Morgunblaðið - 19.12.1975, Page 22

Morgunblaðið - 19.12.1975, Page 22
54 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 1975 'V'V ‘VTr|J*rH r. “ 1 J i í^m Vfða er fagurt við Rfn. Baráttan er hafin við að halda fljótinu hreinu og ómenguðu. sóknum. En þessi mál ganga þar sem annars staðar hægt, og slík samvinna er þung í vöfum. RANNSÓKNIR 1 OG VIÐ BODENSEE Uppi undir landamærum Þýzkalands rennur Rin gegnum stórt stöðuvatn, Bodensee. Að vatninu liggja Austurríki, Sviss og Þýzkaland. Þarna við vatnið milli hárra Alpafjalla hefur lengi verið frægur ferðamannastaður. í bænum Konstanz, rétt þar sem Rín 'rennur úr Bodensee, voru rústir frá róverjatím- anum og þar var fyrrum klaustur og síðar höll Zepper- llnanna, þar sem loftsiglinga- maðurinn Zeppelin greifi fædd- ist. Skemmtilegt er að búa I þessari gömlu höll alveg á vatns- mið okkar er að geta gefið nem- endum I vatnafræði og vatnalíf- fræði heildarmynd af verkefninu og því eru hér stundaðar rann- sóknir á allri keðjunni, botnefn- um, vatninu og öllum gróðri og llfverum, sem I vatninu lifa, sagði dr. Elster, sem m.a. kvaðst ætla að sækja alþjóðlegt vatnalíffræði- mót á Islandi eftir 2 ár. Við gengum um stofnunina, þar sem vísindamennirnir eru með margvíslegar tilraunir varðandi fæðukeðjuna I slíku vatni, þar sem hver lifir á öðrum, uns komið er upp i fiskana, slðustu neyt- endur á undan manninum. Einn þeirra dr. Krauss var síðan að leita svars við þvl hve mikið fiskur þarf af fæðu til að vaxa. En orkuneysla hefur alltaf forgang á undan vextinum. Aðrir hafa á Rín hefur gjarnan I huga okkar einhvern rómantískan blæ, sem hefur innprentast þar af lestri fagurra Ijóða og gamalla sagna. Undanfarinn áratug hefur maður þó séð meira á prenti um óhrein- indin I þessu mikla fljóti, sem rennur gegn um þéttbýli og iðnaðarhéruð f mörgum löndum og tekur við hvers konar úrgangi. Allra siðustu ár hefur vakið mesta athygli það átak, sem löndin við ána eru sameiginlega að gera til að hreinsa árvatnið og koma I veg fyrir frekari mengun. En þessi lönd eru Þýzkaland, Frakkland, Luxembourg, Hol- land, Sviss og Austurríki. Ég var því mjög forvitin að vita hvernig þetta mikla verk hefði tekizt, er ég var á ferðalagi I Þýzkalandi nýverið og kom m.a. til Bodensee sem Rfn rennur um, og fékk að heimsækja hinn fal- lega grasgarð Bernadottes greifa á Mainaueyju. Hjá innanríkis- ráðuneytinu I Bonn fékk ég fyrsta svarið um ástand Rínarfljóts, er spurt var hvernig gengi að halda ám og vötnum ómenguðum I þessu mikla iðnaðarlandi. Mann- fjöldi og iðnaður fer vaxandi með- fram ánni, en mengunin I vatninu vex ekki. Það er árangurinn enn sem komið er, og þykir allgóður. Tekizt hefur að ná taki á ýmsum hættulegustu efnunum, svo sem merkury, sem nú er neðan við mælanleg mörk, gagnstætt því sem var fyrir fimm árum. Varla er þó enn verulega lffvænlegt fyrir fiska neðarlega i Rln, enda vill fólk ógjarnan Ieggja sér þá til munns. Mælingar á magni ýmissa efna fara nú fram og þeim skipt I 3 flokka: A svarta Iistanum eru efni, sem algerlega er bannað að fari I ána, svo sem kadmium, merkury, viss skordýraeiturefni o.fl. Á gráa listanum eru efni, sem má aðeins sleppa þangað I litlu magni, svo sem tin, arsenik, ýmis fluorefni o.fl. Og á gula listanum eru efni, sem geta haft áhrif á vatnið og þarf að fylgjast vel með og smám saman draga úr. Þar I flokki eru fosföt og karbonefni, sem koma I miklu magni úr líf- rænum efnum frá byggðinni og úr nýju sápuefnunum, en geta I of miklu magni eyðilagt allt líf I árvatninu og breytt gróðrinum þar vegna súrefnisskorts. Eða með öðrum orðum drepið vatnið. Einnig er fylgzt vel með hita- mengun I vatninu, ekki slst af ótta við það að kjarnorkuverin, sem rísa vegna olíukreppunnar, kunni að menga ána með heita kælivatninu. En síðan 1972 er bannað I Þýzkalandi og Sviss að setja kælivatn af vélum út I ár. öll kælikerfi eiga að vera lokuð. Mengunarvaldurinn skal borga skaðann, er meginkjarninn I hinum merkilegu umhverfis- verndarlögum, sem þýzka stjórn- in er að koma á. Sambands- stjórnin er sem sagt að koma sér upp miklum og að þvf er virðist agætum lagabálki um umhverfis- og náttúruvernd, sem héraðs- stjórnir og sveitarfélög eiga að fylgja eftir með reglugerðum og eftirliti. Eru þannig komin góð og vlðtæk rammalög um mengun I lofti, hávaða og landslag. En vatnalögin, sem lögð voru fyrir þingið 1972, hafa enn ekki fengizt samþykkt, þó von sé á þvf I ár. Ástæðan er Ifklega sú, að I þeim eru tvö ný vopn I baráttunni fyrir því að halda hreinu hinu dýr- mæta vatni I ám og vötnum og ekki slst I grunnvatninu. Annars vegar er gert ráð fyrir því að sá, sem hleypir aðskotaefnum út I árvatn, skuli borga fyrir það skatt, sem notaður er til að hreinsa vatnið áður eða eftir að það fer I ána, hvort sem um er að ræða iðnfyrirtæki eða sveitar- félög, sem leiða út skolp. Slíkt er sem sagt háð leyfisveitingum og magnið fer eftir ástandi vatnsins. Raunar hefur lengi verið farið þannig að annars staðar I Þýzka- landi, svo sem f ánni Ruhr, sem með hreinsistöðvum, vatnsforða- geymum og eftirliti er haldið sæmilega hreinni á kostnað mengunarvaldanna, sveitarfélaga og iðnfyrirtækja. Við Rínarfljót verður magnið af úrgangsefnum að sjálfsögðu að fara minnkandi eftir því sem neðar dregur. Aðeins um 10—15% vatns- magnsins kemur þó I Rín alla leið frá Sviss. Hugsunin er sú, að skatturinn verði svo hár að það borgi sig betur að hreinsa úr- gangsefnin en sleppa þeim út I ána. Annar liður heftir sjálfsagt framgang þessara vatnalaga I þýzka þinginu, en hann gerir ráð fyrir þvl að dregið skuli úr fos- fötum I sápu, sem eyðileggur líf- kerfið I ánni, og banna þau að lokum alveg. En framleiðendum skuli gert að gefa upp nákvæm- lega efnainnihald framleiðslu sinnar og neytendur hvattir til að nota ekki þau, sem mest menga og koma I of miklu magni I árvatnið. Markmiðið er að 1985 verði farið að hreinsa 90% af öllum lífrænum úrgangsefnum úr skolpi og að kemisk efni frá iðnaði verði meðhöndluð á viðeig- andi hátt, áður en þeim er sleppt I fljótið. í skógi I Ebenhausen skammt frá Miinchen kom ég m.a. I dýra verksmiðju, sem Þjóð- verjar eru að koma upp til að eyða eiturefnum frá iðnaði og gera hættuleg efni skaðlaus, svo ekki sé hætta á að þau lendi I vatni eða lofti. Þó að vatnalögin séu ekki komin fram, er lengi búið að vinna að hreinsun Rínarfljóts og Þjóðverjar hafa eytt miklu fé I það. En síðan 1963 hefur verið starfandi samvinnunefnd land- anna, sem að ánni liggja, og staðið hefur verið að miklum rann- bakkanum með freskumyndum á veggjum, andrúmslofti fornrar- frægðar, og með útsýni til hárra Alpatinda. Ekki var erindi mitt á þann stað þó það eitt að njóta fagurs fjalla- landslags og verunnar I gamalli höll. I Konstanz er ein merkasta vatnalíffræðistofnun Þýzkalands, Limnoligisches Institut, þar sem stundaðar eru rannsóknir og kennsla. Hún er hluti af háskól- anum I Freiburg, þó nýr háskóli sé I Konstansborg sjálfri. Við þessa stofnun starfa kunnustu vatnalíffræðingar landsins. Pró- fessor dr. Elster eyddi á okkur, þrjá gesti stjórnarinnar, heilum degi, ásamt yngri starfsbróður sínum, dr. Einsle. En jafnframt því sem við fræddumst og skoð- uðum hina merku rannsókna- stofnun og sigldum með þeim vís- indamönnunum út á vatnið, var það okkar hlutskipti aö leika I sjónvarpsfilmu hlutverk erlendra gesta að kynnast rannsóknum á vatninu og heimsækja Lennard Bernadotte greifa I hinum fræga grasgarði á Mainaueyju. Fylgdi okkur þvi heill sjónvarpsflokkur frá Miinchen 13 daga. Rannsóknastofnunin og vis- indamennirnir þar eru vissulega þess virði að kynnast og kynna I blöðum og sjónvarpi. Konstans er einkar vel fallin til að stunda þar ferskvatnsrannsóknir og fylgjast með lífkeojunni I stöðuvatni. Auk þess er þar kjarninn I þeirri rann- sóknastarfsemi, sem stunda þarf, til að geta bjargað Rln. — Mark- hendi tilraunir til að kanna hve lengi sjálfhreinsun getur farið fram I vatni, hvaða áhrif mengun hefur á lífið I vatninu og hvernig hún flyzt I lífkeðjunni frá einni lífverunni f aðra. Þýzkar rann- sóknastofur við vatnið hafa sam- vinnu. SVizslendingar hafa líka byrjað slnar rannsóknir og Austurríkismenn eru að hefjast handa. Hafrannsóknastofnunin I Kiel sér svo um mælingar á vind- hraða, straumum og hiíastigi á yfirborði og niðri I vatninu. Vlsindamennirnir sögðu okkur að öll löndin, sem að vatninu liggja, hefðu uppi hreinsunarað- gerðir, en þar er um að ræða tvö þýzku héruðin Baden Wurten- berg og Bayern, tvær svissneskar kantónur og Austurrlki. Þjóð- verjar leggja þar mest til, enda nota þeir mest neyzluvatn úr Bodensee. Á árunum 1960—1972 Eftir Elínu Pálmadóttur lögðu þeir yfir milljarð marka I hreinsunaraðgerðir. Einn liður- inn er að tengja saman öll skolp- ræsi kring um vatnið og koma upp hreinsistöðvum og er það vel á veg komið og mengunin farin að minnka I vatninu. En nútíma- þvottaefnin eru erfið viðfangs og versti skaðvaldurinn. Mælingar, sem til eru I vatninu síðan 1935 sýna að fosfatmagnið i vatninu Á grasflötinni framan við höllina er Ifkast þvf að maður sé kominn I hitabeltið, þó Mainau sé 1400 m hæð og norðan Alpaf jalla.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.