Morgunblaðið - 19.12.1975, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 19.12.1975, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 1975 35 Herbergi 213 sýnt í Noregi 1 LOK síðasta mánaðar var leikrit Jökuls Jakobssonar — Herbergi 213 — frumsýnt á litla sviðinu eða Teaterloftet í Tröndelag teater í Þrándheimi. Leikstjóri er Jens Bolling en Ida Fredriksen hefur gert leikmyndir. Ivar Eske- land hefur þýtt leikritið á norsku. 1 leikskrá er gerð ítarleg grein fyrir höfundinum, Jökli Jakobs- syni, og birtist þar m.a. grein sem Sveinn Einarsson hefur samið um rithöfundinn. A.D.2000? Hafliði í 6 vikna ferð með Menuhin HAFLIÐI Hallgrfmsson selló- leikari lauk fyrir skömmu sex vikna hljómleikaför um Ástralíu, Nýja-Sjáland, Fiji- evjar og Bandarfkin. 1 blaðinu Islendingi á Akureyri segir, að hinn heimsfrægi fiðlu'eikari Yehudi Menuhin hafi farið þess á leit við Hafliða að hann færi í þessa ferð með hijóm- sveit sinni, Menuhin Festival Orchestra. Hljómsveitin er ekki stór f sniðum, en Menu- hin ræður gjarnan viður- kennda listamenn til aðstoðar þegar farið er f langar hljóm- leikaferðir og þykir heiður af þvf að verða fyrir valinu. Hljómleikaförin hófst í októ- berbyrjun með hljómleikum í Ástralíu, en þar var m.a. leikið í hinu fræga óperuhúsi í Sydney. Frá Ástralíu var farið til Nýja-Sjálands og þaðan til Fiji-eyja og siðan til Banda- ríkjanna þar sem leikið var í San Francisco og New York. Menuhin Festival Orchestra hefur verið mjög vel tekið á öllum hljómleikunum í ferð- inni og blaðadómar um hljóm- sveitina verið lofsamlegir. Hafliði Hallgrímsson er fæddur og uppalinn á Akur- eyri, en hann býr nú í London, en þar hefur hann búið síðan hann lauk námi í sellóleik i Englandi og á Italíu. Fæst Hafliði við kennslu og leikur auk þess með hljómsveitum og sjálfstætt. I fyrra fór Hafliði í svipaða för og þá sem hann hefur ný- lega lokið við, en þá var það píanóleikarinn og stjórnand- inn frægi Daniel Barenboim, sem óskaði eftir því við Haf- liða að hann færi í hnattför með hljómsveitinni The English Chamber Orchestra. FÁST M.A. HJÁ: Revkjavfk. Amalörverzlunin Laugaveg 55 Filmurog vélar, Skólavörðustfg 41. Fókus, Lækjargötu 6B Hans Petersen, Bankastræti og Glæsibæ. Myndiðjan Ástþór, Hafnarstræti. Akranes. Bókaverzlun Andrésar Nielssonar. Borgarnes Kaupfélag Borgfirðinga. Flateyri Kaupfélag Húnvetninga. Patreksfjörður Verzlun Laufeyjar Tálknafjörður Bókaverzlun Ölafs Magnússonar Isafjörður Bókaverzlun Jónasar Tómassonar. Blönduðs Kaupfélag Húnvetninga Sauðirkrókur Bókaverzlun Kr Blöndal Slglufjörður Aðalbúðin Verzl. Gests Fanndal. Selfoss: Karl Guömundsson, úrsmiður. ólafsfirði Verzlunin Valberg. Akureyri Filmuhúsið, Hafnarstræti 104. Húsavfk Kaupfélag Þingeyinga. Vestmannaeyjar Verzlunin Kjarni Verzlunin Miðhús. Keflavfk Stapafell Víkurbær Hafnarfirðf Ljósmynda og gjafavörur, Reykjavíkurveg 64. Polarokl kynnir SX-70 myndovélina POLAROID SX-70 myndavélin er árangur djörfustu og dýr- ustu áætlunar sem ráð- ist hefur verið í á sviði Ijós- myndatækni. Það kostaði yfir 40 milljaðra króna að hanna þessa einu mynda- vél með tilheyrandi filmu. Frá upphafi hefur nafn POLAROID verið sveipað Ijóma ævintýralegra tækni- framfara í Ijósmyndun SX-70 er meistaraverkið — mynda- vélin sem markar þáttaskil. Enginn sem sér og reynir SX- 70 getur verið ósnortinn. ÖRFÁAR vélar ennþA til A gamlaverðinu Hin nýja POLAROID SX-70 er fullkom- in gegnumsjáandi (single lens refles) myndavéi Hún hefur sjálfvirka ljós og hraðastillingu og myndin sjálf skýst fram úr vélinni með sjálfvirkum út- búnaði, aðeins 1,5 sek. eftir að smellt hefur verið af. Fyrst þegar m.vndin kemur út úr vélinni sér aðeins á föl- grænan flöt. Eftir andartak byrja lita- skil að koma í Ijós og hefur birtan umhverfis myndina engin áhrif á fram- köllunina. Hún heldur áfram að skýr- ast í nokkrar mínútur þar til hún hefur náð litum og skýrleika sem engu öðru stendur að baki. Heildsölubirgöir MYNDIR HF. Austurstræti 17 S 30150

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.