreiða
treyst þegar metinn er öku-
hraði annarra farartækja, en
lögmaður umrædds ökumanns
hélt því m.a. fram f málflutn-
ingnum, að ýmislegt gæti orðið
til þess að valda skekkju i
hraðamælunum.
— Hægfara
Framhald af bls. 38
490 milljónum tonna á þessu ári í
620—640 milljónir á ári fram til
ársins 1980.
A sviði utanríkisverzlunar
verður stefnt að frekari þróun
verzlunar og gagnkvæmri,
vísindalegri og tæknilegri sam-
vinnu við auðvaldsríkin með lang-
tímamarkmið í huga, til hagsbóta
fyrir báða aðila.
Viðbrögð erlendra fréttamanna
i Moskvu við áætluninni eru á þá
lund, að hún sé mun raunsærri en
fyrri áætlanir, og bendi til þess að
hægt sé að ná þeim markmiðum,
sem þar eru sett.
Búizt er við því, að áætlunin
verði samþykkt óbreytt á 25.
flokksþingi sovézka kommúnista-
flokksins, sem haldið verður í
febrúar n.k.
— Ofviðrið
Framhald af bls. 2
skreið. Hin bryggjan var notuð til
löndunar fyrir smábáta fyrir sum-
artimann og var á henni löndun-
arfæriband ásamt vigtarskúr,
fiskirennum, og fleiru. Einnig
voru á þessari bryggju fjórar sjó-
dælur meðleiðslumtil kælingar
fyrir frystivélar. Einnig braut
sjórinn stóra hurð á fiskimóttöku.
Skemmdir urðu á bræðslu og tæki
til lýsisbræðslu skemmdust nokk-
uð.
Vonin h.f., er hér rekur harð-
fiskverkun, varð fyrir miklu
tjóni, er harðfiskhjallur, sem stóð
á Hjöllum fyrir ofan kauptúnið,
fauk i heilu lagi niður af Hjöllun-
um og tvístraðist þar sundur.
Brak úr hjallinum fauk yfir girð-
ingar og lenti á a.m.k. einu húsi. I
hjallinum var öll harðfiskfram-
leiðsla Vonarinnar h.f. á haustinu
og er tjón á hráefni og hjalli allt
að 6 til 7 milljónir króna.
Óskar Sigurðsson var langt
kominn með að byggja íbúðarhús,
er hann var að reisa fyrir sjálfan
sig. Var þetta einingarhús frá
Verk h f. og lagðist það saman
undan veðurþunganum og er talið
gjörónýtt. Er tjón Óskars mjög
tilfinnanlegt.
Þegar birti á sunnudag, var
öfögur sjón, er blasti við bæjarbú-
um, mesta athafnasvæðið við
höfnina leit út eins og eftir
hvirfilvind. Miklar skemmdir
urðu viðar í kauptúninu og rúður
brotnuðu. Þakplötur fuku af
nokkrum húsum og girðingar
kringum hús fuku. Einnig tók
veðrið trillu, er stóð uppi á kambi,
fauk hún yfir aðra trillu, er stóð
þar rétt hjá og brotnaði f spón er
hún lenti niðri í fjöru.
Ekki urðu neinar skemmdir á
bátum í höfninni, gn hald manna
er að mikið af drasli hafi fokið í
höfnina. Slys urðu engin á mönn-
um í þessu ofviðri.
Viðlagatrygging Islands greiðir
ekkert af þessu tjóni þar sem hér
mun ekki vera um náttúruham-
farir að ræða, Sé hins vegar
sannanlegt að flóðbylgja hafi
gengið á land — samkvæmt
skýrslun Veðurstofu Islands —
hefði um náttúruhamfarir verið
að ræða.
— Léttúðug ljóð
Framhald af bls. 3
stend mig þá iðulega að þvl að velta
vöngum yfir þvi hvort það sé ekki
eftir allt betra hjá prentaranum."
Tómas Guðmundsson tekur sig
þannig ekki nema mátulega hátlð-
lega þrátt fyrir viðhafnarútgáfuna af
Stjörnum vorsins en I þeirri Ijóðabók
..nýtur sln til fullnustu samspil mik-
illa stlltöfra, djúprar alvöru og glitr-
andi húmors," eins og segir I frétta-
tilkynningu Almenna bókafélagsins
um þessa Ijóðabók. Þar er llka þessi
tilvitnun I formála Kristjáns Karls-
sonar fyrir bókinni:
„Hinn djarfi leikur að andstæðum
tilfinningum, sem einkennir Stjörnur
vorsins, heppnast fyrir öryggi stlls-
ins. Sem heimild um skáldskap er
þessi bók til þess fallin að minna oss
á þann sannleik, að efni og búning-
ur Ijóðs verða ekki sundurgreind, og
að viðfangsefni kvæðis nær aldrei
hærra, né fellur það lægra en stillinn
ákveður.
Með þvl er auðvitað ekki sagt, að
tvö jafngóð kvæði hljóti að hafa
jafnmikla þýðingu Ef mér væri gert
að velja eitt kvæði I Stjörnum vors-
ins, sem mér þætti mest um vert,
myndi ég vafalaust kjósa í klaustur-
garðinum. Það er meira kvæði en til
dæmis Þjóðvisa, Garðljóð eða Vlxil-
kvæði. af þvi að það tekur yfir
stærra vitundarsvið En hitt væri
marklaust að kalla það betra kvæði
Stlll skáldsins birtist jafnskýrt I öll-
um þessum kvæðum, sem ég
nefndi, og þar með afstaða hans,
hin ástúðlega virðing fyrir lifinu."
Það kom fram á blaðamannfund-
inum að þetta er fyrsta bókin sem
Steinunn Marteinsdóttir hannar og
myndskreytir en til þessa hefur hún
einkum getið sér orð fyrir leirkera-
smíði slna. Kvaðst hún þakklát for-
ráðamönnum Almenna bókafélags-
ins og skáldinu fyrir að fá tækifæri
til að vinna þetta verk en þó væri
hún fyrst og fremst þakklát Tómasi
fyrir Ijóðin sem Stjörnur vorsins
geymdu
— Minning Torfi
Framhald af bls. 30
dregið. Þannig var maðurinn
sjálfur.
Mikill heimilisunnandi var
Torfi. ,,Heima“ var honum
sannarlega öllu öðru betra. Þar
naut hann sín sem hvergi annars
staðar . . . Einmitt þess vegna var
það svo hugþekkt, fyrir okkur,
sem gerst þekktum til, að hann
skyldi fá að una heima — einmitt
heima — seinustu dagana, jafnvel
til allra síðustu stundar.
Ég, og fjölskylda min, vottum
ástvinum hans innilega dýpstu
samúð og ósk um huggun Guðs í
þessum þunga harmi.
Jón Hj. Jónsson.