Morgunblaðið - 19.12.1975, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.12.1975, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 1975 43 Þessi fyrsta hljómplata hljómsveitarinnar JÚDAS var hljóðrituð 1 hinu nýja og fullkomna hljóðstúdíói HLJÓÐRITI h.f. Trönuhrauni 6, Hafnarfirði, íslandi, dagana milli 6. og 18. október 1975. Engineer var Tony Cook og hjálpaði hann einnig við stjórn upptöku, Stjórn upptöku ann- aðist hljómsveitin JÚDAS ásamt áðurgreindum Tony Cook. Hljómsveitin JÚDAS þakkar öllum þeim sem aðstoðað hafa við gerð þessarar hljómplötu spilurum, söngvurum, upptökumanni, eigend- um HLJÓÐRITA h.f. sem allt hafa gert til þess að gera okkur vistina í stúdíói þeirra sem vistlegasta og árangursríkasta. Ekki má gleyma þeim, sem aðstoðað hafa okkur með fjármagn en án þess hefðum við lítið getað gert. Sérstaklega viljum við þá þakka okkar ómiss- andi rótara, Kristni T. Haraldssyni (KIDDA), og umboðsmanni okkar og framkvæmdastjóra Jóni Ólafssyni. Við vonum, að sem flestum líki þetta afkvæmi okkar og biðjum við fyrir bestu kveðjur. HLJÓMSVEITIN JÚDAS, BOX59, KEFLAVÍK. Við póstsendum plötuna hvert á land sem er, Sími 92-1687 JÚDAS NO.1 ER KOMIN í HEIMINN Hér er bókin til skemmtunar og fróðleiks Skúli Guðjónsson Ljótunnarstöðum Svo hleypur œskan unga Minningabrot frá bernsku höfund- arins, þar sem hann segir frá per- sónulegri reynslu sinni og bregður upp skemmtilegum svipmyndum af mönnum, sem honum urðu minnisstæðir. Hann segir frá „Guðfræðinámi i hænsnakofa", ræðir „Um gesti og gestakomur" og „Fornar ástir og þjóðlegt klám", frásagnir, sem hafa sér- stakt heimildargildi um þau við- horf, sem óðum eru að gleymast. Í þeim birtist e.t.v. bezt hin sér- stæða frásagnarsnilld höfundarins og hæfileiki hans til að skynja samtíð sina og breytta menningar strauma. íNlimunxabroi tr;i bvmsku ii|n>f»imlarins. tiaon sct;ii ifrá (>ciV>nulcgri rovnsiu ■•iirini <>a lTcaA.il u|>|> íiikcniintilcgiitii xvipmyml- iijnn al ntöjimuu, scm hon- |i um prn rninmvM.cAti. SKÚLI GUDJÖNSSON LJ ÖT U N NARSTÖ D U M Haraldur Guðnason Saltfiskur og sönglist Hér er sagt frá Skarðsselsbræðr- um, Bergsteini á Yrjum, Hreiðari i Hvammi og Jóni 5 Skarðsseli og afkomendur þeirra raktir. „Djöf- ullinn i helviti gefi þér tóbak" heitir þáttur um séra Loft á Krossi og þáttur er um Erlend Helgason i Heysholti, sem varð þjóðsagna- persóna þegar i lifanda lifi. Saltmengaðar frásagnir eru af nokkrum gamalkunnum Vest- mannaeyingum: Matthiasi Finn- bogasyni, Guðmundi Ögmunds- syni, fyrsta vitaverði í Eyjum, Lauga i Mandal, Þórði formanni Stefánssyni, Jóhanni i Stighúsi, Friðrik í Batavíu, Hannesi Hreins- syni og loks Helga Jónssyni faktor í Garðinum. Skuggsjá-Bókabúð Olivers Steins-Sími 50045

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.