Morgunblaðið - 19.12.1975, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 19.12.1975, Blaðsíða 17
7 / MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 1975 Vilja láta skrá sölu áfengis á nafn — og stöðva innflutning bruggefnis LANDSSAMBANDIÐ gegn áfengisbölinu hélt fulltrúafund sinn laugardaginn 15. nóv. s.l., og var hann vel sóttur. Þar fluttu mjög fróðleg erindi þeir Bjarki Elíasson yfirlögregluþjónn og Ólafur Haukur Árnason áfengis- varnaráðunautur. Á fundinum voru eftirfarandi ályktanir samþykktar. „Fulltrúafundur Lands- sambandsins gegn áfengisbölinu haldinn 15. nóv. 1975 beinir því enn á ný til stjórnvalda, að alger- lega verði stöðvað að hafa um hönd áfengi í móttökum á vegum ríkisins og fara í því efni að dæmi menntamálaráðherra, en það hef- ur reynzt vel og verið til fyrir- myndar.“ „Fulltrúafundur Lands- sambandsins gegn áfengisbölinu haldinn 15. nóv. 1975 leggur enn á ný ríka áherzlu á, að öll áfengis- sala frá útsölum Áfengis- og tóbaksverzlunar ríkisins verði skráð á nafn og væntir þess, að jákvæður árangur verði af þeim athugunum, sem fjármálaráð- herra er að láta gera í þessu efni.“ „Fulltrúafundur Lands- sambandsins gegn áfengisbölinu haldinn 15. nóv. 1975 skorar á Alþingi og ríkisstjórn að stöðva öll tollfríðindi á áfengi og tóbaki. Frfðindi þessi stuðla að aukinni áfengis- og tóbaksneyzlu, auk þess sem það er mismunun á aðstöðu þegnanna.“ „Fulltrúafundur Lands- sambandsins gegn áfengisbölinu haldinn 15. nóv. 1975 beinir þeirri áskorun til menntamálaráðherra, að hann hlutist til um að vínveit- ingar verði bannaðar í skólahús- næði á hvaða árstfma sem er. Þá telur fundurinn að áfengisveit- ingar skuli óheimilar á sam- komum, sem haldnar eru á vegum skóla, enda þótt þær séu haldnar utan skólahúsnæðis. Vfnveitingar verði ekki leyfðar í sumarhótelum skólahúsnæðis." „Fulltrúafundur Lands- sambandsins gegn áfengisbölinu haldinn 15. nóv. 1975 heitir á alla ábyrga aðila — heimili, skóla og kirkju — að vinna markvissar að ýmsum fyrirbyggjandi aðgerðum gegn sfvaxandi reykinga- og áfengisnautn ungs fólks, svo sem með staðreyndafræðslu og félags- legum tómstundastörfum." Þá lýsti fundurinn því yfir, að 49 nauðsynlegt væri að hækka veru- lega gjald fyrir vínveitingaleyfi og óeðlilegt væri að veita félags- stofnun stúdenta slíkt leyfi. Þá taldi fundurinn að taka þyrfti til athugunar að koma í veg fyrir persónulega hagsmuni í sam- bandi við áfengissölu svo og að stöðva þyrfti innflutning brugg- efnis, sem fólki væri óbeint kennt hvernig ætti að nota til fram- leiðslu áfengis. Ennfremur tók fundurinn und- ir áður framkomna ályktun íslenzkra ungtemplara til útvarps- ráðs, þar sem vakin er athygli á áfengisáróðri, sem fram kemur i sjónvarpsefni. „Húgó” eftir Mariu Gripe Út er komin hjá bókaútgáfunni Iðunni þriðja og síðasta bókin um Jósefínu og Húgó eftir Mariu Gripe. Nefnist hún Húgó. Maria Gripe er einn fremsti barnabókahöfundur Svía og hef- ur hún hlotið margvíslegar viður- kenningar. Fyrir bækurnar um Húgó og Jósefínu hlaut hún Nils Holgersson verðlaunin, og „Húgó“ hlaut vérðlaun sænska dagblaðsins Expressen sem besta barnabókin árið sem hún kom út. Auk þess hlaut Maria Gripe árið 1974 H. C. Andersens verðlaunin. Vilborg Dagbjartsdóttir þýddi bókina. „Gustur — og svo kom stórhríðin’, „GUSTUR — og svo kom stórhríð- in“ nefnist ný barnabók eftir Albert G. Miller, sem komin er út í íslenzkri þýðingu. Gustur er hestur, sem búinn er að dvelja nokkurn tíma á Myllu- bæ. Hann og vinur hans, Jöi Clark, hafa átt saman margar góðar og ánægjulegar stundir, en einnig ratað í margar hættur og ævintýri, þar sem Gustur hefur alltaf bjargað málunum, oft á síð- ustu stundu. En svo hverfur Gustur — en sögunni er ekki lokið. Bókin er 153 bls. að stærð með mörgum teikningum. Útgefandi er Siglufjarðarprentsmiðja h.f. Nýtt bindi af „Vísnasafninu” ÚT ER komið hjá bókaútgáfunni Iðunni þriðja bindi af „Vísnasafn- inu“ sem Sigurður Jónsson frá Haukagili hefur valið í úr vísna- sjóði sínum sem hann hefur safnað í um áratugaskeið. 1 þessu bindi eru yfir 700 lausavísur 250 höfunda. Sigurður Jónsson frá Haukagili er þjóðkunnur af vísnasöfnun sinni og ást á góðri stöku. A árunum 1959—1970 flutti hann vísnaþætti í útvarp og síðar hófst útgáfa „Vísnasafnsins". „Má fullyrða að mörg vísan, sem er að finna í safni Sigurðar væri glötuð ef ekki hefði notið við hinnar sívökulu elju hans ásamt góðum stuðningi fjölda manna,“ segir í fréttatilkynningu frá útgefanda. VE RZLUNIN GEYSiPP — Wmmm : ■ ■ 1 v •i w> ■ Kf /í§» & immSmmm&m. '■v,« Hfesi . aðeins kr. 1.980, Rúllukragapeysur í 6 litum, V, ■ v . av ' 7J‘ - , MM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.