Morgunblaðið - 31.12.1975, Blaðsíða 20
52
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 1975
Mœrín á glerfjallinu
hann var þar, að hann var hreint ekki
búinn að ná sér enn, en Pétur þorði samt
að fara og fór. Og allt fór á sömu leið og
hinar tvær næturnar, nema hvað jarð-
skjálftinn hafði aldrei verið snarpari, svo
harðir voru kippirnir, að Pétur hentist
milli hlöðuveggjanna, og eins og áður,
hættu ósköpin allt í einu og allt varð
dauðahljótt. Pétur fór nú að gá út og sá
þar einn hestinn enn, en hann var miklu
stærri en hinir og hjá honum lágu her-
klæði úr skíru gulli. Pétur fór með hest
þennan til hinna og leist lang best á
hann.
Þegar hann kom heim, var farið að
þrefa um það við hann, hvort allt grasið
væri nú ekki farið af enginu. Páll gerði
mest að því. Pétur svaraði fáu, en um
daginn fóru þeir feðgarnir út á engið og
litu á, og þar var grasið jafnmikið og tvö
sumrin á undan.
Konungurinn í landinu átti dóttur, sem
hann vildi ekki gefa nokkrum manni,
nema þeim, sem gæti riðið upp Glerfjall-
ið, — því rétt hjá konungshöllinni var
geysihátt glerfjall. Efst þar uppi átti
konungsdóttir að sitja með þrjú gullepli í
kjöltunni, og sá, sem gæti riðið upp til
hennar og tekið gulleplin þrjú, hann átti
að fá hana fyrir konu og hálft ríkið með,
þetta lét konungur kunngjöra við hverja
einustu kirkju I öllu landinu og einnig í
mörgum öðrum löndum. Konungsdóttir-
in var svo fögur, að allir, sem sáu hana,
hlutu að verða frá sér numdir af henni,
— hvort sem þeir vildu eða ekki, — og
var þá varla að undra, þótt konungssynir
og riddarar vildu gjarna vinna hana og
hálft ríkið með og að þeir kæmu ríðandi
frá ýmsum löndum, skrautbúnir og tígu-
legir, og á slíkum gæðingum, að þeir þutu
sem vindur eftir veginum. Og hver um
sig hélt að hann og enginn annar myndi
vinna hina fögru mey.
Þann dag, sem konungurinn hafði til-
tekið, var fullt af konungssonum og ridd
urum allt umhverfis glerfjallið, og þang-
að þaut líka allur almenningur, til þess
að sjá, hver myndi vinna konungsdóttur
og faðir Péturs og Páll bróðir hans fóru
þangað líka. En þeir vildu ekki hafa hann
með sér, af hverju sem það nú var. —
„Jæja, ef mig langar, þá get ég farið
einn,“ sagði Pétur.
Þegar feðgarnir komu að glerfjallinu,
þá voru konungssynirnir og riddararnir
að gera atrennur, svo freyddi um járn-
mélin á hestunum þeirra, en það kom nú
ekki að miklu haldi, því þegar hestarnir
settu framfæturna á fjallsræturnar, þá
runnu þeir og enginn þeirra komst neitt
upp eftir. Það var heldur ekki að furða,
því fjallið var hálla en ís og nærri því
eins bratt og veggur. — En allir vildu
gjarna fá konungsdóttur og hálft ríkið og
svo gerðu þeir hverja atrennuna af ann-
arri, en runnu alltaf niður aftur. Að
lokum voru hestarnir orðnir svo þreyttir
og sveittir, að riddurunum fannst best að
hætta. Konungurinn var farinn að halda,
að hann yrði að auglýfca, að kappreiðarn-
ar byrjuðu upp á nýtt daginn eftir, ef ske
kynni að þá gengi betur, en þegar hann
var að hugsa um þetta, kom riddari einn
mikill þeysandi að, á svo stórum og fjör-
legum gæðing, að slíkt hafði ekki sést
fyrr. Hann var í koparklæðum, sem
glampaði á og skein. Hinir kölluðu til
hans, að hann gæti gjarna sparað sér
ómakið við að reyna að ríða upp eftir
glerfjallinu, því það þýddi hvort sem var
ekkert. En það var eins og hann væri
heyrnarlaus á því eyranu, sem að þeim
sneri, hann reið beint að glerfjallinu og
upp eftir því, eins og það væri ekki
nokkur vandi og það þó nokkurn spöl,
M0RöJK/-ý^\
kafriNu \1 Ja
Annarlegur? Hann er bara
sniðugur til að látast sjálfur
ekki geta raðað keilunum upp.
Hjónin voru á heimleið úr
leikhúsi.
Konan: — Ég ætla bara að
biðja þig um lengstra orða,
Jóhannes, að kalla ekki aftur
„fram með höfundinn“, þegar
sýnt er leikrit eftir
Shakespeare.
X
Þjónninn: — Einn gestanna
kvartar vfir þvf að bautinn sé
lftill.
Gestgjafinn: — Taktu baut-
ann frá honum, settu hann á
minni disk og farðu svo með
hann til hans aftur.
X
Kennarinn: — Heyrðu, Villi
minn, stfllinn þinn um „Kvöld f
kvikmyndahúsi" er frá orði til
orðs eins og stfll Kristjáns.
Villi: — Það er ekkert undar-
legt, við sáum báðir sömu
myndina sama kvöldið.
X
tfmunum saman þarna undir
skrjóðnum og þykjast vera að
gera við.
gift er þetta held ég orðinn
alveg óþarfi?
X
Húsmóðirinn: — Hænan, sem
ég keypti hjá þér f gær, var
alveg afleit.
Slátrarinn: — Það getur ekki
verið. Hún var búin að fá fyrstu
verðlaun á alifuglasýningum
sex ár f röð.
X
Dómarinn: — Er það rétt, að
þú hafir kallað þennan mann
asna?
Ákærði: — Nei, slfkt hefur
mér aldrei dottið f hug.
Dómarinn: — En það eru
mörg vitni, sem halda þvf fram.
Akærði: — Nú, þá hlýtur
mannauminginn að vera asni.
X
Hún: — Skelfing finnst mér
stúlkurnar horfa einkennilega
á okkur sfðan við opinberuðum.
Hann: — Látum þær kvelj-
ast, þær hefðu átt að nota tæki-
færið á meðan það stóð þeim til
boða.
V
J
Meö kveöju frö hvrtum gesti Jóhanna Kristjóns-
10
— Bíllinn fer af stað frá Pom-
fret klukkan 18.41 og kemur til
Forby klukkan nfu mínútur yfir
sjö og til endastöðvar sinnar á
Kingsmarkham klukkan tuttugu
mfnútur vfir. Það gefur honum
um það bil kortér til að mvrða
konuna sína og komast að biðstöð-
inni hinum megin við Pomfret-
veginn. Bfllinn kemur þangað
klukkan 18.46. Hann getur hlaup-
ið eftir Tahard Road og verið
kominn heim til sfn fimm mínút-
ur sfðar og þá tekst honum að
hringja til mín klukkan háíf átta.
Wexford settist aftur f stólinn.
— Hann hefur þá að minnsta
kosti tekið gffurlega áhættu,
Mike, sagði hann. — Hann hefði
til dæmis getað átt það á hættu að
einhver hefði hitt hann. Þér verð-
ið að spvrja bílstjórana. Það
getur ekki verið mjög algengt að
þeir taki farþega við Prewettbæ-
inn. Og hvað hefur hann þá gert
af buddunni hennar og lyklun-
um?
— Hent þvf inn f skóginn. Auk
þess sé ég svo sem enga sérstaka
ástæðu til að fela þá hluti. En
annars verð ég að játa að í fljótu
bragði sé ég ekki hvaða ástæðu
hann hefði átt að hafa til að
myrða konuna sfna.
— Tja — ástæðu, sagði
Wexford. — Allir kvæntir menn
hafa einhverja ástæðu.
— Það hef ég ekki! sagði
Burden reiðilega.
Barið var að dvrum og lögreglu-
maðurinn Brvant kom inn.
— Eg fann þetta f skógar-
jaðrinum sem sneri að inn-
kevrslunni, sagði hann. Hann hélt
á örlitlum sfvalningi milli fingra
sér.
— Varalitur, sagði Wexford.
Hann tók gætilega við honum
með vasaklút og hélt honum upp
svo að hann gat lesið á botninn.
„Sibrizk Zobel!“ las hann. — Og
svo stendur eítthvað með penna
— sennilega verðið 700 krónur
Sýnist mér. Funduð þér eitthvað
fleira?
— Ekki nokkurn skapaðan
hlut.
— Þakka vður kærlega Brvant.
Þér og Gates getið farið út á
vinnustað Parsons og komizt að
þvf hvenær — og ég meina upp á
mfnútu — talið er að hann hafi
farið þaðan á þriðjudagskvöldið.
— Þetta gerir kenninguna vðar
heldur ankannalega, Burden,
sagði Wexford, þegar Bryant
lögreglumaður var farinn.
— Við látum fingraíarasér-
fræðínga aðgæta þetta en ég spvr
nú bara si svona: teljið þér trú-
legt að frú Parsons hafi átt
þennan varalit. Hún hafði ekki
tösku meðferðis og notar ekki
snvrtiáhöld og hún er sárafátæk
— kvöldverður f Pomfret finnst
mér f sjálfu sér alveg fráleit hug-
mynd. En samt sem áður tekur
hún varalit með sér sem kostar
mörg hundruð krónur og þegar
þau komu inn f skóginn kemur
hún auga á kanfnu. Hún opnar
budduna — sennilega til að taka
fram haglabvssuna, hendir vara-
litnum ískurðinn. hlevpur áeftir
kanfnunni. kveikír á eldspýtu til
að athuga hvar hún er og þegar
hún er kominn inn f miðjan skóg-
inn sezt hún niður og lætur mann-
inn sinn kvrkja sig.
— En þér senduð Brvant til
Stowerton?
— Hann hefur ekkert betra að
gera sem sfendur.
Wexford sat og horfði hugsandi
á varalitinn.
— Revndar hef ég gengið úr
skugga um að Prewctthjónin voru
f London. Móðir frú Prewett er
alvarlega veik og sjúkrahústals-
maður upplýsti mig um að þau
hefðu verið vfir henni frá þvf um
hádegi á þriðjudag þangað til
langt fram á kvöld og svo aftur
lungað úr gærdeginum. Gamla
konan fór ögn að hjarna við í
gærkvöldi og þá fóru þau frá
hótelinu eftir morgunverðinn
áleiðis heim f dag. Svo að þau
koma ekki til mála í þessu sam-
bandi.
Hann lyfti varalitnum aftur
gætilega upp og opnaði hann.
— Þetta er splunkunýr varalit-
ur, sagði Wexford hugsi.
— Ég gct eiginlega ekki séð
hann hafi verið notaður. Ég þarf
að finna eiganda þessa varalitar,
Burden. Við förum aftur til
Prewetthjónanna og tölum við
ungu stúlkuna sem er f vinnu hjá
þeim.
4. kafli.
Þegar Wexford hafði fengið að
vita að fingraförin á varalitnum
gætu ekki verið fingraför frú
Parsons, fóru þeir aftur út á Pre-
wettbæinn og spurðu vinnumenn-
ina fjóra og ungu sfúlkuna spjör-
unum úr. Hvað snerti vinnu-
mennina alla hafði verið mikið að
gera hjá þeim allan þriðjudagínn,
en svo virtist sem það annrfki
gæti á engan hátt tengzt morðinu
á frú Persons.
Prewett hafði látið bústjórann
Draycott annast búið og á þriðju-
dagsmorgun hafði Draycott farið
á markaðinn ásamt efnum vinnu-
mannanna, Edwards að nafni,
Þeir höfðu tekið einn af jeppun-
um og höfðu ekið aðalveginn
vegna þess að skógarvegurinn til
Pomfret var svo seinfarinn og bíll
hafði staðið fastur þar I vikunni
áður.