Morgunblaðið - 19.12.1975, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 19.12.1975, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 1975 Lagar- fljótsnefnd: VORIÐ 1974 var fyrir frum- kvæði Náttúruverndarsamtaka Austurlands sett á stofn svo- kölluð Lagarfljótsnefnd og skyldi fjalla af hálfu heima- manna um umhverfisvandamál vegna Lagarfossvirkjunar. I henni eiga sæti 13 fulltrúar, þar af 7 tilnefndir af sveitar- stjórnum hreppa, sem land eiga að Lagarfljóti. I fréttatilkynningu frá nefnd- inni er greint frá ályktun, sem nefndin samþykkti á fundi sín- um 20. nóvember s.l., en í fréttatilkynningunni segir að sjónarmið Náttúruverndarráðs og nefndarinnar fari saman i öllum aðalatriðum. í undir- búningi er nú 2. áfangi í Lagar- fossvirkjunar, þ.e. lokuvirki og miðlun til viðbótar þeirri, sem komin er við 1. áfanga. Tekið er fram í fréttatilkynn- ingunni að komið hafi fram opinberlega ásakanir um að Lagarfljótsnefnd og Náttúru- verndarráð hafi staðið í vegi fyrir eðlilegri nýtingu Lagar- fossvirkjunar. Nefndin tekur fram að hingað til hafi engar tafir orðið við mannvirkjagerð eða rekstur virkjunarinnar vegna umhverfissjónarmiða eða íhlutunar nefndra aðila þar að lútandi. í fréttatilkynn- ingunni segir orðrétt um þetta atriði: „Hins vegar hefur Lagar- fljótsnefnd reynt að taka skipu- lega á þeim vanda, sem leiddi af óvönduðum undirbúningi þessarar virkjunar og fyrirætl- unum um miðlun sem frá upp- hafi var mótmælt af land- eigendum og aldrei hefði orðið friður um, enda skert hundruð hektara af verðmætu láglendi við Lagarfljót. Ættu menn að kynna sér þá hlið málsins, áður en kastað er steinum að starfi nefndarinnar." Aiyktun Lagarfljótsnefndar Stöðvarhús Lagarfossvirkjunar og háspennuvirki. Ljósm. Mbl. Þórl. ÓI. Engar tafir hafa orðið á Lagarfoss- virkjun vegna umhverfissjónarmiða um 2. áfanga Lagarfossvirkj- unar frá 20. nóvember sl. segir að nefndin geti fyrir sitt leyti fallist á, að hafin verði miðlun í tilraunaskyni i allt að 20.5 metra hæð yfir sjávarmáli miðað við vatnshæðarmæli á Lagarfljótsbrú. Verði þannig miðlað til loka aprílmánaðar 1976 og siðan á tímabilinu 1. okt. — 30. apríl i svipaðri miðl- unarhæð eða lægri eftir því sem samkomulag verður um með hliðsjón af umhverfisrann- sóknum og fenginni reynslu, enda sé eftirtöldum skilyrðum fullnægt: 1. Lokubúnaður sé aldrei hreyfður til miðlunar á tíma- bilinu 1. maí — 30. sept., nenia samkomulag verði um annað. 2. Lokubúnaði sé stýrt þannig á miðlunartíma, að vatnsborð hækki sem minnst i vatnavöxt- um umfram það sem yrði við náttúrlegar aðstæður að við- bættum óhjákvæmilegum áhrifum vegna 1. áfanga virkj- unarinnar. Settar verði og þró- aðar reglur um stýringu loku- búnaðar til að ná þessu mark- miði og þær kynntar Lagar- fljótsnefnd, áður en miðlun hefst og síðar við endurskoðun fyrir hvert miðlunartímabil, uns samkomulag verður um annað. 3. Stýranlegar geiralokur verði komnar upp og i gagnið áður en miðlun hefst haustið 1976. 4. Fram verði haldið um- hverfisrannsóknum við Lagar- fljót samkvæmt fyrirliggjandi áætlun í samningsdrögum „um sérfræðiþjónustu milli Raf- magnsveitna ríkisins og Nátt- úrufræðistofnunar íslands varðandi lífríki og núverandi aðstæður í Lagarfljóti", og þau staðfest á fullnægjandi hátt af aðilum, áður en miðlun hefst. Nefndin lætur í ljós áhyggjur vegna þ.Mrrar vatnsborðshækk- unar, sem þegar er orðin vegna 1. áfanga virkjunarinnar og telur að greiða verði fyrir út- rennsli fljótsins. Lagarfljóts- nefnd mun leita eftir umboði hlutaðeigandi landeigenda og annarra rétthafa til að gera bindandi samninga um þau atriði, þar sem ráð er gert fyrir samkomulagi í ályktuninni. Ekki skerðir samþykkt þessi þö rétt landeigenda eða annarra rétthafa til bóta fyrir tjón og röskun, sem rekja má til Lagar- fossvirkjunar, 'jafnt 1. og 2. áfanga. Telur nefndin brýnt að gerð verði úttekt á landspjöll- um og öðru tjóni vegna 1. áfanga virkjunarinnar og verði samið um bætur eigi sfðar en á árinu 1976. Komi í ljós að afleiðingar rennslisbreytinga verði aðrar og verri en greinar- gerð Rafmagnsveitna fíkisins gerir ráð fyrir, áskilur nefndin sér allan rétt til að krefjast breytinga á núverandi hönnun. Ályktun Lagarfljótsnefndar hefur verið send Iðnaðarráðu- neytinu. Al<UReyRi Gránufélagsgötu 4 • Ráðhústorgl 3 Ásgeir Long: Hvaðan Undanfarið hefir verið þeytt upp miklu moldviðri í blöðum, útvarpi og sjónvarpi um viðskipti flugfélagsins Air Viking og ferða- skrifstofunnar Sunnu annars- vegar og Alþýðubankans hins- vegar. Allt þetta mál er með- höndlað á þann veg, að hverjum hugsandi manni hlýtur að ofbjóða og furðu gegnir að svona aðfarir skuli geta átt sér stað í þjóðfélagi því sem við búum í og kennt er við jafnrétti og lýðræði. Sé litið á málið frá sjónarhóli hins almenna borgara, sem trúir statt og stöðugt á að framtak og dugnaður hvers einstaklings í þjóðfélaginu séu metin að verðleikum, er ekki laust við að nokkur uggur geri vart við sig, að ekki sé dýpra í árinni tekið. Ölyktin af þessu er svo megn að furðu gegnir að þeir sem æmta undan minnsta fnyk úr reykháfi gúanósins á Kletti, skuli ekki þegar hafa rekið upp vein Eitt sinn voru Loftleiðir ungt fyrirtæki sem var f samkeppni við rótgróið flugfélag. Þeir ungu menn sem rifu félag sitt áfram af miklum dugnaði og sigruðu hverja hindrun sem á vegi varð, urðu beinlinis valdir að því að flugsamgöngur á íslandi urðu samgöngumáti hins almenna borgara og þeir héldu niðri verð- lagi með samkeppni sinni, öllum landsmönnum til góðs. Síðar söðluðu þeir um og börðust á öðrum vettvangi, millilandaflugi, og hikuðu ekki við að bjóða birg- leggur óþéfinn? inn risastórum keppinautum, á flugleiðum þar sem barist er um hvern farþega. Þeir urðu óska- barn þjóðarinnar númer 3. Nú hafa þeir sameinast fyrrverandi keppinaut, óskabarni númer 2, og eru þá líklega orðnir númer 2'A — og heita Flugleiðir. Þetta er saga um mikinn dugnað sem varð til góðs fyrir allan almenning, heima og erlendis. Nú neita Flugleiðir að hafa lævíslega reynt að grafa undan keppinaut í bransanum, Air Viking, með því að láta það boð út ganga að hann sé að verða fallít. Samt er til Telex-skeyti sem bendir til þess að svo sé. Banki rambar á barmi gjald- þrots og er Air Viking, eitt fyrir- tækja, tekið út úr röð stór- skuldara og miskunnarlaust dreg- ið í fjölmiðla, þrátt fyrir að eig- andinn er fjarri og getur ekki borið hönd fyrir höfuð sér. Mig langar til þess að beina athygli fólks að kjarna málsins en ekki þessum yfirborðsaðgerðum sem yfir hafa dunið og eru í sjálfum sér óskiljanlegar. Ferðaskrifstofan Sunna sat í fyrstu við sama borð og aðrar ferðaskrifstofur hvað snerti fólks- flutninga og flutti sína farþegar með Fl. Til þess að reyna að gefa almenningi kost á ódýrari sólar- ferðum en þá tíðkuðust, samdi Sunna við spánska flugfélagið Air Spain og sá það flugfélag um farþegaflug Sunnu þar til Guðni Þórðarson tók á Ieigu Vickers Vanguard flugvél og stofnaði fyrirtækið Air Viking, sem um skeið flutti Sunnufarþega í sól- ina. Með þessu móti var Sunna ekki háð einokun eins flugfélags og gat lækkað verð sólarferða, sem Islendingar þarfnast svo mjög, til muna. Er til sá íslend- ingursem frekar kýseinokunina minnugur frænda vorra Dana? Jú, viti menn. Flugrekstrarleyfið er tekið af Air Viking fyrirvara- laust. Hvað olli? Viðkomandi ráðuneyti varð að afturkalla leyfissviptinguna og hefir tjón Air Viking verið metið á milljóna- tugi, en ennþá stendur málið fast í kerfinu og bæturnar rýrna með sama hraða og verðbólgan vex. Það er eitthvað bogið við svona vinnubrögð og enn minni ég á hver hætta er á ferðum, séu svona aðferðir látnar viðgangast hérna megin járntjalds. Olfukreppa dundi yfir heiminn og hafði afdrifarfk áhrif á allt flug. Stórum hópi flugvéla var lagt en einn maður sá mögu- leikana á að ná f ódýran farar- skjóta, hikaði ekki og bætti tveim glæsilegum þotum i fslenzka flug- flotann. Flestir held ég að hafi fagnað þessu framtaki en nú fara skrýtnir hlutir að ske aftur. Air Viking er synjað um leyfi til samningagerðar sem fært hefði sítómum ríkiskassa drjúgar gjald- eyristekjur og vélarnar látnar standa ónotaðar meðan þær hefðu getað malað gull fyrir alla lands- menn. Hvað veldur svona dæma- Framhald á bls. 62

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.