Morgunblaðið - 19.12.1975, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.12.1975, Blaðsíða 8
40 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 1975 Gestirnir sem sjónvarpið hótaði þjóðinni að kæmu í heimsókn á sunnudagskvöldið, þeir Indriði G., Guðmundur Daníelsson og nafni hans Hagalín, tróðu ekki upp í minni stofu, ekki svo að skilja að ég hafi ekki viljað hleypa þeim inn. Ég var ekki heima. Mér þykir það leitt vegna Hagalíns af því að frændsemi er með okkur og hressandi sjógustur alltaf með f för þar sem Hagalín er; vestfirsk kempa. Ég var hjá ritara mínum að snara Heinesen yfir á íslensku — fyrir sjónvarpið. Afsökunin er tvöföld og báðir þættirnir í gildara lagi. Hagalín dugir ekki minna. Pétur Guðfinnsson, framkvæmdastjóri sjón- varpsins, þakkaði mér fyrir skömmu fyrir að ég skyldi ekki ástunda að telja upp það sem ég ekki hefði séð í sjónvarpinu. Það var ekki seinna vænna. CIA-myndin var hrollvekjandi viðbjóður. Samsvarandi KGB-mynd yrði hundraðfaldur viðbjóður, ef að líkum lætur, nema sá er munur- inn — og það er allur munur — að engin kvikmyndavél kemst í færi við þann drullupoll. En mynd hans er geymd í minni manna. Minni manna sem lifa — og þora. SOLSINITSIN. Aðalsteinn Ingólfsson sagði í Vöku sinni (Svefnþorn væri raunar réttnefni á þætt- inum) að nú yrði farið í bóka- búðir og nokkr- ar bækur gripn- ar af handahófi og talað við höf- undana. Eitt þessara handa- hófa var Thor Vilhjálmsson og út af fyrir sig ekkert við það að athuga; vegir almættisins eru órannsakanlegir og manninum ekkert of gott að troða upp í fjöl- miðlum, ef hann heldur sig græða á því, líf er stríð, en hitt er hvimleitt að hann skuli jafnan gera sig breiðan jafnskjótt og hann er sestur fyrir framan viðmælanda sinn og auglýsanda, skottísinn, bjallan eða fuglinn séu verk sem skýri sig sjálf, síðan tilvitnanir f stórkalla, ekki samt Fellini, það er búið, en alltaf má fá arrnan hest, bækur skýri sig sjálfar, væri kannski nær að spyrja lesanda, manninn á götunni o.s.frv. Það væri ekki svo vitlaust. Skýst þótt skýr sé. Ég veit engin dæmi þess að höfundi hafi nokkru sinni tekist að vera sinn eigin guðfaðir. Hinu má samt ekki gleyma sem Nordal sagði eitt sinn, að vonlaus barátta væri máske sú eina sem væri þess virði að vera háð. Og skoðað í því ljósi eru tilburðir Thors óneitan- lega stórmannlegir, enda allra manna sóknharð- astur í andstreymi. Frétt vikunnar var tvímælalaust útlánapólitík Alþýðubankans. Ég heyrði menn á kaffihúsi vera að velta því fyrir sér hvernig umhorfs myndi vera í stofnunum borgarinnar, ef verka- lýðsbroddarnir hefðu haft þar tögl og hagldir f sosum hálfa öld. I kastljósinu á málið i umsjá Guðjóns Einarssonar sagði forseti ASI, Björn Jónsson, að það væri siður alþýðunnar að spýta i lófana þegar á móti blési. Hvernig væri að alþýðan horfði um öxl, áður en hún spýtti, til að aðgæta hvaða vagn hún væri að draga? Ég fæ ekki betur séð en ýmsir umsjónarmenn þátta rfkisútvarpsins um innlend málefni séu að verða öflugustu siðgæðisverðir þjóðarinnar — f bókstaflegri merkingu. En maður furðaði sig á því að hugmyndir Kristjáns Friðrikssonar um hvernig Islendingar ættu að stunda fiskibúskap, mjög skilmerki- legar og skynsamlegar að því er leikmanni virt- ist, skyldu ekki vekja fjörugar umræður. Um- sjónarmaður þáttarins spurði einskis í fram- haldi af kynningunni á hugmyndum Kristjáns. Stærð mála á að ráða umfangi umræðuþátta og annað efni á dagskrá þá að færast aftar á tímahjólið. Tímasetning dagskrárefnis hefur ekki verið ginnheilög til þessa dags í sjónvarp- inu, og það kemur manni spánskt fyrir sjónir að sjónvarpið skuli tíunda flutning efnis í hljóð- varpi uppá mínútu að fréttum loknum, en tíma- setja eigið efni stundum ekki nánar en eitthvað á þessa lund: þar næst verður B sýnt, og að því loknu C, og dagskránni lýkur svo D, o. s. frv. Hljóðvarpið tilkynnir manni oft á dag, hvað tímanum líði, sjónvarpið aldrei. Fræðslumyndin um Færeyjar í þýðingu ofan- ritaðs, þulur Kristinn Reyr, var áberandi vel tekin. Flutningur Kristins Reyrs á ljóðmálinu var eftirminnilegur. Það vafðist ekki fyrir Heinesen að mæla af munni fram sögu Færeyja í grófum dráttum og ekkert var honum fjarri en að trana sjálfum sér fram, hann kynnti þau færeysk skáld, lífs og Iiðin, sem hann réttilega kvað heiminn ekki vita nokkurn skapaðan hlut um, ekki einu sinni Dani. Svo lítið væri mál- svæðið og lokað. Það gildir einnig um aðra þjóð, ögn norðar á hnettinum, Islendinga, og nú væntir maður að þess verði ekki langt að bíða að Halldór Laxness fjalli í kvikmynd til útflutnings um ýmsa rithöfunda sem á íslensku hafa skrifað og skrifa og heimurinn veit ekki hætishót um fremur en þá færeysku — fram að þeim tíma að Heinesen kynnti þá. Og Heinesen auðnaðist að gera það á þá lund að eftir þessa kvikmynd eru eyjarnar í vitund manna annað og meira en þeir hugðu, margir hverjir. Tenging sögunnar og ljóðanna við færeyska náttúru, sumarblíðu og veðrahám vetrarins, var frábærlega vel af hendi leyst. Hugmyndin um Halldór Laxness sem brennidepil í samsvarandi kvikmynd er hér með komið á framfæri við Listadeild sjónvarpsins. Mér varð það á í síðasta pistli að segja að Dóra Hafsteinsdóttir hefði verið tilgreind þýðandi textans í Macbeth Shakespeares. Það var rangt hjá mér. Hún var titluð textahöfundur, sem á máli sjónvarpsins þýðir að viðkomandi hafi að- hæft áður þýddan texta, í þessu tilviki kvik- myndinni um Macbeth, og er það vafalaust vandaverk. En nafngift sjónvarpsins er villandi. Textahönnuður er starfsheiti betur við hæfi verkefnisins. Bið ég velvirðingar á misskilningi mínum, en helming hans færi ég hér með á reikning sjónvarpsins. MIKIÐ ÚRVAL af hreinlætis- og snyrtivörum fyrir konur og karla llmvötn og Ódýrar vörur og gjafakassar dýrar vörur GAGNLEGAR OG SKEMMTILEGAR VÖRUR, GÓÐAR TIL JÓLAGJAFA Lítið inn í snyrtivörudeildina okkar, þegar þér eigið leið um Laugaveginn LAUGAVEGS APÓTEK SNYRTIVÖRUDEILD Laugavegi 16 Úrvals hangikjöt Laugavegi 78 Skodsborgarstóllinn Hátt sæti. Háir armar, höfuðpúði og íhvolft bak fyrir góða hvíld Ný stóltegund hönnuð fyrir þá, sem erfitt eiga með að risa upp úr djúpu sæti, þurfa góðan stuðning og þægilega hvildarstell- ingu. Stóllinn er framleiddur fyrir áeggjan forstöðumanna elli- og endurhæfingarstofnanna hér á landi. Nafnið gáfum við honum, án nokkurrar hugmyndar um hvort svo góður stóll sé til á þvi fræga hvíldarsetri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.