Morgunblaðið - 19.12.1975, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 19.12.1975, Blaðsíða 31
MOftGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 1975 63 — Leyndarmál Framhald af bls. 38 stúderar viðfangsefni sín hverju sinni, jafnt mannleg, félagsleg og tæknileg. Þræðirn- ir í stórfyrirtækjum eins og þeim, sem lýst er í Bílaborg- inni, sýnast óteljandi — frá yfirforstjóranum niður til færi- bandsins og þaðan út á markað- inn — allt þetta spannar Hailey í sögu sinni sem er þó furðuein- föld að byggingu. Þetta er auð- vitað saga um fólk fyrst og fremst, en ýmislegt nýsilegt er líka sagt um bíla, t.d. „mánu- dagsbíla" og „föstudagsbíla" sem hviksögur hafa gengið um á seinni árum. Hailey útskýrir það svo: . á mánudögum og föstudögum bættist gífurleg mannekla við önnur fram- leiðsluvandamál. Margir þeirra bíla, sem settir voru saman á mánudögum og föstu- dögum, voru illa unnir, svo að eigendur urðu varir við galla, þegar frá leið, enda forðuðust kunnáttumenn slíka bíla. Eins og sérhver vagn gengur því greiðar því betur sem hann er smurður, þannig gengur við- skiptalífið í Bíiaborginni fyrir fjármagni; vilji einhver liðka til í viðskiptum — þá er að leggja út fé, því meir því betra. Reiknaðu út hver verður næsti yfirforstjóri fyrirtækis sem þú ætlar að skipta við. Byrjaðu því strax að koma þér í mjúkinn við hann. Bjóddu honum í „karlasamkvæmi“ í sumarhúsi á fögrum, stað með drúpandi iaufkrónur, að baki er spegilslétt stöðuvatn framundan, undir heitri sumarsól um daga og seiðandi mánaskini um nætur. Veit honum mat og vín. Og sem hann er búinn að neyta hæfi- lega mikils af hvoru tveggja, orðinn hreifur og lætur sér liða vel lát hann þá ekki vita fyrr til en stórglæsilegri kynþokkadís hefur snjóað niður við hlið hans. Og segir ósköp blátt áfram og sakleysislega: „Mér var sagt, að ég ætti að sjá svo um, að þú fengir eitthvað að borða." — Og sjá, viðskiptin munu ganga greiðlega þegar þar að kemur! En Bílaborgin er ekki eintómt rósrautt draumaland með kampavíni, kristal og yndislega grátklökku „I love you“. Engan veginn. Borgin býr einnig yfir skuggahliðum sínum, og ekki er allt í sóman- um sem gerist við færibandið. Þarna eru tveir kynþættir, hvft- ur og svartur, sá hvíti ofar, svarti neðar. Hvíti maðurinn á kontórnum er ofurseldur. streitu því hann hefur allt að vinna, finnst honum, toppurinn freistar hans, fyrir metnaði hans í starfi verður allt annað að víkja: kona, börn — og heimili sem hann hefur þó f nánast öllum tilfellum varið ærnum fjármunum og fyrir- höfn til að byggja upp. Hinn svarti aftur á móti — hvað sér hann framundan? Hann sér í fæstum dæmum nokkurt tak- mark að keppa að, sökkvir sér því niður f leti og óreglu, er ómenntaður og illa upplýstur, kann ekki á spil samfélagsins og verður því fyrir sífelldum hrakföllum. Og Ieggur alla hvfta menn að jöfnu, einnig unga fólkið sem gengur upp í að vera fordómalaust og „heiðarlegt" og taka honum sem jafningja. Persónur eru margar í þessari sögu en allar með einhverjum hætti hver annarri tengdar. Þó lítið sýnist oft sam- hengið milli starfs og einkalífs tvinnar Hailey það með ýmsum hætti saman. Vinnustaðurinn er eitt, heimilið annað; kona og börn hafa oft óljósa hugmynd um í hverju starf fyrirvinn- unnar er fólgið, sjá heimilisföð- urinn við máltfðir og á siðkvöld- um en vita sáralítið hvað hann aðhefst endranær. Og eigin- maðurinn að sínu leyti — hvaða hugmynd hefur hann um athafnir konu sinnar meðan hann er önnum kafinn í vinn- unni? Kannski er hún bara heima. Eða heiman og þá hvar? Tvö skaut, hvort öðru fjarlægt, stundum hvort öðru fjandsam- legt. En lif manns er aðeins eitt hvort sem hann er heima eða heiman og stundum leysast ekki málin hvert á sínum rétta stað: vinnan fylgir manni inn á gafl heima og erfiðleikar einka- lífsins bætast ofan á skjala- bunkann á kontórnum. Og sá er einmitt verstur höfuðverkur dugnaðarmannanna í Bilaborg- inni. Hersteinn Pálsson hefur þýtt þessa bók eins og aðrar skáld- sögur Haileys. Texti Hersteins er vandaður en ekki mjög blæ- brigðaríkur. Auðséð er að þýð- andinn vill hafa sitt á þurru og sneiðir því hjá vanalegum orðum í talmáli teljist þau ekki „hreint mál“. Til að mynda gengur hann fram hjá „ristuðu brauði“ en kallar það í þess stað „glöðað brauð". Maður ætti að biðja um slíkt á veitingahúsi hér í Reykjavík og reyna hvers konar trakteringar maður fengi fyrir svo gott mál — flatköku kannski? Ekki er ég með þessu að lasta þýðingu Hersteins, honum er vandi á höndum eins og öðrum sem fást við að snúa bókum til íslensks máls. Að lokum: Þó höfundur Bíla- borgarinnar leiði ekki hjá sér að glíma við andstæður banda- rísks þjóðlffs í nútímanum og finna megi í sögu hans endur- óm frá þeirri snörpu sjálfsgagn- rýni sem ameríkumenn hafa iðkað síðustu árin,er Bílaborgin ekki félagsleg skáldsaga heldur skemmtisaga og lýtur fyrst og siðast lögmálum sem slík. Ágæt ' skemmtisaga. Engin glans- mynd! En alls ekkert svefn- meðal heldur. Erlendur Jónsson. — Skoðun Framhald af bls. 38 legt og fjölbreytilegt sem henta þykir hverju sinni. Tímaspurs- málið er ekki jafnofarlega á baugi og fyrrum en þó ekki úr sögunni. „Mér finnst ég alltaf hafa verið sitjandi í glugganum að bfða,“ segir Alfea Magnhild- ur. Líka var „glerveggur milli hennar ög veraldarinnar þar sem lífið átti sér raunverulega stað.“ I sama kafla segir að „stundum dreymi hana að hún sæi sig sem brúðu með andlit úr plasti og slappa limi, og víðan þaninn bol troðinn rýjum og afskorningum af loðfeldum frá úlpusaumastofu saumsprottn- um nælonsokkum grasi og þurru laufi með spegil f hjarta- stað en enginn rennilás yfir svo einhver gæti notað sér hentug- leikann, og grófur klæðishjúp- ur utan um.“ Svona er tilverumynstrið í Fuglaskottís — veruleikinn og draumurinn. Og Alfea Magn- hildur í brúðu líki. Þetta er bók með miklu hugmyndaflugi. Thor hefur bætt nýju verki í sfna miklu og einstæðu skáld- sagnaseríu. — Rætt við Indriða Framhald af bls. 48 Ólafi Thors, Bjarna Benedikts- syni og Héðni Valdimarssyni. Öldin hefur svip af þessum mönnum öllum og fleirum." „ISLENDINGAR ÆTTU FYRIR LÖNGU AÐ VERA ORÐNIR VITLAUSIR" „Islendingar lifa annars mikla öld núna. Þetta er sennilega stórbrotnasta öld tslandssög- unnar og það er afskaplega gaman að vera rithöfundur á okkar tímum. Ég óska þess stundum að ég hefði níu líf eins og kötturinn og gæti skrifað um þetta allt. Lífshættir á Islandi voru eiginlega óbreyttir f eitt þúsund ár unz fyrstu togararnir koma til landsins og vélin fór allt í einu að annast stórátök- in.“ „Það er ekki fyrr en 1943 að við förum að nota stórvirk tæki til að breyta landinu. Við notuð- um bara tré og járn. Og þið sjáið hvers konar öld þetta er á þvf að synir og dætur manna og kvenna sem voru járnaldarfólk í verklegum skilningi skreppa einu sinni á ári til Suðurlanda sér til dægrastyttingar og þykir ekkert til um það.“ „Nei, þvílíkar breytingar, sem orðið hafa á þessu þjóðfé- lagi okkar á jafnskömmum tíma, hafa sannfært mig um það að Islendingar eru alveg sérstaklega vel byggt fólk. Það er ótrúlegt að þeir skuli ekki drekka meira en þeir gera og eyða meiru í frystikistur og tertubotna og litasjónvörp en þeir gera, þegar tekið er tillit til þess að þeir hafa labbað sig berfættir beint upp úr mýrinni yfir í þessa nýju öld. Við ættum fyrir löngu að vera orðin vit- laus þjóð.“ Snemma á þessu ári gerðu belgisku neytenda- samtökin nákvæma samanburðarprófun á 28 stereo- mögnurum frá 17 helztu framleiðendum veraldar. Voru magnararnir valdir eftir uppgefnum útgangs- styrk og öðrum tæknilegum einkennum. Til að gefa hugmynd um „styrk keppninnar" má nefna, að Revox A-78 og Quad 33/303 voru meðal þeirra magnara, sem reyndir voru. Niðurstaðan, sem birt- ist i málgagni samtakanna, var sú, að MARANTZ 1060 fékk hæstu einkunnirnar af öllum þessum 28 mögnurum og þar með titilinn „Master-Buy“ á þessu sviði. Til gamans má geta þess, að útgangsstyrkur MARANTZ 1060 mældist 40% meiri, en uppgefið var af MARANTZ verksmiðjunum (2 x 42W RMS/ SÍNUS i stað 2 x 30W), og er það meira en hægt er að segja um flest hin tækin, þvi 21 þeirra reynd- ist hafa minni, i sumum tilvikum miklu minni, út- gangsstyrk, en framleiðendurnir gáfu upp. — Það er okkur ánægja að bjóða ísienzkum hljómtækja- kaupendum þann ágæta grip, sem MARANTZ 1060 er, ekki sízt, þar sem verð hans er mun lægra en ætla mætti, eða aðeins kr. 71.100,00 án húss. NESCO HF Leiöandi fyrirtæki á sviöi sjónvarps-útvarps- og hljómtækja. Verzlun Laugavegi 10 Reykjavik. Simar: 19150-19192-27788

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.