Morgunblaðið - 19.12.1975, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.12.1975, Blaðsíða 2
34 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 1975 öllum tilraunum sem verða gerðar til að finna friðsamlega lausn. Mestu sigra sfna hefur MPLA unnið fyrir norðan Luanda. Lengi vel voru hermenn FNLA í stöðvum aðeins tæpa 30 km frá höfuðborginni og höfðu á valdi sínu vatnsdælustöð borgarinnar. Síðan hefur MPLA hrakið hermenn FNLA frá bænum Caxito og norður eftir strandlengjunni til Ambriz, eins helzta virkis FNLA. Brezka blaðið Observer segir, að FNLA hafi neyðzt til að flytja aðalstöðvar sínar það- an til iandamæra Zaire og að hermenn MPLA stundi skæru- hernað bak við víglínu FNLA. Herlið MPLA sækir einnig norðaustur á bóginn eftir veginum til Carmona, aðalvirkis FNLA, þar sem yfir- herstjórn hreyfingarinnar er. Á suðurvígstöðvunum náðu brynvarðar sveitir FNLA, Unita og hvítra málaliða mestöllum suðurhluta Angola úr höndum MPLA, en MPLA stöðvaði sóknina suður af Porto Amboim. Annar liðsafli sótti til orkuvers við Dondo, sem höfuðborgin fær mestallt raf- magn sitt frá, en sú sókn stöðvaðist um 75 km austur af Porto Amboim, skammt frá Gabela. Hins vegar hefur MPLA ekki tekizt að snúa vörn upp í sókn á þessum vígstöðv- um þrátt fyrir sóknartilraunir. FNLA og Unita sóttu einnig eftir aðalveginum frá Nova Lis- boa til Quibale, og sá liðsafli átti að sameinast liðsaflanum, sem sótti til Dondo, en sú sókn var einnig stöðvuð. Bar- dagarnir í suðri hafa verið geysiharðir og mannfall hefur verið mikið á báða bóga. Her- menn MPLA og kúbanskir „ráðunautar“ þeirra hafa beitt flugskeýtum í bardögunum og þar sem þeir hafa fengið þunga- vopn og brynvarða bíla frá Rússum standa þeir mótherjum sínum fyllilega á sporði, segir fréttamaður Observers. Á austurvígstöðvunum hefur MPLA náð bænum Malanje aftur úr höndum FNLA og Unita. Flugstöðin í Henrique de Carvalho nærri landamær- um Zaire er enn á valdi MPLA. Marxistar mæta hins vegar harðri mótspyrnu á þessum slóðum, svo að ekki er búizt við frekari sóknaraðgerðum þar af hálfu MPLA. Enn hefur FNLA og Unita ekki tekizt að ná á sitt vald allri Benguela-járnbrautinni frá hafnarbænum Lobito til kopar- beltis Zambíu og Zaire, og það er talið alvarlegasta áfallið, sem sameiginlegur liðsafli þeirra hefur orðið fyrir. Ekkert bendir til þess, að járnbrautin verði opnuð í bráð, en þess verður ekki langt að bíða, að FNLA og Unita geti notað vestari hluta hennar. Þróunin í Angola veldur Suður-Afríkumönnum vaxandi áhyggjum, þar sem þeir óttast að svo geti farið að Rússar nái varanlegri fótfestu á norður- Iandamærum Suðvestur- Afríku. Upphaflega þáðu FNLA og Unita aðstoð Suður- Afríkumanna í októberlok, þar sem talið var hægt að vinna skjótan sigur á MPLA. Rússar gripu á sama hátt til íhlutunar sinnar, þar sem talið var að MPLA gæti unnið skjótan sigur á FNLA og Unita. Hins vegar er íhlutun Suður-Afríkumanna litil samanborið við íhlutun Rússa, og fréttamaður The Times telur að of mikið hafi verið gert úr afskiptum Suður- Afríkumanna. Suður-Afrikumenn neita því, að þeir vilji gera Angola að nýlendu sinni og segja að slíkt mundi ganga í berhögg við þá stefnu sína að bæta sambúðina við blökkumannaríkin í Afriku. íhlutun þeirra hefur hins vegar orðið til þess, að vestræn ríki og Afríkuríki, sem óttast áform Rússa í Angola, hafa verið treg til að láta málið til sín taka, þar sem þau hafa ekki viljað sýnast vera bandamenn Suður- Afríkumanna og apartheid- stefnunnar. Með sama áfram- haldi getur svo farið að Suður- Afríkumenn verði einu stuðningsmenn FNLA og Unita. Kissinger utanríkisráðherra hefur að vísu lýst yfir stuðningi við FNLA og hreyfingin hefur fengið stuðning frá Banda- ríkjunum. Bandarískir ráða- menn eru sannfærðir um að hætta sé á því að Angola verði sovézkt leppríki og það gæti haft í för með sér alvarlegar afleiðingar fyrir Afríku og heimsfriðinn. En bandarískir áhrifamenn innan þings og utan eru vantrúaðir á, að bandarískir hagsmunir séu í húfi í Angola, og hendur bandarískra ráðamanna eru bundnar vegna nýlegra hneykslismála. íhlutun Sameinuðu þjóðanna gæti komið i veg fyrir áform Rússa í Angola og Kissinger hefur lýst því yfir að stefna sín sé sú að „athuga hvort finna megi afríska lausn á afrísku vandamáli“, en helzta von hans virðist sú að beita Rússa þrýstingi. Hermaður úr MPLA y//y/////////z. 'Cn'rmona Ambrir ÍHennquej fdrCörválho 3 Porto’is Amboim; iMaÍanjep iQuibolé WB. APPROXIMATE AREAS OFCONTROL OR DOMINATION Z/7X FNLA M MPI.A 0H3UNITA ZAIRE ATLANTIC LUANDA ÆÉÉmmMmMimtlÍ 'lovo'Lisboa OCEAN f Soe/0 Motamedes/ *S(l dn Bnndeirg 200 miles__| ZAMBIA Yfirráðasvæði FNLA, MPLA og Unita í Angola Olafur Haukur Sfmonarson og Valdfs Öskarsdóttir: RAUÐI SVIFNÖKKVINN. Lestrar- og mvndabók. Heimskringla 1975. TEXTINN í Rauða svif- nökkvanum, bók þeirra Ólafs Hauks Símonarsonar og Valdfsar Óskarsdóttur, er yfir- leitt ósköp einfaldur og auðskil- inn. Nokkuð er þó um orða- leiki; sprellað er með mál og hugmyndir. 1 fyrri hluta bókar- innar, Ferðin til jarðarinnar, eru myndir og texti nokkurn veginn í jafnvægi. Síðari hlut- inn, Á jörðinni, er eingöngu m.vndir. Myndirnar leiða hugann að verkum súrrealískra Ijósmynd- ara eins og Man Ray. Þetta eru samsettar ljósmyndir. Með tengingu margra mynda er reynt að ná sömu áhrifum og í málverki. Hver mynd er sjálf- stætt listaverk. Eitt af helstu viðfangsefnum myndanna er Ólafur Haukur Símonarson. Við sjáum hann nakinn að aftanverðu, ýmsa hluta andlits- ins, einkum augun. Á einni myndinni snýr hann fram og er orðinn að samvöxnum fimm- burum öllum eins. Það er loðna á brjóstinu á honum, svei mér þá, lævfst (kannski frekar dreymið) bros á vör, en þar sem sköpin ættu að vera eru aðeins stækkaðar varir hans á flugi líkt og einmana blaðra á þjóð- hátfð. Þessar myndir eru hug- myndasmíð, flestar skemmti- legar, sumar frábærar eins og mynd á bls. 83, þar sem steinn kemur í stað mannshöfuðs. Það er þungt höfuð. 1 textanum stendur: fig ber höfðinu við sleininn uns steinninn eða höfuðið hverfur. Textar Ólafs Hauks Símonar- sonar eru sennilega það besta, sem hann hefur samið. Þeir eru framhald þess athyglisverðasta í Má ég eiga við þig orð. í þessum textum (þeir eru reyndar Ijóð, kallaðir textar hér eins og í bókinni) birtist lífið i kringum okkur: fólk, hús, ský, öldur, allt, sem nöfnum tjáir að nefna, en jafnvel í einföldustu textunum er áleitin mystfk. Ferðinni til jarðarinnar er lýst svo: Bókmenntlr eftir JÓHANN HJÁLMARSSON Að gera Það er f dag sem við stfgum um borð f rauða svifnökkvann ótrúlegan skýjavagn knúinn heimshornavindum. Það er f dag sem okkur ber vfir borgina krökka af dvergum með þökin sfn á rauðu höfði. Það er f dag sem við drögum lokin frá augunum svo skel geimsins opnast og skfnandi perlan birtist. sprell Ólafur Haukur Símonarson getur ort vel um jafn venjuleg efni og að skreppa inn í skóbúð eða kvef. En oft fer hann í þessari bók að dæmi fugls, sem flýgur hátt og virðir fyrir sér mannlífið fyrir neðan með vorkunn. Um ijóðið sjálft, vanda þess og vegsemd, kemst hann hnyttilega að orði: Kýstu að IJððið sé kassalaga? Þá sýndu mér kassalaga fugl. Kýstu að ijóðið sé rökrétt? Þá sýndu mér rökrétt tré. Aðeins f Ijóðí situr kassalaga fugl uppf rökréttu tré. Einkunnarorð bókarinnar sækja höfundar til Marx og Engels og til André Bretons. Þeir fyrrnefndu herma svo frá að hugmyndir manna og skoðanir breytist um leið og lífskjör þeirra, félagsleg sam- skipti, félagsleg tilvera. Sam- kvæmt Rauða svifnökkvanum virðast þau Ólafur Haukur og Valdís hafa það gott þrátt fyrir ýmsa voveiflega hluti, sem einkum er lýst I myndunum: stríð, ógnir bflaveldisins, mengun. Sprell þeirra er óvenju lif- andi bók.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.